Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG ER einn í hópi þeirra tugþús- unda sem lögðu leið sína niður í miðbæ Reykjavíkur á laugardags- kvöld og fögnuðu menningarnótt í Reykjavík í ár. Það var skemmtilegt að sjá að úrhellið hafði engin áhrif á andrúmsloftið í bænum; þarna var fólk á öllum aldri komið til að njóta, sýna sig og sjá aðra og eins og segir í laginu góða: það var dansað, sungið og kysst. Það var líka magnað að upplifa stemmninguna við Arnarhól þar sem Garðar Cortes fékk þjóðina til að syngja fullum hálsi, eins þótt hljóðkerfið hafi bilað lítilsháttar. Ég verð þó að játa að eitt skyggði ofurlítið á gleði mína af þessu annars frábæra framtaki að þessu sinni. Ég er mikill aðdáandi finnsku þjóðarinnar og skal játa að Finnar hafa jafnan verið í dálitlu uppáhaldi hjá mér meðal norrænna frænd- þjóða. Við Íslendingar höfum líka notið finnsks hugvits með ýmsum hætti, ekki síst á umliðnum árum og þegið af þeim (fyrir utan náttúrlega alla gemsana) frábæra hönnun af ýmsu tagi, arkitektúr og auðvitað síðast en ekki síst tónlist og gáfaða hljómsveitarstjóra. Ég verð samt að játa að síðasti innflutningur okkar á finnskri hugkvæmni er af þeim toga sem ég hefði fremur kosið að fá að af- þakka fyrir minn part. Eitt atriði í fjölskylduskemmtun- inni þetta ár var svokallað ofurhuga- atriði ungs Finna á hafnarbakkan- um. Eða eins og sagði í kynningu: Áhættuatriði sem fengi hárin til að rísa. Þessi ungi maður hefur unnið sér það til ágætis að láta reyra sig í spennitreyju, vera svo hífður upp á fótunum í 70 metra hæð með ekkert undir sér nema bera steinsteypuna. Áður er kveikt í köðlunum sem halda hvorum fæti uppi. Kúnst Finnans er síðan sú að ná að losa sig úr spenni- treyjunni og ná taki á þriðja kaðl- inum í seilingarfjarlægð áður en kaðlarnir tveir sem halda honum uppi brenna svo mjög að þeir fá ekki borið hann lengur, en þá skellur hann niður á stéttina 70 metrum neðar. Sem er sjálfsagt fremur vont. Þetta skemmtiatriði voru sem sagt reykvískar fjölskyldur hvattar til að koma og horfa á. Og „fá hárin á höfðinu til að rísa“. Ofurhuginn finnski hafði áður látið þess getið að reynslan segði að honum þyrfti helst að takast að losa sig á innan við 110 sekúndum til að sleppa við fallið góða niður á stéttina. Kynnir í hátalara jók síðan á stemmninguna með því að kalla yfir mannskapinn hvað tím- anum leið – en lét þess um leið getið að spennandi yrði nú að vita hvort Finnanum unga tækist að losa sig í tíma og ná taki á öryggiskaðlinum „eða hvort þyrfti að skafa hann upp af stéttinni með kíttisspaða“. Atriðið fór víst ekki alveg eins og til var stofnað. Það var ljóst þegar Finninn var kominn upp að eitthvað gekk verr en til stóð, honum gekk ekki nógu greiðlega að krafsa sig fram úr spennitreyjunni. Brátt var kynnirinn kominn upp í 120 sekúnd- ur, annar kaðallinn brunninn sundur (og þá skammt í að hinn gæfi sig líka) en sá finnski var enn að baksa við að losa sig úr treyjunni. Gott ef kynn- irinn var ekki hættur að telja. En loks tókst Finnanum að krafsa sig út úr spennitreyjunni og ná í öryggis- vaðinn og honum var að því búnu slakað niður á ný. Um leið og niður var komið dró hann upp hníf og skar það sem eftir var af óbrunna kaðl- inum sundur með einu bragði – svo allir gátu séð að þar hafði sannarlega ekki mátt tæpara standa. Kannski munað 10 sekúndum eða svo. Þeim finnska virtist reyndar dálít- ið brugðið. Atriðið hafði ekki að öllu leyti farið að óskum og hann játaði að hafa verið orðinn býsna hræddur um að þetta væri sitt síðasta. En um leið hafði honum tekist ætlunarverk sitt sem öllu skipti: að „fá gott adr- enalínkikk“. Ég verð að játa að ég hefði ekki haft hugmyndaflug til að upphugsa öllu ósmekklegra upphaf á „menn- ingarnótt“ fjölskyldunnar í miðbæ Reykjavíkur. Manni flaug oftar en ekki í hug hvernig kynnirinn góði hefði nú tekið á því ef Finninn hefði verið örfáum sekúndum lengur að losa sig og hefði því gossað þessa 70 metra niður á stéttina, líkami hans maskast og heilasellur og innyfli önnur smurst á stéttina. Og hefði í raun og sannleik þurft „að skafa hann upp með kíttisspaða“. Ætli sú niðurstaða hefði ekki haft eitthvað truflandi áhrif á framhald menning- arnæturinnar? Eða hvað? Það er náttúrlega ljóst að á síðari árum eru komnar upp heilu kynslóð- irnar af Íslendingum sem óttast eitt og aðeins eitt í lífinu – og það er að vera ekki álitnar nógu „kúl“. Mér er líka mætaljóst að orð kynnisins í þessu tilfelli voru fyrst og fremst með þeim formerkjum mælt. Mér Ófögnuður menningarnætur Frá Hallgrími Helga Helgasyni: KÆRU lesendur! Ég heiti Annette (Grainger) Johnson og móðir mín er Betty Cannada. Tilefni þessara skrifa er, að mig langar til að fá fréttir af Unni Cannada eða öllu heldur Unni Jóns- dóttur Cannada. Ég er frænka hennar í Bandaríkjunum en mér hefur því miður ekki tekist að hafa uppi á henni á Íslandi. Unnur bjó í Bandaríkjunum um langt skeið eða þar til frændi minn lést. Þá sneri hún aftur heim til fósturjarðarinnar. Ég yrði mjög þakklát þeim, sem gætu veitt mér einhverjar upplýs- ingar. Póstfangið mitt er: atjohnson@cconnect.net ANNETTE JOHNSON. Hvar er Unnur Jónsdóttir Cannada? Frá Annette Johnson:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.