Vísir - 29.08.1979, Síða 3

Vísir - 29.08.1979, Síða 3
VISIR Miövikudagur 29. ágiist 1979. DC-8 þota f eigu Flugleiöa. DC-8 Flugleiða er á sðlulista Akveöið hefur veriö aö setja eina þotu Flugleiöa, DC-8-63, á sölulista. „Það hefur ekki veriö tekin nein ákvöröun enn um sölu, en segja má að þetta sé eins konar markaðskönnun”, sagöi Sveinn Sæmundsson, blaöafulltrúi Flug- leiða, i samtali við Visi. Vélin, sem sett verður á sölu- lista, var smiöuö áriö 1968 og kom fyrst til Loftleiöa árið 1971, en þá var geröur um hana kaupleigu- samningur. Arið 1975 keyptu Flugleiðir vélina. Hún ber einkennisstafina TF-FLB. -KP. VlöserO tlunnar lokiO: Hltarör skemmdl rallelðslur Viögerð á DC-10 þotu Flugleiöa er nú lokiö og fór hún i áætlunar- flug frá Luxemburg og vestur um haf i gær. Þotan hefur verið i Paris i hálf- an mánuð, en þar fór viðgeröin fram. Hitarör, sem er efst i stéli vélarinnar, fór i sundur. Röriö er hluti af afisingarbúnaði fyrir vængi vélarinnar. Rörið skemmdi rafleiðslur i stélinu og þar sem sams konar bilun hefur ekki komið fram i þot- um af þessari gerð, tók viðgerð lengri tima en ella. -KP. Meðvltundar- laus síðan á fimmtudag Tólf ára gamall drengur frá Siglufirði hefur legið meðvitund- arlausá gjörgæsludeild Borgar- spitalans siðan á fimmtudag i sið- ustu viku, er hann varð fyrir bif- reið á hjóli sinu og höfuðkúpu- brotnaði. Slysið bar að með þeim hætti, að drengurinn hafði ásamt félaga sinum verið að hanga aftan i vörubil, er hann sveigöi skyndi- lega yfir götuna með þeim afleið- ingum að hann varð fyrir fólksbil, sem ók þar um i sömu andrá. Samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeildinni i gær er drengurinn enn meðvitundarlaus, en liðan hans þó eitthvað betri. — Sv.G. BRAUÐ HÆKKA IIM 22,5% Rikisstjórnin hefur staðfest 22,5% meðaltalshækkun á brauð- um, normalbrauði, maltbrauði, rúgbrauði, heilhveitibrauði og franskbrauði. Franskbrauð, sem i gær kostaði 160 krónur, kostar I dag 196 krónur. Ekki liggja fyrir margar hækk- unarbeiðnir fyrir verðlagsyfir- völdum. - SS - LEMRÉTTING I spjalli við Jakob Kristjánsson i Visi i gær, var hann sagður Kristinsson og leiðréttist það hér með. Fyrirtæki hans er rekið und- ir nafninu „Körfugerð Jakobs Kristjánssonar. — JM Stööva tvelr prentarar útgáfu fjögurra blaða? 3 1 /,Það eru aðeins tveir starfsmenn Blaðaprents, sem eru félagar í Grafiska sveinafélaginu, en þeir vinna við Ijós- myndun hvor á sinni vaktinni. Komi vakta- vinnubannið til fram- kvæmda, stöðva þessir tveir alla vinnu í prent- smiðjunni og þar með út- komu dagblaðanna, sem þar eru unnin", sagði Óð- inn Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Blaða- prents. Verkfall þessara tveggja manna á vakta- og yfirvinnu stöðvar ekki aðeins vinnu 50 starfsmanna Blaðaprents, held- ur einnig starfsmanna Alþyðu- blaðsins, Helgarpóstsins, Visis, Timans og Þjóðviljans, sem öll eru unnin og prentuð i Blaða- prenti. Starfslið þessara blaða er eflaust milli tvö og þrjú hundruð talsins. „Eins og útlitið er i dag virðist stöðvun blasa við, ef verkföll grafiskra koma til fram- kvæmda 3. september. Vara- formaður Grafiska sveinafé- lagsins hefur verið ráðinn til starfa i Blaðaprenti og á að byrja á mánudaginn, einmitt þegar aðgerðirnar hefjast”, Stöðvast blaöaútgáfan á mánudag? sagði Oðinn Rögnvaldsson. Enn mun ekki fullljóst hvort útgáfa Dagblaðsins og Morgun- blaösins muni einnig stöðvast, en alla-vega ljóst að truflun hlýtur að verða á útkomu þeirra. Deilu Grafiska sveinafélags- ins og Félags prentiönaðarins hefur nú verið visað til sátta- semjara. Grafiskir krefjast samninga til eins árs og 19% kauphækkunar á þeim tima i áföngum. Þeir hafa hins vegar fengið boð um 3% kauphækkun strax, en ekki kæmu aðrar hækkanir á laun fram til ára- móta. í félagi grafiskra sveina voru 107 félagsménn um siðustu áramót. -SG 10 ástæður fyrír kaupum á PHILjCO bvottavélum <1 t alt vatn, sem þýðir tíma og rafmagnsspamað. 2. Vinduhraði sem er allt að 850 snún/- mín, flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C), sem henta öllum þvotti. 4. Sparnaðarstilling fyrir vatn og raf- magn. 5. 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu, tryggja rétta meðferð þvottar- Viðuitehnt uHarþvottakerfi. 7. “ Stór þvottabeigur, sem tekur 5 kg. og stórar dyr er auðvelda hleðslu. 8. Fjöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli alls þvottar. 9. Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar hagur. ^ 10. Verðið er mun lægra en á sambærileg- um vélum. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 PHILCO og fallegur þvottur fara saman.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.