Vísir - 22.09.1979, Side 8
vtsm
Laugardagur 22. september 1979
8
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davló Guðmundsson
Ritstjórar: úlafur Ragnarsson
Hörfiur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson.
Blafiamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: P4II Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Sifiumúla 8. Simar 84611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Slðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
Hver ræður við verðbólguna?
Ljóst er aö bæöi stjórnarflokkarnir sjálfir og almenningur f iandinu hafa gefiö upp
alla von um aö núverandi stjórn takist aö vinna á veröbólgunni, en jafnframt er rikj-
andi vonleysi um þaö aö nokkrir stjórnmálamenn geti leitt þjóöina út úr efnahags-.
ógöngunum.
Það er óhætt að segja, að skör-
in sé farin að færast upp í bekk-
inn, þegar Þjóðviljinn, málgagn
stærsta stjórnarflokksins getur
ekki orða bundist yf ir óstjórninni
í efnahagsmálunum og eilífum
verðhækkunum.
Hann sagði í forystugrein í
gær, að gjaldþrot blasti nú við
heimilunum. Hið sama væri uppi
á teningnum hvar sem komið
væri: Fólk hefði sjaldan eða
aldrei átt jafn erfitt með að ná
endum saman í rekstri heimil-
annaeinsog nú. Þetta er allt satt
og rétt.
Aftur á móti þýðir ekki fyrir
ÞjóðviIjann að kenna Ólafi
Jóhannessyni eða Alþýðuflokk-
num um að svona er komið. Á
meðan Alþýðubandalagsráðherr-
arnir sitja í ríkisstjórninni bera
þeir jafna ábyrgð á því öng-
þveiti, sem efnahagsmálin eru
komin í og þeir verða ekki stikk-
frí, þegar kjósendur gera upp
hug sinn í næstu kosningum.
Stjórnarflokkunum þrem hefur í
sameiningu tekist að slá verð-
bólgumælinn yfir fimmtíu stig,
þótt þeir hafi ætlað að hrista
hann niður i 30 stig þegar þeir
gáf u fyrirheit sín er þeir voru að
setjast í ráðherrastólana.
Aftur á móti er fólk orðið von-
litið um það, að nokkrum stjórn-
málamönnum takist að ráða við
verðbólguna í þessu landi.
Ef Sjálfstæðisf lokkurinn bætti
verulega við sig fylgi ef nú væri
efnt til kosninga, væri það ekki
vegna þess, að kjósendur al-
mennt hefðu einhverja tröllatrú
á að forystumenn hans myndu
leiða þjóðina út úr efnahags-
ógöngunum, heldur vegna þess,
að þeir eru búnir að fá miklu
meira en nóg af stjórnleysi
þeirra þriggja flokka, sem að
nafninu til hafa stjórnað landinu
undanfarið ár.
Þótt forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins séu nú uppfullir af
fögrum fyrirheitum, er eðlilegt
að menn taki yf iríýsingum þeirra
með fyrirvara vegna þess, að
þeir fylgdu ekki þessum formúl-
um, síðast er þeir sátu að völd-
um. Framsóknarflokknum er
kennt um að ekki tókst betur til
en raun bar vitni og sömuleiðis
forystumönnum verkalýðshreyf-
ingarinnar, sem ekki báru hag
síðustu ríkisstjórnar fyrir
brjósti. Eflaust má þetta hvort
tveggja til sanns vegar færa.
Sennilega yrði aldrei hægt að
fá endanlega úr því skorið,
hvort Sjálfstæðisf lokkurinn
getur ráðið við verðbólguna og
vandamálin, nema hann næði
meirihlutafylgi og gæti einn
myndað ríkisstjórn.
AAálgögn núverandi stjórnar-
flokka eru öll sammála um að
vandræðaástandið, sem nú ríkir
sé hinum stjórnarf lokkunum að
kenna, en almenningur í landinu
er búinn að gefast upp á þessari
ríkisstjórn í heild sinni. Það er
orðið augljóst að hún getur ekki
ráðið við verðbólguna og afleið-
ingar úrræðaleysisins og bráða-
birgðafálmsins, sem ræður ríkj-
um hjá stjórnarflokkunum.koma
verst niður á því fólki, sem
taldi þetta vera „sína" stjórn,
launafólkinu í landinu. Það er að
kikna undan verðhækkunum,
skattahækkunum og vaxtabyrð-
um, sem stjórnarflokkarnir hafa
lagt á bak þessara skjólstæðinga
sinna.
krákustígur
Sæmundur •
Guövinsson
skrifar.
Lagt við hlustir
Þaö var eitthvert eiröarleysi I
mér fyrsta kvöldiö sem sjón-
varpstækiö var i viögerö. Ég fór
aö finna fyrir þvi strax eftir aö
sjöfréttum útvarpsins lauk og
biötiminn eftir fréttum sjón-
varps hófst. Kannski er þetta
fyrst og fremst vani, en þegar
klukkan var oröin rúmlegaótta
fór mér aö liöa verulega illa.
Til þess aö gera eitthvaö ráf-
aöi ég út á svalir i þeirri veiku
von aö einhver nágranninn heföi
gleymt aö draga stofutjöldin
fyrir glugga og mér mætti á
þann hátt takast aö sjá bregöa
fyrir glampa af skjá, en sú von
brást gjörsamlega. Ég rjátlaöi
inn i stofu og lagöist þar endi-
langur meö annaö eyraö fast viö
gólfteppiö. Ekki heyröist múkk
af neöri hæöinni, sennilega eng-
inn heima. Tilraun til aö leggja
eyraö aö veggjum bar heldur
engan árangur.
Konan haföi fylgst meö þess-
um tilraunum full grunsemda
og spuröi hvort hún ætti aö ná I
stól ef ég vildi reyna aö heyra
fréttirnar ofan af næstu hæö. Ég
svaraöi kuldalega aö þaö væri
ekki vani minn aö leggja viö
hlustir þá sjaldan hljóö heyröust
úr næstu ibúöum.
Til þess aö sýna henni hvaö
mér væri sama um aö missa af
sjónvarpsfréttunum kveikti ég á
útvarpinu. Þaö gat alltaf hent
sig aö þar væri skemmtiþáttur,
spurningaleikur eöa spennandi
sakamálasaga, þótt ég heföi
ekki tekiö eftir þvi I kynningu á
dagskránni.
Þegar ég opnaöi tækiö var aö
hefjast frásögn af göngu manns
nokkurs yfir Þorskaf jaröarheiöi
á miöjum þorra áriö 1926.1 upp-
hafi geröi sögumaöur nákvæma
grein fyrir skýjafari, kuldastigi,
vindhraða, snjóalögum i byggö
og búnaöi göngumanns innst
sem yst. Þetta var mikill fróö-
leikur og skemmtilegur og ég
sussaði hastarlega á konuna
þegar hún ætlaöi aö segja eitt-
hvaö.
Aö loknum þessum inngangi
hófst frásögn af göngunni um
einhverja sveit sem ég greip
ekki nafniö á, I átt aö heiöinni.
Þótt skömm sé frá aö segja seig
á mig værö viö hægan malanda
lesarans nema hvaö ég hrekk
upp viö skerandi neyöaróp. 1
svefnrofunum fannst mér þaö
hækka og lækka og endaöi i svo
átakanlegu veini aö mér rann
kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Mér flaug strax i hug aö
þetta væru óp göngumannsins
og hann heföi oröiö fyrir ein-
hverri ægilegri reynslu þarna á
heiöinni. Þá heyröist rödd þul-
ar:
„Kvennakór Eystrihrepps
söng ,,ó fögur er vor fósturjörö”
i dagskrárliönum Gömlu lögin
sungin og leikin”. Þótt mér létti
óneitanlega þótti mér hálfskitt
aö missa af rápinu þarna yfir
heiöina, en fékk ekki aögert.
Ég lygndi aftur augum þarna
I sóffanum meöan ég hlustaöi á
hina ýmsu kóra og einsöngvara
syngja gömlu lögin. í huganum
hvarf ég mörg ár aftur I timann,
allt aftur til þess þegar ég var
ungur drengur og sofnaöi viö
óminn af þessum lögum sem
bárust úr gamla útvarpinu hans
pabba. Ég komst meira aö segja
aö raun um aö ég kunni textana
mikiö til og tók undir i hugan-
um. Jafnframt rifjuöust upp
fyrir mér kvöld I sveitinni þegar
ég var unglingur og hlustaöi I
útvarpinu á þessi lög og flytj-
endur i mörgum tilfellum þeir
sömu.
Eftir sönginn var ég svo hress
aö ég skaust út I sjoppu eftir
gosi og slikkerii. úr gluggum
ibúöarhúsa heyröust háværar
erlendar raddir, byssuskot og
óp sem blönduöust mótmæla-
hrópum barna er veriö var aö
reka i rúmiö. Aumingja fólkiö
aö búa viö þessa sjónvarps-
áþján.
Þegar ég kom til baka var
veriö aö útvarpa frá vortónleik-
unum I Prag áriö 1972 og mér
fannst þetta þægilegur hávaöi.
Fréttir klukkan hálf ellefu
reyndust styttar endurteknmg-
ar frá þvi klukkan sjö og mér
létti mikiö aö vita aö ekkert
markvert skyidi hafa skeö I
heiminum þetta kvöldiö þvi
engar fréttir eru góöar fréttir
eins og allir vita.
Næstu kvöld sat ég sem límd-
ur viö útvarpstækiö. Stundum
voru gömlu lögin sungin en önn-
ur kvöld voru gömlu kvæöin les-
in. Ég hlustaði á aöskiljanlegar
hljómsveitir flytja svitur og só-
nötur, rapsódiur og fantasíur.
Gamlir menn fluttu feröasögur
sér eldri manna og flestar gerö-
ust þær á heiðarvegum í mis-
jöfnum veörum, enda heföi allt
oröiö tíöindalaust ef hann heföi
ekki brostið á þarna á háheiö-
inni eöa I miöju skaröinu. Grát-
klökkar leikkonur kjökruöu
stundum ljóö inn á milli og ég
þurfti aö snýta mér i miöjum
lestri.
Þegar viö komum heim úr fri-
inu var sjónvarpstækiö komiö i
lag og þar meö var friöurinn úti.
Nú byrjuöu erfiöleikarnir aö
geta sér til um hvaö áöur haföi
skeö i hinum aðskiljanlegu
framhaldsþáttum sem höföu
byrjaö meöan viö vorum I
burtu. Hvaöa dularfulla fólk var
þarna á ferli i Listmunahúsinu
og hvaö haföi rekiö blessaöa
Sumarstúlkuna út i sveit?
Hvernig var upphafið aö Andliti
kommúnismans? Hvaö haföi
skeö i fyrri þáttum Aö tjalda-
baki og hvernig haföi Heiöu
vegnaö meöan viö vorum I
burtu?
Nei, þaö er ekki auövelt verk
aö komast inn I sjónvarpsdag-
skrána eftir stutta fjarveru. Þá
er öllu fyrirhafnarminna aö
leita á náöir útvarpsins þar sem
ekkert kemur á óvart.
— SG