Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 12
12 VISIR Miðvikudagur 11. júii 1979. 13 VlSIH Miðvikudagur 11. júll 1979. HROLLUFi TEITUR AGGI Frosti sýnir blaðamanni Visis húsgögn úr skrifstofum sildargrósseranna sem komið verður fyrir á efri hæð Norska sjómannaheimiiisins. Til hægri á myndinni má sjá handvagna sem notaðir voru á siidarplönunum. Þegar ferðalangar koma til Siglu- fjarðar i fyrsta sinn, kemur bærinn mörgum þeirra fyrir sjónir sem eitt alisherjar minnismerki um sildarárin, sem voru einskonar gullöld þessa stað- ar. Sildarsöltunarplönin, sem hér fyrr meir iðuðu af lifi og fjöri, eru nú svo fúin að stórvarasamt er að ganga þar um og allsstaðar blasa við hálfhrunin hús, sem ekki hefur verið hirt um að halda við eftir að siidin var uppurin. Þessi mannvirki stóðu og féllu með þeirri siid sem áður gæddi þau lifi. Ekki stendur þó Siglfirðingum með öllu á sama um þá hluti sem minna á forna frægð staðarins. Nú hefur verið ákveðið að koma á fót sjóminjasafni þar sem haldið verður til haga lilutum, sem merkilegir teljast frá atvinnu- sögulegu sjónarmiði. Blaðamaöur Visis sem heimsótti Siglufjörð á dögunum, ræddi af þvl til- efni við Frosta Jóhannsson.þjóðhátta- fræðing sem hefur yfirumsjón með uppbyggingu safnsins. — Það má segja að þetta starf skipt- ist I tvo meginþætti. Annarsvegar er um að ræða úttekt á atvinnusögu bæj- arins, sem ég er að vinna aö og hins- vegar söfnun og endursmið gamalla hluta sem merkilegir teljast. Við höfum fengið 3 hús friðlýst og verður safnið að mestu leyti til húsa i þeim. A jarðhæðinni i svokölluðum Is- firðingabrakka verður stærri hlutum, einsog t.d. nótabátum, komið fyrir, en fyrirferðaminni hlutir verða geymdir i Norska sjómannaheimilinu. Efri hæðin I ísfirðingabrakkanum verður varðveitt i sinni upprunalegu mynd, en þar var áður svefnstaöur sildarstúlkna. Menn hafa jafnvel látið sér detta i hug að nýta hæðina sem svefnpokapláss fyrir ferðamenn, enda alltaf skemmtilegra þegar tekst að halda sögulegum byggingum lifandi á einhvern hátt. — Er ekki mjög kostnaðarsamt að koma upp svona viðamiklu safni? — Það hefur komið upp sú hugmynd að gera þetta að sjóminjasafni fyrir allan Norðlendingafjóröung, þvi það er ekki á færi einstakra byggöarlaga að koma þessu upp og reka svo mynd verði á. Bærinn hefur fjármagnað þetta að mestu leyti hingaðtil, en auk þess fengum við á þessu ári 1 1/2 milljón króna i styrk úr Þjóöhátiöarsjóöi og Sildarverksmiðjur rikisins hafa einnig lagt fram fé. Alls höfum viö 7 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. — Hvenær má búast við að safniö verði tilbúið? — Mér finnst mest um vert að vinna markvisst og stöðugt að þessu, það er ekkert unniö við að djöfla þessu upp I einhverjum flýti. En til þess að geta unnið skipulega þarf fastar fjárveit- ingar og þær eru ekki fyrir hendi, eins- og málin standa. Mesta vinnan hingaötil hefur falist I þvi að viða að okkur þeim hlutum sem á safninu verða og er þvi verki að miklu leyti lokið, en þaö er samt langt I land með að safnið sem slikt verði til- búið. — PM. Sfldarplanið fyrir framan tsfirðingabrakkann er farið að láta á sjá, en þar eru þó enn ummerki eftir siidarsöltunina. Úr vistarverum sfldarstúlkna. Frosti Jóhannsson þjóðháttafræðingur. i baksýn er tsfirðinga- brakkinn þar sem sfldarstúikurnar héldu sig þær fáu stundir sem ekki var unnið á planinu. Sæby-húsið er elsta bygging á Siglufirði. Það reisti danskur beykir sem kom til tslands á vegum Gránufélagsins 1886. Norska sjómannaheimilið var byggt 1915. Þaö var jafnframt fyrsta sjúkrahúsiö á Siglufiröi. Bátum og öðrum stærri hlutum verður komið fyrir á jaröhæð ts- firðingabrakkans. Það kennir ýmissa grasa í þvidóti sem Sjóminjasafnið hefur sankaö að sér. A gólfinu liggur m.a. köfunarhjálmu*^^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.