Vísir - 29.08.1979, Qupperneq 9
VISLR Miðvikudagur 29. ágúst
1979.
FflJÁLST MMKMSKERFI ORUHD-
VfiUUfl FRJÁLSHYGGJUNNM
„Þannig rikir sá skilningur I Bandarikjunum, Kanada, Þýska-
landi, Sviþjóð og fleiri Evrópulöndum að sami aðili og nýtur hagn-
aðarins eða þolir tapið af rekstri fyrirtækisins verði að bera ábyrgð
á verðákvörðunum.”
Þessi orð er að finna i greinagerð fyrir tillögu að nýjum lögum um
samkeppni, verðmyndun og samruna fyrirtækja, sem Verslunarráö
Islands lét gera og birtar voru haustið 1976. Tiilaga þessi var siðan
flutt i frumvarpsformi af Alberti Guðmundssyni á Albingi i tið fyrr-
verandi rikisstjórnar en náði þvi miöur ekki fram að ganga.
Grundvöllur tillagna VerslunarrSðsins er frelsi einstaklingsins,
eins eða fleiri saman, til þess að gera það sem hann eða þeir vilja,
svo iengi sem það brýtur ekki i bága við almenningsheill eða lög
landsins, og hann eða þeir bera ábyrgð á gjörðum sinum. Þetta
kallast að mlnu mati frjálshyggja.
Frjálshyggjan
Undanfarin misseri hefur orð-
iö frjálshyggja heyrst æ oftar.
Mikið hefur verið deilt á hana I
ræðu og riti og eins og gengur og
gerist þá reyna andstæðingar
hennar að rægja hana og rang-
túlka eftir þvi sem tök eru á.
Þaö eru yfirleitt vinstri menn
sem eru hvað mótfallnastir
frjálshyggjunni, en þó eru und-
Sigurður Sigurðarson biaöa-
maður skrifar um frjálsa verö-
myndun, frjálst markaöskerfi,
sem hann telur vera grundvöll
frjálshyggjuhugsjónarinnar.
antekningar frá þvi, þar sem
jafnvel fyrirfinnast vinstri sinn-
aðir hagfræðingar sem hlynntir
eru frjálsu markaðskerfi, en
frjálst markaðskerfi er einn að-
algrundvöllur frjálshyggjunn-
ar.
Andstæðingar frjálshyggj-
unnar, þeir svörnustu auðvitaö
öfgamenn til vinstri, segja að
frjálshyggjan sé frumskógalög-
mál I nútima þjóöfélagi, þar
sem sá sterkasti vinnur, en hinn
sem tapar er glataður. Þetta er
alrangt.
Frjálshyggjan getur ekki
kallast frumskógarlögmál frek-
ar en félagskennd fólks getur
kallast þaö. Frjálshyggjan
byggist aö mínu mati á hreinni
félagskennd fólks, frjálsu sam-
félagi, þar sem ríkið hefur eitt
æöstavald og gætir réttar þegn-
anna.
Frjálshyggja verður að
byggjast á föstum grunni og
þessi grunnur verður aö vera sá
sem löggjafarvaldið ákveður og
rikisvaldiö ber ábyrgö á. Sllkur
grunnur getur hiklaust verið áð-
urnefndar tillögur Verslunar-
ráðs íslands, og jafnvel frum-
varpsem viðreisnarstjórnin bar
fram 1969, en náði þvi miöur
ekki fram að ganga, en fjallaði
um verðgæslu og samkeppnis-
hömlur.
Aftur á móti getur þessi
grunnur aldrei veriö núgildandi
lög um verðlagsmál, sem eru
frá 1960. Þau eru ósamboöin
bæði neytendum, framleiðend-
um og verslun. Enginn þessara
aðila hefur I raun ákvörðunar-
rétt í þeim framgangi verðlags
og verðgæslu sem þau gera ráö
fyrir. Þar er komið til skjalanna
embættismannavald og rikis-
stjórn. Það er eölilegast aö
segja aö lög þessi séu i anda
skipulagshyggju, sósiallskrar
rikisumhyggju.
Tillögur Verslunarráðs
íslands.
Tillögur Verslunarraðsins
skiptast i þrjá hluta, samkeppn-
ishömlur, yfirvöld og gildissviö
og gildistöku. Hér mun ég ein-
ungis fjalla um tvo fyrstu hlut-
anna, en hinn þriöja ekki, þó það
væri eflaust þarft umfjöllunar-
efni. Þriðji kafli fjallar aðallega
um lög sem falla eiga úr gildi
taki tillögur VI gildi að lögum,
lög sem óhjákvæmilega hljóta
að breytast, svo og um undan-
þágur og fleira.
Samkeppnishömlur
Einokuner orð sem Islending-
um er mikill þyrnir I augum
sökum biturrar reynslu á liön-
um öldum. Frjálshyggjan getur
ekki viöurkennt einokun, eölis
sins vegna, og það gerðu þeir
sem sömdu tillögur Verslunar-
ráðsins sér mætavel ljóst. Lagt
er strangt bann við samkeppn-
ishömlum, til dæmis að tak-
marka framleiðslu, deila mark-
aöi, samræma tilboð, hindra
samkeppni eða hafa meö öðru
móti áhrif á markaösaöstæöur.
Þetta er gert til þess aö koma
I veg fyrir hvers kyns samtök
framleiðenda til þess að hækka
verð eða hafa áhrif á verömynd-
un til óeðlilegarar gróðamynd-
unar umfram það sem heilbrigö
samkeppni leyíir.
Sé nú einokun fyrir hendi þá
nýtur hiö einokandi fyrirtæki
sérstakrar „umönnunar” opin-
bers fyrirbæris sem kallast I til-
lögunum Einokunarnefnd.
E inokunarfy rirtæki:
Einokunarfyrirtæki, eða
markaðsráöandi fyrirtæki eins-
og það er nefnt i tillögunum, fá
sinn skerf. Það er greinilegt að
fyrirtæki sem nýtur engrar
samkeppni er yfirleitt betur
ráðandi um sinn hag heldur en
fyrirtæki sem kannski þarf að
berjast fyrir tilveru sinni við
nokkur önnur, sem öll framleiða
sama hlutinn. Einokunarfyrir-
tækið getur ákveöiö verð sitt
sjálft, þarf ekki að óttast sam-
keppni og gróði þess verður
meiri en ella. Til þess aö koma I
þ.á.m. verðákvaröanir, sem
auðvitað eiga að vera frjálsar,
verðstöðvun, sem á að vera á
valdi viöskiptaráðherra, verö-
lag, sem á að vera undir eftirliti
rikisins, en ekki háð ákvöröun
þess, og slöast en ekki slst sam-
keppnisreglur.
I þessum siðastnefnda kafla
er gert ráð fyrir þvi aö verslun-
ar og iðnaðarsamtök geti komið
á samkeppnisreglum hvert á
sinu sviði. Gert er ráð yfir þvi
að Markaðsstofnunin sjái um
skrásetningu samkeppnisregl-
anna. Hérna er frjálshyggjan I
þessum tillögum hvað mest
áberandi, þar sem það er gert
ráð fyrir þvi að einstök stéttta-
samtök sjái um gerð samkeppn-
isreglna en þvi jafnframt hafn-
að aö það sé hið opinbera sem
eigi aö gera það. Sem sagt, trú-
minnst áður, en hún á aö meta
og dæma um réttmæti um-
deildra verðbreytinga mark-
aðsráöandi fyrirtækja. 1 tillög-
unum er kveðiö svo á að gæta
skuli fyllsta hlutleysis I vali á
nefndarmönnum. Nefndin er
þriggja manna og tilnefnir
Hæstiréttur einn mann, Við-
skiptadeild Háskólans annan og
viðskiptaráöherra þann þriðja
án tilnefningar.
Allt of ströng?
Þegar tillögur þessar höfðu
litið dagsins ljós, kom ég á fund
með Ólafi Jóhannessyni, þáver-
andi dóms- og viðskiptamála-
ráðherra. Spurði ég hann álits á
þeim. Honum leist ekkert á þær,
taldi þær allt of strangar. Það er
alveg rétt að þessar tillögur eru
strangar, en þess ber þó að gæta
Frjálshyggjan getur ekki viðurkennt einokun, eðlis sins vegna, og það gerðu þeir sem sömdu tillögur
Verslunarráösins sér mætavel IjósLLagt er strangt bann viö samkeppnishömlum, t.d. aö takmarka
framleiðslu, deila markaði, samræma tilboð, hindra samkeppni eða hafa með ööru móti áhrif á mark-
aðsaðstæöur.
veg fyrir þetta eru ákvæði um
markaðsráðandi fyrirtæki I til-
lögunum. Þau geta verið eitt á
hverju svæði eða fleiri, ef engin
samkeppni sýnist vera á milli
þeirra. I þessu tilviki fylgist
svonefnd Markaösstofnun með
starfsemi þessara markaðsráð-
andi fyrirtækja og grlpur inn I,
ef stofnuninni þykir fyrirtækið
hafa farið út fyrir þann ramma
sem það hefði haldið sig fyrir
innan, ef þaö nyti samkeppni.
Reglur hins frjálsa
markaðar
Tillögur Verslunarráðsins
setja fram I nokkrum köflum
nokkurs konar leikreglur hins
frjálsa markaðar. Þær taka
jafnt fyrir ólöglega markaðs-
hegðun, þar á meðal þvinganir,
sölu undir kostnaöarveröi, um-
boðssölu ogfleira, verðmyndun,
að á getu borgaranna, en opin-
berri skipulagshyggju hafnað.
Yfirvöld
Verslunarráðiö geröi ráö fyrir
fjórum aðilum sem hafa skulu
eftirlit með framkvæmd þess-
ara laga. Þrir þessara aöila eru
nýjar stofnanir. Þessir aðilar
eru, viðskiptaráðherra, Mark-
aðsstofnun Islands, Markaös-
dómstóll og Einokunarnefnd.
Heiti þessara stofnana skýra
þær aö mestu leyti sjálf.
Starf Markaösstofnunarinnar
er að miklu leyti líkt núverandi
verölagsstofnun, nema hvað
starfsemin er miklu meira
hvetjandi og sterkari.
Markaösdómstóllinn á að
vera sérstakur dómstóll sem
mál út af lögunum skyldu leggj-
ast fyrir.
A einokunarnefnd hefur verið
að þær eru gerðar af þeim aöil-
um sem hvað mestra hagsmuna
hafa að gæta við framkvæmd
þeirra og þyrftu auðvitað að
halda sig innan ramma þeirra.
Mætti ekki halda að þessir aöil-
ar hafi gert sér grein fyrir
strangleika þeirra? Jú, ég er
þess fullviss. Ég veit llka, að til
þess að lögmál frumskógarins
gildi ekki I þjóðfélagi jafnt okk-
ar sem annarrra, þá þarf
grundvöllur þess að vera bæði
ótviræður og strangur, en jafn-
framt opinn fyrir þá sem vilja
halda sig við leikreglurnar. Við
skúrka hafa frjálshyggjumenn
ekkert að gera, frekar en sóslal-
istar. Málið er bara þetta:
hverjir eiga að ráða i þjóöfélag-
inu?
Auðviiað þeir sem þurfa að
taka afleiöingum gjörðanna.
Þeim er best treystandi til að
rata á rétta leið.
^ sem loggjaiarvaiuio anveuui ug uiui uiiuiam pau sem neuungu Doossoiu og tieira, veromynuun, a einoKunarneina neiur verio rata a retta teio.
SAUNABAÐ HJÁ INN-
FLUTNINGSDEILD SÍS
,,Allt sem við sýnum
hérna eru vörur frá
finnska fyrirtækinu
Lagerholm en það fékk
verðlaun i fyrra fyrir
mestu aukningu i út-
flutningi i Finnlandi”,
sagði Haraldur
Hjartarsson i sýning-
ardeild Innflutnings-
deildar SÍS á alþjóð-
legu vörusýningunni i
Laugardalshöll i sam-
tali við Visi.
„Viö erum meö tvær stæröir
af saunaklefum. Þeir eru seldir
I 5 sentimetra þykkum greni-
viðarplönkum og getur kaup-
andinn sett þá saman sjálfur á
mjög auðveldan hátt. Plankarn-
ir falla saman eins og I bjálka-
kofa”.
Minni klefinn er 3,42 rúm-
metrar og kostar rétt tæpar 500
þúsund krónur. Stærri klefinn er
á 532 þúsund krónur og er 4,36
rúmmetrar að stærð. Ofnar i
klefana er frá 140 þúsund upp I
201 þúsund.
En það sem hafði mesta að-
dráttaraflið I þessum sýningar-
bás fyrir börnin voru heilsu-
ræktartól ýmiskonar frá
Lagerholm, sérstaklega
hlaupabrautin, en einnig var
þarna til sýnis þrekhjól og róðr-
arbekkur.
-KS
Innflutningsdeild SIS leggur alla áherslu á heilsurækt og sýnir
Saunabaðklefa og þrektól ýmiskonar. Visismynd JA