Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.08.2001, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BIRGIR Sigurjónsson, skipstjóri á Bjarti NK 121, sem dreginn var til hafnar í gær eftir bruna, sendi áhöfninni á Ljósafelli SU 70 hlýjar kveðjur eftir níu tíma tog til Nes- kaupstaðar. „Þakka ykkur fyrir, strákar. Góða ferð,“ kallaði Birgir á eftir Ljósafellinu á hafnarbakk- anum, þegar það lét úr höfn eftir björgunarleiðangurinn. Bjartur var á veiðum á Tanga- flaki og var nýbyrjaður að hífa, þegar elds varð vart í vélarrúmi skipsins eldsnemma í gærmorgun. Eldsvoðar í íslenskum fiskiskip- um hafa verið óvenjutíðir und- anfarna daga. Bragi Óskarsson, starfsmaður á skoðunarsviði Sigl- ingastofnunar, segir eldsvoða í skipum úti á rúmsjó mjög alvar- legan hlut, þótt slíkt sé fremur fá- títt. „Það er mjög erfitt að eiga við eld í bátum úti á sjó vegna pláss- leysis og þrengsla en allar bruna- varnir eiga að vera um borð,“ segir hann. Seint í fyrrakvöld kviknaði í togaranum Mánatindi, þar sem hann var staddur út af Norður- landi. Þar kviknaði í vistarverum og samkvæmt reglum var þar eld- viðvörunarkerfi sem fór í gang þeg- ar skynjarar urðu varir við reyk- inn. Í vélarrúmum eru strangari kröfur um slökkvibúnað og þar þarf að vera fyrir hendi sérstakur gasslökkvibúnaður. Þakka ykkur fyrir, strákar!  Sjó dælt/29 ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði á sameiginlegum blaðamannafundi með Renate Kün- ast, ráðherra landbúnaðar-, sjávar- útvegs- og matvælaöryggismála Þýzkalands, í sjávarútvegsráðuneyt- inu í gær, að ákveðið hefði verið að auka samstarf landanna um um- hverfisvottun sjávarafurða og að koma skoðanaskiptum landanna um hvalveiðimál í fastmótaðan farveg. Künast kom hingað í þriggja daga opinbera heimsókn í boði sjávarút- vegsráðherra á mánudag og hélt aft- ur af landi brott í gær. Sagði Árni að í viðræðum þeirra ráðherranna hefðu fiskveiðar verið efst á baugi og hvernig þær tengjast neytendavernd og matvælaöryggis- málum, en einnig hefði ítarlega verið rætt um hvalveiðimál í tengslum við niðurstöðu síðasta ársfundar Al- þjóðahvalveiðiráðsins í síðasta mán- uði og fleira. Árni sagði viðræðurnar hafa skil- að „fullnægjandi niðurstöðum“. Bæði hvað hvalveiðimálið varðar – sem ríkisstjórnir landanna tveggja séu augljóslega ekki sammála um – og hvað varðar umhverfisvottun sjávarafurða – sem ólíkt meiri sam- hljómur ríki um – hafi verið ákveðið að auka tvíhliða samskipti landanna. Ákveðið hafi verið að jafnvel strax í september hefjist tvíhliða viðræður íslenzkra og þýzkra sérfræðinga og embættismanna, sem miða eiga að því að finna sameiginlega fleti á hval- veiðimálunum. Tilgangurinn sé að undirbúa næsta ársfund Alþjóða- hvalveiðiráðsins, sem fram fer í Jap- an sumarið 2002. „Við vonum að með þessu takist okkur að reisa brú sem aðrir gætu reynzt viljugir til að fylgja okkur yfir,“ sagði sjávarút- vegsráðherra. Ný Evrópulöggjöf um umhverf- isvottun matvæla í mótun Um umhverfisvottun matvæla sögðu báðir ráðherrarnir að hug- myndum íslenzkra stjórnvalda, sem unnið hefur verið að í samstarfi við hin Norðurlöndin um umhverfis- og gæðavottun sjávarafurða, svipaði mjög til áforma sem Künast og félag- ar hennar í þýzku stjórninni og hennar ráðuneyti eru að reyna að hrinda í framkvæmd. Hið sameigin- lega markmið sé að tengja umhverf- isverndarmarkmið og neytenda- vernd, einkum með tilliti til áformaðrar nýrrar Evrópulöggjafar um þetta efni. Lagði Árni áherzlu á mikilvægi þess að allir hagsmunaað- ilar kæmu að mótunarferli þessara nýju reglna. Morgunblaðið/Þorkell Viðræður sjávarútvegsráðherra Íslands og Þýzkalands Samstarf um vott- un sjávarafurða  Stendur fast/28 BRÚIN yfir Norðfjarðará er stór- skemmd eftir flóð í ánni aðfara- nótt miðvikudags og því er ekki þorandi yfir hana á rútum og stórum bílum, enda þolir brúin ekki umferð bifreiða með heildar- þunga yfir 3 tonnum. Flutningabílar voru seinnipart- inn í gær farnir að aka yfir ána á vaði neðan við brúna, en þegar þessi mynd var tekin í gærmorgun hafði engum dottið slíkt í hug. Rúta á leið til Neskaupstaðar var því stöðvuð sunnan við brúna á meðan hlaupið var með aðföng yfir fljótið þar sem annar bíll beið á bakkanum hinum megin eftir sam- lokusendingu og Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Þorkell Ekki þorandi yfir á rútunni  Brúin/6 BARNSHAFANDI konum gefst nú kostur á lífefnavísamælingu, sam- hliða hnakkaþykktarmælingu, til að meta líkur á litningagöllum. Blóð- sýni er tekið úr móðurinni og líkur á litningagöllum fósturs eru reiknaðar út með því að skoða prótein og þung- unarhormón í blóðinu. Sýnin eru send héðan til rann- sóknar í Bretlandi en að sögn Hildar Harðardóttur, fæðingar- og kven- sjúkdómalæknis á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, hefur lífefnafræðideild sjúkrahúss- ins hafið samstarf við breska rann- sóknarstofu. Hildur segir að einnig sé í und- irbúningi á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss að bjóða öllum barnshafandi konum upp á snemm- ómskoðun á tólftu viku meðgöng- unnar, en með slíkri skoðun sé hægt að mæla hnakkaþykkt fósturs og reikna út líkur á litningagalla. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort taka eigi upp líf- efnavísamælingu hér á landi. Barnshafandi konum býðst lífefnavísamæling  Styttist í/10 JEPPABIFREIÐ fór út af Reykjavegi í Biskupstungum um klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi voru fjórir í bílnum, hjón með tvö börn, og var farið með þau á heilsugæslustöðina í Laugarási til aðhlynningar, en meiðsl þeirra voru minniháttar. Reykjavegur liggur við bæ- inn Syðri-Reyki og missti bíl- stjórinn stjórn á bifreiðinni í vinkilbeygju á malarvegi. Lög- reglan segir að eitt dekkið hafi verið orðið vindlaust og gæti sprunginn hjólbarði því hugs- anlega verið orsök óhappsins. Jeppi fór út af í Bisk- upstungum VILLTIR fuglar, sem seldir eru í verslunum hér á landi, geta mögu- lega verið mengaðir af salmonellu og kamfýlobakter en lítið heilbrigðiseft- irlit er með kjöti af þessu tagi, svo sem gæs, rjúpu, önd og svartfugli. Rík ástæða er að mati embættis yfirdýralæknis, fulltrúa Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur og fulltrúa Hollustuverndar ríkisins til að herða eftirlit með sölu á slíkri villibráð. Lítið eftirlit með sölu á villtum fuglum  Mögulega/18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.