Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 43

Morgunblaðið - 23.08.2001, Side 43
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 43                                                                FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRANSMENN Á ÍSLANDI: Safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna á Íslandi. Opið daglega í sumar kl. 10.30-17. Sími 475 1525 og 864 2728. Netfang: alber- te@islandia.is FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Laugavegur 18, 3. hæð, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. Sumarleyfi er frá 11. júní til 13. ágúst. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Frá 21.5. til 19.8. er opið sem hér segir: mán.–fös. kl. 9–17, lau. 10–14. Sun. lokað. Þjóðdeild og handritadeild lokaðar á laugard. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op- ið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Opið alla daga nema mánudaga, kl. 14-17. Inngangur frá Eiríksgötu og Freyjugötu. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Að- gangur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/E- mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykjavik- .is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–miðviku- daga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–sept- ember kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið alla daga nema mánudag kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er opið á sun., þri., fim og laug. kl. 13-17. MENNINGAMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: Sýningatími í sumar er kl. 12-19 virka daga. Lokað um helgar. Sími 575- 7700. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið alla daga frá 1. júní til 15. sept. kl. 11-17. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safn- búð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kand- ís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/El- liðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Opið laugardaga , sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 13-17. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffi- stofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan opin mán.–föst. kl. 9–16. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp:// www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 30. september. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin:1. júní - 25. ágúst mánudaga - laugardaga kl. 11.00 - 16.00 STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 10–18. Opnað fyrir hópa utan þess tíma. Forsýning á safni Landmælinga Íslands. Maríukaffi býður upp á veit- ingar. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handveerk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pantað leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861- 0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lok- aðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sumar frá kl. 11–17. KÁRI Gíslason í Borganesi var heppinn Æskulínufélagi og fékk tíu- milljónasta Latóseðilinn. Viðtökur íslenskra barna við Latóhagkerfinu hafa verið vonum framar og því 10 milljónir Lató komnar í umferð. Siggi sæti afhenti Kára Latóseðilinn sem var af stærri gerðinni auk þess sem hann var leystur út með góðum gjöfum. Á meðfylgjandi mynd sést hvar Siggi sæti afhendir Kára seð- ilinn við útibú Búnaðarbankans í Borgarnesi, fimmtudaginn 9. ágúst 2001. sNú fer hver að verða síðastur að notfæra sér Latótilboðin því að- eins eru eftir tveir tilboðsdagar. Þeir verða föstudaginn 24. ágúst í Hagkaupum á Smáratorgi og Nesti við Gagnveg í Grafarvogi og föstu- daginn 31. ágúst í Hagkaupum í Skeifunni og Nesti á Ártúnshöfða. Þar geta Æskulínufélagar notað Latóseðlana sína til þess að kaupa sér hollar og góðar vörur. Einnig eru tilboðin sem gilda virka daga enn í gangi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Tíumilljónasti Latóseðill- inn í umferð í Borgarnesi SENDIRÁÐ Bandaríkjanna tilkynn- ir að efnt verði til happdrættis um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna (Diversity Immigrant Visa Lottery – DV 2003) á þessu ári. Fólk fætt á Ís- landi og sem dregið verður út í happ- drættinu fær tækifæri til að sækja um innflytjendaleyfi sem gefur rétt til að búa og starfa í Bandaríkjunum. Skráningartíminn er 30 dagar: Frá hádegi mánudagsins 1. október 2001 til hádegis miðvikudagsins 31. októ- ber 2001. „Starfsmenn sendiráðsins taka fram að ástæða er til að vara við aug- lýsingum einstaklinga og fyrirtækja sem lofa aðstoð við að útvega vega- bréfsáritanir eða „græna kortið“ svo- kallaða gegn greiðslu. DV-áætlunin er hreint og klárt happdrætti. Fyr- irtæki sem segjast geta aukið líkur umsækjandans eru að lofa því sem þau geta ekki staðið við. Allir sem geta skrifað nafn sitt og heimilisfang á blað geta tekið þátt. Eini kostnaður- inn felst í pappírnum og póstburðar- gjaldinu. Þeir sem verða dregnir út þurfa hins vegar að borga sérstakt 75 dollara umsýslugjald,“ segir í frétta- tilkynningu. Allar umsóknir ber að senda til höf- uðstöðva merkt: DV-2003 Program, Kentucky Consular Center, 3003 Visa Crest, Migrate, KY 41903-3000, U.S.A. Umsóknirnar verða að berast þangað, sem fyrr segir, á tímabilinu frá hádegi 1. október til hádegis 31. október 2001. Aðeins er hægt að skila inn einni umsókn fyrir hvern mann og umsækjandinn getur sjálfur útbúið umsóknina á venjulegan pappír. Ekki er um nein eyðublöð að ræða. Mynd af umsækjanda í vegabréfsstærð verður að fylgja umsókninni. Happdrætti um innflytjendaleyfi til Bandaríkjanna Varað við auglýs- ingum um áritanir NÚ STANDA yfir þrjú námskeið í Grafarvogi. Námskeiðin fjalla um vinnu með börnum í anda svokall- aðrar uppbyggingarstefnu. Dr. Jeff Grumley, sálfræðingur frá Bandaríkjunum, er hér á vegum Miðgarðs, fjölskylduþjónustunnar í Grafarvogi, og Foldaskóla. Fimmtudaginn 23. ágúst verður hann með grunnnámskeið fyrir hóp skólastjóra og kennara úr sex grunn- skólum í Grafarvogi, starfsfólk félagsmiðstöðva í hverfinu, fulltrúa frá íþróttahreyfingunni, Heilsugæsl- unni í Grafarvogi og Borgarholts- skóla. Á föstudag og laugardag verður svo námskeið fyrir allt starfsfólk fimm leikskóla í hverfinu. Alls munu um 200 manns sitja þessi námskeið. Miðgarður og Foldaskóli hafa fengið styrk frá forvarnarsjóði Áfengis- og vímuvarnaráðs Íslands meðal annars til námskeiðahalds, þjálfunar og útgáfu kennsluefnis. Dr. Jeff Grumley er sálfræðingur sem starfar í Rockford Public School District í Illinois. Hann hefur starfað náið með starfsmönnum í skólum, stofnunum og borgarhverfum sem unnið hafa umbótastarf í uppeldis- málum, byggt á uppbyggingarstefn- unni, bæði í Bandaríkjunum og Kan- ada. Fjöldi Grafarvogsbúa á námskeið VEGNA mistaka við umbrot á við- horfspistli (Stjörnur í fréttum) á bls. 30 í Morgunblaðinu í gær mis- fórst heimild tilvitnunarinnar í upphafi dálksins, en hún var höfð eftir Jamie Kellner, yfirmanni sjónvarpsdeildar AOL Time Warn- er. Birtist undirskriftin ranglega neðst í pistlinum. Brosnan í Tíbet Á síðum fólks í fréttum í gær var ranglega greint frá því að leik- arinn Pierce Brosnan hefði ferðast með Dalai Lama til Tíbet. Brosnan ferðaðist hinsvegar einn síns liðs á fornar slóðir Dalai Lama. Makedónsk rétttrúnaðarkirkja Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær segir að skæruliðar í Make- dóníu séu sakaðir um að hafa eyði- lagt „grísk-kaþólska“ kirkju frá 14. öld. Hið rétta er að umrædd kirkja fellur undir makedónsku rétttrúnaðarkirkjuna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Í DAG fer fram lokahátíð leikja- námskeiða Tónabæjar og Austur- bæjarskóla. Á hátíðinni er öllum börnum sem verið hafa á námskeið- inu í sumar boðið að kíkja í heim- sókn. Hátíðin hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 15. Seldar verða grill- aðar pylsur frá SS og Mjólkursam- salan býður upp á ís og djús. Einnig verða leiktæki frá sumargríni ÍTR á staðnum. Lokahátíð leikjanámskeiða Í TENGSLUM við aðalfund Dýra- læknafélags Íslands sem haldinn verður á Djúpavogi 25. ágúst nk. verður haldið fræðsluerindi um sið- fræði í dýralækningum og dýra- vernd. Fyrirlesari er Bernand E. Rollin, prófessor í heimspeki, líf- og lækn- isfræðivísindum, dýravísindum og líf- siðfræði. Rollin hefur haldið yfir 800 fyrir- lestra víða um heim um dýrasiðfræði, erfðatækni o.fl. efni. Hann hefur ver- ið ráðgjafi um gerð laga og reglna um velferð dýra, dýravernd og dýratil- raunir fyrir ríkisstjórnir Bandaríkj- anna, Kanada o.fl. landa. Rollin hefur skrifað margar greinar um málefni dýra og gefið út tíu bækur. „Erindið er opið fyrir almenning og er þarna gott tækifæri að hlýða á einn fremsta sérfræðing á þessu sviði en umræða um dýravernd og aðbún- að dýra hefur verið vaxandi í sam- félaginu á undanförnum misserum,“ segir í fréttatilkynningu frá Dýra- læknafélagi Íslands. Erindið hefst kl. 13:00. Siðfræði í dýralækn- ingum og dýravernd Dýralæknafélag Íslands MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna til næstu tveggja ára frá 1. ágúst 2001 að telja. Í stjórn sjóðsins sitja: Gunnar I. Birgisson formaður, án tilnefn- ingar. Varamaður hans er Auður Guðmundsdóttir. Kristín Edwald varaformaður, án tilnefningar. Varamaður hennar er Birgir Tjörvi Pétursson. Agla Elísabet Hendriksdóttir, án tilnefningar. Varamaður hennar er Arna Hauksdóttir. Ásta Þórarinsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti. Varamaður hennar er Sigurjón Pálsson. Sæunn Stefánsdóttir, tilnefnd af Stúdentaráði Háskóla Íslands. Varamaður hennar er Guðmundur Ómar Hafsteinsson. Ástríður Scheving Thorsteinsson, tilnefnd af Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Varamaður hennar er Heiður Reynisdóttir. Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, tilnefnd af Bandalagi íslenskra sér- skólanema. Varamaður hennar er Þóra Elísabet Kjeld. Jónína Brynjólfsdóttir, tilnefnd af Iðnnemasambandi Íslands. Vara- maður hennar er Rúnar Sigurður Sigurjónsson. Ný stjórn Lánasjóðs SUNNUDAGINN 26. ágúst n.k. munu leikmenn Breiðabliks í knatt- spyrnu verða í bílaþvottastöðinni Löðri, Bæjarlind 2, í Kópavogi, og aðstoða fólk við bílaþvott. Auk þess munu leikmenn kenna fólki á tæki þvottastöðvarinnar. Stöðin verður opin frá kl. 10-18. Löður lætur helm- ing af tekjum sínum þennan dag renna til knattspyrnudeildar. Höfuð- borgarbúar eru hvattir til að mæta á sunnudaginn og nýta sér þessa þjón- ustu Blikanna og Löðurs. Blikar með bílaþvott GÓÐI hirðirinn býður viðskiptavin- um í kaffi og kökur í tilefni af form- legri opnun verslunarinnar eftir sumarlokun föstudaginn 24. ágúst kl. 12 í Hátúni 12. Allir eru velkomnir. Kaffi hjá Góða hirðinum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.