Vísir - 26.06.1979, Qupperneq 8
VISIR Þriöjudagur 26. júnf 1979.
8
/".".'y
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson
Ritstjórar: Olafur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar
Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnusson, Sigurður Sigurðsson,
Sigurveig Jónsdótlir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og
Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit
og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. 3000 á mánufii
Auglýsingar og skrifstofur: innanlands. Verð I
Sifiumúla 8. Slmar 86611 og 82260. lausasölu kr. 150 eintakið.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linu>. ,Drentun Blaöaprent h/f
llörmungar flóttafólks I Suðaustur-Asiu eru nú viö bæjardyr okkar Islendinga. Aö
sjálfsögöu veröum viö aö taka þátt I aöstoöinni viö þetta vegalausa fólk. En f hvaöa
formi kjósum viö heist aö gera þaö?
Flóttamannavandamál í fjar-
lægum heimshluta er nú allt í
einu komið að bæjardyrum okkar
íslendinga. Fyrir íslenskum
stjórnvöldum liggur að taka af-
stöðu til tilmæla Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
um að veita hér hæli 50 flótta-
mönnum frá Víetnam.
Fregnirnar af þeim hörmung-
um, sem flóttafólkið verður að
þola, vekja öllum sæmilega sið-
uðum mönnum óhug. Núverandi
stjórnvöld í Víetnam eru sýnilega
staðráðin í að losa sig með öllu
við kínverska minnihlutann í
landinu. Þessum minnihluta,
sem talinn er vera alls um ein
milljón manna, er gert ólíft í
landinu, eignir þessa fólks eru
gerðar upptækar og það ofsótt
með ýmsum öðrum hætti. Harð-
ræðið er slíkt, að það hikar ekki
við að greiða jafnvel háar f jár-
hæðir fyrir leyfi til þess að yfir-
gef a landið og sigla út á opið haf i
smábátum í algjörri óvissu um
það, sem við tekur. Nú er svo
mikið af þessu fólki komið til ná-
grannalandanna, að þau telja sig
ekki geta veitt fleirum hæli og
hafa gripið til þess örþrifaráðs
að láta draga báta flóttafólksins
á haf út á nýjan leik, þar sem það
er látið bíða örlaga sinna.
Flóttamannastraumurinn ligg-
ur ekki aðeins frá Víetnam,
heldur einnig f rá Kampútseu og i
einhverjum mæli frá Laos. Mörg
hundruð þúsund flóttamenn frá
þessum löndum dveljast nú í
flóttamannabúðum i nágranna-
löndunum eða velkjast á sjó úti.
Að sjálfsögðu er eðlilegast, að
sem f lestar þjóðir heims leggist á
eitt um að lina þjáningar þessa
hrjáða fólks og finni lausn á
vandamálum þess. Brýnast er að
finna því samastað, en einnig
þarf til að koma f járhagsleg að-
stoð og læknishjálp. Við Islend-
ingar verðum að leggja hér hönd
á plóginn, eins og aðrir. Spurn-
ingin er aðeins um það, í hvaða
formi við helst kjósum að veita
aðstoð okkar. Eigum við t.d. að
skjóta skjólshúsi yfir einhvern
tiltekinn f jölda flóttamannanna?
Tilf inningalegar ástæður mæla
með því, að við gerum þetta, og
einnig er að sjálfsögðu erfitt að
hafna þeirri ósk, sem fram hef-
ur verið borin um griðastað hér á
landi fyrir nokkurn hóp flótta-
manna.
En í þessu efni sem öðrum er
betra að láta skynsemi og þekk-
ingu ráða ákvörðun heldur en til-
finningar. Umfram allt þurfum
við þó að þekkja okkur sjálf áður
en ákvörðun er tekin.
Vandamál út af kynþátta-
árekstrum meðal grannþjóða
okkar, sem á undanförnum árum
og áratugum hafa hleypt fólki af
t.d. asískum þjóðflokkum inn i
lönd sín, hafa ekki sprottið af
því, að flest þetta fólk sé í sjálfu
sér ekki nýtir þjóðfélagsþegnar.
Langstærstur hluti þess er iðju-
samt, áreitnislaustog nægjusamt
fólk. En mikil vandræði stafa
hins vegar tíðum af því, að
heimamenn eða lítill hluti heima-
manna sættir sig ekki við veru
þess, heimamenn áreita það t.d. í
afbrýðisemi, vegna andstöðu
viðað fá það inn í f jölskyldur sín-
ar, vegna samkeppni um atvinnu
og af ýmsum öðrum ástæðum
sem til mannlegs eðlis verða
raktar. Er nokkur ástæða til að
ætla, að við íslendingar séum í
rauninni nokkuð umburðarlynd-
ari en nágrannar okkar? Ætli
umburðarlyndi okkar eins og
annarra sé ekki mest meðan ekki
reynir á það?
Við skulum skoða hug okkar
vel áður en við tökum á móti
framandi flóttafólki frá Suð-
austur—Asíu og kanna rækilega
allar aðrar leiðir til aðstoðar,
sem til greina koma. Við skulum
líka forðast alla hræsni gagnvart
okkur sjálfum og í opinberum
umræðum um málið.
sala stöðvuð á gaffalbitum tll Sovétríkjanna:
Varan reyndlsl gölluð sam-
kvamt núglldandl samningum
„Það var alls ekki komið að þvi að skipa ætti
þessum gaffalbitum út til Sovétrikjanna, en við
hér i ráðuneytinu höfum reynt að fylgjast mjög
vel með þessum málum, eftir það sem kom fyrir
á siðasta ári, og ég hafði grun um að þessi vara
myndi reynast ósöluhæf samkvæmt núgildandi
samningum og tilkynnti þvi framleiðanda, Sigló-
sild, að ráðuneytið myndi ekki samþykkja út-
flutning á gaffalbitunum” sagði Gisli Einarsson
deildarstjóri i iðnaðarráðuneytinu i samtali við
Visi.
Unga kynslóöin f Skálatúni aö ræöa máfin.
Skálatúnsheimilíð
tuttugu 09 fimm ára
Um er aö ræöa 5400 kassa af
gaffalbitum, en Rannsóknar-
stofnun fiskiönaöarins úrskurö-
aöi aö geymsluþol þeirra væri á
þrotum og gallar komnir fram,
og því væri varan ósöluhæf,
samkvæmt þeim samningum
við Sovétmenn sem nú eru i gildi
og gera ráö fyrir aö Sölustofnun
lagmetis, sem sér um sölu til
Sovétrikjanna, ábyrgist fram-
leiösluna 6 mánuöi frá út-
skipunardegi.
„Varan er ekki ónýt” sagöi
Gisli, ,,en gölluö, samkvæmt
samningnum,og þvi yröi aö gera
um hana sérsamning. Viö höf-
um reynt að halda mjög utanum
þessi mál, það er lifsspursmál
fyrir okkur og því var Siglósild
tilkynnt aö ráöuneytiö féllist
ekki á útflutning aö óbreyttu.”
Gylfi Þór Magnússon hjá
Sölustofnun lagmetis sagði aö
gaffalbitarnir, aö verömæti 85
milljónir króna, hefðu veriö
framleiddir á siöasta ári upp i
samninga þessa árs, en slikt
væri gert á eigin ábyrgö fram-
leiöanda. Vara Siglósildar heföi
verið lsta flokks en vegna tafa á
undirritun samnings viö Sovét-
menn og siöan vegna farmanna-
verkfalls heföi geymsluþol veriö
á þrotum. Sölustofnunin hafi
fylgst með ástandi vörunnar og
talið að ekki bæri að flytja hana
út ef hún stæöist ekki gæöakröf-
ur.
„Afstaða iönaöarráðuneytis
breytti þar engu um” sagöi
Gylfi, „heldur fóru skoðanir
okkar vel saman, eins og eöli-
legt er.
Nú hefur Sovétmönnum veriö
gert tilboö um kaup á vörunni á
lægra verði, þeim send sýnis-
horn og látið koma fram aö
geymsluþol er takmarkaö. A
þessu stigi biöum viö svars
þeirra.”
IJ
Fyrir skömmu voru liðin
tuttugu og fimm ár frá þvi
Skálatúnsheimiliö i Mosfells-
sveit hóf starfsemi sina, en þaö
er heimili fyrir þroskahefta.
Nú dveljast að Skálatúni
fimmtiu og sjö vistmenn en voru
i upphafi sautján. Þeir eru á
aldrinum fimm til fimmtiu og
eins árs af báöum kynjum og á
öllum stigum þroskahömlunar.
Heimilinu er skipt i þrjár deildir
eftir þroska vistmanna og i
hverri þeirra búa bæði piltar og
stúlkur.
Reynt er með stööugri
kennslu og þjálfun i skóla og á
heimiliseiningum aö gera vist-
menn eins sjálfbjarga og unnt
er. Þaðer aö segja, aö halda sér
þurrum og hreinum, klæöast
sjálfir, matast hjálparlaust og
svo framvegis.
Daglega koma 46 manns til
þjálfunar og kennslu viö hiö
nýja vinnu- og þjálfunarhús á
staðnum Um þennan þátt
starfsins sjá sextán manns.
Vinnustofur og skóli starfa frá 9-
15 virka daga. Reynt er aö raöa
nemendum i hópa eftir þroska
og getu, en veitt einstaklings-
meðferð eftir þvi sem hægt er.
Talkennari veitir talkennslu og
sumir nemendur fá bóklega
kennslu^neðal annars i meöferö
peninga. Handavinnukennsla er
rikur þáttur af starfinu og
smiöakennsla hefur verið frá
siðastliðnu hausti. 1 vinnustofu
eru unnin verkefni fyrir ýmis
fyrirtæki og eins hefur veriö
kennd matreiðsla.
Reynt er að glæða lif hvers
einstaklings þeirri fyllingu sem
auðið er og unnið að þvi að opna
þeim sem til þess hafa getu, leiö
úr Skálatúni, út i þjóðfélagið.
— JM