Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKVÆMT nýrri greiningu JP
Morgan fjárfestingabankans á Ís-
lenskri erfðagreiningu og mati á
framtíðarmöguleikum fyrirtækis-
ins er ÍE talin vænlegur fjárfest-
ingakostur og mælt er með kaup-
um á núverandi gengi
fyrirtækisins, sem í gær stóð í
rúmum 6 dollurum á Nasdaq-
markaðnum. Fjárfestingabankinn
reiknar með að virði ÍE muni ná
300 milljónum dollara á næstu 12
mánuðum og gengi bréfa muni
samkvæmt því hækka í 10 dollara á
sama tíma. JP Morgan er þriðja al-
þjóðlega greiningarfyrirtækið sem
tekur ÍE til skoðunar en hin fyr-
irtækin eru Lehmann Brothers og
Morgan/Stanley.
Þá hefur forstjóri Roche sam-
stæðunnar, Franz Humer, látið
þau orð falla að samstarf fyrirtæk-
isins við deCode sé mikilvægasti
einstaki þátturinn í framtíðarvexti
Roche. Kári Stefánsson, forstjóri
ÍE, segir jákvætt mat JP Morgan
vera geysilega mikilvægt fyrir ÍE
og sýni fram á, auk ummæla for-
stjóra Roche, að Íslensk erfða-
greining sé á réttri leið og framtíð-
arhorfur séu góðar.
Gagnagrunnur á heilbrigð-
issviði talinn einstakur
JP Morgan mun birta viðamikla
greiningu sína á ÍE eftir helgina en
samkvæmt helstu niðurstöðum
deildar fjárfestingabankans sem
sérhæfir sig í líftækniiðnaði, er um
mjög jákvætt mat á fyrirtækinu að
ræða. Samstarf ÍE við Roche er
talið afar mikilvægt og geti skapað
verulegar tekjur í framtíðinni, auk
þeirra tveggja samninga sem nú
eru fyrirliggjandi og gefa ÍE ann-
ars vegar 200 milljón dollara í
tekjur og hins vegar 5 ára 300
milljón dollara samning, þar sem
greiddar séu áfangagreiðslur eftir
því sem árangur næst. Í mati bank-
ans segir að vilji Roche til að gera
annan stóran samning sé vísbend-
ing um það vísindalega virði ÍE
sem fyrirtækið hafi skapað sér.
Jafnframt því telja greiningarað-
ilar JP Morgan að margvíslegur
tæknilegur styrkleiki ÍE geti notið
jákvæðra viðhorfa á markaðnum í
framtíðinni, eftir því sem tæknileg
geta fyrirtækisins þróast. Bankinn
telur að virði ÍE miðað við sam-
bærileg líftæknifyrirtæki geti lað-
að fjárfesta að fyrirtækinu og virði
hlutabréfa verði í efri kantinum
miðað við fyrirtæki í líftækniiðnaði.
Þá er tæknilegur styrkur fyrirtæk-
isins talinn felast í einkaleyfi ÍE til
uppbyggingar og reksturs miðlægs
gagnagrunns á heilbrigðissviði,
sem greiningaraðilar telja að geti
orðið einstakur á sínu sviði.
Einnig eru samningar sem ÍE
hefur gert við ýmis samstarfsfyr-
irtæki taldir til marks um styrk-
leika fyrirtækisins, fjárhagsleg
staða ÍE er talin sterk og fyrirtæk-
ið hafi búið sér til trausta og arð-
vænlega viðskiptaáætlun. Sam-
starfið við Roche er talið geta
skilað verulegri tekjuaukningu á
seinni hluta ársins 2001 og sú
tekjuaukning haldi áfram næstu
árin. Bankinn telur 11 milljón doll-
ara tekjur á fyrri hluta ársins geta
meira en tvöfaldast á seinni helm-
ingi ársins og árstekjur ÍE á þessu
ári geti því numið 35 til 40 millj-
ónum dollara.
Áhættuþættir sem JP Morgan
telur helsta miðað við núverandi
ástand eru m.a. þeir að samning-
urinn við Roche sé eina helsta
tekjulind fyrirtækisins. Geti ÍE
ekki staðið við sinn hluta samning-
anna er talin hætta á að arðsemi
fyrirtækisins minnki verulega og
hlutabréf geti þá fallið hratt í
verði.
Þá telur bankinn upp áhættu-
þætti varðandi gagnagrunn á heil-
brigðissviði, en verðmæti hans geti
minnkað talsvert ef margir Íslend-
ingar skrái sig úr grunninum.
Hætta geti jafnframt skapast á að
samningi við stjórnvöld verði sagt
upp eða breytt. Einnig telur bank-
inn áhættu felast í þeirri sam-
keppni sem ÍE þarf að eiga við
sambærileg fyrirtæki.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir það
fyrirtækinu geysilega mikils virði
að fá svona jákvætt mat. Hann seg-
ir það hafa verið helsta gallann við
stöðu ÍE í vísindaheiminum að ekki
hafi nægilega margir greiningarað-
ilar tekið sér fyrir hendur að skrifa
um fyrirtækið. „Nú erum við að
vinna í því að rétta þann hluta
skútunnar af og þetta er afar mik-
ilvægt vegna þess að JP Morgan er
meðal þýðingarmestu fjárfestinga-
fyrirtækja í líftækniiðnaði.“
Nákvæmar spár um tekjur ÍE
Bankinn velur sjálfur þau fyr-
irtæki sem tekin eru til greiningar
og byggir allar spár um tekjur og
annað á gögnum sem bankinn aflar
sér sjálfur. „Þessir greiningarað-
ilar hafa hitt naglann nákvæmlega
á höfuðið þegar kemur að þeirra
spám, t.d. um okkar tekjur. Þannig
að þetta eru tiltölulega miklir fag-
aðilar,“ segir Kári.
Í síðustu viku birtust á fréttasíðu
fjármálavefjar Bloomberg, bloom-
berg.com, ummæli Franz Humer,
forstjóra Roche samstæðunnar,
þar sem hann segir deCode hafa
tryggt Roche efnivið í framleiðslu-
vörur sem hægt sé að vinna að
næstu árin. Hann bætir því jafn-
framt við að samstarfið við deCode
sé líklega mikilvægasti einstaki
þátturinn í framtíðarvexti Roche
lyfjafyrirtækisins.
Kári segir þessi ummæli for-
stjórans um ÍE gífurlega jákvæð,
en segist hins vegar ekki sjálfur
hafa viðhaft slík ummæli í stöðu
Humers, enda setti þetta ÍE í
sterkari samningsstöðu næst þegar
kæmi að samningum við Roche.
„Það er mjög gaman að sjá að þeir
sem ráða þessu fyrirtæki, sem við
höfum verið í þetta nánu samstarfi
við, eru svona ánægðir með þá
vinnu sem við höfum unnið. Fyrir
það erum við þakklátir og afar
ánægðir,“ segir Kári.
deCODE jákvæður fjárfestingarkostur samkvæmt nýju mati JP Morgan-fjárfestingabankans
Telja virði ÍE geta
vaxið í 300 milljónir
dollara næsta árið
ÁHRIF boðaðs verkfalls sjúkra-
liða hjá um tuttugu ríkisstofnun-
um víða um land og tveimur
sjálfseignarstofnunum – elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík og dvalarheimilinu Ási
í Hveragerði – kæmu verst niður
á starfsemi Landspítalans – há-
skólasjúkrahúss. Fundur deilu-
aðila í gær var árangurslaus en
fundað verður að nýju kl. 11 í dag.
Fyrsta þriggja daga verkfall
sjúkraliða hefst 1. október nk.
hafi ekki náðst að semja um nýjan
kjarasamning sjúkraliða fyrir
þann tíma. Um 1.500 sjúkraliðar
eru starfandi í landinu en hjá rík-
inu tæki verkfallið til um 800
sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu.
Auk þess hafa um 100 sjúkraliðar
sagt upp störfum.
Að sögn Önnu Stefánsdóttur,
hjúkrunarforstjóra Landspítal-
ans –háskólasjúkrahúss, starfa
um 550 sjúkraliðar á sjúkrahús-
inu. Þar af hafa um 100 sjúkralið-
ar sagt upp störfum frá og með
næstu mánaðamótum og um 130
til viðbótar munu leggja niður
störf í verkfallinu. Hinir sem eftir
eru munu starfa áfram þrátt fyrir
verkfall vegna þess að þeirra
störf eru á svokölluðum öryggis-
listum sem settir eru saman sam-
kvæmt lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna. Þeir
sjúkraliðar þurfa m.ö.o. að starfa í
verkfalli til að hægt verði að koma
í veg fyrir að neyðarástand skap-
ist.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur náðst sátt
milli Sjúkraliðafélags Íslands og
Landspítalans – háskólasjúkra-
húss um öryggislistana á sjúkra-
húsinu en að sögn Kristínar Á.
Guðmundsdóttur, formanns
Sjúkraliðafélags Íslands, hafa
sjúkraliðar ekki samþykkt örygg-
islista annarra ríkisstofnana. „Við
höfum lýst því yfir að ekki sé
hægt að vinna eftir þeirra listum
þar sem þeir eru löngu úreltir.
Samkvæmt lögum á að uppfæra
þessa lista árlega en þeir hafa
hins vegar ekki verið uppfærðir
frá árinu 1995,“ segir Kristín.
Kemur verst niður á lyf- og
skurðlækningadeildum
Að sögn Önnu Stefánsdóttur
má ætla að verkfall sjúkraliða
komi hvað verst niður á starfsemi
lyf- og skurðlækningadeilda á
Landspítalanum – háskólasjúkra-
húsi en reiknað hefur verið út að
starfsemin þar muni dragast sam-
an um 20% komi til verkfalla. Hún
segir að sviðsstjórar sjúkrahúss-
ins; læknar og hjúkrunarfræðing-
ar séu í viðbragðsstöðu vegna
verkfallsins en líklega þurfi að
loka einhverjum deildum ef til
verkfalla kemur.
„Ég er ekki á þessari stundu
reiðubúin að segja hvaða deildum
verði lokað en það mun skýrast
þegar nær dregur boðuðu verk-
falli,“ sagði Anna í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær. Hún
sagði ennfremur aðspurð að búið
væri að gera þeim sjúklingum við-
vart sem kallaðir hefðu verið í að-
gerðir á mánudag því það færi
eftir verkfallinu hvort þeir kæm-
ust strax í aðgerð eða ekki.
Kjaradeila sjúkraliða hjá ríkinu
Stjórnendur
Landspítala
búa sig undir
verkfall STÆRSTUR hluti Fosshótels Lind-ar hefur verið opnaður aftur, enhótelið var rýmt í fyrradag eftir að
eldur kom upp í djúpsteiking-
arpotti á veitingastað á hótelinu.
Gist var á fyrstu og annarri hæð
hótelsins í nótt en þriðja hæðin var
ekki notuð. Ráðgert er að taka
sjúkrahótel Rauða krossins, sem er
á fjórðu hæð hússins, aftur í notkun
á mánudag. Alls eru 56 herbergi á
hótelinu og var gist í 30 þeirra í
nótt.
Rúmlega 100 gestir voru skráðir
á hótelið í fyrrinótt þegar eldurinn
kom upp, auk þess sem 30 manns
voru á sjúkrahóteli Rauða krossins,
sem er á fjórðu hæð hússins. Hót-
elgestunum var útveguð gisting á
Hótel Loftleiðum og Esju í fyrrinótt
og var hluti þeirra þar áfram síð-
ustu nótt. Ragnar Matthíasson hót-
elstjóri segir að ákveðið hafi verið
að láta hluta gestanna vera áfram á
öðru hóteli.
„Fólk vill ekkert vera í óvissu,
það vill bara hafa hlutina á hreinu,
þannig að við tókum ákvörðun um
að gestirnir yrðu þar áfram, þótt
við hefðum kannski getað náð að
hreinsa allt hótelið í tæka tíð,“ seg-
ir Ragnar.
Þriðjungur þeirra sem voru á
sjúkrahótelinu gistu fyrstu nóttina
á Landspítalanum í Fossvogi, eða
tíu einstaklingar, og voru tveir
þeirra áfram á sjúkrahúsinu í nótt.
Bergdís Kristjánsdóttir, for-
stöðukona sjúkrahótelsins, segir að
hluti gestanna hafi farið til ættingja
eða vina og aðrir á hótel. Hún von-
ast til að hægt verði að opna hótelið
aftur á mánudag, en reykurinn var
mestur á fjórðu hæð. Annar þeirra
sem dvelja á sjúkrahúsi fékk væga
reykeitrun, að sögn Bergdísar. Hún
segir hann þó vera af öðrum sökum
á sjúkrahúsinu. Eldurinn kom upp í
eldhúsinu á veitingastaðnum Carpe
Diem, sem er á fyrstu hæð hússins.
Ólafur Þorgeirsson, eigandi stað-
arins, segir að stefnt sé að því að
opna veitingastaðinn aftur eftir
tvær vikur. Hann segir það þó fara
fyrst og fremst eftir því hversu vel
gangi að finna iðnaðarmenn og
bendir á að mikið sé að gera hjá
iðnaðarmönnum þessa dagana
vegna Smáralindar.
Um 60 manns voru á veit-
ingastaðnum þegar eldurinn kvikn-
aði út frá steikingarpotti. Ólafur
segir að eldvarnarteppi hafi verið
sett yfir pottinn, en síðan hafi kom-
ist súrefni að eldinum. Þá gaus eld-
urinn upp og læsti sig í feiti í loft-
ræstistokknum. Stokkurinn liggur
um allt hótelið og barst því reykur
um allt hótelið, þó mest um fjórðu
hæðina.
Ólafur segir að stokkurinn sé
hreinsaður reglulega og þótt hann
hefði verið hreinsaður fyrir viku sé
olía fljót að festast á stokkinn að
innanverðu aftur. Hann segir að
stokkurinn hafi síðast verið hreins-
aður fyrir þremur mánuðum, en al-
mennt sé talað um að stokkana
þurfi að þrífa tvisvar á ári. Tvisvar
í viku séu fitustokkar sem eru fyrir
framan pottana hreinsaðir. Ólafur
segir að eldvarnareftirlitið hafi ný-
verið búið að taka út staðinn og þá
hafi allt verið skoðað og samþykkt.
Þegar Morgunblaðið bar að garði
í gær voru tryggingamenn að meta
tjónið. Ólafur segir að veitingastað-
urinn sé mjög vel tryggður og hef-
ur Ragnar sömu sögu að segja af
hótelinu. Hann segir að engar
skemmdir séu á hótelinu sjálfu, að-
eins hafi þurft að reykræsta, þrífa
og lofta út. Hótelið sé einnig með
rekstrarstöðvunartryggingu og
bjóst hann því ekki við að mikill
kostnaður myndi falla á hótelið
sjálft.
Eldsvoðinn í fyrrakvöld á Fosshóteli Lind
Hluti
hótelsins
opnaður
aftur
Morgunblaðið/Golli
Eldurinn kom upp í djúpsteikingarpotti og læsti sig í fitu í loftræsti-
stokki. Hér er Ólafur, eigandi Carpe Diem, að hreinsa til. Hann vonast
til að hægt verði að opna aftur eftir tvær vikur.