Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 14
vísm Mi&vikudagur XI. jiili sandkorn 1979. Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar Borgartískan Guörún Helgadóttir reit grein I Þjóðviijann fyrir skömmu og geröi þar nokkra grein fyrir viðskiptum sinum við tiskuversianir bæjarins vegna kjólakaupa. Hafa spunnist nokkrar umræöur i blööum af þessu tilefni. Hins vegar hefur enginn farið á stúfana og kannaö i hvaöa tiskuverslun Sigurjón Pétursson kaupir föt sin. Maöurinn er jafnan velbúinn og fylgir tfskunni svo þetta hlýtur að vera veröugt rann- sóknarefni. Einnig mætti þá kanna hvort klæðnaöur borgarfulltrúa hafi ekki al- menntfærst iátttil frjálsræöis eftir að nýi meirihlutinn tók við. Fógeti vill hala sauöfé Sauðfé hefur gert sigheima- komiö i göröum tsfirfiinga og gætt sér á skrautjurtum garð- eigenda sem hafa brugðist ókvæða við. Hafa þeir kvartaö undan þvf að lögreglan standi ekki f stykkinu og passi upp á að féð sé haft i öruggri vörslu. Már Pétursson settur bæjarfógeti skrifar bráðskemmtilega grein i Vestfirska fréttablaðiö um máliö. Segir fógeti að meöan sauöfjárhald sé ieyft á tsafirði verði vart hægt að ver ja garð- ana. Sjálfur kveðst hann miklu heldur vilja hafa fé á rölti um bæinn en blómskrúö i göröum. Ekki á fógetinn langt aö sækja væntumþykju á sauöfé þvihann er systursonur Hall- dórs Pálssonar búnaöarmála- stjóra. veiðisaga Gulli i Karnabæ er mikill laxveiðimaöur og kann márg- ar góðar veiöisögur. t viðtali sem Frjáls verslun átti við Gulla lætur hann nokkrar flakka. Þar á meöal var ein um út- lending sem fór aö veiöa með Gulla og Colin Porter. Þegar útlendin gurinn var búinn að fá fyrsta laxinn og landa honum hrópar hann upp og spyr hvaö hann eigi nú aö gera. Colin segir honum að drepa fiskinn en hinn spyr hvernig eigi að gera það. Taktu stein og lemdu hann i hausinn, segir Colin. Þá segir sá útlendi ákveð- inn: ,,1’m not going to kill this beautiful fish with a dirty stone”. 14 Umsjón: Illugi Jökulsson vantar Dia nýjan haus? - amrfskir læknar gera tilraunir með hausallulnlnga Dulftið skemmtilegar tilraunir fara nú fram I Bandarikjunum. Læknarþareinbeita sér nú aö þvi að veröa færir um að skipta um höfuö á fólki og hafa i þvi skyni framkvæmt þúsundir slikra til- rauna á rottum, hundum og apa- köttum. Tilgangur alls þessa er vist sá aö, ef i framtiöinni, likami manna lamist eöa skaddist mikiö þá veröi einfaldlega hægt aö taka höfuöiö af og skella þvi á nýjan likama. Halda sporgöngumenn tilraunanna þvi fram aö slikt myndi alls engin áhrif hafa á per- sónuleika höfuösins — trúi þvi hver sem vill! „Tökum annaö dæmi” segir dr. Robert White, sem stýrir tilraun- unum, „ef ungur maöur lendir i bilslysiog skaddast nær ekkert en heilinn hins vegar deyr. Hvaö væri rangt viö aö taka höfuö Apaheili, sem tekinn hefur verið úr likama, apans og er haldiö á lifi einhverra hluta vegna. manns sem er aö deyja úr krabba einhvers staöar I likama sinum, og koma þvi fyrir meö skuröaö- gerö á likama unga mannsins?” Og dr. White hlakkar mikiö til. „Ég býst viö aö i náinni framtíö eignumst viö tæki sem hægt er aö halda heilum á lifi i uns viö verö- um okkur úti um einhvern likama til aö tengja hann viö.” Gaman, gaman, gaman, Sykumgrisdýr? Meðan Jimmi Carter Banda- rikjaforseti og Leonid Brésnef Sovétrikjaforseti voru I Vinar- borgnýlega til aö undirrita þar samning um takmörkun vig- búnaðar, tók bakari eitt þar i borg upp á því aö búa til likneski þeirra félaga og stilla upp. Likneskin eru i fullristærð en aö mestu úr sykri! Þeir sitja og tefla, efunarlaust um heimsyf- irráö, og aö sjálfsögöu eru eld- flaugarnar á taflboröinu sæl- gætisstengur. Jðn hættur við amríska kvennabðsann John Travolta mun hættur viö aö leika i myndinni „American Gigolo” sem samiö haföi veriö um. Var Travolta dauöhræddur um aö myndin myndi reynast jafnmikiö fiaskó og siöasta mynd hans „Moment by mom- ent.” t hans staö leikur Richard nokkur Gere aöalhlutverkið. Leifur og Brooke Leif Garrett er drenghnokki einn sem hefur gerst vinsæll meöal ýmissa fyrir aö syngja lög einsog „I was made for dancing.” Hann er 17 ára og ral búinnað ná sér i stelpu. HUn er Brooke Shields og er 14 ára og þekkt fyrir hlutverk smáhóru i „Pretty Baby.” smáauglysingar «86611 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júnímánuð er 15. júlí. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ 10.JÚLI 1979.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.