Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 32

Vísir - 30.06.1979, Blaðsíða 32
Laugardagur 30- júni1979 —145. tbl.69. árg. síminner86611 SpásvæQi Veöurstofu tslands eru þessi: X. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur. 3. Vestfiröir. 4. Norður- land, 5. Norðausturland. 6. Austfirðir. 7. Suðausturland. 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Nú mega landsmenn kætast á ný. Næsti skammtur góös veöurshefur „skollið” á. Guð- mundur Hafsteinsson, veður- fræðingur, tjáöi Visi, að i dag væri ákveðið að hafa gott veð- ur viðast hvar um landið. Skýjafar veröur væntanlega i minna lagi, yfirleitt bjart, en frekar svait veður. Guðmund- ur sagði að til sólbaða yrðu allar nauösynlegar forsendur, þó aðeins í skjóli, þvi norðan- áttin mun gjóla svolitið. Suð- vestlendingar skulu þó ekki kætast um of af þessum góðu fréttum, þvi liklegt er aö þykkni upp i kvöld og á sunnu- daginn má vænta að rigni bæði á rangláta og réttláta á þessu horni landsins. veðrið hér og har Veöriö á hádegi I gær: Akureyri, skýjað 6, Bergen, skýjað 12, Helsinki.rigning 13, Kaupmannahöfn, skýjað 21, ósló, skýjað 16, Reykjavfk, léttskýjað 8, Stokkhólmur, skýjað 19, Þórshöfn.skýjað 10. Chicago, þokumóða 20, Fen- eyjar, léttskýjaö 27, Frank- furt, léttskýjað 22, Nuk.skýj- að 7, London, skýjað 18, Luxemburg, alskýjað 17, Las Palmas, iéttskýjað 22, Mail- orka, léttskýjað 30, Montreal, léttskýjað 17, Washington, al- skýjaö 21, Paris, alskýjað 17, Róm, léttskýjað 28, Malaga, skýjaö 30. Hvernig skyldi þeim nú liða i Alþýöubandalaginu þegar ljóst er, að vinir þeirra og fé- lagar eystra vilja ekkert viö þá tala um lækkun á okurverð- inu á oliunni? Norskl loonuflotlnn í viðbragösstöðu - bíður úrsllta vlðræðnanna 1 Reyklavlk sem halda álram I dag 1 gærkvöldi virtist nokkuö langt i land með samninga milli Is- lendinga og Norðmanna um loðnuveiöarnar við Jan Mayen. Norsku ráðherrarnir Knut Frydenlund og Eyvind Bolle halda heimleiðis um hádegisbil- ið og veröur lagt allt kapp á aö ná samkomulagi fyrir þann tima. Mun norski loönuflotinn biða iviðbragðsstööu i höfneftir úrslitum mála I Reykjavik. Fundurinni ráðherrabústaðn- um hófstupp úrhádeginu i gær og sitja hann Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson af hálfu islensku ráðherranna. Um kl. 19 i gærkvöldi vildu þeir litið segja um deilumálin sjálf og visuðu spurningum um skiptingu loðnukvótans og heildarafla frá sér, en um þau atriði mun eink- um deilt. Ráðherrarnir skýröu hins vegar frá þvi að samkomulag væri um það að þeir sætu einir aö loðnumiðunum viö Jan May- en og myndu freista þess aö koma i veg fyrir veiöar annarra þjóða. Nefndu þeir einhvers konarútgáfu af fiskveiðilögsögu i þessu sambandi sem að gagni gæti komiö. Það eru helst Sovét- menn, Pólverjar, A-Þjóöverjar og Búlgarir sem taldir eru ásæl- ast þessi miö. Samkomulag varð einnig á fundinum i gær um að draga stórlega úr sókninni I loðnuna við Jan Mayen og telja fiski- fræðingar að helmingsminnkun væri æskileg. — Gsal/P.M. Þeir setjast aftur að samningaborðinu i dag fulltrúar tslendinga og Norðmanna og leiða deiiuna tii lykta. Visismynd: Þ.G. Eidur kom upp I sumarbústað við Langavatn siðdegis I gær. Þegar slökkviliöið kom á vetvang var húsið alelda og gat þaö nánast ekkert gert nema aö foröa olfutanki, sem stóö viö húsiðjrá eldinum. Eldurinn kom upp meö þeim hætti aö veriö var að kveikja upp f kolavél og komst eldur I viði hússins, sem var járnvarið timburhús. Engin slys uröu á fólki. —SS, VIsismyndGVA— verðbðlgan í 45-50% Allt útlit er fyrir þvi að verö- bólguhraðinn fari i 45 til 50 prósent samkvæmt mati Þjóð- hagsstofnunar á horfum i verð- lagsmálum á næstu mánuðum. Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri sagði i samtali við Visi að þetta réðist þó af þvi hver verðþróunin á oliu innanlands yrði og hvernig dregið yrði úr niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum eins og gert er ráð fyrir á fjárlögum. —KS Skreið handa flöttafðlki Hjálparstofnun kirkjunnar er nú að senda tiu tonn af skreiö til flóttafólks I Zaire og var þeim skipað um borð i Lagarfoss s.l. fimmtudag. Aö sögn Guðmundar Einars- sonar framkvæmdastjóra sendi rikisstjórn tslands beiðni um flóttamannaaðstoð til Hjálpar- stofnunarinnar, en henni haföi þá borist hjálparbeiöni frá erlendum aðilum sem aðstoða flóttafólk, en hungursneyð vofir nú yfir flótta- mönnum i Zaire. —HR Komnir út í Surtsey með 60 tonn af tækjum Rannsóknarlciðangurinn til Surtseyjar, sem sagt var frá I VIsi fyrir sköminu, er nú kom- inn út I eyna. í gærmorgun voru visindamenn komnir á staðinn og tæki tilbúin, eneinsog sagt var frá er tilgangur leiðangurs- ins að kanna móbergsmyndanir i hinni ungu eyju. Það voru nálægt 60 tonn af tækjum sem flutt voru út i Surtsey og aö sögn Sveins Jakobssonar, sem hefur haft yfirumsjá með leiðangrinum fyrir hönd Náttúrufræöistofnun- arinnar, kostaði það mikið stapp að fá þau flutt, enda þyngstu stykkin nær 10 tonn. Eftir mikiö þóf tókst þó að fá þyrlu varnarliðsins á Miðnes- heiði til aö fragta það þyngsta en hinu kom Landhelgisgæslan til skila. 1 fyrstu lotu er áætlað að veraviku úti i Surtsey. —IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.