Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 35 ✝ Steinunn Sig-hvatsdóttir Roff fæddist í Reykjavík 11. desember 1916 og ólst þar upp. Hún lést á heimili sínu í Sacramento, Kaliforníu hinn 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Steinunn- ar voru Sighvatur Brynjólfsson, stein- smiður, síðar lög- regluþjónn og síð- ast tollvörður, f. 20. apríl 1880, d. 1. apr- íl 1953, og fyrri kona hans, Þóra Sveinbjarnar- dóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1883, d. 13. apríl 1954. Sighvatur var sonur Brynjólfs Gíslasonar, útvegsbónda á Syðri-Kvíhólma í V.-Eyjafjallahr., og konu hans 28. desember 1921, húsfreyja í Garðabæ. Árið 1947 giftist Stein- unn Stanley Roff, f. 19. desember 1921 í Bandaríkjunum, d. 3. nóv- ember 1969, og bjuggu þau bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sonur Steinunnar og kjörsonur Stanleys er Þórir Pálsson Roff, f. 15. mars 1940, kvæntur Ásthildi Brynjólfsdóttur Roff og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur. Steinunn og Stanley eignuðust fimm börn: 1) Arnold Jeffery Roff, f. 10. maí 1949, kona hans er Martha Roff og eiga þau tvær dætur. 2) Una Stefany Roff DuBois, f. 8.október 1950, gift Rick DuBois. Una Stefany á eina dóttur og þrjú barnabörn. 3) Bri- an Roff, f. 4. júní 1952, kona hans er Patricia Roff og eiga þau tvær dætur. 4) Allan Roff, f. 23. maí 1958, hann á einn son. 5) Kristín Ester Roff Sulway, f. 23. nóv- ember 1959. Öll börn Steinu eru búsett í Kaliforníu. Heimilisfang Þóris er 6179 Shadygrove Dr. Cupertino, Ca. 95014, USA. Útför Steinunnar fór fram í Sacramento 21. ágúst og á sama tíma var minningarathöfn í Digraneskirkju. Guðrúnar Bjarna- dóttur. Þóra var dóttir Sveinbjarnar Þorvarðarsonar, bónda og sjómanns á Mið-Sýruparti, Akra- nesi og og konu hans Margrétar Kristjáns- dóttur. Systkini Steinunnar voru: Sveinbjörn, f. 14. september 1905, d. 5. október 1958, Lilja f. 12. september, 1908, d. 6. febrúar 2000, Brynjólfur, f. 14. september 1911, d. 12. janúar 1943, Unnur, f. 6. desember 1914, d. 22. janúar 1935, Sigríður, tvíburasystir Steinunnar, d. 16. desember 1916, Haukur, f. 7. júlí 1919, d. 2.desember 1936, og Margrét, f. Heiðurskonan Steinunn Sig- hvatsdóttir Roff er látin á 85. ald- ursári. Hún lést á heimili sínu að morgni 16. ágúst sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Nokkrum dögum fyrir andlátið kvöddumst við símleiðis, sagðist hún þá bíða stóru stundarinnar og dáðist ég að æðruleysi hennar. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem ég dáðist að Steinu frænku minni, öðru nær. Mín fyrsta minning um Steinu er tengd heimkomu fjölskyldunnar frá New York en þar bjuggu þau nokkur ár í kringum 1950. Topp- urinn á tilverunni var þá allt sem var „amerískt“ og að sjálfsögðu voru eigur þeirra hjóna að mestu leyti frá Ameríku og því það flott- asta sem til var. Stanley og Steina áttu heimili á Kvisthaganum í vesturbæ Reykjavíkur, stutt frá Hagamelnum þar sem undirrituð er alin upp. Á þeim tíma kom ég mikið á heimili þeirra og sá þar í fyrsta skipti sjónvarp – það var al- veg ótrúleg upplifun. Seinna eign- uðust þau hjónin hús í Innri- Njarðvík og áttu þar yndislegt heimili sem alltaf var gott að koma á. Árið 1966 fluttu þau aftur til Bandaríkjanna og í þetta sinn til Sacramento sem er höfuðborg Kaliforníu. Þar eignuðust þau hús- ið sem varð heimili þeirra og þar lést frænka mín sl. fimmtudag. Við hjónin heimsóttum þetta heimili þrisvar sinnum og í öll skiptin var okkur tekið opnum örmum. Í fyrsta sinn komum við árið 1967 og voru þau Stanley og Steina óþreytandi að sýna okkur markverða staði – bæði sögulega og einnig merkilegar framkvæmd- ir sem tengdust námi mannsins míns í verkfræði. Í nóvember 1969 varð Stanley bráðkvaddur, aðeins 47 ára gamall. Hans minnist ég sem eins mesta sómamanns sem ég hef kynnst og ef einhver ætti að bera heitið Ís- landsvinur þá var það hann. Steina var orðin ekkja eftir stutta búsetu í Kaliforníu og voru tvö yngstu börnin aðeins 10 og 11 ára. Hún stóð sem klettur og var aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel henni tókst að annast fjölskylduna. Þar má þó ekki van- meta hlut Þóris, elsta sonar henn- ar, og konu hans, Ásthildar, sem alltaf voru hennar stoð og stytta. Í annað sinn komum við í heim- sókn árið 1978 en þá með mömmu minni, Lilju, systur Steinu, og dætrum okkar þrem. Í þriðja sinn komum við í stutta heimsókn tíu árum síðar en þá vorum við á skíð- um í Nevada og það tók okkur að- eins tvo tíma að aka frá skíða- staðnum niður í ylinn í Sacramento og var að sjálfsögðu tekið með kostum og kynjum. Þá var ánægjulegt að sjá hversu Steina naut sín sem amma – hún bar nafnið „grandmother“ með rentu. Það er aðeins eitt neikvætt sem ég minnist frá þessum ferðum en það var að kveðja hana frænku mína, tilfinningarnar báru hana þá oft ofurliði enda kona með stórt hjarta. Frá því Steina flutti til Kali- forníu á 7. áratugnum kom hún tvisvar til Íslands í boði barna sinna. Í bæði skiptin fórum við saman í ferðir á staði sem henni voru kærir. Borgarfjörðurinn var einn þeirra og Þingvellir annar. Þar upplifðum við ógleymanlegar stundir með þeim systrum, Steinu, Möggu og mömmu, hlustuðum á upprifjun þeirra frá löngu liðnum tíma og fundum hversu kært var með þeim, þótt bæði höf og lönd skildu þær að lengst af. Nú er komið að tímamótum. Margréti, móðursystur minni, sendi ég okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og einnig fjölskyldu Steinu í Kaliforníu. Stefanía Magnúsdóttir og fjölskylda. STEINUNN SIGHVATSDÓTTIR ROFF Elsku Birkir minn, mig langar að þakka fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Ég gleymi aldrei þegar ég sá ykkur bræðurna fyrst, svo fallega og hraustlega. Svo uxuð þið upp og þú varðst svo fallegur, hár og grannur, ljós yfirlitum, með ljóst hár og varst valinn til að vera módel sem þú stóðst þig svo vel í. Oft hefur verið sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska mest. Ég mun ætíð minnast þín, megir þú hvíla í friði. Ó, hvað þú sorg ert sár, sorginni nægja ekki tár, hún heimtar helstungu þunga, heimtar drenginn unga, heimtar það mætasta úr móðurbarm, máttinn og þrekið úr föðurarm, ástina vonina og ylinn. (Guðm. Björnsson.) Elsku Stefanía og Ásgeir, ég bið algóðan Guð um að styrkja ykkur og hina drengina ykkar, Hjalta og BIRKIR ÞÓR ÁSGEIRSSON ✝ Birkir Þór Ás-geirsson fæddist í Reykjavík 10. nóvem- ber 1977. Hann lést af slysförum 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásgeir Þór Ásgeirsson og Sigríð- ur Stefanía Kristjáns- dóttir. Bræður Birkis eru Hjalti Haukur, f. 31.10. 1973, og Ásgeir Þór Ásgeirsson, f. 10.11. 1977. Útför Birkis fer fram frá Kópavogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ásgeiri í ykkar miklu sorg. Kolbrún amma. Elsku Birkir minn, mig langar að þakka þér fyrir þær minn- ingar sem ég á um þig. Ég mun geyma þær með mér. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Elsku Ásgeir, Stebba, Nafni og Ásgeir, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Afi. Elsku Birkir, það er erfitt að trúa því að þú sért fallinn frá, þú sem varst í blóma lífsins, aðeins 23 ára. Ég (Ingibjörg) man svo vel þegar mamma þín var ófrísk að ykkur bræðrunum. Þá var ekki vit- að að þið væruð tveir fyrr en langt var liðið á meðgönguna. Það var mjög sérstakt að eignast allt í einu tvo frændur í einu. Mér þótti þið ósköp litlir og brothættir þótt þið væruð stórir af tvíburum að vera. Það gat verið erfitt að þekkja ykk- ur í sundur og þið voruð kallaðir A og B þar til þið fenguð nöfn. Þið hélduð áfram að vera mjög líkir og ég held að þið hafið stundum plat- að mig þegar ég passaði ykkur, en ég var stundum barnapían ykkar bræðra og það gat verið nokkur snúið enda þrír fjörugir drengir þar á ferð. Þú varst yndislega fal- legt barn, ljóshærður og bláeygð- ur. Á sumrin varð hár þitt alveg hvítt af sólinni og þú varðst kaffi- brúnn. Þannig man ég þig, glókoll, dökkbrúnan af útiveru, eilítið skít- ugan eftir leik við félagana, með prakkarasvip og alltaf stutt í bros- ið. Síðar varðstu fallegur og mynd- arlegur ungur maður og stelpurn- ar alltaf á eftir þér. Þú hafðir mikinn áhuga á box- íþróttinni og hafðir hug á því að kenna Davíð box þegar hann yrði eldri. Við munum ávallt minnast þín og trúum því að þú sért í góðum höndum og að þér líði vel. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Ásgeir, Stebba, Ásgeir og Hjalti, það er erfitt að finna hugg- unarorð til handa ykkur en við biðjum góðan Guð að styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Við munum hafa ykkur í bænum okk- ar. Ingibjörg og Davíð. Kær frændi minn, Birkir Þór Ásgeirsson, lést af slysförum sunnudaginn 12. ágúst síðastliðinn. Þennan sunnudagseftirmiðdag fór ég í heimsókn til Ásgeirs bróður og Stefaníu. Ekki hafði ég verið þar lengi þegar við fengum þær hræðilegu fréttir að Birkir Þór, sonur þeirra, hefði látist í umferð- arslysi við Lögberg. Á stundum eins og þessum verður veröldin grá og við vanmáttug. Í gegnum hugann streyma minningar um ljúfan dreng sem var frá okkur tekinn allt of fljótt. Birkir Þór var barngóður og minn- ist ég þess þegar ég rita þessa fá- tæklegu kveðju þegar við feðgarn- ir komum til hans snemma í vor eða seint í vetur og fóru þeir frændur að ræða saman. Fljótlega snerist umræðan um hjólabretti sem Birkir hafði nýlega eignast- .Viktori leist allbærilega á brettið og það sá Birkir og hafði engar refjar og gaf honum það; sagðist sjálfur nota gamla brettið sitt ef til þess kæmi. Þessi litla saga lýsir því vel hversu hjartahlýr og gjaf- mildur hann var. Elsku Birkir, í dag þegar ég kveð þig í hinsta sinn bið ég algóð- an guð að styrkja foreldra þína, Ásgeir og Stefaníu, og bræður þína, Hjalta Hauk og tvíburabróð- ur þinn, Ásgeir Þór, í þeirra miklu sorg. Kallið er komið, komin er stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þinn frændi, Einar Hjaltason. Minn kæri vinur, nú ert þú far- inn yfir móðuna miklu. Mig setti hljóða, trúði þessu alls ekki, gat þetta verið satt, þú svona ungur og glæsimenni mikið, já orðatiltækið, þeir deyja ungir sem Guðirnir elska er kannski rétt. Við áttum margar gleðistundir saman, minn kæri vinur. Þegar ég sagði þér frá ykkur tvíburunum þegar þið voruð tveggja til þriggja ára þá hlóst þú svo mikið að tárin hrundu niður, þið plokkuðuð upp ánamaðkana úr moldinni og namm namm beint í munninn og þegar þið bönkuðuð upp á hjá Guðnýju systur minni þegar þið funduð bökunarilminn og komuð með litlu lófana ykkar þá ljómuðu fallegu augun ykkar af gleði og kátínu. Þú áttir svo ynd- islegan kött, sem þú sýndir mér svo oft. Þá helltir þú upp á kaffi- sopa fyrir gömlu konuna og sýndir mér myndirnar þínar sem þú mál- aðir og teiknaðir. Við biðum bæði jafn spennt eftir að kisan þín ætti kettlingana, kannski fengi ég einn. Þú varst svo stoltur af nýja bílnum þínum, bauðst mér stundum í smá bíltúr, þá flugu brandararnir. Þú spáðir mikið í lífið og tilveruna, til hvers er allt þetta og hitt lagt á mann, við reyndum oft að fá botn í það. Margt rifjast upp þegar horft er til baka, þú varst svo duglegur og góður drengur, elsku Birkir minn, falleg augu þín sögðu svo margt. Eitt sinn komstu til mín og bláu augun þín ljómuðu af gleði og kátínu: Veistu, nú er ég byrjaður að þjálfa mig, kominn í lyftingar, box og sund, ég er allur annar. Þú lofaðir að kenna mér sund, en lyft- ingarnar voru kannski erfiðari fyr- ir mig, svo veltistu um af hlátri. Þér þótti oft gaman að mála og teikna, þá var nú handagangur í öskjunni, það var svo margt sem þú þurftir að túlka á pappírnum, ýmislegt úr þínu hugarskoti. Nú kveð ég þig hinstu kveðju, ég er viss um að það hefur verið tekið vel á móti þér, allir englar alheims- ins og Guð umvefur þig, vertu ætíð Guði falinn. Ég sendi foreldrum þínum og bræðrum samúðarkveðj- ur og bið Guð að styrkja þau. Ragnhildur Björgvinsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                                              !   "# $  %         !       " #   $#       %%$#%%% &'    &   %  ' ! () *       "                     !   ( '      )#  (#  *   +#,  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.