Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 1
„RfKISSlJÖRNIN RJETI FALLIÐINJESTA MANUBI” - sagDi Magnús H. Magnússon félagsmálaráöherra „Ég reikna alveg eins með þvi að rikisstjómin geti fallið i næsta mánuði. Það verður engri rikisstjóm stætt sem ekki nær verðbólgunni tals- vert niður frá þvi sem hún er i dag”, sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra á beinni linu Visis i gærkvöldi. „Ég held aö allir stjórnar- flokkarnir geri sér grein fyrir þvi, aö ef ekki veröa sett mjög hörö lög um ráðstafanir i efna- hagsmálunum núna þá sé þaB bara vikuspursmál hvenær stjórnin fellur”. Magniis sagöi aö slík lög þyrfti aö setja fljótlega og raun- ar þyrfti aö sjá það næstu daga hvort samkomulag næbist um lög sem héldu og allir beygöu sig undir. „Ef ekki bólar á samkomu- lagi eöa Utlit á aö þaö náist eftir 2-3 vikur þá fer aö veröa erfitt aö standa miklu lengur aö þess- ari stjórn. Að minu mati er stóra spurningin sú i dag hvort Alþýðubandalagið sé nú tilbúiö I slaginn sem þaö var ekki I fyrra. En ég hef ástæöu til að ætla aö menn hafi lært af reynslunni”- Ráöherrann sagöi aö ef rikis- stjórnin félli á næstunni væri ljóst aö ný rikisstjórn yröi ekki mynduö nema kosningar færu fram fyrst. „Sjálfstæöisflokkur- inn hefur grætt á þvi aö sofa, eins og Albert sagöi, og hann færi ekki aö taka á sig neina ábyrgö á óvinsælum aögeröum núna, þaö er eölilegt. Hins veg- ar fyndist mér úrhendis aö hafa kosningar núna án þess aö taka kjördæmamáliö fyrir fyrst. Annars þyrftum viö aö kjósa stanslaust næsta ár”, sagöi Magnús. Taldi hann aö meö skynsam- legum vinnubrögðum mætti ná samkomulagi um þaö fljótlega. Magnús um haráttuna gegn veröbðlgunni: RJETT UM 3 LEIfllR „Það eruþrjár hugmyndirsem hafa verið ræddar svona almennt i rikisstjóminni um ráðstafanir til að draga úr verðbólgunni” sagði Magnús H. Magnús- son ráðherra i gærkvöldi. „Markmið þessara aðgerða verður að vera að ná verðbólgunni niður i 30% i árslok 1980 og niður fyrir 20% i árslok 1981”. „Ein hugmyndin er aö stööva allar grunnkaupshækkanir frá áramótum i eitt ár. Vi'sitalan veröi hins vegar látin mæla áfram en sett veröi nýtt visitölu- þak. Þetta þýddi auövitaö lika bann við öllum veröhækkunum, nema það yrðu aö vera einhverjir fyrirvarar vegna innfluttra vara. önnur hugmynd sem hefur meira fylgi er aö setja rauö strik. Til dæmis aö laun hækki ekki meiraen 9% 1. desember og 7% 1. marsog svo framvegis, en öllum verðhækkunum yröi haldið aö minnsta kosti einu prósenti þar fyrir neöan, þannig aö kaupmátt- ur rýrni ekki. Þarna yröi lika að koma til mikil harka gagnvart opinberum stofnunum. Ef menn gætu komið sé saman um þessa eöa svipaöa leiö og bundiö han a þaö fas t, aö þeir gætu ekki hlaupiö útundan sér, þá fyndist mér hún koma til greina. Þriöja hugmyndin er sú aö banna allar hækkanir á vörum, en láta kaupiö eiga sig og treysta á það aö stóru félögin láti þar viö sitja. En þá er sá gallinn á aö ein- staka hópar gætu rifiö sig út úr”, sagöi Magnús H. Magnússon. Ráöherrann sagöi aö f rikis- stjórninni heföu menn verið sam- mála um þaö aö æskilegast væri aö þetta yröu sameiginlegar til- lögur rikisstjórnarinnar en ekki tillögur einstakra flokka. Hann kvaöst telja aö harðasta tillagan um stöövun grunnkaups- hækkana fengi hvergi fullan stuöning I flokkunum. Margir teldu ekkistættá aöbremsamjög snöggt i svona mikilli veröbólgu, allt yröi þá stjórnlaust. „Viö veröum aö taka það meö I reikninginn aö brúttó þjóöartekj- urlækka um 1% á þessu ári, sem þýðir ennmeiri iækkun hjá hverj- um vinnandi manni” sagöi Magn- us. Meö þá von I brjósti aö olia lækkiheldur ánæsta ári,væri von- ast til aö þjóöartekjur hækkuöu um 1% á næsta ári, en þaö þýddi ennþá lækkun á hvern launþega. „Min skoöun er sú aB viö verö- um að tryggja lægstu launin og verasvo meö visitöluþakiö nokk- uöneöarlega. Þaö veröur aö ná til allra tekna. þ.á.m. uppmælinga- manna og manna sem fá laun á tveimur stööum og þvi um likt”, sagöi Magnús H. Magnússon. —SG Þaö var mikiö Uf á beinu linunni f gærkveldi er Magnús Magnússon, róöherra, sat fyrir svörum d rit- stjórn VIsis. Rúmlega þrjátfu lesendur beindu til hans spurningum slnum, auk blaöamanna Visis, og svaraöi hann öllu greiölega. Auk fréttanna hér á forsföunni er margt af efni beinu linunnar birt i opnu Vfsis i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.