Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 9 EKKERT hefur dregið úr vímuefna- vanda ungmenna 19 ára og yngri hér á landi, að því er fram kemur í ársriti SÁÁ 2000/2001. Þar kemur fram að 456 ungmenni voru innrituð á Sjúkrahúsið Vog á síðasta ári, 70 þeirra sprautuðu sig með fíkniefnum og tólf greindust með lifrarbólgu C. Fram kemur í ársritinu að sú ugg- vænlega aukning á vímuefnavanda unglinga sem hófst á miðju ári 1995 haldi enn áfram og fátt bendi til þess að draga muni úr vandanum. Ekkert mun hafa dregið úr vímu- efnavanda þeirra sem eru yngri en 19 ára og unglingar sem koma til meðferðar hafa aldrei verið fleiri en þeir yngstu voru 14 ára. 500 með lifrarbólgu C Fram kemur í skýrslunni að aldrei hafa jafnmargir af unglingum á Vogi fiktað við og notað e-töflur og reglu- legir neytendur þessa vímuefnis sjást nú í fyrsta skipti að einhverju marki. Undanfarin þrjú ár hafi um 60 unglingar á hverju ári sagt frá því að þeir hafi sprautað sig og árið 2000 voru þeir 70. Afleiðingarnar eru að koma í ljós því 12 einstaklingar 19 ára og yngri greindust með lifrar- bólgu C á Sjúkrahúsinu Vogi á síð- asta ári. Í heild voru 500 einstakling- ar með lifrarbólgu C hér á landi árið 2000 en sá hópur fer ört stækkandi á Vesturlöndum. Fjöldi einstaklinga með lifrarbólgu C hefur vaxið í jöfnu hlutfalli við aukinn fjölda sprautu- sjúklinga hér á landi. Lifrarbólga C er veirusýking sem veldur stundum skemmdum á lifr- inni en flestir sem sýkjast fá lang- vinna veirusýkingu. Lyfjameðferð er sögð kostnaðarsöm. Neysla kókaíns óx verulega Neysla kókaíns óx verulega á árinu 2000, einkum meðal þeirra yngstu. Reglulegir neytendur kók- aíns yngri en 19 ára voru 41 en 174 unglingar sögðust hafa notað efnið. Segir í skýrslunni að reglulegir neyt- endur kókaíns á Sjúkrahúsinu Vogi hafi verið 162 og meðalaldur þeirra tæp 25 ár. Þar voru 30 þeirra dag- legir neytendur efnisins. Einnig er sagt frá því að 467 stórneytendur amfetamíns hafi leitað á Vog. Dag- legir neytendur kannabisnefna, sem leituðu á Vog, voru 446. Í ársritinu kemur fram að 449 neytendur e-töflunnar hafi leitað á Vog á síðasta ári. Þá kemur fram að varla hafi borið á heróíni á Íslandi fyrr en á árinu 1996 og efnið er ekki fast í sessi á ís- lenska vímuefnamarkaðnum. 55 ein- staklingar kváðust hafa notað þetta efni árið 1997 og fjórir þeirra kváð- ust koma úr reglulegri neyslu og greindust stórneytendur efnisins. 31 kvaðst hafa notað efnið 1998 og stór- neytendur voru þrír. 21 sagðist hafa notað efnið 1999 og þrír reglulegir neytendur. Árið 2000 voru níu sem höfðu notað efnið og þrír reglulegir neytendur. Ársskýrsla SÁÁ 2000/2001 Ekki dreg- ur úr vímu- efnavanda ungmenna Nýju vörurnar komnar! Full búð af stórglæsilegum nýjum haustfatnaði Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Útsala 20-75% afsláttur v i ð Ó ð i n s t o r g 1 0 1 R e y k j a v í k s í m i 5 5 2 5 1 7 7 mkm••• á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Tilboðsdagar í ágúst 10-50% afsláttur Húsgögn, lampar, púðar glös og skart Sígild verslu n Sjónvarpsskápur Má bjóða þér ÚTSÖLU stóla ? RUGGUSTÓLL Áður kr:76.900.- Nú kr: 53.800.- SESSALONE Áður kr:89.900.- Nú kr: 59.900.- ALBUFERA Áður kr:54.900.- Nú kr: 34.900.- GARBI Áður kr:54.900.- Nú kr: 34.900.- Faxafeni www.t k.is líttu á Laugavegi 56, sími 552 2201 Flug til Frankfurt og ekið til Prag Haustferðir okkar til Prag hafa getið sér orð fyrir þjónustu og gæði. Nú sem fyrr er flogið í áætlunarflugi Flugleiða til Frankfurt og ekið til Prag í þægilegri og vel útbúinni langferðabifreið. Íslensk leiðsögn Fararstjóri verður Pétur Gauti Valgeirsson sem er vel kunnugur sögu og staðháttum. Hann fylgir hópnum alla ferðina, liðsinnir og fræðir. Takmarkaður sætafjöldi tryggir áhugaverða ferð. Í boði eru ýmsar skoðunar- og kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Brottför á miðvikudögum; 19/9, 26/9, 3/10 Innifalið er flug með Flugleiðum, flugvallaskattar, gisting í 2ja manna herbergi, akstur milli Frankfurt og Prag, morgunverður, skoðunarferð um Prag og íslensk fararstjórn. Verð: 68.700 krónur á mann. Ferðin 3. október er deginum styttri og kostar 65.700 (miðvikud.–þriðjud.) MEÐ ÁÆTLUNARFLUGI FLUGLEIÐA TIL FRANKFURT... Skemmtilegar vikuferðir til PRAG FALLEG, RÓMUÐ OG TÖFRANDI 68.700 65.700 BÓKUNARSÍMI 511 1515 FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is netfang: outgoing@gjtravel.is R Ý M I N G A R S A L A 20-30% AFSLÁTTUR Laugavegi 101, v/ Hlemm, sími 552 8222 Opið mán-fö. kl. 11-18, lau. 11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.