Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 8
8 VISIR Miftvikudagur 11. júll 1979. Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Óli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. 'Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjéri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sföumúla 8. Sfmar 86811 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Sföumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3J00á mánuöi innanlands. VerÖ I lausasölu kr. 180 eintakiö. ...Prentun Blaöaprent h/f Vandinn, ullarnefndin og Hjörleifur „Viö I ráöuneytinu teljum okkur skylt aö beita okkur fyrir iausn vandans, sem steöjar aö ullariönaöinum”, sagöi Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra viö ullarfram- leiöendur og seljendur. Hann veröur þá aö taka til sinna ráöa en treysta ekki á ráöu- neytanefnd, sem sofiö hefur i hálft ár. Vísir skýrði f rá því i f rétt fyrir réttri viku að ullariðnaður lands- manna ætti í alvarlegum erfið- leikum með að halda starfsemi sinni áfram. Miklar kostnaðar- hækkanir væru fyrirtækjunum þungur baggi á sama tíma og framleiðsluvörur þeirra væru seldar á erlendum mörkuðum fyrir fast verð, sem aðeins væri hægt að endurskoða um áramót. I samtölum við forráðamenn iðnaðarins kom fram, að menn virtust sammála um að ástæð- urnar fyrir því hvernig komið væri mætti fyrst og fremst rekja til rangrar gengisskráningar, þar sem sala á f ramleiðsluvörum ull- ariðnaðarins gengi vel á erlend- um mörkuðum. Nú hafa framleiðendur og seljendur ullarvara gert tillögur til stjórnvalda til lausnar þessum vanda. Áfundi, sem þessir aðilar sátu í fyrradag, töldu þeir frumskil- yrði, að gengisskráning íslensku krónunnar yrði látin fylgja kostnaðarþróun innanlands. Þá væri nauðsynlegt að greiða upp- safnaðan söluskatt af útflutn- ingsframleiðslu jafnskjótt og varan færi úr landi til þess að rétta við samkeppnisstöðuna gagnvart erlendum keppinaut- um, sem engan söluskatt greiddu. Enn fremur lögðu fund- armenn áherslu á að útf lutnings- iðnaðurinn yrði látinn sitja við sama borð og sjávarútvegur um greiðslu opinberra gjalda eða fengi aðöðrum kosti bættan þann aðstöðumun, sem greiðsla þeirra ylli. Heldur líst Vísi illa á að verið sé að hringla í gengisskráning- unni til þess áð bjarga efnahags- vandamálum hér innanlands, en hin atriðin, sem nefnd eru í ályktun ullarfundarins eru aftur á móti farsælli til lausnar vand- anum. Vísir lýsti enda þeirri skoðun sinni í forystugrein á fimmtudaginn var, að í stað gengisfellingar eða uppbótakerf- is væri æskilegast að minnka álögur á iðnaðinum og skapa honum betri starfsskilyrði með ýmsu móti. Sérfróðir menn gerðu á fundi ullarframleiðenda og útflytjenda grein fyrir þróun verðlags og kostnaðar í ullariðnaðinum frá því í októbermánuði siðastliðnum til dagsins í dag. Samkvæmt út- reikningum þeirra hefur launa- kostnaður hækkað um rúm 30% og e.fniskostnaður um tæp 25%, en gengi dollarans um 11%. Augljóster af þessu, að dæmið gengur ekki upp við núverandi. aðstæður. Þá sýndi yfirlit um rekstur nokkurra saumastofa, að í þann þátt ullariðnaðarins vant- ar einar 600 milljónir króna til þess að endar nái saman. Aftur á móti er áætlað, að heildartap á ullariðnaði landsmanna verði 1000 til 1500 milljónir króna á þessu ári verði ekkert að gert í málefnum iðngreinarinnar. Svokölluð samstarf snefnd ráðuneyta hefur átt að vera að finna lausnir á vanda ullariðnað- arins frá því um áramót, en lítið virðist hún hafa gert fram að þessu, enda sagt, að nefndar- menn séu erlendis til skiptis og erfitt um fundahöld. Það er að verða sígilt úrræði að setja nefnd í vandann, hver sem hann er, það dugar skammt, en léttir þó álag- inu af viðkomandi ráðherrum í bili og þeir, sem eiga við vandann að etja eiga þá að geta þraukað um sinn og lif að í voninni. En það þýðir auðvitað ekkert að treysta á sofandi ráðuneytanefnd. Iðn- aðarráðherra verður að taka til sinna ráða. Meöal nálægra þjóöa viröist nú vera meira rætt opinberlega um áféngismál en veriö hefur. Vikublöðin birta greinarum þau meö þeim hætti aö augljóst er aö fólk er aö vakna til meövitundar og gera sér grein fyrir því aö horfur eru alvarlegar. Bæöi dönsk og sænsk blöö bera þess merki aö ekki er hægt aö þegja oglátaeinsogalltsé i lagi. Hér veröurnú rakin grein úr sænsku vikublaöi, viötal viö einn þeirra lækna sem sérstaklega hafa glímt viö áfengissýkina og efni henni tengd. AGREN LÆKNIR VILL STÖÐVA FRJALSA AFENGIS- SÖLU. Gunnar Agren er læknir, sér- fróöur um áfengi. Lifsstarf hans hefur oröiðhonum leiðarvlsir aö ákveöinni afstööu. Hann hikar ekki en segir ákveðið: Afengis- skömmtun. Viö aukum sifellt framlög til áfengisvarna. Þrátt fyrir þaö er áfengisböliö I hræöilegum vexti. Þvi er nú tími til kominn aö hugsa um hvert stefnir. Viö veröum aö stööva þann miskunnarlausa hugsunarhátt sem veldur þvl að fólk drekkur sig I hel á unga aldri. Viö verö- um aö takmarka aögang aö áfengi. Þaö er hiö eina sem dug- ar, segir Agren læknir. Krafan um áfengisskömmtun fær ekki almennar undirtektir eins og sakir standa. Hver sá flokkur sem heföi hana á stefnu- skrá sinni I kosningum I haust yröi aö almennu athlægi. En meðal félagsráögjafa og þeirra sem best þekkja til áfengismála hefur hefurviðhorf iögjörbreytst. Fyrir almenningi er þetta nýmæli. Sú hugmynd aö áfengi; ætti aö skammta hefur hingaö til ekki náö út fyrir þann Afenglsskðmmtun takmarkaöa hóp sem fæst viö vandamáliö, en nú leggur hann til atlögu. Gunnar Agren hyggur aö viöhorf almennings hljóti aö breytast á skömmum tlma. Viö aörar kosningar hér frá, eftir svo sem þrjú ár, kynni svo aö fara aö flokkarnir kepptust um aö eigna sér hugmyndina. Gunnar Agren hefur mikla reynslu af drykkjumannahjálp. Hann hefur fylgst meö hversu - rlkiö hefur aukið framlög sln. Hann hefur séö hvernig ungir menn, þrátt fyrir allar áfengis- varnir, drekka sig I hel fljótar og fljótar. Heföi ég verið skurölæknir og fengist viö brjóstkrabba og árangurinn yröi stööugt verri og verri þætti þaö mikiö hneyskli. Ef barnadauði ykist vegna sýk- ingar á sjúkrahúsum yröi hávaöa strlö. En þegar meöal- aldur manna I borgum fer allt I einu að lækka vegna þess aö menn drekka sig i hel gerist ekki neitt. Opinber rannsókn sem gerö var og birt I vetur fekk engan hljómgrunn. Hún leiddi I ljos aö ef 4000 drykkjumönnum sem leituöu til opinberra áfengis- varna 1972 voru um þaö bil 500 dánir eftirfimm ár. Aörar rann- sóknir sýna aö drykkjuskapur hækkar dánartiöni ört. Þær tölur sem nú liggja fyrir sýna þaö aö tveir þriöju þeirra sem drekka mikiö á þritugsaldri verða ekki fimmtugir og ein- ungis einn af hverjum 10 nær ellilaunaldri. Astandið veröur stööugt verra og verra og þaö er skylda mln aö benda á þaö. Ég get ekki bara horft á ósköpin og hirt launin mln. Gunnar Agren telur aö hjálp viö áfengissjúklinga ætti aö breytast jafnframt þvi sem áfengi yröi skammtaö og kannske ætti þar að auki ao hækka áfengisverð verulega. neöanmáls HaDdór Krist- jánsson frá Kirkjubóli skrifar: Nú eru áfengissjúklingar meöhöndlaöir þannig aö llkast er því aö viö viljum aö þeir drekki sig I hel. Við gefum þeim pillur, litum á þá sem lang- legusjúklinga og greiöum þeim örorkubætur. Viö látum þá fá framfærslustyrk I staö vinnu. Þaö er hrottaskapur aö kalla sllkt umhyggju. Á öðrum tug aldarinnar haföi öll verkalýöshreyfingin áfengis- bann á stefnuskrá sinni. Jafnaöarmenn þeirra tima voru bannmenn og kommúnistar sömuleiöis. Það var nokkuð gengiö til móts viö þessa bann- stefnu verkalýöshreyfingar- innar og skömmtun tekin upp I Stokkhólmi 1913 og annars staö- ar i landinul917. Þá lækkaöi verulega tala þeirra sem leituöu til sjúkrahúsanna skemmdir af áfengi. Viö svokallaöa bann- atkvæöagreiðslu 1921 uröu bannmenn I minni hluta en skömmtunin var I gildi til 1955. Þegar horfiö var frá skömmtuninni jukust skaöar af drykkjuskap aftur. Læknarnir stóöu ráöþrota yfir ölæöissjúk- um sem þeir fengu til meðferö- ar. Skömmtunin bar árangur. Hún var óvinsæl, meöal annars vegna misræmismilli manna og þjóöfélagshópa. En hún dró úr áfengisbölinu. Gunnar Agren leggur til að hin nýja skömmtun deili öllum jafnt, þeim sem á annaö borö hafa nú rétt til áfengiskaupa, t.d. 3 heilflöskur af sterku áfengi á mánuði. Þaö var hámark I gömlu skömmmtun- inni og 97% fullorðinna manna I Sviþjóö drekkur ekki svo mikiö. Meö sliku væru því ekki skertir möguleikar þeirra 97 af hund- raöi hverju, en hinir væru neyddir til aö minnka drykkj- una. Ég get hugsað mér aö skömmtunin yröi tengd viö veröhækkun. Þannig myndi nást betri árangur. Hækkaöi lltrinn um 10 sænskar krónur heföi þaö veruleg áhrif fyrir stór-neytendur — en auð- vitaö lika fyrir hina sem hófleg- ar drekka. Einmitt hér finnst mér aö veröi aö krefjast sam- ábyrgöar. Þaö er ekki nóg áö kenna i brjósti um áfengissjúk- linga og hneykslast á ölvuöum unglingum Hér veröa allir aö vera ábyrgir. Rannsóknir á þeim sem koma nú til aö gegn herskyldu sýna aö margir 18-19 ára drekka skefja- laust. Margir þeirra munu ekki veröa þritugir. Aöur fóru menn almennt aö venjast áfengi um þaö bil hálf þritugir. Þá voru þeir komnir út i atvinnulífið. Seinna spilltist hjónabandiö. Á fimmtugsaldri dró til skilnaöar. Svo var meira drukkiö. Þeir misstu atvinnuna og uröu gamalmenni. Nú komast drengirnir aldrei út I atvinnulifið. Sumir Iifa á örorkubótum á þrltugsaldri. Viljiröu bjarga drengjunum er takmörkun áfengis eina leið- in. Þaö er fróðlegt aö lesa þetta. Þaö segir sina sögu. Hér vantar I öll svör um veitingahúsin og hvernig eigi aö fella þeirra hlut inn I skömmtunarkerfiö. Annaö sænskt vikublaö, sem ég hef séö birtir forustugrein þar sem segir að ábyrgir stjórn- málamenn tali nú um áfengis- skömmtun. Sá höfundur er á móti skömmtun. Hann segir m.a.: „Fjöldi manna I Sviþjóö er hörmungum ofurseldur vegna drykkjuskapar. Eitthvaö verð- um viö aö gera fyrir þá. Fræöi- menn segja að líkur séu til aö tala þeirra fjórfaldist á næsta áratug. En aö skeröa frelsi þeirra milljón Svia sem fara hóflega meö áfengi kemur ekki til greina.” Ég sé ekki hvaö hann ætlar aö gera fyrir hina nauðstöddu. Mér skilst helst aö hann telji of- drykkjuna anga af stjórnleysi og agaleysi samtlöarinnar. Vera má aö nokkuö sé til I þvi, en þó drukku ýmsir illa meðan strangari agi átti aö gilda. Vfet eru öll rök til þess að áfengislöggjöf sé stööugt undir endurskoöun og athugun hvaö gera megi á löggjafarsviöi til aö stuöla aö hófi og heilbrigöu lifi. En öll athugun þessara mála sannar og sýnir aö hiö eina sem úrslitum ræður er fjölgun þeirra sem hafna áfenginu. Allar vonir um minna áfengisböl eru bundnar viö meiri bindindissemi, vöxt og viögang bindindishreyfingar- innar. H.Kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.