Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1979, Blaðsíða 2
VlSIR Föstudagur 28. september 1979 Tekurðu slátur? Sigribur Jóhannesdóttir, versl- unarmaOur: Nei, þaö geri ég ekki, ég kaupi þaö Ur búö. Egill Kristjánsson, gjaldkeri: Nei, þaö hef ég aldrei gert. En mér þykir slátriö gott, þó ég boröi ekki mjög mikiö af þvi. Kristin Þóra Kristjónsdóttir, afgreiöslustúika: Ekki ég, hef aldrei gert þaö. En ég fékk nýtt slátur um daginn, mamma býr þaö til, ég boröa þaö bara. örn Bernhöft, heiidsali: Þaö hef ég aldrei gert og hefur aldrei ver- iö gert á minu heimili. Ég kaupi þaö úr búö og þykir gott. Jenný Schiöth, húsmóöir: Nei, ekki lengur, ég er bara ein i heimili. Meöan heimiliö var stærra geröi ég þaö. Mér finnst slátur virkilega gott. Svavar Gesisson viðskiptar á ðherr a á opnum borgarafundl: ðgæfusamur að vera á ráð- herralaunum! ,,Ég er einn af þeim ógæfu- sömu mönnum sem veriö hafa á ráöherralaunum undanfarna mánuöi og þaö eina sem getur bjargaö mér er aö flokkurinn veröi nógu duglegur aö plokka af mér þaö sem ég hef fengiö greitt af rikinu” sagöi Svavar Gestsson viöskiptaráöherra á fundi i Lækjarhvammi Hótel Sögu, i fyrrakvöld. Hann haföi veriö spuröur hvort Alþýöubandalagiö styddi vlsitölubætur á laun sem ykju launamismun i staö þess aö jafna hann, þar sem mestar bætur kæmu á hæst laun. Svavar tók þvi f jarri, sagöi aö þeir vildu setja krdnutölu- hækkun á laun sem væru hærri en tvöföld verkamannalaun og hnykkti á meö ofangreindum ummælum. Auglýstur var almennur borgarafundur um störf stjórnarinnar og borgarbúar hvattir til aö fjölmenna. Ráö- herrann vildi þó bersýnilega taka af öll tvimæli um fyrir hverja þessi fundur væri ætlaöur, þvi hann sagöi hvaö eftir annaö i máli sinu. ,,I okkar flokki sem hér heldur fund” og eitt sinn hóf hann mál sitt meö þessum oröum „Góöir félagar og aörir sem hér eru staddir” Fundurinn fór rólega fram og svaraöi ráöherrann nltján spyrj- endum . Ekkert var sagt sem kom á óvart eöa varpaöi nýju ljósi á mál sem eru I brenni- deþli, heldur voru áréttuö og undirstrikuö sjónarmiö sem vitaöer aö rikja i Alþýöubanda- laginu á hinum ýmsu málum. Um rikisstjórnina sagöi ráö- herrann meöal annars aö ekki Svavar svarar fyrlrspurnum. væri fullreynt hvort tækist aö gera úr þessari stjórn „vinstri stjórn eins og viö viljum hafa hana”. Hér á eftir fer sýnishornaf því sem fram fór á fundinum. „VERSTA ÁR í SÖGU ALÞÝÐU- RANDALAGSINS" - seglr Svavar Gestsson viDskiptaráöherra „Stjórnarflokkarnir höföu og hafa mismunandi skoöun á hvernig eigi aö ná settum mark- miöum f atvinnumálum” sagöi Svavar Gestsson meöal annars I inngangsræöu sinni. Hann sagöi ennfremur aö þjóöin hefði veriö vel undir þaö búin aö greiöa olíuhækkunina og aö efnahagslegt sjálfstæöi okkar út á viö heföi styrkst Helstu orsakavaldar vaxandi veröbólgu væru oliuverðið, vaxtastefnan og ósamkomulag i rlkisstjórninni. Þaö yröi aö læra af þeim mistökum. Stjórnar- samstarfiö heföi veriö erfitt og þetta heföi raunar veriö eitt erfiöasta áriö I sögu flokksins frá upphafi. Meginfylkingarnar hér á landi, Alþýöubandalagib og . Sjálfstæöisflokkurinn, beröust' um fýlgi litlu flokkanna. Aldrei heföi minni munur veriö á þessum tveim flokkum en núna og aldrei heföu kjör manna veriö góö jafnlengi og núna. Flokkurinn myndi taka ákvöröun um þab hvort rétt væri aö sitja I stjórn áfram og Alþýðubandalagiö myndi leggja áherslu á utanrikismál I væntanlegum endurskoöunar- umræðum um stjórnarsam- starfiö. Einkum hermáliö. Svavar sagöi aö veröbólgan væri forgangsmál og ef ætti aö sigrast á henni og auka kaup- mátt þyrfti aö setja nær alla innflutningsverslun undir félagslega stýringu. ÞARF AÐ UPP- RÆTA FAST- EIGNASÖLU- KERFIÐ „Þaö þarf aö endurskoöa og uppnæta þaö fasteignasölukerfi sem er I landinu,, sagöi Svavar Gestsson. Hann kvaöst einnig telja eöhlegt aö Reykjavíkur- borg heföi aukin afskipti af hús- næðismálum. Ráöherrann var þarna aö svara fyrirspurn um hvort séö yröi til þess ef lán til húsnæöis hækkaöi upp I 80% af veröi ibúöar, aö þaö rynni ekki I vasa braskara eins og verið heföi meö lánin fram aö þessu. Þau færu i hendur manna sem byggöu hús og seldu siðan á ok- urveröi. Sagöi Svavar aö nauö- synlegt væriaö koma i vegfyrir aö braskararnir hirtu þetta fé. ÉG VIL EKKI FLEIRI RANKA „Ætlaröu aö bæta viö einum bankanum enn?” var spurt á fundinum meb viöskipta- og bankamálaráöherra. „Þaö hefur ekki verið á stefnuskrá Alþýðubandalagsins svo ég viti, aö fjölga bönkum” svaraöi hann” og kvaöst nýlega hafa hafnaö aö leyfa þrjátfu úti- bú sem sótt heföi verið um. Hann sagöist ekki vilja ræöa um þann banka sem fyrirspyrjanda væri efst i huga en, áréttaöi hann, „Ég vil ekki fjölga bönk- um”. SEGI YKKUR ÞAÐ SEINNA „Ég tel aö æviráðning rlkis- starfsmanna sé varasöm” sagöi Svavar Gestsson. Ég skal kannski siöar á fundi hjá Alþýöubandalagsfélagi Reykja- víkur þegar ég bý við aörar aö- stæöur en ég geri núna, segja ykkur hvaö veldur þeirri af- stöðu'.’ HERINN FÁI SENDAR VISTIR Varöandi herstöövarmáliö sagði Svavar að þaö sem þar þyrfti aö gera væri I fjórum liö- um. í fyrsta lagi að byggja upp atvinnulif á þeim stööum sem menn væru háöir vinnu hjá hernum.öörulagi aöskiljaher- flug og farþegaflug, þriöja lagi algeran aðskilnaö herlifs og þjóölífs, þannig aö engin sam- skipti væru milli íslendinga og Bandarlkjamanna. Þeir fengju vistir sendar hingaö til aö engin viöskipti þyrftu aö eiga sér staö. 1 siöasta lagi, brottflutningur hersins. GENGISSIGIÐ ALLTAF OÆTT í KAUPI „Viö látum þetta yfir okkur ganga, af þvl aö það hefur veriö bætt I kaupi” sagöi viöskipta- ráðherra þegar hann var spurö- ur hvort Alþýöubandalagið, sem heföi lýst þvl yfir aö þaö væri á móti gengisfellingum væri fylgjandi gengissigi. Svavar rakti þróunina frá þvl stjórnar- myndunarumræöur fóru fyrst fram og sagöi aö flokkurinn heföi alltaf veriö á móti öllum ráöstöfunum i þessa veru, og aðeins samþykkt þaö meö þvl skilyrði aö þær fengjust bættar I kaupi. STARFSMENN- IRNIR ÁTTU AÐ TAKA YFIR „Þaö voru starfsmennirnir, hinn almenni verkamaöur sem höföu samband viö okkur og sögöu aö þaö væri nauðsyn fyrir þá sem rækjuverksmiöjuna aö fá hækkun” sagöi Svavar þegar hann var spuröur um hverju það heföi sætt ab blöb og gos- drykkjaframleiðendur heföu getað pressaö fram hækkun á slnum tlma. Ráöherrann sagöi aö hótaö heföi verið lokun I margarinverksmiöjunni ef hækkun fengist ekki og hann heföi sagt aö þeir skyldu þá bara loka. Honum heföi ekki dottið I hug aö þeir tækju sig á orðinu en þaö heföu þeir gert. Fólkiö sem vann viö verksmiðj- una hefði þurft á sinni vinnu aö halda og heföi óskaö eftir aö þessi hækkun fengist. „Það sem heföi átt aö gerast, var aö verkafólkiö hefði áit aö hringja I mig og segja „Viö skulum taka aö okkur aö reka þessa fabrikku” sagði Svavar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.