Morgunblaðið - 23.08.2001, Page 48

Morgunblaðið - 23.08.2001, Page 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 lau 25/8 örfá sæti laus, lau 1/9 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 552 3000             (:   4  = (  *  #  %  1 > $ %  6  '4     $  #  # ,  ? 4 )         . 4! 84  1  *  $=         :  : $     "1    $=     WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Fi 23. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fö 24. ágúst kl. 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Su 26. ágúst kl. 20.00 - LOKASÝNING - ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney HEFST AFTUR EFTIR SUMARFRÍ Laugardaginn 25. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 01. september kl. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Vinir Dóra Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld DISKÓPAKK e. Enda Walsh Fim. 23/08 kl. 20:00 - Fös. 24/08 kl. 20:00 - Lau. 25/08 kl. 20:00 - Sun. 26/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI Þri. 28/08 kl. 20:00 - LAUS SÆTI UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðaverð: 1.500 Sími: 511 2500 Nýtt Leikhús Vesturgötu 18 NÍUNDI áratugurinn heilsar með ís- lensku kvikmyndavori, sem hafði látið á sér kræla 1977 með Morðsögu Reynis Oddssonar. 1980 fara hjólin að snúast af fullum þunga og fjarlægur draumur að rætast. Þrjár alíslenskar myndir frumsýndar við frábærar undirtektir. Land og synir, kvik- myndagerð Ágústs Guðmundssonar á skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, og Óðal feðranna, frumraun Hrafns Gunnlaugssonar í gerð leikinna kvik- mynda. Báðar taka fyrir fólksflóttann úr sveit á möl, en hvor á sínu tíma- skeiði. Land og synir gerist í lok kreppunnar, rétt fyrir seinna stríð; Óðalið í samtímanum og Sam- bandskreppunni. Öllum til happs eru báðar meðal þess besta sem gert hef- ur verið í íslenskri kvikmyndasögu til þessa dags. Sú þriðja er barnamyndin Veiðiferðin eftir Andrés Indriðason. Árið eftir kveður Þorsteinn Jónsson sér hljóðs með Punktur, punktur, komma, strik, byggðri á vinsælli ung- lingasögu Péturs Gunnarssonar; Ágúst Guðmundsson sendir frá sér Útlagann, stórmynd byggða á Gísla sögu Súrssonar. Leikur Arnars Jóns- sonar í titilhlutverkinu og kvik- myndataka Sigurðar Sverris Pálsson- ar eftirminnilegustu þættirnir í svipmikilli mynd. Þráinn Bertelsson, einn leikstjóranna sem eiga eftir að koma við vorsöguna, háir sína frum- raun með barnamyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni, sem byggð er á feiki- vinsælli bók Guðrúnar Helgadóttur. Áfram heldur að vora með perlunni Með allt á hreinu, sveitaballamúsíkali og Íslandsklassík Ágústs, með eld- hressum Stuðmönnum, Grýlum og bráðfyndnum Eggerti Þorleifssyni og Flosa „húsverði“ Ólafssyni. Sama ár er frumsýnd Sóley, eftir Rósku, og Okkar á milli, persónulegt verk eftir Hrafn. 1983 heilsar með með Á hjara ver- aldar, metnaðarfullri frumraun Krist- ínar Jóhannesdóttur, á sama ári kveð- ur sér hljóðs Kristín Pálsdóttir, annar kvenleikstjóri, með Skilaboð til Söndru, byggðri á sögu Jökuls Jak- obssonar. Þráinn Bertelsson slær á fislétta strengi með Nýtt líf og Íslend- ingar eignast fyrsta spennuhrollinn, Húsið, eftir Egil Eðvarðsson. Hrafn- inn flýgur (’84), vekur stormandi at- hygli og dóma og þessi kraftmikla sýn Hrafns á Íslendingasögurnar, prýdd mikilfenglegri náttúru, rödd og aug- um Helga Skúlasonar, verður fyrsta myndin sem veitt er eftirtekt erlend- is. Atómstöðin er metnaðarfull kvik- myndagerð Þorsteins Jónssonar á bókmenntaverki Nóbelskáldsins og Dalalíf er fyrsta, íslenska framhalds- myndin, byggir á vinsældum leikar- anna Karls Ágústs Úlfssonar og Egg- erts Þorleifssonar og smellnum texta Þráins. Fjórða myndin á þessu kvik- myndaári er Gullsandur Ágústs. 1985 er Þráinn enn afkastasamari, setur punktinn aftan við gamanmyndirnar um sinn með Löggulífi og snýr sér að leyndardómsfyllri hlutum í Skamm- degi. Jakob Magnússon frumsýnir Hvíta máva, e.k. grín úr poppheim- inum. Harðhausarnir og Hollywood Fyrrverandi B-myndastjarnan Ronald Reagan er settur í æðsta embætti Bandaríkjanna og aukinnar íhaldssemi fer að gæta í þarlendri kvikmyndagerð. Kvikmyndaiðnaður- inn er hreykinn af því að senda ekki aðeins frá sér dægrastyttingu heldur hafi hann áhrif á hverjir vermi for- setastólinn. Reagan hefur unnið sig upp frá forsetastarfi Samtaka leikara, SAG, í fylkisstjóraembætti Kaliforníu og þaðan í Hvíta húsið. Menn koma og fara. Meistari Luis Buñuel, misskildasti og snjallasti son- ur spánskrar kvikmyndagerðar, kveður ’83; Francois Truffaut, leið- togi Frönsku nýbylgjunnar, fellur frá ’84. Þriðja stórmennið, Orson Welles, ári síðar. Það er skarð fyrir skildi í kvikmyndaheiminum. Með fráfalli Rocks Hudson af völd- um hinnar nýju alheimsplágu, al- næmisins, verða þáttaskil. Hann er fyrsta stjarnan sem fellur fyrir þess- um óhugnanlega sjúkdómi. Hudson leyndi jafnan samkynhneigð sinni en kemur út úr skápnum síðustu mán- uðina, til að vara heiminn við vágest- inum. Nýir menn koma, sjá og sigra. Fremstur í flokki fer spaugarinn Eddie Murphy, sem fær áhorfendur til að skemmta sér konunglega yfir 48 Hours, Trading Places (’83) og Bev- erly Hills Cop (’84). Þá geysist fram á völlinn hópur ungleikara sem kallar sig „The Brat Pack“, með þá dreng- staula Charlie Sheen og Emilio Estevez í fararbroddi. Aðrir, í þessum að mestu fljótgleymda söfnuði, eru Rob Lowe, Judd Nelson, Molly Ring- wald, Ally Sheedy og Demi Moore. Ögn lífseigara er ungliðagengið sem Coppola kynnir til leiks í Rumble Fish og The Outsiders, fremur auð- gleymdum unglingamyndum, sýnd- um ’83. Þar tölta um sviðið ábúðarmiklir piltar einsog Tom Cruise, Matt Dillon, Mickey Rourke, Nicolas Cage, Tom Waits og hin fagra Diane Lane. Af öðrum má nefna Arn- old Schwarzenegger og Sylvester Stallone, sem báðir komast í hóp ofur- stjarna. Svokallaðar „harðhausamyndir“, með nýstirnunum Stallone og Scwarzenegger, verða feikivinsælar. Sumir vilja meina að þær endurspegli andrúmið í þjóðfélaginu. Bandaríkin eru í sárum eftir Víetnam og sjálfs- ímyndin veik. Ted Kotcheff kemur með nýja andhetju fram á sjónarsvið- ið í Rambó (Stallone), ódrepandi sér- sveitarmann sem býður öllu og öllum byrginn í First Blood. Conan villimað- ur (Schwarzenegger), er á svipuðum nótum, á öðrum tímum, í Conan The Barbarian, e. John Milius. Þeir eru goðsagnakenndir garpar samtímans. Hvorugur getur vænst þess að verða einhverntíma talinn með stórleikur- um, báðir stirðir og illa mælandi. Þeir eru öllu frekar tákn karlmennsku og ódrepandi sigurvilja. Rocky- og Rambómyndirnar verða ofurvinsæl- ar, líkt og myndir vöðvafjallsins Schwarzeneggers. Þessi kraftalegi, fyrrverandi herra alheimur slær aftur í gegn í Terminator (’84), mynd um vélmenni sem bjargar heiminum. Hún er engu minni sigur fyrir ungan og óþekktan leikstjóra, James Cam- eron. Schwarzenegger heldur áfram sigurgöngunni með Conan the Destroyer (’83), Red Sonja (’84) og Commando (’85). Annarskonar „harðhaus“, vinsæll en viðbjóðslegur, er Freddy Krueger (Robert Englund), í hrollvekjunni og kassastykkinu Nightmare on Elm Street (’84), sem á eftir að geta af sér urmul mynda, skilgetinna sem óskil- getinna afkvæma. Harrison Ford og leikstjórinn Ridley Scott eru menn- irnir á bak við Blade Runner, klass- íska mynd um harðjaxl sem leitar uppi vélmenni og tortímir á komandi öld. Sigourney Weaver gefur honum ekkert eftir sem Ripley höfuðsmaður, í eilífum átökum við úrþvætti utan úr geimnum í Alien-myndbálknum, sem Ridley er einnig upphafsmaður að. Á mun mýkri nótum er hetjan og fornleifarfræðingurinn í geysivinsæl- um afþreyingarmyndum úr smiðju Lucasar og Spielberg, kenndum við Indina Jones (Harrison Ford). Sú fyrsta, Raiders of the Lost Ark, kem- ur á markaðinn ’81. Á alvarlegri nótum eru Kramer gegn Kramer, sem fjallar um deilu nýskilinna hjóna (Dustin Hoffman, Meryl Streep), um forræði yfir syni þeirra. Streep er einnig ótrúlega góð sem pólsk kona af gyðingaættum, sem naut gestrisni Þriðja ríkisins í þrælabúðum þeirra, í Sophie’s Choice. On Golden Pond segir frá stirðum viðskiptum feðgina, sem eru trúverðuglega leikin af feðginunum Henry og Jane Fonda. Out of Africa er Hollywood-glansmynd um líf Kar- enar Blixen, Terms of Endearment, Ordinary People og Rain Man taka óvenju vel á mannlega þættinum í líf- inu, af Hollywood-framleiðslu að vera. Amadeus er vel gerð en meira en lítið glæfraleg mynd um Mozart og Sal- ieri, sá síðarnefndi forkunnar vel leik- inn af F. Murray Abrahams. Myndin fær mikinn hljómgrunn hjá Akadem- íunni, líkt og Gandhi, sem státar af stórleik Bens Kingsley í titilhlutverk- inu. Spielberg & Co Eftir nokkra lægð undir lok átt- unda áratugarins skyrpir Steven Spielberg í lófana og kemur með feikivinsæla ævintýramynd, Raiders of the Lost Ark (’81). Gerir enn betur árið eftir er E.T., geimálfurinn góði, lendir undir manna höndum. Holly- wood er ekki enn búin að skilgreina Spielberg sem stórmenni og gengur framhjá honum á Óskarsverð- launahátíðinni, þar sem Gandhi inn- byrðir helstu verðlaunin. Þáttur hans í Twilight Zone: The Movie (’83), Amazing Stories og Indiana Jones II, (báðar ’85), er mun síðri. Leikstjór- anum tekst aftur upp við kvikmynda- gerð The Color Purple (’85), bókar- innar eftir Alice Walker. Martin Scorsese vekur talsvert umtal með gamanmyndinni King of Comedy (’85), sem fær heimsfrum- sýningu á Íslandi í Bíóhöllinni, nýju og stóru kvikmyndahúsi sem hleypir fersku blóði í bíóaðsóknina. Francis Ford Coppola á í miklum brösum og lendir í gjaldþroti. Söngva- og dansa- myndin One From the Heart (’82), er kvikmyndalega og aðsóknarlega hreinasta hörmung. Yfrið betri eru unglingamyndirnar Rumble Fish og The Outsiders (báðar ’83). Enginn skortur er sjáanlegur á nýjum hæfileikamönnum á leikstjórn- arsviðinu. David Lynch knýr á dyrnar með Fílamanninum – The Elephant Man (’81), og ennfrekar seiðmagnaðri og spilltri Blue Velvet (‘85). Kanada- maðurinn David Cronenberg kemur með ferskar hrollvekjur; Scanners (’81) og Videodrome (’83), og ennfrek- ar The Dead Zone (’83), vel gerða og samúðarfullu kvikmyndagerð bókar Stephens King. Það kveður við nýjan og breyttan tón í Stranger Than Paradise, fyrstu mynd Jim Jarmusch, og síðast en ekki síst Blood Simple (’85), frumraun Coen-bræðra. Þeir eru helstu boðberar nýrra tíma. Umheimurinn á öndverðum níunda Kvikmyndaiðnaðurinn í Bretlandi stendur höllum fæti. Öflugasti fram- leiðandinn, Sir Lew Grade, sendir frá sér hvern skellinn eftir öðrum, Raise the Tiranic (’81), sýnu verstur. Ára- tugurinn hefst þó með miklum lúðra- blæstri þar sem Chariots of Fire (’81), hlýtur einróma lof allra. Þessi kraft- mikla mynd um keppendur á Ólymp- íuleikunum ’24, umvafin hrífandi tón- smíðum Vangelis, hleður á sig Óskarsverðlaunum. Glæpatryllir Johns McTiernan, The Long Good Friday (’82), er vönduð, spennandi og óvenjuleg. Samkynhneigð og kyn- þáttahatur kemur einnig óvenju op- inskátt við sögu í hinni athyglisverðu My Beautiful Laundrette, sem gerist í fjölþjóðasamfélaginu í London. Frakkar hitta í mark og gera vin- sælar myndir, einkum fyrir heima- markað. Upp er risin ný stórstjarna, Gerard Depardieu, sem nýtur feiki- legra vinsælda í myndum einsog Le Retour de Martin Guerre (’81). Jean- Jacques Annaux tekst vel upp með Leitina að eldinum (’82), þó svo að hún hafi ekki verið tekin hérlendis (!), líkt og allt stefndi í á tímabili. Jean Jacques Beineix slær í gegn með Diva (’82) og Máninn í göturæsinu (’83). Ný mynd eftir Jean Luc Godard vekur jafnan athygli og umtal, útgáfa hans af Carmen (’83), ekki undanskilin. Engu minni athygli vekur Prénom Carmen (’84), hið ítalskættaða af- brigði Fransesco Rosi. Nýr, bráðefni- legur hasarmyndaleikstjóri, Luc Besson, sendir frá sér Subway (’85), ferskan og pönkaðan spennutrylli. Rainer Werner Fassbinder brenn- ur út og samtímis dregur niður í v-þýsku endurreisninni. Wim Wend- ers (og Harry Dean Stanton), gerir meistaraverkið sitt Paris, Texas (’84), og Wolfgang Petersen lýkur við Das Boot (’81). Halda síðan báðir í vest- urveg. Ungverjinn Istvan Szabo gerir tvær magnaðar myndir í landinu; Mephisto (’82) og Colonel Reidl (’85), báðar með þjóðverjanum Klaus Maria Brandauer. Í Svíþjóð fullgerir Ingmar Berg- man svanasönginn, Fanny och Alex- ander (’83), og upp rísa nokkrir spor- göngumenn án tilþrifa. Nema að Lasse Hallström sendir frá sér hina rómuðu Mitt liv som hund (’85) og flytur vestur. Ástralar eru að koma niður á jörðina, einkum í Hollywood, heima fyrir er samdráttur í kvik- myndagerð. Peter Weir sendir frá sér Gallipoli (’81), áður en sigurganga hans hefst í kvikmyndaborginni, með stórum smelli Witness (’85). Robert Duvall fær langþráð Óskarsverðlaun fyrir leik í Tender Mercies (’83), gæðamynd Bruce Beresfords um kántrísöng og Suðurríkjastemmn- ingu. Willie Nelson blómstrar frammi fyrir tökuvélum Freds Schepisi í vestranum Barbaraosa (’82). Louis Malle þjónar tveimur til borðs með miklum skörungsskap í hinni fáséðu, firnagóðu My Dinner With André (’81). Sergio Leone lýkur við stórvirk- ið Once Upon a Time in America, í Bandaríkjunum ’84. Frá Sovétinu kemur óvenjuleg mynd, Moskva trúir ekki á tár, létt gamandrama um þrjár ungar Moskvustúlkur árið 1958. Myndin vinnur Óskarsverðlaunin sem besta mynd ársins ’81. Frá Júgóslavíu kemur hinn þrítugi Emir Kusturica galvaskur á Cannes 1985, með hina gráglettnu ádeilu Þeg- ar pabbi var að heiman í viðskipta- ferð. Hún gegnumlýsir þjóðfélags- ástandið á 6. áratugnum, með barnsaugum, og heldur á brott með gullpálmann. Sama ár kemur Akira Kurosawa með Ran, enn eitt meist- arverkið, byggt á Lé konungi. Þá er tæpast hætta á að nokkur gleymi hinni átakanlegu brasilísku Pixote (’81), sem Hector Babenco gerir um æskusnautt líf 10 ára drengs sem kominn er á kaf í sollinn. Pixote er dæmigerður fyrir þær þrjár milljónir munaðarlausra barna sem arka um götur stórborga landsins, vargi og voða að leik. Bíóöldin1981–1985 eftir Sæbjörn Valdimarsson ALÍSLENSKT KVIKMYNDAVOR Sylvester Stallone í hlutverki John Rambó í fyrstu Rambó-myndinni, First Blood. Jakob Þór Einarsson í hlutverki sínu í Óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.