Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 22.09.1979, Blaðsíða 20
K % VÍSIR Laugardagur 22. september 1979 hœ kiakkar! 20 Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir Páfagaukur- inn og skóg* arþrösturinn Það var einu sinni páfagaukur, sem slapp úr búri og hann flaug út um gluggann. Páfagaukurinn hitti skógarþröst og þau giftu sig. Það var mikil brúðkaupsveisla. Þau eignuðust 5 unga. Hinir þrestimir urðu reiðir og hissa og_reyndu að dr.epa ungana.af þvi að þeir voru öðru visi en þeir sjálfir. Sigriður Lára Hermannsdóttir, 9 ára. TUMI OG PÁSA Tumi er stundum óþekkur, þegar ég hleypi honum út úr búrinu. Þá vill hann ekki koma inn i búrið aftur. Þetta segir hún Elsa Lilja Hermannsdóttir, 10 ára, um páfagaukinn sinn, hann Tuma. Elsa Lilja á tvo páfagauka, hinn heitir Pása. Og á myndinni sjáið þið svo páfa- gaukana hennar Elsu Lilju. LITLA KVÖLDSAGAN: Saga um sandkastala Elsa og Daníel voru að byggja kastala í sand- kassanum. Það var nú spennandi. — Elsa, sagði Daníel, - farðu og náðu i fulla fötu af vatni. Sérðu skurðinn, sem er allt í kringum kastalann? Við skulum fylla hann af vatni. Þá kemur síki i kring um kastalann. En nú kallaði mamma. Komiðað borða, krakkar. - Flýtið ykkur nú. Börnin létu í Ijósi óánægju sína. — Megum við ekki koma seinna? Við ætlum að setja vatn i skurðinn og búa til síki. — Nei, komið þið strax inn. Þið getið búið það til eftir mat, sagði mamma. Elsa og Daníel hlýddu mömmu sinni og voru fljót að borða hádegis- matinn svo að þau gætu farið sem fyrst út aftur. En þegar þau ætluðu út, var farið að rigna. — Þið verðið að bíða eftir að stytti upp, sagði mamma, - annars verðið þið blaut. En það hætti ekki að rigna. Elsaog Daniel biðu lengi eftir að hætti að rigna. — Ég er viss um að kastalinn okkar eyði- leggst, sagði Daníel. — Ljóta, Ijóta rigningin, sagði Elsa.En það hélt áfram að rigna. Og um þrjúleytið stytti upp. — Nú megið þið fara út, sagði mamma. — Ég vil ekki fara út núna, sagði Daníel.Regnið er búið að eyðileggja allt. Kastalinn okkar er áreiðanlega ónýtur. Elsa fór út og gáði að kastalanum. Svo kallaði hún: - AAamma og Daníel, komið þið og sjáið, hvað regnið hefur gert. Og mamma og Daníel hlupu út. Og þau voru alveg hissa. Regnið hafði alls ekki eyðilagt kastalann. En það hafði búið til síkið. Skurðurinn í kringum kastalann var barmafullur af vatni. Daníel klappaði saman lóf unum. — Það var gaman að regnið kom, sagði hann.AAamma hljó. - Þú varst líka sniðugur Daníel,sagði mamma. : Þú byggðir kastalann upp við vegginn svo að regnið náði ekki að skemma hann. — Ég ætla aldrei að segja neitt Ijótt um rigninguna aftur, sagði Elsa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.