Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 5
Umsjón: Guðniundur Pétursson VÍSIR Miövikudagur 11. júli 1979. Tíu ára öann við hvalveiöi í indlandshafl löguum algertbannviö hvalveiöi á öllum höfum heims. Evrðpa Þessi mynd er fyrsta tækifæri manna til þess aö viröa fyrir sér eitt af tólf tungium Júpiters, Evrópu, úr „nálægö” —eöa aö- eins 152 þúsund milna fjarlægö. Myndina sendi Voyager II til jaröar á leiö geimfarsins til Júpiters. Þaö er tilgáta visindamanna, aö Evrópa sé Isiþakin og fyrir þá sök bjartari en önnur tungl, aö isinn endurkasti betur birt- unni. Svörtu rákirnar eru taidar vera sprungur I isnum. Til atkvæöagreiðslu kemur iAl- þjóða-hvalveiðiráðinu i dag álykt- un um bann við hvalveiði i Ind- landshafi næstu tiu árin. Náttúruverndarsinnar, sem hópast hafa til London vegna árs- fundar ráðsins, fögnuðu álykt- unartillögunni sem stórsigri i baráttunni fyrir friðun hvalanna. Það var fulltrúi Seychelle-eyja, sem bar upp tillöguna, og var hún samþykkt i nefnd með 14 atkvæð- um gegn 4, eftir langar umræður. — Ráðið tekur hana til afgreiðslu á fundinum i dag, og getur fariðá hvorn veginn sem er. Þrjá fjórðu hluta atkvæða þarf til þess að tillaga nái fram að ganga. Engar vonir þykja vera til þess, að hvalveiðiráðið samþykki til- Saljut 6 mundi hrapa í ágúst - ef ekki stýrt frá iðrðu Sovétmenn eiga einnig geim- til jarðar I næsta mánuði, nema stÖð,sem hrapa mun úr geimnum gripið verði til sérstakra ráðstaf- Sðsíalistum falin stiórn- armyndun á ftalíu Bettino Craxi, leiðtoga sósial- ista á Italiu, hefur verið boðið að gera tilraunir til stjórnarmynd- unar, og er hann fyrsti leiðtogi sósíalista, sem falin hefur verið myndun rikisstjórnar á Italiu. Stjórnarkreppan á Italiu hefur nú senn staðið I fimm mánuöi, og mun Craxi byrja viðræður sinar við aðra flokksleiðtoga með fundi við kristilega demðkrata siðdegis i dag. Stjórnarmyndunartilraunir Giulio Andreottis.sem gegndi em- bætti forsætisráðherra til bráða- birgða, fóru algerlega út um þúf- ur i siðustu viku, þegar Craxi og sósialistar synjuöu kristilegum demókrötum um stuðning. Þykir liklegt, að kristilegir demókratar muni synja Craxi, ef hann biður þá þess sama á fund- inum I dag, en það þykir þó ekki liklegt: Sen'nilega þykir, aö han muni reyna myndun vinstristjórn- ar þvi að Craxi hefur oftsinnis lýst þúi yfir, að hann myndi ekki taka sæti i rikisstjórn, þar sem kommúnistar næststærsti stjórn- málaflokkur landsins, ættu ekki sæti. Sá hængurinn þykir þó vera á þeirri hugmynd, aö jafnvel þott sþsíalistar og kommúnistar tækju höndum saman með nokkrum. vinstrisinna smáflokkum, hefðu þeir ekki hreinan meirihluta i þinginu. — A hinn bóginn myndu mótatkvæði Kristilegra demó krata einna ekki nægja til þess að fella frumvörp slikrar stjórnar. Þeir myndu þurfa aðstoð nýfas- ista, sem ráða yfir 30 þingsætum. Craxi mun eiga viðræður við kommúnista I fyrramálið og smærri flokkana siðar á morgun.. ana til þess að halda henni áfram á hringsóli umhverfis jörðina — eftir þvi sem bandariskir geim- sérfræðingar segja. En þvi er bætt við i leiðinni, að Sovétmenn muni að öllum likind- um gera eitthvað til þess að reyna að halda Saljut 6-geimstöðinni á- fram á lofti. Ratsjár loftvarnarkerfis N- Ameriku hafa i gegnum árin fylgst náið með 11.000 gervihnött- um I geimnum og er Saljut 6. þar á meðal. Saljut 6. var skotið á loft 29. september 1977, og er stærsti gervihnötturinn á hring- sóli umhverfis jörðina, þegar hin 77 smálesta þunga Skylab-geim- stöð er frátalin, en hún mun brenna upp i gufuhvolfinu i dag. — Saljut 6. er talin aðeins örfáum smálestum minni en Skylab. Sá er reginmunurinn á Skylab og Saljut 6., að enginn maður hefur komið um borð i Skylab sið- an 1974, en ein geimfaraáhöfnin er um borð i Saljut þessa stund- ina, og hefur á geimstöðinni stjórn. ,,Ef Saljut 6. verður ekki stýrt inn á stærri sporbraut, eins og Rússar hafa þó gert áður, mundi hún hrapa I ágúst”, segja banda- risku sérfræðingarnir. Þessir sérfræðingar, sem fylgj- ast með gervihnöttunum I rat- sjám, segja, að mánaöarlega falli inn i gufuhvolfið um tólf gervi- hnettir að jafnaði, eða brak úr þeim. Flestir eru þeir þó svo smá- ir, að þeir brenna upp til agna i viðnámsnúningnum. Þó ekki ail- ir. Frá þvi 1960 vita menn til þess, að fundist hafi hér og þar á jörð- inni 52 brot úr geimdrasli af þessu tagi, og allt upp i 290 kg það slærsta. — Þekkja mátti aftur á þessu braki, að þrjátiu voru úr bandariskum gervihnöttum, en tuttugu úr sovéskum, meðan tveir voru óþekkjanlegir. Atelja V-Þjóöverja fyrlr vígdúnaö Austur-Þýskaland hefur varað Vestur-Þýskaland við þvi, að verslunarviðskipti þess við aust- antjaldsrikin muni skaðast, ef V- Þýskaland dregur ekki úr her- væðingu sinni. Fréttastofan ADN vitnar I skrif austur-þýska vikuritsins Horizont og segir, að V-Þýskaland spilli fyrir „detente” og þiðu i sam- skiptum austurs og vesturs meö þvi að fylgja hervæðingar- stefnu sem eigi sér ekki hlið- stæðu I þrjátiu ára sögu landsins. Horizont skrifaði, að Vestur- Þýskaland nyti meiri verslunar við kommúnistarikin en nokkurt annað Vesturlanda, en afturkipp- ur gæti komið i hana, ef Bonn tæki aftur upp kaldastriðshætti og reyndi að raska hernaðarjafn- væginu Vesturlöndum i vil. Vikuritiö gat um ýmsar samn ingaviðræður milli þessara tveggja þýsku rikja á sviði versl- unar og viðskipta, en spurði sið- an, hvernig unnt væri að standa að slikum viðræðum á meðan si- vaxandi vopnabirgðir stefndu i voða öryggi og friðsamlegri sam- búð Evrópu-þjóða. Kvartaði ritið undan þvi, að Vestur-Þýskaland hefði aldrei átt frumkvæðið að þvi að auka de- tente eða hraða afvopnun. Dönsk hústjöld ffó Tríó Göngutjöld og fimm manna tjöld með himni á 76 þús. kr. Sóltjöld Vandaðar vörur Sendum myndlista Greiðsluskilmálar. TJALDDUÐIR, Geithólsi, sími 44392

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.