Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 21 RÚMUM áratug eftir að hafa misst völdin í landinu eru líkur á að Dan- iel Ortega verði kjörinn forseti í Nicaragua næstkomandi laugardag. Ortega segist hafa lært af mistök- um þeim sem hann gerði meðan hann var forseti landsins á níunda áratugnum og að hann muni ekki endurtaka þau. Sem dæmi um breyttar áherslur hét Ortega því að viðurkenna sjálfstjórn héraðanna við Karíbahafið, en í stjórnartíð hans barðist stjórnarherinn við skæruliða Miskító-índjána í hér- aðinu. „Við biðjum bræður okkar, Miskító-indjánana, fyrirgefninga- r...alla sem urðu fórnarlömb þeirrar misheppnuðu stefnu sem við höfð- um í þá daga,“ sagði Ortega á úti- fundi í héraðinu. Kýr og svín handa hverri fjölskyldu Skoðanakannanir sýna að Ortega hefur naumt forskot á þann fram- bjóðanda sem næstur kemur, Enrique Bolanos, sem er frambjóð- andi Frjálslynda stjórnarskrár- flokksins, sem heldur um stjórn- artaumana. Mikil spilling og atvinnuleysi auk matvælaskorts hrjá Nigaraguamenn og skýrir það að miklu leyti gott gengi sandínista í skoðanakönnunum. Jafnvel meðal Miskító-indjána eykst stuðningur við þá, en indjánarnir voru meðal hörðustu stuðningsmanna kontra- skæruliðanna sem börðust gegn sandínistum á níunda áratugnum. „Meðan Daniel var við völd höfðu allir atvinnu og mat. Núna þarf maður að vera meðlimur í [stjórn- ar]flokknum til að fá vinnu,“ segir Siomara Salvador, 23 ára gamall Miskító-indjáni. Auk þess að hafa heitið sjálf- stjórn strandhéraðanna hefur Or- tega lofað því að nota hálfan fjórða milljarð íslenskra króna til að að- stoða kaffibændur sem eru illa staddir, og hefur einnig lofað íbúum afskektari héraða því að hver fjöl- skylda muni fá eina kú, eitt svín, sáðkorn og fleira þess háttar til að koma í veg fyrir að fólkið svelti. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af góðu gengi Ortega og hefur hvatt aðra flokka í landinu til að sameinast um einn forsetafram- bjóðanda til að halda Ortega frá for- setaembættinu. Ekki einkarétt á sannleikanum Ortega var háttsettur í hreyfingu sandínista, sem bolaði einræðisherr- anum Somoza frá völdum árið 1979 og gegndi hann embætti forseta frá árinu 1984. Undir stjórn Ortega var þjóð- og efnahagslíf Nicaragua end- urskipulagt í anda sósíalismans. Einkafyrirtæki voru þjóðnýtt og mikil áhersla var lögð á velferð- arkerfi. Þessi stefna var Banda- ríkjastjórn lítt að skapi og setti hún viðskiptabann á Nicaragua og veitti hinum svokölluðu kontra-skærulið- um margvíslega aðstoð, en þeir börðust gegn stjórn Ortega. Daniel Ortega samdi við Banda- ríkjastjórn um lausn á deilu ríkjanna og árið 1990 voru haldnar lýðræðislegar kosningar í landinu þar sem Sandínistaflokkur hans tapaði völdum. Hann tapaði svo kosningunum 1996 fyrir sitjandi forseta, Arnoldo Aleman. Varaforsetaefni Ortega, Agustin Jarquin, sem sat sex sinnum í fang- elsi vegna andstöðu sinnar við sand- ínistastjórnina, segir Ortega breytt- an mann sem hafi skilning á eðli hins frjálsa markaðar og nauðsyn þess að hann fái að njóta sín. Segir Jarquin að á sínum tíma hafi Ortega trúað því að hann hefði einkarétt á sannleikanum. „Ég held að tíminn hafi kennt honum að enginn á einkarétt á sannleikanum. Hinn nýi Ortega hefur viðurkennt að hafa gert mistök og að hann þurfi að læra af þeim,“ sagði varaforsetaefn- ið. Forsetakosningar í Nicaragua Ortega segist nýr og betri maður Puerto Cabezas, Nicaragua. AP. AP Daniel Ortega ræðir við frétta- menn á kosningaferðalagi á Kyrrahafsströndinni. BRESKIR áhugamenn um fót- bolta höfðu úr nógu að moða um síðustu helgi, en talið er að á tæp- um tveimur sólarhringum hafi 70 klukkustundum af knattspyrnu verið sjónvarpað á hinum ýmsu rásum landsins. Aðstandendur knattspyrnufélaga og stjórnendur sjónvarpsstöðva ræða nú hvort framboð á knattspyrnu í sjónvarpi sé of mikið. Sjónvarpsstöðvarnar hafa sam- tals greitt um 150 milljarða króna fyrir útsendingarrétt til ársins 2004, en velta því nú fyrir sér hvort sú fjárfesting muni borga sig. Flestir stóru leikirnir eru sendir út á svokölluðu „Pay-Per- View“-sniði, en þá greiðir áhorf- andi fyrir hvern dagskrárlið. „Ég er ekki viss um að það sé markaður fyrir svo margar út- sendingar frá leikjum utan úrvals- deildarinnar,“ segir Nigel Hawk- ins verðbréfamiðlari. „Ég efast um að nokkur maður muni greiða fyrir það að sjá knattspyrnuleiki í sjónvarpi þegar framboðið er svona mikið.“ John Motson, íþróttafréttamaður hjá sjónvarps- stöðinni BBC, segir framboðið óhóflegt. „Ég efast um að fólk geti horft á alla þá leiki sem í boði eru.“ Vaxtarmöguleikar erlendis Fréttir af litlu áhorfi á knatt- spyrnupakka ITV-sjónvarps- stöðvarinnar blésu nýju lífi í þessa umræðu. Aðeins 4,3 milljónir horfðu á sunnudagsþáttinn, sem er mun minna áhorf en vinsæll spurningaþáttur fékk á sama tíma á BBC. Talsmaður ITV kveðst þó bjartsýnn og heldur því fram að um góða byrjun sé að ræða. „Við erum að færa úrvalsdeildina inn á fleiri heimili.“ Nigel Hawkins segir heima- markaðinn á þessu sviði mettaðan og að einu vaxtarmöguleikana sé að finna erlendis. „Áhugi á enskri knattspyrnu er mikill í mörgum löndum og þar er möguleiki til að græða á sýningu leikja, en hér í Bretlandi er feikinóg af fótbolta í sjónvarpinu.“ Sjötíu klukkutímar af enska bolt- anum á tveimur sólarhringum Offramboð á fótbolta? Lundúnum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.