Vísir - 30.06.1979, Síða 20

Vísir - 30.06.1979, Síða 20
vism Laugardagur 30. júnl 1979. hœ krakkar! Litía kvöídsagan Borgarkisan fer I sumarfrí Borgarkisunni leið heldur illa. Svarti feldur- inn hennar var rykugur, hún var að ærast af hávaðanum í bílunum og strætisvögnunum og hún var alveg að kafna af kolsýringnum úr bílun- um. Nú fannst henni kominn tími til að fara upp í sveit. Hún skrifaði því sveita- kisunni og sagðist vilja koma í heimsókn. A réttum tíma kom hún á bóndabæinn til sveita- kisunnar. Diskur með rjóma beið eftir henni, þegar hún kom. Hún lapti eins og hana lysti og lék sér síðan í grasinu og sóleyjunum. Sólin skein og borgarkisunni leið vel. Hún var ekkert hissa á því, að sveitakisan var svo ánægð og leit svo vel út. Feldurinn hennar skein og glampaði í sól- inni. En loks kom að því, að borgarkisan varð að fara heim aftur. „Það er leiðiniegt, að þú skulir þurfa að fara aftur í þessa hræðilegu borg. Ég vorkenni þér", sagði sveitakisan. „Já, það er sannarlega hræðilegt", sagði borgar- kisan, en i raun og veru meinti hún það ekki. Nú, þegar henni leið svo vel, þá langaði hana aftur heim í borgina. Hún var að verða svolítið leið á sveitinni. Hún hugsaði um vini sína, þá Berta, Tomma og Skottu. Þau voru að vísu horuð og rytjuleg, en þau fundu alltaf upp á einhverju skemmtilegu. „Hafðu ekki áhyggjur af mér, sveitakisa", sagði borgarkisan. „Mér gengur vel". Og það voru orð að sönnu. Þegar hún kom heim í borgina, hitti hún fijót- lega vini sína, Berta, Tomma og Skottu og þau fóru strax að leika sér öll f jögur. „Það er ágætt að fara í frí", mjálmaði borgar- kisan, „en það er svo gott að vera komin heim aft- ur". GATUR 1. Hvað er það, sem alltaf fer i austurátt? 2. Hvað sést best i myrkri? 3. Af hverju hafa vindlar belti? 4. Hvaða pund er ekki hálft kiló? 5. Þegar fjórir kettir sitja i fjórum hornum, hversu mörg augu sér þá hver köttur? Svör: (smátt leturannars staðar á siðunni) Ég á skjald- böku, sem heitir Skjalda Lára Kristjánsdóttir er 8 ára. Hún á heima í Stórahjalla 31, Kópavogi. Lára á skjaldböku, sem heitir Skjalda. Hún hefur átt Skjöldu í nokkra mán- uði. Nú er Skjalda að stærð um það bil eins og lófinn hennar Láru, en Skjalda á eftir að stækka enn þá. Hún verður kannske eins stór og undirskál. Skjalda er falleg skjaldbaka, græn- ieit að lit, og þegar ég tók mynd af henni og Láru, horfði hún virðulega á mig eins og hún vildi sitja fallega fyrir og fá góða mynd af sér. Ég vona, að þið sjáið á myndinni, hvað hún Skjalda er sæt. Skjalda borðar mat úr dósum og í þeim eru ýmis þurrkuð skordýr og lirf- ur, sem skjaldbökum finnst sérstaklega góð. En Skjalda fer ákaflega fínt í það að borða og hvorki Lára né neinn ann- ar á heimilinu hafa séð, þegar Skjalda borðar. En hún Lára skrifaði litla sögu um það, hvernig hún eignaðist skjaldbökuna og hér kemur svo sagan: Skjaldbakan Einu sinni keypti pabbi vinkonu minnar, sem heitir Margrét, skjald- böku. Hún var sett í búrið hjá fiskunum þeirra. En svo kom í Ijós, að hún réðstá litlu fiskana í búr- inu og át þá. Þau vildu þá ekki eiga hana lengur og gáfu mér hana. Ég hef hana núna í plastfati, en seinna fæ ég kannski búr handa henni og kannski lika aðra skjaldböku, svo að Skjöldu leiðist ekki. Lára Kristjánsdóttir, 8 ára. Skjaldbakan mín, hún er svo sæt og fín, Hún á svo sæta skel og syndir ósköp vel hún á svo fína fætur og felur sig um nætur og hún á fínan haus, en hann er ekki laus, svo fæ ég bráðum búr og skjaldbakan fær sér lúr. Þar fær hún frjáls að sveima og finnur sig þar heima. P.L. Svör 1. Vestanvindurinn. 2. Ljós. 3. Þeir væru svo asnalegir meö axlabönd. 4. Sterlingspund. 5. Sex augu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.