Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 16
16 Nokkrar blómarósanna skemmta sér. BLÚMARÚSIR í FRÍ FYRIR LANDSREISU Alþýðuleikhúsið hefur sýnt nýtt islenskt leikrit „Blómarósir” eftir Ólaf Hauk Simonarson i júni og júli við mjög góða aðsókn i Lindarbæ. Sýningum fer nú að fækka vegna sumarleyfa. :I ágústlok mun leikhópurinn leggja upp i leikferö með „Blómarósir” og sýna viðsvegar um landið. Þetta verður þriðja leikferð Al- þýðuleikhússins á þessu leikári. Barnaleikritið „Vatnsberarn- ir” voru á tveggja mánaða leik- ferð i mars og april. Nú stendur ýfir leikferð með „Við borgum ekki” „Viö borgum ekki” sem sýnt var við húsfylli I allan vetur I Lindarbæ. A sama tima og „Blómarósir” verða á leikferð um landiö hefst vetrarstarf Alþýðuleikhússins með æfingum á nýju verki. Frægur bassasöngvari kennír einsöngvurum NámskeiO fyrir einsöngvara verður haldið i Reykjavlk dagana 27. ágúst til 15. september n.k. Rudoif Piernay. Kennari verður Rudolf Piernay, prófessor við Guildhali School of Music and Drama. Kennsla fer fram i einkatimum og hópkennsla verður á kvöldin. Rudolf Piernay er þekktur bassasöngvari. Hann nam söng og píanóleik i Þýskalandi við Ber- lin Konservatorium og Staatliche Hochschule fur Musik og i Eng- landi, við Royal Academy of Music og Guildhall School of Music and Drama. Tvö ár i röö bar hann sigur úr býtum I söngvarakeppninni „Podium Junger Solisten”. Hann hefur haldið fjölmarga einsöngstón- leika og sungið i óperum og ora- torium viöa um Evrópu og hlotið mjög góða dóma. Væntanlegir þátttakendur geta haft samband við söngkonurnar Ingu Mariu Eyjólfsdóttur, simi 50222 og Elinu Sigurvinsdóttur, simi 13048. „Þetta er hinn sannl ðhugl” - segir Haukur J. Gunnarsson leikstjöri „Þetta er samtimaleikrit með raunsæisblæ”, sagði Haukur J. Gunnarsson leikstjóri er Visir ræddi við hann um nýtt islenskt leikrit sem frum- sýnt var á Neskaupstað i tengslum við afmælis- hátið kaupstaðarins. Leikritið ber nafnið Vaxlif og er eftir Kjartan Heiðberg. „Leikritið fjallar fyrst og fremst um sambúðarvanda- mál”, sagði Haukur, „annars vegar hjóna sem eru búin að vera lengi gift og hafa lent I blindgötu stöðnunar. Hins vegar er ógift par sem er farið að huga að sambúð. Það má segja að grundvallarvandamálið sem tekið er fyrir i leikritinu sé valið milli frelsis og festar”. — Telur þú þetta sérstætt verk? „Að þvi leyti að þaö er eftir ungan og upprennandi leikrita- höfund. Þetta er annað verk hans. En þarna er engin bylting á ferðinni, hvorki hvað varðar form né innihald”. — Telur þú mikils að vænta af þessum unga höfundi? „Já, það er að segja ef hann heldur áfram að skrifa. Það er margt mjög athyglisvert i leik- ritinu. En það er að rækta hæfi- leikann”. — Hvernig eru svo leikararn- ir? „Þeir hafa staðið sig vel. Þetta eru að sjálfsögðu allt áhugaleikarar. Flestir vinna erfiða vinnu á daginn en koma svoer kvölda tekur. Stundum er unnið fram á nótt. Þetta er hinn sanni áhugi”. — Hvert telur þú hlutverk leikfélaga á borð við Leikfélag Neskaupstaðar? „Þessi frjálsu leikfélög eru mjög mikilvæg að minum dómi. Bæði sem menningartæki og til aðeyða tómstundum manna. Að visu eru þessi félög oft lítið annað en hlátramaskinur, sem framleiða léttvæg stykki á færi- bandi. Leikfélögin eiga miklu frekar að byggja upp smekk áhorfenda en að hlaupa eftir auðfenginni aðsókn”. — Fannst þér gaman að fást við þetta verk? „Þetta er i fyrsta skipti sem ég set upp verk á þennan hátt. Kjartan var búinn að gera gróft uppkast af tveim þáttum, er ég kom. Við unnum siðan verkið i sameiningu. Þannig má segja að ég hafi tekið virkan þátt I mótun þess. Þetta var ekki að- eins skemmtileg, heldur og lær- dómsrik reynsla”. — Hvernig hefur þér svo liðið hér? „Það er góð reynsla að starfa Ilitlu samfélagi. Að vera i svona nánu sambandi við fólk. Mér finnst vera gert mikið til að við- halda menningu á staðnum með myndlistarsýningum og leik- sýningum. En varðandi leik- sýningarnar þá vil ég að komi fram að mér finnst atvinnuleik- húsin I höfuðborginni ekki sinna áhugaleikhópunum hér úti á landi nægilega vel. Sérstaklega með þvi aö veitá þeim tæknilega aðstoð”. — Hvað er nú framundan hjá þér, Haukur? „Ég mun setja upp tvo ein- þáttunga hjá Þjóöleikhúsinu I haust. Þetta eru klassiskir japanskir leikir. Seinna á árinu fer ég til Noregs”. —ÓM J /Neskaupstaö „Þaö er góö reynsla aö starfa i litlu samfélagi”, segir Haukur, en hann setti upp leikritiö Vaxlif sem frumsýnt var á Neskaupstaö i siöustu viku. „ROKARÍLLINN GAF RÆNUM LÍF OG LIT” - segir Elfa BjdrK Gunnarsdðttir. borgarbókavðrður „Bókabillinn var stórkostlegt framtak á sinum tima. Hann gaf bænum lif og lit og börnunum eitthvaö sem þau höföu aldrei upplifaö áöur”, sagöi Elfa Björk Gunnarsdóttir borgarbókavöröur þegar Visir ræddi viö hana i tilefni af þvi aö tiu ár eru nú liöin siöan bóka- billinn fór á götuna I fyrsta skipti. Bókabilarnir eru nú tveir, annar minni var tekin I notkun árið 1972. I tilefni afmælisins munu bilarnir verða niðri i Lækjargötu og uppi á Hlemmi, föstudaginn 13. júli frá þvi klukkan niu til tuttugu og eitt. Annað sem gert verður til hátiðabrigöa er að dagana ell- efta, tólfta og þrettánda júli verða felldar niöur dagsektir á safninu öllu og getur fólk þá skilað inn bókum sem það hefur haft liggjandi lengi hjá sér, jafnvel um árabil án þess aö fá sektir. „Þetta er stundum gert á bókasöfnum erlendis, til að hvetja fólk til að koma meö sin- ar gömlu syndir og hefur þá oft komið margt skemmtilegt fram”, sagði Elfa. Ekki i stað bókasafna Hún sagði að bókabfllinn heföi alltaf verið mikið notaður og upphaflega til hans stofnað að frumkvæöi þáverandi borgar- bókavarðar, Eiriks Hreins Finnbogasonar. Þaö hefði verið gert vegna þess að söfn vantar I úthverfin. Elfa Björk sagði aö bókabillinn mætti þó alls ekki koma I staö bókasafna að sinu mati. Stærri hverfin I Reykjavik þyrftu aö eiga góð bókasöfn en siöan þyrfti aö vera eitt aöal- bókasafn með öllu sem sliku safni fylgir. Þörfin fyrir bóka- bflinn yrði alltaf eftir sem áður brýn til aö fara I úthverfin. Nú væri aö risa bókasafn I Breið- holti I tengslum við félagsmið- stöðina þar við Geröuberg og væri það I raun fyrsta nútima bókasafnið sem hér risi. Gisli Halldórsson hefði teiknað það og hefði allt samstarf og undir- búningsvinna verið alveg ein- staklega skemmtileg. Og þar myndi verða það sem ætti að vera I hverju einasta safni — kaffistofa! Þaö væri alveg bráð- nauösynlegt fyrir þá sem vildu nota bókasöfn til að vinna á þeim að geta rétt úr sér og fengið sér hressingu en slik að- staöa væri þvi miður ekki fyrir hendi hér I Reykjavik. Nema I Norræna húsinu, enda væri sú kaffistofa mikið notuö. A þvi tiu ára timabili sem bókabilar Borgarbókasafnsins hafa veriö á ferðinni, hefur við- komustöðum þeirra stöðugt fjölgað og lögð áhersla á að ná til sem flestra. Viðkomustaðir eru nú tuttugu og sex I eftirtöld- um hverfum: Arbæjarhverfi, Breiðholti, Háaleitisbraut, Hliðum, Laugarási, Laugarnes- hverfi, Kleppsholti, Túnum og Vesturbæ. 1 Bústaðasafni sem er bæki- stöð bilabókasafnsins eru um það bil áttatiu og fimm þúsund bindi bóka og er sá bókakostur notaður bæði fyrir safniö á staðnum og bflana. Hillurými I stærri bilnum nægir fyrir allt að fimm þúsund bækur, en minni bfllinn tekur þrjú þúsund. Á ár- inu 1978 voru lánaðar úr bilun- um rúmlega tvöhundruö þúsund bækur. Starfsmenn eru tiu og Elfa Björk Gunnarsdóttir borgarbókavöröur búa við erfiða aðstööu. Ferming og afferming bilanna fer fram utanhúss. Einnig standa bilarn- ir úti á nóttinni sem getur ekki talist æskilegt fyrir bókakost- inn. Mikil hagræðing myndi fel- ast I þvi ef bilarnir gætu staðið inni meðan þeir eru undirbúnir undir ferðalög sin. 1 þessari vinnu felst mikil og timafrek undirbúningsvinna þvi stööugt þarf að skipta um bókakost og pantanavinna er mikil. 1 fyrsta áfanga á nýju aðal- safnshúsi sem valinn hefur verið staður I Kringlubæ er reiknað með aðstöðu fyrir bóka- bflana og bókakost þeirra og verður þaö til mikilla bóta að sögn Elfu Bjarkar. —JM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.