Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 11.07.1979, Blaðsíða 9
9 VlSIR PH- Mibvikudagur 11. júli 1979. AD Djarga flaki unflan veðri og vindum Miles Mertinet-vélin eftir aö hún komst i eigu tslendinga en þá var hún m.a. notuö viö sildarleit. (Mynd; Ólafur Guöjónsson) „Það er vel hægt að gera þetta flughæft á ný, —það þarf bara góðan tima og einhverja peninga”, sagði Ragnar Ragnarsson, varaformað- ur Flugsögufélagsins, þar sem hann bograði yfir einhverju sem i aug- um okkar leikmanna virtist járnahrúga, — „Flughæft, skal ég ekki segja um. Það þyrfti sennilega galdramann til þess en það má vel gera þetta upp þannig að upprunalegt útlit komi fram”, bætti Baldur Sveinsson við, en hann er einmitt formaður áðurnefnds félagsskapar. Við erum staddir suður á Reykjavikurfiugvelli i skýli 3 en þar eru þeir félagar að taka á móti flugvélarflaki norðan úr landi. Vél af gerðinni Miles Mertinet sem kom hingað til lands á stríðsárunum. Okkur leikur forvitni á að vita vak.ir fyrir okkur er að bjarga hvað menn ætlast fyrir með vélinni undan veðri og vindum svona flak og það er Baldur sem og hugsanlega erlendum aðilum hefur orðið: sem gætu hreinlega hirt þetta. „Þaö sem fyrst og fremst Það birtist nefnilega mynd af Þaö er ef til vill ekki margt sem minnir á aö þetta hafi einhverntima veriö flugvél, en engu aö siöur eru þeir Baldur Sveinsson og Ragnar Ragnarsson hinir ánægöustu aö vera búnir aö koma flakinu undir þak. (Visismynd: G.V.A.) Sumariö 1977 fóru nokkrir stjórnarmanna úr Flugsögufélaginu noröur aö Leirhöfn til aö lita á flakiö, og er myndin tekin viö þaö tækifæri. (Mynd: Baldur Sveinsson) flakinu i júnihefti Aeroplane Monthly og það ýtti við okkur að sækja flakið þvi sennilega eru þetta einu jarðnesku leifar af þessari flugvélategund sem til eru i heiminum. Reyndar hefur staðið til að sækja flakið siðan félagið var stofnaö”. Við spyrjum nánar um Flug- sögufélagið og tilgang þess: Félagið var stofnað i júni 1977 og tilgangurinn er aö vinna að varðveislu og söfnun allra islenskra flugminja hvort sem það eru hlutir, myndir, heilar flugvélar og flugvélahlutar og endurbyggja eins mikiö og hægt er. Auk þess stefnum við að þvi að koma á fót islensku flug- minjasafni. Fyrstu tvö árin hafa farið i að undirbúa og móta hugmyndir, ná samböndum og skipuleggja starfsemina en núna eru rúmlega hundrað manns skráðir i félagið. Það að sækja þetta flak norður og koma þvi i hús er einmitt i samræmi við þennan tilgang félagsins”. „Eftir þvi sem við vitum best var þessi vél notuð af breska flughernum á Islandi á striðsár- unum og tilheyrði hún 251.flug- sveitinni sem hér var staðsett. Arið 1948 keypti Steindór Hjaltalin vélina ásamt öðrum og hér var henni flogið af ís- lendingum i nokkur ár m.a. við sildarleit. Siðan gerist það 18. júli 1951 að vélinni hlekktist á við Kópasker og þar skemmdust vængir hennar. Þeir voru teknir af til að gera við þá en siðan hef- ur ekkert til þeirra spurst svo vitað sé. Seinna komst vélin á einhvern hátt i eigu bóndans á Leirhöfn fyrir norðan Kópasker sem lét draga hana heim aö bæ. Afdrif hennar uröu slðan þau að vera leikfang krakkanna á bænum og smám saman gekk á hana og m.a. týndist stélið. Meira get ég ekki sagt en I siðustu viku drifu þeir sig norður, Jón Karl Snorrason og Hákon Aðalsteins- son, náðu I vélina á Leirhöfn og Þessi mynd var tekin á Reykjavfkurflugvelli á strfösárunum en þá var vélin í þjónustu breska flughersins. (Gr safni Baldurs Sveins- sonar) komu henni til Húsavikur þar sem Landgræðslan tók viö henni og flutti hingað suður. Ég vil koma þvi hér að, að allar upp- lýsingar um afdrif hluta úr þessari vél eru mjög vel þegnar en i þeim efnum er ýmislegt á huldu. A þessu stigi vil ég ekkert um það segja hvað við gerum við vélina en við erum þó alla vega búnir að koma henni i varðveislu og það er fyrsta skrefið”, — sagði Baldur Sveinsson að lokum. Sv.G. Hér eru þeir Jón Karl Snorrason og Hákon Aöalsteinsson aö koma flakinu fyrir á vörubílspalii noröur á Leirhöfn I siöustu viku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.