Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 40
HEILARINN Patricia Howard er væntanleg til landsins og verður með tvö helgarnámskeið í sjálfs- uppbyggingu í nuddstofunni Um- hyggju á Vesturgötu 32, Reykja- vík. Hið fyrra verður helgina 25. og 26. ágúst og hið síðara 15. og 16. september. Patricia Howard er útskrifuð úr Barbara Brennan School of Heal- ing, í Bandaríkjunum. Hún var hér sl. vor með námskeið ásamt Karinu Becker og Bobbie Hutchinsson. Helgarnám- skeið í sjálfs- uppbyggingu ÞINGMENN Samfylkingarinnar, Svanfríður Jónasdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir verða í Þingeyjarsýslum um helgina. Á föstudag verður kvöldkaffi frá kl. 20.30 til 22 á Hótel Jórvík á Þórs- höfn. Morgunkaffi verður á laug- ardag frá 10.30 til 12 á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn og síðdegiskaffi frá 15 til 16.30 á Ið- unni og eplunum á Kópaskeri. Á sunnudag verður morgunkaffi frá 10.30 til 12 á Sölku á Húsavík og síðdegiskaffi frá 15 til 16.30 á Myllunni, Hótel Reynihlíð. Þingmenn halda opna fundi 40 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Ólafsson sigraði eftir æsispennandi keppni á fjórða mótinu í Helgarmótasyrpu SÍ. Mótið var haldið á óvenjulegum stað, eða í Blöndustöð, en nú eru 10 ár síðan fyrsta vélasamstæðan þar var tekin í notkun. Þetta var fjölmennasta mótið hingað til í Helgarmótasyrpunni og voru þátttakendur 35. Þar á meðal voru þrír stórmeistar, en auk Helga voru þeir Helgi Áss Grétarsson og Jóhann Hjartarson mættir til leiks. Aðrir þátttakendur veittu stór- meisturunum verðuga keppni og strax í fyrstu umferð dró til tíð- inda. Rán Jónsdóttir stöðvarstjóri Blönduvirkjunar lék fyrsta leik fyrir Jóhann Guðmundsson odd- vita Svínavatnshrepps gegn Jó- hanni Hjartarsyni stórmeistara. Oddvitinn reyndist slyngari skák- maður en reiknað var með og stórmeistarinn varð að sætta sig við jafntefli í skákinni. Þetta voru ekki einu tíðindin í hinni sögulegu fyrstu umferð því Helgi Ólafsson sigraði Helga Áss Grétarsson í aðeins 13 leikjum. Það hefði mátt ætla að eftir þetta væri Helgi Ólafsson með pálmann í höndunum, en svo reyndist ekki vera og strax í næstu umferð varð hann að lúta í lægra haldi fyrir sjómanninum slynga, Guðmundi Gíslasyni. Í lok fyrri dags mótsins voru þeir Jón Viktor Gunnarsson, Arn- ar E. Gunnarsson og Jóhann Hjartarson efstir með 3½ vinning af 4. Helgi Ólafsson sló hins vegar ekki feilpúst og náði einn foryst- unni á mótinu eftir sigur gegn Jó- hanni Hjartarsyni í sjöundu um- ferð. Eftir jafntefli Helga gegn Arnari Gunnarssyni í áttundi um- ferð náði Jóhann honum þó aftur og þeir voru jafnir og efstir með 6½ vinning fyrir síðustu umferð. Þá réðust loks úrslitin á mótinu. Helgi sigraði í sinni skák, en Jó- hann gerði jafntefli við Helga Áss Grétarsson. Þar með náði Helgi Ólafsson sigri á mótinu. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Helgi Ólafsson 7½ v. af 9 2. Jóhann Hjartarson 7 v. 3.-5. Helgi Áss Grétarsson, Arnar E. Gunnarsson og Guð- mundur S. Gíslason 6½ v. 6. Róbert Harðarson 6 v. 7.-11. Jón Viktor Gunnarsson, Hrannar Björn Arnarsson, Rík- harður Sveinsson, Tómas Björns- son og Jón Árni Jónsson 5½ v. 12.-18. Arnar Þorsteinsson, Einar Kr. Einarsson, Jón Árni Halldórsson, Ágúst Bragi Björns- son, Áskell Örn Kárason, Ólafur Ísberg Hannesson og Halldór Brynjar Halldórsson 5 v. 19.-20. Valgarð Ingibergsson og Kjartan Guðmundsson 4½ o.s.frv. Ýmis aukaverðlaun voru veitt á mótinu. Þau hlutu: Kvennafl.: Hallgerður H. Þor- steinsd. 4 v. Heimamaður: Jóhann Guð- mundss. 3½ v. Öldungur: Sveinbjörn O. Sig- urðss. 4 v. Unglingur: Ágúst B. Björnss. 5 v. <1600 stig: Ágúst B. Björnss. 5 v. 1601-2000 stig: Hrannar B. Arnarss. 5½ v. 2001-2200 stig: Róbert Harðars. 6 v. Landsvirkjun og Skáksamband Íslands stóðu að mótinu. Skipu- lagning, aðbúnaður og aðstaða voru til fyrirmyndar. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson. Staðan í Helgarmótasyrpunni er nú þessi: 1. Arnar Gunnarsson 50,83 2. Helgi Ólafsson 48,00 3. Helgi Áss Grétarsson 30,83 4. Sævar Bjarnason 14,50 5. Jón Viktor Gunnarsson 14,14 o.s.frv. Stefán með 3½ og Bragi með 3 v. á HM unglinga Bragi Þorfinnsson tapaði sinni fyrstu skák á Heimsmeistaramóti unglinga gegn Rúss- anum Evgeny Shap- oshnikov í sjöttu um- ferð mótsins. Shap- oshnikov er fimmti stigahæsti þátttak- andinn á mótinu, en hann er alþjóðlegur meistari með 2.519 skákstig. Stefán Kristjánsson bætti stöðu sína á mótinu þegar hann sigraði Belgann Steven Geirnaert, en hann er stigalaus. Stefán Kristjáns- son er nú með 3½ vinning og er í 23.-38. sæti. Bragi er með 3 vinninga í 39.-56. sæti. Stefán hefur verið óheppinn með andstæðinga, sem hafa verið fremur stigalágir, og á því litla möguleika á að ná AM-áfanga á mótinu. Andstæðingar Braga hafa hins vegar verið firnasterkir og hann á enn prýðisgóða möguleika á að landa AM-titlinum í þessu móti. Þar sem mótið er 13 umferðir getur þó enn margt gerst og spennandi verður að fylgjast með þeim félögum í seinni hluta móts- ins. Hvít-Rússinn Sergei Azarov er efstur á mótinu eftir sex umferðir með 5½ vinning. Í gær var frídagur á mótinu, en í dag verður sjöunda umferð tefld. Þá hefur Stefán hvítt gegn þýska alþjóðameistaranum Dimitrij Bunzmann, en hann er 10. stiga- hæsti þátttakandinn á mótinu með 2.509 skákstig. Bragi mætir Norð- manninum Daniel Hersvik, en hann er með 2.241 skákstig. Afmælishátíð Hellis Taflfélagið Hellir var stofnað 27. júní 1991 og á því 10 ára af- mæli í sumar. Félagið hyggst halda upp á afmælið laugardaginn 25. ágúst og verður Afmælismót Hellis haldið í nýju húsnæði félagsins, Álfabakka 14a, sem er aðeins steinsnar frá fyrra húsnæði. Hið nýja húsnæði er einnig í Mjódd og er sami inngangur og hjá SPRON og hefur félagið aðstöðu á þriðju hæð. Tefldar veða 7*2 umferðir með 7 mín- útna umhugsunar- tíma og stendur mót- ið frá kl. 14-18. Vegleg verðlaun eru í boði: 1. kr. 30.000 2. kr. 20.000 3. kr. 10.000 Ekkert þátttökugjald verður á mótinu. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst en hægt er að skrá sig í tölvupósti (hell- ir@simnet.is) eða símleiðis (Gunnar: 861 9416). Hægt verður að fylgjast með þátttöku á Heima- síðu Hellis (www.simnet.is/hellir). Að móti loknu eða um kl. 19:00 mun svo félagið bjóða félags- mönnum og öðrum skákáhuga- mönnum til hófs þar sem tíma- mótunum og nýja húsnæðinu verður fagnað. Allir eru velkomn- ir. Golíat leggur risana að velli Skákforritið Golíat varð óvænt heimsmeistari skákforrita í hrað- skák nú í vikunni. Meðal kepp- enda voru Shredder, heimsmeist- ari skákforrita í kappskák, og Deep Fritz sem tefla á einvígi við sjálfan Kramnik nú í haust. Það athyglisverða við þessi úrslit er, að Golíat er eitt af u.þ.b. 100 ókeypis skákforritum sem hægt er að sækja af Netinu. Helstu keppinautar Golíats voru heimsfræg forrit sem sum hver hafa verið þróuð af fyrir- tækjum á borð við ChessBase og seld um allan heim. Tímamörkin í skákmótinu voru 7 mínútur á skák. Þess má geta að sum for- ritin keyra á tölvum með einum örgjörva, en önnur nota fleiri ör- gjörva. Höfundur Golíats er Þjóð- verjinn Michael Borgstädt. Hraðskákmóti skákforritanna var skotið inn í heimsmeistaramót skákforrita sem nú stendur yfir. Skákforritin verða stöðugt öfl- ugri, ekki síst vegna sívaxandi af- kastagetu tölvanna. Eftirfarandi staða hefur leitt af sér miklar um- ræður meðal áhugamanna um skákforrit. Hún kom upp í skák forritanna Ferret, sem hafði hvítt, og Gandalf. Ferret hafði þegar fórnað skiptamun og fórnaði nú biskupi með því að leika 43. e5. Svartur hirti biskupinn með 43...Dxa3. Þá kom rúsínan í pylsuendanum og Ferret gaf hrók til viðbótar með því að leika 44. Hxf7. Framhaldið varð 44...Kxf7 45. Df3+ Kg8 46. Df6 Da1 47. De6+ Kf8 48. Dxd6+ Ke8 49. Dxg6+ Kd8 50. d6 Kc8 51. Df7 og með þessum leik fórnar hvítur hinum biskupnum ofan á það sem áður var komið. 51...Dxb1+ 52. Kh2 Ra6 53. e6 Rcb5 54. e7 De4 55. d7+ Rxd7 56. e8=D+ og hvítur vann í 75 leikj- um. Það er óhætt að segja, að meðhöndlun Ferret á stöðunni hafi minnt á ýmsa fléttumeistara skáksögunnar. Eitt er ljóst, en það er að Ferret var þarna að grugga vatnið á afar „mannlegan“ hátt og náði að rugla andstæðing- inn í ríminu. Þegar staðan er skoðuð í rólegheitum er t.d. spurning hvað hvítur „hafði í huga“ eftir 44...Dc1 með uppskipt- um á drottningum. Helgi Ólafsson sigraði í Blöndustöð SKÁK B l ö n d u s t ö ð Maí – Sept. 2001 HELGARMÓTASYRPA SÍ Daði Örn Jónsson Helgi Ólafsson boðið til kirkjukaffis í félagsheim- ilinu Iðavöllum. Þar verður dagskrá tengd skáldprestinum sr. Stefáni Ólafssyni. Sóknarprestur. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12–12.30. Guðrún Lóa Jónsdóttir, messósópran og Sigrún Magna Þor- steinsdóttir orgel. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með guði. Kerta- ljós og reykelsi bjóða mann velkom- in. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. ÁRLEG safnaðarferð Árbæjarsafn- aðar verður farin 26. ágúst nk. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 9 ár- degis. Haldið verður áleiðis til Hvolsvallar og verður leiðsögumað- ur þangað Óskar Ólarsson. Þar tek- ur við leiðsögn sr. Gunnar Björnsson sem fræðir um Njáluslóðir. Nesti verður snætt í hádeginu á Breiðaból- stað. Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni á Breiðabólstað kl. 14 þar sem gefinn verður hökull til minn- ingar um listakonuna Nínu Sæ- mundsson. Að guðsþjónustu lokinni verður haldið heim á leið til höfuð- borgarinnar. Skráning í ferðina er í síma 587- 2405 í Árbæjarkirkju mánudag til fimmtudags kl. 9-13. Ferðin er í boði Árbæjarsafnaðar en ferðmenn taka með sér nesti. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju fellur niður þennan dag. Prestarnir. Afmæli Vallaneskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 26. ágúst, verður minnst 70 ára afmælis Vallaneskirkju. Prófastur, sr. Sigfús J. Árnason, predikar við messu sem hefst kl. 14. Kór Vallanes- og Skrið- dalssóknar syngur undir stjórn Tor- vald Gjerde. Að messu lokinni er Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Sr. Bjarni Karlsson þjónar. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar kl. 12–12.10. Að stund- inni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimili. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vída- línskirkju. Hressing á eftir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja, 3. hæð. Heim- sóknargestir velkomnir. Safnaðar- ferð Árbæj- arsafnaðar Morgunblaðið/Jim SmartÁrbæjarkirkja KIRKJUSTARF SUMARBÚÐIR KFUM&K í Öl- veri halda sína árlegu kaffisölu næstkomandi sunnudag, þann 26. ágúst. Kaffisalan verður frá kl. 14–20 þar sem seldar verða kökur, kaffi og gos á vægu verði. Leik- tæki eru á staðnum fyrir börnin og ef veðrið heillar er tilvalið að spyrja staðarkunnuga um göngu- leiðir. Kaffisalan er haldin til fjáröfl- unar fyrir sumarbúðirnar. Starfsemin í Ölveri hefur geng- ið einstaklega vel í sumar og ann- að árið í röð var fullt í alla flokka og gekk starfsemin vel fyrir sig og slysalaust. Í vor fóru fram miklar fram- kvæmdir og endurbætur á staðn- um bæði í samræmi við kröfur brunamálastjóra og einnig til bættrar vinnuaðstöðu í eldhúsi. Stúlknastarfinu í sumar lauk núna 14. ágúst með unglingaflokki og er þá formlegu sumarstarfi lokið. Einn flokkur er þó eftir og er það mæðgnaflokkurinn sem verður dagana 28.–30. september. STUTT Uppskeruhátíð KFUM&K í Ölveri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.