Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 16
Föstudagur 28. september 1979 20 Umsjón: Katrin Páls- dóttir Hendrk Berndsen og Hanne Ploug frá Danmörku eru hér meö sýnishorn af þurrkuöum biómum sem sýnd veröa á blómahátföinni á Loftleiöum. Vlsismynd GVA. Aimælissýning Blfima og ðvaxta á Loftleiðum um helgina: 60 MILLJ. KR. BLÚMA- HÖLDUR Á SÝNINGU HÉR „Á sýningunni verða bæði lifandi og þurrkuð blóm i þúsunda tali, en sýnt verður i þrem sölum á Hótel Loftleiðum og þangað getur fólk einnig komið til að fá leiðbeiningar um skreytingar”, sagði Hendrik Berndsen i samtali við Visi. Verslunin Blóm og ávextir heldur upp á fimmtugsafmæli sitt nií um helgina, meö stdr- kostlegri blómasýningu sem stendur i þrjá daga. Sýningin hefst I kvöld, en á morgun og á sunnudag milli klukkan tiu og tólf veröur gestum leiöbeint i blómaskreytingu. Viö höfum fengiö til liös viö okkur mjög færan danskan mann Erik Bering, en Grace prinsessa af Monaco hefur boöiö honum aö sýna I Monaco, þar sem hún hreifst svo af sýningu hans I Kaupmannahöfn”, sagöi Hendrik. Blómahöldur hefðar- kvenna. Bering kemur hingaö til lands meö mikiö safn af blómahöld- um, sem hann hefur safnaö i gegn um árin. Þær eru gull- slegnar og úr silfri og þar sem um mjög verömætt safn er aö ræöa er þaö tryggt fyrir 800 þúsund danskar krónur, eöa um 60 millj. islenskar. Blómahöldur notuöujafnan heföarkonur hér fyrr á öldum, og í þeim báru þær litla blóma- vendi. Haldan var oft á tlöum fest meö snúru I fingurgull, og borin I samkvæmum. Venjulega voru blóm meö sterkri lykt valin i hölduna, en þau komu I sama staö og ilmvatn nú. Blóm i hárið. Tisku- og hárgreiösiusýning veröur á laugardag og sunnu- dag og hefst dagskráin klukkan 14. Þaö er Elsa Haraldsdóttir sem sýnir hárgreiöslu meö blómaivafi, en tiskusýningin veröur á vegum verslunarinnar Evu. —KP Erlk Bering hefur hlotiö miklö lof frá Grace prinsessu af Monaco fyrlr blómaskreytingar slnar. Hreinn Llndal óperusöngvarl: HELDUR TÓNLEIKA TIL STYRKTAIISAA Hreinn Lindal óperusöngvari heldur tónleika i Austurbæjarbíói á laugardaginn og hefjast þeir klukkan 15. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar SAA og eru um leiö kveöjutónleikar Hreins þar sem hann er á förum utan til aö syngja. Hreinn stundaöi nám hjá Mariu Markan og siöan framhaidsnám i samtals átta ár á Itaiiu og lauk þar brottfararprófi meö frábær- um vitnisburöi. 1 þrjú ár starfaöi Hreinn sem söngvari I Sviss og á Italiu, siöan tvö ár viö Volksopera I Vinar- borg. Frá 1972 -74 dvaldist Hreinn I Bretlandi og söng I óperum auk konserta viös vegar um Evrópu. Nokkurt hlé varö á söngferli Hreins Lindal meöan hann háöi glímu viö Bakkus, en I vetur hefur hann æft mikiö meö undirleikara sinum, Ólafi Vigni Albertssyni og notið leiösagnar Mariu Markan. Hreinn er nú albúinn til starfa á ný og hefur þígiö boö um aö syngja I sumaróperunni i Vln næsta sumar auk þess sem hann mun halda konserta I nokkrum löndum. Hreinn Lfndal óperusöngvari. (Visism. JA). A efnisskrá tónleikanna á laugardaginn veröa eingöngu itölsk lög, allt frá 17. öld til okkar tima. Forsala aögöngumiöa hefst I Austurbæjarbiói I dag og auk þessu eru aögöngumiöar seldir hjá Lárusi Blöndal og á skrifstofu SÁA Lágmúla 9. -SG Gitarleikararnir Simon tvarsson og Siegfried Kobilza stilla hér strengl sina fyrir tónleikaferöina, sem þeir hefja um helgina. Spánskir gftarhljómar víösvegar um lanúiö Gitarleikararnir Simon H. tvarsson og Siegfried Kobilza frá Austurriki, eru aö hefja tónleika- ferö um landiö, og spila þeir ein- göngu spánska gitarmúsik. Áheyrendum gefst þar einstakt tækifæri aö kynnast nánar þess- ari vinsælu þjóöarmúsik Spán- verja, en hún er nánar kynnt sérstaklega á prógramminu. Tónleikaferöin hefst 29. september og stendur yfir til 12. okt. og er leitast viö aö fara sem vlöast. Þeir félagar byrja aö spila I félagsheimilinu I Vestmanna- eyjum en daginn áöur veröa þeir meö kynningu á hljóöfæri sinu i tveim skólum. Mánudaginn 1. okt. spila þeir I Menntaskólanum á Akureyri eftir setningu skólans. Þriöjudaginn 2. okt. veröur haldiö til Húsavikur, spilaö I tveim skól- um þar og tónleikar siöan um kvöldið. Miövikudaginn 3. okt. spila Simon og Siegfried 1 Nor- ræna húsinu I Reykjavik kl. 9. Slöan veröur haldiö til Austfjaröa og á timabilinu 4. okt.-7. okt. veröa tónleikar á Egilsstööum, Neskaupstaö, Seyöisfiröi og Eski- firöi. Aætlað er aö spila siöan i Njarövik og þann lO.okt. i Borgarfiröi;aö lokum i Háskóla Islands þann 11. okt. A efnisskrá þeirra félaga er annars vegar spönsk klassisk tón- list eftir Albeniz, Gaspar Sanz Granados og fleiri en hins vegar flamingotónlist. Hafnlirðing- ar á ferð með perur Vetrarstarfsemi þjónustu- klúbbanna hér á landi er nú aö hefjast og um leiö fjáröflunar- starf þeirra. Nú um helgina gengst Lions- klúbbur Hafnarfjaröar fyrir ár- legri perusölu I Hafnarfiröi. Agóöi af sölunni rennur allur til liknarmála. A undanförnum árum hefur Lionsklúbbur Hafnarfjaröar m.a. haft þaö verkefni á dagskrá sinni aö koma á og aöstoöa heimili þroskaheftra I Hafnarfiröi, auk styrkja til ýmissa líknarmála. Klúbbfélögum hefur jafnan veriö vel tekiö af Hafnfiröingum og gera þeir sér vonir um góöar undirtektir nú. Hér afhendir formaöur Lions- klúbbs Hafnarfjaröar, Björn ólafsson, bæjarstjóranum I Hafnarfiröi, Kristni Ó. Guö- mundssyni framlag til heimilis þroskaheftra, en þetta fé var ágóöi af perusölu á sföasta ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.