Vísir - 13.08.1979, Side 11

Vísir - 13.08.1979, Side 11
VISIR Mánudagur 13. ágúst 1979. HEY HEFUR HÆKKAÐ UM 100% FRA ÞVÍ í FYRRA COSTA DELSOL Dagflug alla föstudaga. Heillandi sumarleyfis- staður, náttúrufegurð, góðar baðstrendur, fjöl- breytt skemmtanalíf og litríkt þjóðlíf Andalúsíu. Margt um sköðunar- og skemmtiferðir til Afríku, Granada og Sevilla. Við bjóðum eftirsóttustu lúxusíbúðirnar Playamar við ströndina í Torremolinos. Playamar er með glæsilegum úti- vistarsvæðum, sundlaug- um og leikvöllum, loft- kældar lúxusíbúðir. Einnig La Nogalera íbúð- ir í Torremolinos. Eigin skrifstofa Sunnu með þjálfuðu starfsfólki. Margar ferðir fullskipað- ar og fá sæti laus í flest- um hinna. SVNNA Bankastræti 10. Sími — 29322. STORKOS1UG VERMJHOCUN Nw kostar Ford Cortina 1300 L 4ra dyra aðeins KR. 4.600.000.- Innifalið i i nteðal annars: Vél 1300 cc 57 hö Din Hallanleg sæti með höfuðpúðum Teppi á gólfum Litað gler Klukka Upphituð afturrúða Þú gefur sparað þér milljén á þvi að kaupa Cortinu strax SKEIFUNNI 17 SÍM! 85100 REYKJAVÍK _ Fyrirsjáanlegur er mikill hey- skortur hérlendis vegna harðind- anna i vor og mun ástandið verða sérstaklega slæmt norðanlands. Þettahefur leitt til mikillar verð- hækkunar á heyjum og hefur blaðið eftir áreiðanlegum heim- ildum aö kilóið af heyi sé nú selt á allt að 80-100 kr. kildið. „Það er ekki til neitt opinbert verð á heyi”, sagði Halldór Páls- son búnaðarmálastjóri i samtali við Visi, „heldur ræðst verð af framboði og eftirspurn. Verð á heyi hefur ávallt verið sanngjarnt svo lengi sem ég man eftir. Bænd- ur hafa alltaf reynt að halda verðinu sem lægstu. En nú gætu ýmsir séðsér leik á borði þar sem fyrirsjáanlegurer skorturá heyi i vetur og byrjað að okra.” Núhefur heyrstaðhey seljist á allt að 80 kr. kg. fyrir norðan? „Já ég hef heyrt alls konar sög- ur i þessu sambandi en ég veit ekki hvað er til I þeim. Verðið i fyrravar þetta frá 25-33 kr. á kg. en það er fyrirsjáanleg stórhækk- un á þvi verði vegna heyskorts, sérstaklega fyrir norðan.” 60 kr. kflóið á Reykja- vikursvæðinu „Við höfum selt kilóið af heyi á 60 kr.” sagði Magnús Kristinsson á Blikastöðun i Mosfellssveit. „Þaðerum 100% hækkunfrá þvi i fyrra. Við seljum aðallega til hestamannafélagsinsFáks og svo til örfárra einstaklinga. Eftir- spurnin hefur verið gifurleg og hægt hefði verið að selja hey á miklu hærra verði en við gerum það ekki.” ,,Ég hef ekki heyrt um hærra verð og þeir á Vifilsstöðum selja sitt hey á sama verði og við.” 80-100 kr. kflóið fyrir austan fjall „Ég held að menn séu ekki til viðtals um heysölu hér i kring fyrir minna verð en 80-100 kr. kilóið"sagði Kristinn Jónsson bú- stjóri á Sámstöðum i viðtali við Visi.yið hérá Sámsstöðum erum ekki byrjaðir aö selja hey en ég veit um aðila hér i grenndinni sem selur hey á 100 kr. kilóið. Hvert endanlegt vprð okkar verður get ég ekkert sagt um núna’.' „Það er nú sennilega ekki hægt að kalla þetta sölubann” sagði Stefán H. Sigfússon bústjóri á Gunnarsholti en Landbúnaðar- ráðuneytið hefur farið þess á leit við okkur að við drögum úr sölu grasköggla, þvi þeir ætla að láta þá sem verst hafa farið út úr harðindunum i vor sitja fyrir með að fá grasköggla i fóður. Verðið hjá okkur er nú 110.000 kr. fyrir tonnið af graskögglum en það er ekki endanlegt verð á kögglunum. Verðið mun senni- legahækka eitthvað sagði Stefán. Það er talið algengt að gras- kögglar úr góðu hráefni hafi um 25% meira fóðurgildi en gott hey. Þannig er talið að um 1,/-1,8 kg af graskögglum séu i hverri fóður- einingu á móti 1,6 og allt upp í 3 kg af heyi i sömu fóðureiningu. Rikið rekur nii graskögglaverk- smiðjur i' Gunnarsholti .Stórólfs- völlum og að Mýrum i Austue, Skaftafellssýslu/auk þess er ein verksmiðja I einkaeign að Braut- arholti á Kjalarnesi. —FI Verð á heyi hefur hækkað mjög frá þvf I fyrra. Vlsismynd: JA SÖLUBANN Á GRASKÖGGLUM?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.