Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 8
8 VlSIR Föstudagur 28. september 1979 e. ' * utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifi Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson fförfiur Einarsson Ritstjórnarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurfiur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 88811 og 82280. Afgreiösla: Stakkholti 2-4. simi 88811. Ritstjórn: Síöumúla 14, simi 88811 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu 200. kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f BURT MEB FORMULURNAR! A6 sjálfsögbu verftur aft greifta sanngjarnt endurgjald fyrlr afnot fjármagnsins. Þaft er I samræmi vift hugmyndir um raunvexti. En er sú vaxtastefna, sem nú er rekin sam- kvæmt reikniformúlu ólafslaga, raunvaxtastefna? Á síðustu misserum hefur þeirri stefnu i vaxtamálum, sem kennd hefur verið við raunvexti, vaxið fylgi, en hún felst í því að lántakendur greiði eðlilegt endurgjald fyrir afnot peninga. Eða með öðrum orðum, að peningalán sé ekki að verulegu leyti gjöf, eins og raunin hefur vbrið hér um langt skeið. Allir aðrir en hreinræktaðir verðbólguspekúlantar og pólitíkusar, sem telja sig eiga fylgi sitt undir þvi að geta út- hlutað ódýru f jármagni, hljóta að viðurkenna, að slík vaxtastefna er eðlilegri heldur en sú vaxta- stefna, sem lengi hefur verið fylgt í íslenska f jármálakerfinu. Gamla vaxtastefnan hefur ýtt undir þjóðhagslega óarðbærar fjárfestingar, hún hefur kynt undir verðbólgunni, hún hefur brennt upp sparifé, og hún hef ur þar með grafið undan gjaldmiðli okkar. Frá þessari vaxtastefnu varð því að hverfa og taka upp raunvexti. En hvað eru raunvextir? Hingað til hafa margir talsmenn svokallaðrar raunvaxtastefnu lagt á það megináherslu, að vaxtafótur verði helst að fara fram úr verðbólgustigi. En eru það endilega „raunvextir"? Er víst, að „raunvextir" séu þeir vextir, sem „elta" verðbólguna? Er víst, að „raunvextir" verði reiknaðir út eftir einhverri formúlu, einsog t.d. formúlunni í Ólafslögum? Vísir er þeirrar skoðunar, að í vaxtamálunum sem flestum öðrum þáttum efnahagsmálanna sé trúin á sjálfvirka formúlu stórhættuleg og aðeins til trafala. Sjálfvirkar kauphækkanir á nokkurra mánaða fresti, sem enginn grundvöllur er fyrir, eru til stórskaða í efnahagslífinu, þótt þær séu eftir einhverri lög- bundinni formúlu. Sjálfvirkar verðhækkanir, eins og t.d. bú- vöruverðshækkanir, gera líka illt verra, þótt samkvæmt formúlu séu. Sjálfvirkar kauphækkanir eru ekki raunverulegar kjara- bætur og sjálfvirkar verð- hækkanir eiga sér heldur ekki stoð í neinum raunveruleika. Á sama hátt er vaxtafótur, sem reiknaður er út samkvæmt töf ra- formúlu Olafslaga, ekki raun- vextir. En hvað eru þá raunvextir? Að sjálfsögðu eru raunvextir ekkert annað en þeir vextir, sem um væri samið á frjálsum fjár- magnsmarkaðb ef slíkt væri leyfiiegt. En slíkir samningar eru bannaðir, eins og svo margt annað hér á landi. Sú vaxta- stefna, sem nú er rekin hér á landi, á ekkert skylt við raun- vaxtastefnu og er í rauninni að- eins til þess fallin að koma óorði á heilbrigða vaxtastefnu. Núver- andi vaxtastefna er í fram- kvæmd ekkert annað en hávaxta- stefna, sem í sjálfu sér er alveg jafnvitlaus og lágvaxtastefna.Þó aðfyrirtæki og einstaklingar taki lán á þeim vaxtakjörum, sem nú eru fyrirskipuð, er það alls ekki sönnun þess, að vaxtastefnan sé raunhæf. Það er aðeins sönnun þess, að fjárhag fyrirtækja og einstaklinga er svo illa komið, að þessir aðilar telja sig ekki geta annað en keypt f jármagnið á því verði, sem hinir opinberu aðilar setja upp. Fylgismenn raunvaxtastefnu hafa því miður margir hverjir einblínt um of á þá hugmynd sína, að vextirnir verði að elta verðbólguna, og hafa í ákafa sínum gleymt því, að í baráttunni við verðbólguna verður að leggja áherslu á ótalmarga aðra þætti, svo sem aðhald í peningamálum og ríkisf jármálum. Sjálfvirku formúlurnar eru allar með tölu jafngagnslausar í baráttunni við verðbólguna. ( vaxtamálunum þarf að taka upp raunverulega raunvaxtastefnu, henda for- múlunum og innleiða frelsið. ( þessu efni sem mörgum öðrum er það sú leið, sem eftir er að reyna, en líklegust er til árangurs. Laun opinberra starfsmanna: Tóll prðsenl lægrl en samnlngar segla til um Laun opinberra starfsmanna voru 12% lægri 1. september s.l. en þau hefftu átt aft vera sam- kvæml kjarasamningi vift ríkis- valdift 1. júli 1977. A sama tlma hefur kaupmáttur launanna rýrnaft um 2% þrátt fyrir aft grunnkaup hafi hækkaft 5 sinn- um á samningstlmanum. Þessar upplýsingar koma fram i nýjasta hefti af Asgarði, blafti Bandalags starfsmanna rikis og bæja, og i Félagstiftind- um Starfsmannafélags rlkis- stofnanna. Birt er linurit yfir launaþró- unina frá árinu 1977. Fundin eru ilt meftallaun opinberra starfs- manna og þeim gefin viftmiftun- artalan 100 1. júli 1977. Samningarnir voru i fullu gildi fyrstu mánuftina „en 1. mars (1978) gripur rikisvaldift til fyrstu skerftingarráftstafana þannig aft þá eru launin afteins 95,19% af þvi sem þau hefftu átt aft vera”, segir i Asgaröi. „Enn sigur á ógæfuhliftina og 1. júni og 1. september eru hlift- stæftar tölur komnar niftur I 91,70og 91,69.1 þvi sambandi er rétt aft geta þess aft september- Kjarasamningur rlklsstarfsmanna undirritaftur árift 1977. Nú vantar 12% á aft launagreiftglur séu Isamræmi vift hann. aögerftir nuverandi rikis- stjórnar koma ekki til fram- kvæmda fyrr en 11. september 1978 og sjást þvl ekki áhrif þeirra fyrr en 1. desember en þá hækkar hlutfallift upp i 92.08 og aftur upp I 94,64 þann 1. mars 1979. Siftan sigur enn á ógæfuhlift- ina þannig aft 1. júnl 1979 eru launin afteins 90,62% af þvi sem þau hefftu átt aft vera og nú 1. september afteins 87,85%.” Kaupmáttarþróunin hefur veriö meö nokkrum öftrum hætti. „Ef vift setjum kaupmátt- inn -100 þann 1. júli 1977 þá eykst hann 1. september upp i 100,91 og 1. desember upp i 101,32 vegna grunnkaupshækk- ana samkvæmt samningi BSRB og óskertrar kaupgjaldsvisitölu. 1. mars fellur kaupmátturinn hins vegar niftur i 96,83og 1. júli niftur i 91,26. Þann 1. september 1978 eykst hann fyrst upp i 100,17, heldur sér í 100,38 þann 1. desember og ' lika i 100,10 þann 1. mars. En nU sigur einnig þarna á ógæfuhliöina þvi aft 1. júni fellur kaupmátturinn niftur I 99,27 og 1. september s.l. niftur i 97,74 miftaft vift 100 i upphafi samn- ingstimans.” — KS A þessu linuriti sést hvernig iaunaþróunin hefur verift hjá opinber- um starfsmönnum siftan 1. júli 1977. Brotna linan sýnir kaupmáttinn en óbrotna linan sýnir skerftingu launa frá samningi. Linuritift birt- ist I Félastiftindum Starfsmannafélags rikisstofnana og fylgdi þvi fyrirsögnin: „Kaupmátturinn sem kom upp úr kjörkössunum”!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.