Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 6
VtSIR
Laugardagur 22. september 1979
6
í IréttŒljósinu
„Ari er þetta flókin staða...”
...en hvernig væri ab reyna aö plata hann fram með
hrókinn...?”
”ah, hann gekk f gildruna. NUna er ekki nema forms-
atriði að ljdka skdkinni”. Visismyndir: Ja.
„Skákin er og
veröur númer
eitt hjá mér”
— segir Karl Þorsteins, sem sigraði á alþjódlegu móti
i Puerto Rico fyrir skömmu
Hann heitir Karl Þorsteins og er fjórtán ára.
Hann er i hópi ungra og sérlega efnilegra is-
lenskra skákmanna, sem hafa staðið sig svo
vel á skákmótum undanfarið, bæði hérlendis
og erlendis.
Karl varð heimsfrægur um allt tsland er
hann sigraði á alþjóðlegu skákmóti fyrir skák-
menn 14 ára og yngri, en þvi lauk i Puerto Rico
um mánaðamótin. Mótið var haldið i tilefni af
Barnaári Sameinuðu þjóðanna.
„betta gekk vel hjá mér. Þó
vantað hafimarga snjalla skdk-
menn, sem hlutgengir voru á
mótið, var þaö nokkuö sterkt”,
sagði Karl.
„Þátttakendurnir voru 28, en
viö vorum ekki nema tveir Ev-
rópubúarnirog aöeins einn þátt-
takandi var frá Asiu. Hinir voru
flestir frá Suöur- og Miö-Amer-
Iku.
Égáttiekkert frekarvoná þvl
aö vinna þetta mót, enda var
þetta i fyrsta skipti sem ég tók
þátt i alþjóölegu móti. Ég fékk 7
1/2 vinning af 9 mögulegum og
næstu tveir fengu sjö vinninga.
Annar þeirra var Indónesinn
Adiante, sem mér fannst lang-
erfiöasti andstæöingurinn á
mótinu.
t október verö ég svo i is-
lensku skáksveitinni, sem tekur
þátt i sveitakeppni i Danmörku.
Þetta er heimsmót unglinga-
sveita, en keppendur eiga aö
vera yngri en 16 ára.
Ég tefli á fjóröa boröi og mér
líst mjög vel á keppnina — viö
ætlum okkur ekkert nema sig-
ur.”
Margir mestu skáksnillingar
heimsins byrjuöu aö tefla sem
litil börn og segir sagan, aö
sumir hafi vart veriö komnir lir
vöggu þegar þeir fóru aö máta
sármóögaöa feöur sina.
Karl var aö því spurður, hvort
hann hafi veriö skák-undra-
barn.
„Nei, nei, alls ekki. Égheld ég
hafi veriö sex ára þegar ég læröi
mannganginn. Þaö var þó ekki
fyrr en áriö ’77 aö ég fór aö tefla
af einhverri alvöru, en þá gekk
ég i Taflfélag Reykjavikur. Aö-
ur tefldi ég eitthvaö viö skóla-
félagana, en ekkert aö gagni.
Svo var þaö aö ég sá auglýsingu
um skákmót fyrir unglinga hjá
T.R. Ég tók þátt i mótinu, þaö
fer engum sögum af þvl hvernig
mér gekk, en eftir þaö gekk ég I
Taflfélagiö”.
—Lestu mikiö um skák?
„Já, mjög mikið. Ég les bæöi
skákblöö og bækur, ég pæli i
teorlunni. Ég á mér samt. engar
uppáhaldsbyrjanir, tefli bara þá
byrjun sem mér dettur i hug
hverju sinni. Ég hef þó mest
gaman af opnum sóknarskák-
um”.
Atvinnumaöur?
„Ég veit þaö ekki. Auövitaö
reynir maöur aö stefna aö
alþjóölegum titlum I framtlö-
inni. Og ég hef aö sjálfsögöu
einnig áhuga á aö gerast at-
vinnumaöur, snúa mér alveg aö
skákinni eins og Guömundur og
Friörik. Framtiöin leiöir I ljós
hvort eitthvaö veröur úr þessu
hjá mér, þetta fer bara eftir ár-
angri mínum”.
—Wver eru annars framtiöar-
dformin?
,,Ég er núna i 9. bekk Lang-
holtsskóla. Ætli ég fari ekki i
Verslunarskólann þegar ég lýk
grunnskólanum. Þaö er ekki
útilokaöaöég fetii fótsporfööur
mlns og veröi verslunarmaö-
ur”.
Skákin númer eitt.
—Tekur skákin ekki tlma frá
náminu?
„Jú, hún tekur töluveröan
tima. Svo er ég einnig I fótbolta,
æfi meö Þrótti. Fótboltinn er
llka mikill tlmaþjófur. Annars
varö ég fyrir þvi óhappi I vor aö
fótbrjóta mig. Égvarþrjá mán-
uöi i gifsi og hef ekki getað æft
slöan.
En skákin er og verður númer
eitt hjá mér og ég sé alls ekki
eftir þeim tima, sem i hana
fer”, sagöi Karl Þorsteins.
—ATA
"Stefni að sjálfsögðu að þvi að
ná alþjóðlegum titlum I
framtiðinni”.
Visismynd: JA.
MEÐ GESTSAUGUM
Telknarl: Krls Jackson