Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 23
VÍSIR Miðvikudagur 11. júli 1979. Umsjón: Friörik Indriðason Fuglaveiðar með fálkum hafa löngum verið vinsæl Iþrött. Hér gin einn fálkinn yfir bráð sinni. úivaro í kvfild ki. 22.10: Fálkaveiöar á miðöldum Ég mun reyna að draga udd mynd af mikilvægi fálkans á 17. öld sagði Ingi Karl Jóhannesson en hann sér um þáttinn fálka- veiðar á miðöldum. I þættinum er lýst hvernig fálkaverslunin gekk fyrir sig, hvernig þeir voru veiddir og bent á vinsældir þær er þeir höfðu hjá erlendum þjóðhöfðingjum. Dana- konungur keypti sér til dæmis iðulega vinsældir með þvi að gefa öðrum þjóðhöfðingjum fálka. Þaö má lika segja að mikið lff hafi verið i kringum þessa verslun. Islenski fálkinn þótti öðrum fuglum betri til að veiða með, en slikar veiðar voru einka- sport þjóöhöföingja. A þessum timum þ.e. meðan einokunar- verslunin stóð sem hæst. Þegar frá leið leigði Danakon- ungur veiðiréttindi á fáikaveið- um til annara þjóðhöföingja. Út af þessu spunnust ymis konar deilur og brambolt sem ég mun fara isaumana á, sagði Ingi Karl. Það má segja að kveikjan að þessum þætti hafi verið það að einn er reynt að veiða þessa fugla þótt bannað sé. I fyrra reyndu Þjóðverjar nokkrir að smygla fálkum út úr landinu en það mis- tókst. Ég hef frétt að þeir fuglar hefðu átt að fara til einhverra oliufursta i Arabarikjunum, svo segja má að þessar veiðar með fuglum séu enn stundaðar að ein- hverju marki, sagði Ingi Karl aö lokum. útvarp 14.30 Miðdegissagan: ,,Kapp- hiaupið” eftir Kare Hoit. Siguröur Gunnarsson les þýöingu sina, sögulok (25). 15.00 Miðdegistónleikar:Leon Goossens og hljómsveitin FDharmonfa I Lundúnum leika óbókonsert eftir Vaughan Williams, Walter Susskind stj./ Fllharmoni'u- sveit Vlnarborgar leikur Sinfóniu nr. 8 i G-dúr op. 88 eftir Antonin Dvorak, Her- bert von Karajan stj. 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litii barnatlminn: Lifií er fótboki. Umsjónarmaö- ur: Steinunn Jóhannesdótt- ir. Meö krökkum á spark- völlum. 17.40 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.00 Vlðsjá. (endurtekin frá morgninum). 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einleikur á gitar: Julian Bream leikur Sónötu I A-dúr eftir Niccolo Paganini. 20.00 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir annan þátt sinn um timabil stóru hljómsveitanna 1936-46. 20.30 Útvarpssagan: „Trúð- urinn” eftir Heinrich Böll. Franz A. Gislason les þýð- ingu slna (2). 21.00 „Ljóðasveigur” (Liederkreis), lagaflokkur op. 39 eftir Robert Schu mann. Barry McDaniel syngur, Aribert Reiman leikur undir á pfanó. (Frá tónlistarhátiðinni i Berlin I sept. sl.). 21.30 „Vfsur Bergþóru”. Les- iö úr samnefndri ljóðabók Þorgeirs Sveinbjarnarson- ar. Sigfús Már Pétursson leikari les. 21.45 tþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Fálkaveiðar á miðöldum — fyrsti þáttur. Umsjónar- maöur: Ingi Karl Jóhannes- son. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Dexter Gordon á konsert þeim er hann hélt hér I Háskólabiói. Ljósm. Leifur lílvarp I kvöld kl. 22.50: SVÖRT TÖNLIST Segja má að saxófónleikarar eigi stærstan hlut i þættinum I kvöld. Þeir sem koma fram eru m.a. Johnny Hodges, Benny Webster og Dexter Gordon. Hodges er alto-saxafón leikari, en hann lék með hljómsveit Duke Ellington frá 1930 allt til 1970. Þeir tveir gerðu saman tvær þekktar plötur I kringum 1960. Það voru plöturnar Back to Back og Side by Side. Þessar plötur voru siðan gefnar Ut i sama albúmi. Hodges þótti mjög sér- stakur saxófónleikari og var mjög leiðandi á þvi sviöi sem slik- ur. Webster lék einnig með Elling- ton á tenór-saxófón. Still hans er mjög fágaður og afslappaður. Þessir tveir listamenn voru alls ekki ólikir þótt þeir spiluðu á ólika saxófóna. Webster lifði sið- ustu ár sin I Kaupmannahöfn en hann dó 1973. Gordon er sennilega þekktastur hér af þessum listamönnum, en hann spilaði hér á konsert I fyrra. Gordon var brautryöjandi i saxófónleik á árunum 1940-50. Segja má að hann hafi mótaö marga af þeim saxófónleikurum sem komu á eftir honum. Má þar m.a. nefna John Coltrain. Gordon ,hvarf mikið af sjónar- sviðinu og flutti til Kaupmanna- hafiiar I kringum 1965. Hann spil- aði þar mikið inn á Steeple-Chase merkið með dönskum listamönn- um. 1976 flutti hann aftur til Bandarikjanna og sló þá fyrst i gegn meðplötunni Dexter Gordon Life at Village Vanguard. Platan hlaut almennar vinsældir og hef- ur Gordon siðan trónað i efsta sæti margra gagnrýnendalista fyrir saxófónleik sinn. ep hætta á að Framsókn verði Framsóknarflokkurinn er merkur flokkur um margt. Löngum trúðu menn, að fylgi hans væri fast og óumbreytan- legt. Skýringin var sú, að ekki var vitaö til þess að nokkur maður hefði oröiö framsóknar- maður vegna þess að pólitiskt mat hans hefði leitt til þess. Þvi var taliö vist að framsóknar- lundarfarið væri rikjandi erfða- eiginleiki, sem lyti erföafræöi- legum lögmálum og öðru ekki. Þess vegna myndi framsóknar- mönnum ekki fækka hlutfalls- lega I landinu, nema upp kæmi drepsótt sem legöist sérstak- lega á þá. I heildarsafni lækna- vísindanna um pestir og fár er ekki getið um þess konar sótt og þvi hafa framsóknarmenn ekk- ert óttast. A hinn bóginn hefur af sömu ástæðum veriö taliö, aö framsóknarm önnum myndi ekki aukast fylgi, nema þeim ykist geta og frjósemi. Engar sögur fara af slíku. Framangreind speki varð illa útil slðustu kosningum. Þá tap- aði framsókn meira fylgi en erfðafræöikenningin þoldi. Af- leiðingin hefur oröiö sú, að alls konar loddarar hafa sett fram tilgátur um að Framsóknar- fiokkurinn sé þrátt fyrir allt stjórnmálaflokkur en ekki ætt- bálkur sem dreifður er um land- ið rétt einsog gyðingar um heimsbyggðina. Þessir menn sjá auövitaö i hendi sér, að óvist er að það verði flokknum til far- sældar ef framvegis verður litiö á hann sem stjórnmálaflokk. Þvi gætu fylgt óbilgjarnar kröf- ur um að flokkurinn tæki upp nútímaleg vinnubrögð og jafn- vel að hann hafnaði höfðingja- dýrkun ættbálkafyrirkomulags- ins. Þá gæti nú farið að losna um suma hans þörfustu menn. Visir að þessari þróun er andúð manna á kraftaverkum sem bitnaði ekki sist á Kristni Finn- bogasyni, sem hrakinn var I há- loftin, eftir að hafa ávaxtað skuldir Tlmans betur en öðrum var lagið. Þessi öfugþróun gæti einsvel endaö með þvi að menn teldu minna gagn f jafnómiss- andi manni og Þórarni Þórar- inssyni, ef hann yrði að hætta að skrifa sanngjarna og heiðarlega leiðara Ikimilsungstfl i Timann. Slikir leiðarar hafa jafnan minnt þjóðina á að dr. ólafur Jóhannesson er stórbrotnasti leiðtogi hennar á þessum áratug og jafnvel þótt úr landinu væri leitaö og aftur I aldir. Þetta hef- ur þjóöin vitað lengi en óneitan- lega er þægilegt að vera öðru hverju minntur á það. Annars er Þórarinn nýkominn úr boðsferöum þver og endilöng Sovétrikin. Fréttastofan Novosti, sem kunnugir segja deild i K.G.B. stofnuninni, sem séð hefur um ýmsar útréttingar fyrir þá I Moskvu, hefur ætið átt vinsamleg samskipti við Þórar- inn. Verður að fagna þvi, að fréttastofan skuli kunna að meta plássið sem hún á jafnan vfst við hlið leiöara Timans. 1 mörgu þjóðfélagi vill gleymast það sem vel er gert, en ekki þarna. En þótt þessi góða fréttastofa sé margfróð, þá er ekki vist, að henni sé ljóst hvað þau óveður- ský merkja sem nú hafa hrann- ast upp. Ef svo færi, að jafnvel Framsóknarflokkurinn sjálfur færi að iita á sig sem stjórn- málaflokk fremur en kynstofn, þá gæti hann jafnvel fengið þá grillu, aö ósæmilegt væri fyrir flokksmálgagnið að birta pistl- ana frá K.G.B. við hliðina á leiö- urum þess. Þá væri nú verr farið um Sovétrikin þver og endilöng en heima setið. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.