Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 23
vísm Föstudagur 28. september 1979 MILLISVÆÐA- MÖTIÐ í RIGA Eins og málin standa nú, þeg- ar þetta er ritað, virðast Tal, Polugaevsky og Ribli liklegastir til að komast áfram i útsláttar- einvigin. Þess ber þó aö geta, að Ribli á eftir sovéska hreinsunareldinn 1 lokin, mætir Tshekovsky, Polugaevsky og Romanishin i 3 siðustu um- ferðunum. Tal teflir þá við Adorjan, Miles og Rodrigues, en Polugaevsky mætir Mednis, Ribli og Georghieu. Larsen sem hefur verið meðal efstu manna allt mótið, teflir viö Tarjan, Adorjan og Greenfeld i 3 siðustu umferðunum, þannig að enn getur margt skeö. Efsta sætið skiptir töluverðu máli, varðandi niðurröðun I útsláttareinvigiö. Veröi Tal I 1. sæti, kemur hann ekki til með að tefla strax gegn Kortsnoj, Spassky eða sigur- vegaranum frá millisvæðamót- inu I Brasiliu. Trúlega fýsir Tal ekki að fá Kortsnoj strax I 1. umferð og öruggasta leiöin til að fyrirbyggja slikt er að hreppa 1. sætið eins og Tal virðist á góðri leið með að gera. Tal fór heldur ómjúkum höndum um þá fjóra landa sina sem þarna tefla, vann þá alla I 4 fyrstu um- ferðunum. Það var kaldhæðnis- legt að I 5. umferö gerði hann siðan jafntefli við einn stiga- lægsta keppandann, Bouazi? frá Túnis. Taugaspennan hefur sett sitt mark á mótið og endalok sumra skákanna verið ótrúleg. Tvö dæmi um þetta fylgja hér á eft- ir. 1 þvi fyrra sér hvitur heldur betur hillingar, er hann heldur sig vera aö fórna til jafnteflis. Hvltur: Kuzmin, Sovétrlkjunum Svartur: Tal, Sovétrlkjunum. Benoný vörn 1. umferö 1. d4 2. c4 3. g3 4. d5 5. cxd5 Rf6 e6 c5 exd5 d6 (Tal beitti Benoný-vörn hvað oftast á slnum yngri árum eða þar til Englendingurinn Pen- rose malaði hana niður fyrir honum á Olympíuskákmótinu I Leipzig 1960. Hér teflir hvltur hægfara og heldur hættulltið af- brigði.) 6. Rc3 g6 7. Bg2 Bg7 8. £f3 0-0 9. 0-0 He8 10. h3 (Oft er biskupinn á c8 hálf- gerður vandræöagripur I stöð- um sem þessari. Hvltur vill þvl ekki gefa kost á Bg4 og upp- skiptum). 10. ... Re4! 11. Rxe4 Hxe4 12. Bg5 Dc7 13. Rd2 He8 14. Re4 H4A X 11* 1 B ^t t t 6 t& A B & d t t' 1 i 11 A " 2 a # a 14. ... Hxe4!? (Djarflega leikiö, en Tal treystir á mátt sinn og megin.) 15. Bxe4 Bxh3 16. Bg2 Bxg2 17. Kxg2 Bxb2 18. Hbl Bg7 19. Da4 Rd7 20. Hhl (Hvltur reynir að ná sókn eftir h-línunni að kóngsstöðu svarts.) 20. ... a6 21. Hh4 (Ekki gekk 21. Dh4 Rf8 22. Be7 h6 23. Bf6? g5 og svartur vinn- ur.) 21. ... b5 22. Hxb5 (Hvítur leggur allt upp úr kóngssókninni og fórnar skipta- mun til aö losna viö riddarann úr vörninni.) 22. ... Rb6 23. Hxb6 Dxb6 24. Dd7 Be5 ÍL * ® i t i* i t ttA A a t t && ABCDEFGHI 25. Hxh7+ Kxh7 26. Dxf7+ Bg7 27. Bf6 Da7 og hvltur gafst upp. Kuzmin átti von á 27. ... Hg8, og hugðist þá leika 28. Dd7 Db8 29. Dh3+ Bh6 30. Dd7+ Hg7 31. Bxg7 Bxg7 32. Dh3+ Kg8 33. De6+, en eftir 33. ... Kf8 er engin þráskák heldur til. Hér var á feröinni skák- blinda af verstu gerö. 1 slöara tilvikinu eigast við tveir kandidatar um réttinda- sætin(Larsen og Ribli. t #a 1 1 # i t 4 t t F G Larsen hefur hvftt og lék slðast 35. Dc8, meö hótuninni 36. Hh8+ Bxh8 37. Dxh8 mát. Þessu heföi svartur trúlega best mætt meö 35.... Kh7 36. Bd4 Re2+ 37. Bxe2 Dxe2 38. Bxe5 Dxe5 og staöan er tvlsýn. Ribli var þó heldur betur heillum horfinn, lék 35. ... Hxe3?? og gafst upp eftir 36. Hh8+. Jóhann örn Sigurjónsson Eimskip með nýja áætlun Siglingaleióin REYKJAVÍK ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK BERGEN GAUTABORG MOSS KRISTIANSAND Eimskipafélagið hefur hafið reglubundnar siglingar frá Reykjavik til fjögurra annarra hafna innanlands i beinum tengslum við ferðir félagsins frá Noregi og Sviþjóö. Þrjú af skipum félagsins halda uppi vikulegum ferðum milli Reykjavikur, Isafjarðar, Akur- eyrar.Gautaborgar og Moss I Noregi. Hálfsmánaðarlega hafa þau viðkomu á Siglufiröi, Húsa- vlk, Bergen og Kristiansand. Þaö eru Alafoss, Tungufoss og Oðafoss sem munu sigla á þessari áætlun. —KP. Kaffidagur Eyfirð- ingafélagsins Hinn árlegi kaffidagur Eyfirðingafélagsins verður á sunnudaginn á Hótel Sögu, Súlna- sal. Þangaö er öllum Eyfiröingum 67 ára og eldri boöið til kaffiveislu. Eins og á fyrri kaffidögum verður basar meö miklu úrvali muna, en ágóðinn rennur til menningar- og góðgeröarmálefna I Eyjafiröi. ðgmundur Jónas- son fær starfann Ogmundur Jónasson hefur nú veriö ráðinn fréttamaður hjá sjónvarpinu frá og með næstu mánaðamótum að telja. Andrés Björnsson útvarpsstjóri sagði I morgun að hann væri nú búinn að ganga frá ráðningu ögmundar I starfið, en það er eins og kunnugt er starf fréttamanns I erlendum fréttum. Aður var útvarpsráð búiö að mæla einróma með ögmundi I starfiö, en hann var einn nlu umsækjenda er sóttu um fréttamannsstöðuna. HR. EGG 0G BlÖ- MI0AR HÆKKA Nýtt smásöluverö hefur veriö auglýst á eggjum. Kostar hvert klló nú 1300 krónur, en kostaöi áöur 1090 krónur. Eggjakilóið hefur hækkað um 46 prósent á einu ári, en I september I fyrra kostaði eggjakllóiö 890 krónur. Þá hefur veriö staöfest nýtt verð á biómiðum. Kostar nú 900 krónur miðinn, eti 450 krónur á barnasýningar. Miöinn kostaði fyrir hækkun 700 krónur, en 350 á barnasýningar. —KP. UMHVERFISMAL í HASKÓLANUM Verkfræði- og raunvlsindadeild Háskóla íslands efnir til umræðna og umhverfismál á næstu vikum. 11 fyrirlesarar munu flytja jafn mörg erindi I húsi deildarinnar, Hjaröarhaga 6 og verða þau á mánudögum kl. 17:15. Hiö fyrsta verður 1. október n.k. og ræöir Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráð- herra um efniö: Maður og um- hverfi. Aðgangur er öllum frjáls. Ráðstefna um óháðar lyfjaupplýsingar Norræna lyfjanefndin (NLN) gengst fyrir ráöstefnu dagana 4,- 5. október n.k. i Oslo, um fræöslu- og upplýsingastarfsemi, um lyf, óháöa lyfjaframleiðendum. Ráðstefnuna sækja fulltrúar flestra greina heilbrigðisstétta og heilbrigðisyfirvalda, s.s. lyfja- búða, lyfjaiönaðarins, lækna og ráöuneyta. BAKKABRÆÐRASAGA ER NUTIMA AUÍARA Þingmaður thaldsins á Aust- fjörðum er sem alkunna er bor- inn Vestfiröingur og hefur feng- ið I arf vestfirska stórmennsku og hefur þar að auki til spari- brúks málfar Kristrúnar i Hamravik. Þegar rikisstjórnir brjóta gegn sjálfstæðisvitund og lýðræðisást þessa vestfirska Austfjaröaþingmanns heldur hann uppi málþófi á Aiþingi og flytur þá iengri ræður en allir aörir. Þetta er Sverrir Her- mannsson. Hann talaði 1 fimm stundir vorið ’74, en hefði vænt- anlega talaö I tiu hefði hann mátt vatni halda svo lengi. Sverrir er auk þingmennsk- unnar bæði kommissar og stór- útgeröarmaður. Hann hafði á- kveðið að láta smlöa nýjan tog- ara I Stálvik og lét bankann sinn reikna hvort sllkt fyrirtæki væri arðvænlegt. Kom þá i Ijós aö togara af þessu tæi er ekki unnt aðreka nema með þrjú hundruö milljón króna tapi á ári. Sverrir og þeir bræöur eru svo sein- heppnir aö skipta viö banka sem neitar að lána I fyrirtæki sem eru botnlaus eins og tunnan, sem á sinum tlma var staðsett suður I Borgarfiröi. Þeir I Ctvegsbankanum sögðu sem sagt nei. Þá kom I spiliö Björgvin Guð- mundsson formaöur útgerðar- ráðs Reykjavikur, sem rekiö hefur Bæjarútgerðina sem einkafyrirtæki með rassvasa- bókhaldi. Björgvin þessi fór i Landsbankann og bað um lán til þess að mega láta smiða Stál- vlkurtogarann, sem þeir Her- mannssynir úr Djúpi vestur fengu engan botn I. Björgvin er þá svo heppinn að Landsbank- inn er svo rlkur að hann þarf ekki aö spyrja um arösemi þeirra fyrirtækja, sem lánað er til. Bankastjóri Landsbankans segir I viðtali við Mogga að reglugerðir þær sem sá banki fari eftir geri ekki ráö fyrir að horft sé á gróða eða tap og þvl láni hann i botnlaus fyrirtæki samkvæmt iögum og reglum. Ctvegsbændur keyptu sér for- mann fyrir nokkrum árum. Sá heitir Kristján Ragnarsson. Hann hefur veriö ólatur við að draga fram taptölur útvegs- bænda, en sjálfur telst hann til fræðilegra öreiga samkvæmt kenningu Guörúnar Didó. Kristján hefur reiknað út að kaupi menn fiskiskip á núver- andi lánskjörum muni þeir i lok lánstlmans hafa safnað skuid- um upp á 800 milljarða króna, en það er fjórfalt hærri upphæð en stendur útgjaldamegin á fjárlögunum. 1 umhyggju sinni fyrir útvegsbændum sinum hef- ur Kristján varaö menn við að semja um smiði á fiskiskipum og undrar engan. Hvernig má það þá vera að borgarútvegsbóndinn Björgvin Guðmundsson hafi tök á að leggja út I þetta œvintýri? Hann gefur I Moggaviötali þá hald- góðu skýringu að rekstur hans sé á miklu heilbrigðari grund- velli en ögurvlkur, enda hafi Bæjarútgerðin tapað 400 mill- jónum á siðasta ári. Hinn heil- brigði grundvöllur liggur á hin- um breiðu bökum skattgreið- enda I Reykjavfk, sem borga brúsann. Björgvin skrifar bara undir samninga. Margir hafa skellt sér á lær vegna sögu þessarar og á kaffi- húsum er aftur farið að tala um spillingu I Vilmundarstfl. En kjarni málsins er þó sá að sagan um Bakkabræöur er ekki lengur þjóðsögugaman heldur nútlma alvara. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.