Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 13.08.1979, Blaðsíða 6
Mánudagur 13. ágúst 1979. 6 Eigum til olíumöl á plön og heimkeyrslur Afgreitt í Smárahvammi og Rauðamel. Verö kr. 10.800/- per tonn, einnig viðgerðar- möl kr. 12.200/- per tonn. Olíumöl hf. Hamraborg 7, simi 43239, Kópavogi Skólastjóra og kennara vantar við Grunnskólann á Hvammstanga. Gott húsnœði. Nánari uppl. í símum 95-1353 og 95-1358 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 64., 66. og 68., tölublaði Lögbirtinga- biaösins 1978 á fasteigninni Háteigur 8, i Keflavik, þingl. eign Siguröur Kr. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Arna Grétars Finnssonar hrl., föstudaginn 17. ágúst 1979, kl. 14.00. Bæjarfógetinn I Keflavik Nauðungaruppboð sem auglýst var i 26., 27., og 29. tölublaöi Lögbirtinga- blaðsins 1979 á fasteigninni Fitjabraut 6C (verksmiðju- hús) I Njarðvik, þinglýst eign Haröar hf. fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hauks Jónssonar hrl. Landsbanka tslands, Garöars Garðarssonar hdl. Einars Viöar hrl., Jóns Finnssonar hrl., Póstgíróstofunnar og Skarphéöins Þórissonar hdl. fimmtudaginn 16. ágúst, 1979 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Njarðvik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 26., 27., og 29. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1979, á fasteigninni Staöaryör 12, i Grindavik, þinglýst eign Sigurpáls Einarssonar fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Garðars Garöarssonar hdl. fimmtudaginn 16. ágúst, 1979 kl. 16.30. Bæjarfógetinn i Grindavik Nauðungaruppboð sem auglýst var I 26., 27., og 29. tölublaði Lögbirtinga- blaösins 1979 á fasteigninni Sólvellir á Bergi i Keflavlk, þingl. eign Magnúsar Kolbeinssonar fer fram aö kröfu innheimtumanns rfkissjóös, fimmtudaginn 16. ágúst, 1979, kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík TILKYNNING TIL Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því, að 25% dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 2. ársfjórðung 1979 sé hann ekki greiddur í síðasta lagi 15. ágúst. Fjármálaráðuneytið LAUNASKATTSGREIÐENDA TILKYNNING TIL SÖLUSKATTSGREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir júlimánuð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þririti. Fjármálaráðuneytið 10. ágúst 1979 Langar biðraðir mynduöust viö landamæri Rúmeniu, þegar feröamenn á leiö inn I landið uröu aö sýna lágmarksupphæö I vestrænum gjaldmiöli. Vföa inni I Rúmeniu strönduöu akandi ferðamenn og uröu aö slá upp tjöldum, þar sem bilar þeirra voru niðurkomnir á vegum bensínlausir. Rúmenar kalla yfir slg reiDl nágrannanna Meö þvi aö krefjast þess, aö út- lendir ferðamenn i landinu greiði bensin með vestrænum gjald- miölum, hefur Rúmenia hrundið af stað einhverjum bitrustu deil- um, sem upp hafa kpmið meðal austantjaldsrfkjanna i mörg ár. Þetta tiltæki skapaði. algera ringulreið meðal hundruða þús- unda austantjaldsferðamanna á leiö I orlof við Svarta hafiö. Stjórnin I Búkarest segist þó hafa haft langan fyrirvara á þessari tilskipun, en nágrannarikin halda öðru fram. Þann fyrsta ágúst komu feröa- menn frá Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvaklu, Póllandi og Ung- verjalandi að landamærum Rúmeníu, eins og milljónir landa þeirra hafa gert um árin — á leið til sælureita við Svartahafið — en landamærahliðinvorulokuð. Þeir fengu þvi aðeins inn i Rúmeníu að koma, að þeir gætu sýnt 20 Bandarikjadali eöa jafnvirði þeirra I einhverjum vestrænum gjaldeyri. Þetta jafngilti ferðalokum hjá flestum. Þaö heyrir til hreinna undantekninga, að gjaldeyris- yfirvöld austantjaldslanda láti borgurum sinum I té gjaldeyri vesturlanda. Rúmenar eru sjálfir á sama báti, hvað þaö snertir. Þeir fáu, serii lumuðu á dollurum eða vestur-þýskum mörkum, fengnum hjá ættingjum vestan tjalds, voru I reynd að brjóta lög meö þvi að skila þvi ekki til hlut- aöeigandi yfirvalda. Viö landamærin mynduðust margra kilómetra raðir, en ringulreiðin var jafnvel enn verri inni i Rúmeniu, þegar akandi feröamenn fengu ekki afgreitt bensln vegna gjaldeyrisskorts. Aðrir, sem staddir voru i Búlgariu, og þurfti I gegnum Rúmeniu til þess að komast til heimalands sins, sátu af sömu ástæðum fastir. Eftir harðorð andmæli ná- grannanna ákvað stjórnini Búka- rest að slaka til, og veita feröa- fólki eina viku til viðbótar, þar sem það gæti keypt bensin með gjaldmiöli heimamanna og ná- grannalandanna. Það greiddi úr öngþveitinu. Feröamenn, sem strandaöir voru bensinlausir, og urðueinfaldlega að slá upp tjöld- um viö vegina, þar sem bllar þeir stóðu vélarvana, komust nú af stað heima á leið. I kjölfarið fylgdu skyndiviðræður rikis- stjórna og stjórnin i Búkarest féllst á að veita Tékkum frest allt til 31. ágúst. Góðar vonir voru um, að hinar nágrannaþjóðirnar yröu látnar sitja við sama borö, en viðræðum var ekki lokið um helgina og endalyktir óvissar. Þetta uppátæki rúmensku stjórnarinnar endurspeglar, hvaða vandkvæði fylgja milli- rikjaviöskiptum og ferðamanna- iðnaöi, þar sem skortir auð- skiptanlegan og gjaldgengan gjaldmiðil. Búkareststjórnin vildi réttlæta þessar harkalegu aö- gerðir varðandi bensinsöluna með þvi, að hún þyrfti að greiöa oliuinnflutning sinn i harðri val- útu, og sæi enga ástæöu til þess að útlendingar staddir i Rúmeniu geröu ekki slikt hiö sama. Hér áður var Rúmenla sjálfri sér nóg um oliu, en verður orðiö að fullnægja meira en helming oliuþarfar sinnar i dag með inn- flutningi frá OPEC-löndunum, sem ekki láta sér lynda greiöslur i öðru en gjaldgengri mynt. Onnur austantjaldsrlki flytja mestalla sina oliu inn frá Sovétrikjunum á grundvelli langtima samninga og vöruviöskipta. Oliukreppan að undanförnu hefur þvi veriö tilfinnanlegri fyrir Rúmena en aörar austantjalds- þjóðir, enda hafa þeir grqiið til ýmissa róttækra orkusparn- arðarráðstafana nýlega. Berisin- verð hefur verið tvöfaldað á mánaðarbili. Einkabilar bannað- ir á þjóövegum aðra hverja helgi og bilaeign þess opinbera minnkuð um helming. Rúmenlustjórn bauö nágranna- löndum sinum málamiðlun vegna deilunnar um gjaldeyrinn. Lagt var til, að austantjaldsferðamenn gætu greitt,fyrir bensin með sér- stökum skömmtunarseðlum, en þeirra eigin rikisstjórnir mundu siðan leysa þessa seðla út með hörðum gjaldeyri. „Þessi tillaga mætti ekki skilningi”, sagði hinn opinbera fréttastofa Rúmeniu. 1 tillögunni fólst, aö austan- tjaldsrikin 'á þriggja mánaða- fresti gerðu upp gjaldeyristekjur sinar I stað þess að gera það á eins árs fresti, eins og gert hefúr verið. Austur-Evrópuþjóöirnar hafa með sér eins konar skulda- jöfnun og gjaldeyrisvixl, til þess að ekki bitni á neinu einu landi mikil eftirspurn ferðamanna á ýmsum vörum. Þessi viðskipta- jöfnun er blanda af greiöslu i gjaldeyri viðkomandi lands, og I gjaldeyri, sem seljanlegur er á mörkuðum vesturlanda og i vöru- viðskiptum. Þetta er mjögflókinn viðskiptamáti vegna þess, að I rauninni er engin gjaldeyris- verslun milli landanna, þvi að engir tveir hafa samsvarandi gengisskráningu. Þetta hefur meö árunum oröið þvi erfiðara, sem verslun austan- tjaldsþjóða við vesturlönd hefur aukist, og mun það hafa verið aö baki siðustu ráöstöfunum Rúmeniustjórnar að koma ná- grönnunum til þess að taka á þessu vandamáli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.