Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 20
SUÐURNES
20 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EIGNAMIÐLUNIN
Sími 588 9090 - Fax 588 9095 - Síðumúla 21
12 glæsilegar íbúðir í þessum fallegu og vönduðu
fjölbýlishúsum. Aðeins sex íbúðir í hvoru húsi. Möguleiki
að kaupa bílskúr. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja,
92-120 fm, og afhendast fullbúnar með vönduðum
innréttingum, skápum og tækjum en án gólfefna.
Tvennar svalir á fjórum íbúðum og sérlóð með íbúðum á
jarðhæð. Fyrstu íbúðir verða afhentar í nóvember ber á
þessu ári. Hagstætt verð eða frá 12,5-14,9 m. Seljandi
tekur á sig afföll af húsbréfum. Teikningar og allar nánari
upplýsingar á skrifstofu. Frábær staðsetning rétt við
óspillta náttúru í skjóli Rjúpnahæðarinnar.
Fallegt útsýni.
Arkitektar og hönnuðir eru:
Teiknistofan ehf., Ármúla 6.
Sölusýning - opið hús
í dag milli kl. 13 og 16 - kaffi á könnunni
RJÚPNASALIR 6-8, KÓPAVOGI - FULLBÚIN ÍBÚÐ TIL SÝNIS
SKÓLASTJÓRI Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar leggur áherslu á að
í byrjun næsta árs taki til starfa
nefnd til að undirbúa byggingu húss
fyrir tónlistarskólann.
Í bréfi sínu til bæjarráðs rifjar
skólastjórinn, Haraldur Árni Har-
aldsson, upp ákvörðun um að byggja
skuli hús fyrir tónlistarskólann, tón-
listarhús, og að vinna við hönnun
hefjist árið 2003. Hún lýsi metnaði
og stórhug bæjaryfirvalda í mennta-
og menningarmálum. Nauðsynlegt
sé að vanda allan undirbúning.
Því sé afskaplega mikilvægt að í
byrjun næsta árs taki til starfa und-
irbúningsnefnd. Hún skuli meðal
annars hafa það hlutverk að kynna
sér sérhannað húsnæði tónlistar-
skóla hérlendis. Hún skuli skilgreina
húsnæðisþörf Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar og um leið þörf
sveitarfélagsins fyrir tónleikasal
sem mætti jafnframt nýta fyrir ráð-
stefnur svo og þörf fyrir tónlistar-
bóka- og hlustunarsafn sem gæti
verið í skólanum. Þá leggur skóla-
stjórinn til að nefndin komi fram
með tillögu að staðsetningu hússins
og tillögu að framkvæmdaáætlun.
Undir-
búningur
verði
hafinn
Reykjanesbær
Fyrirhuguð bygging
tónlistarhúss
VERIÐ er að skipuleggja Reykja-
nessvæðið með tilliti til aðgengis fyrir
ferðafólk að helstu áfangastöðum.
Verða gerð bílastæði og göngustígar,
ásamt salernisaðstöðu. Þá er fyrir-
hugað að setja göngubrú á gjá ofan
Stóru-Sandvíkur og á hún að vera
táknræn brú á milli heimsálfa.
Ferðamálasamtök Suðurnesja
hafa gert samning við landeigendur
Kalmanstjarnar í Höfnum um að-
gang fyrir ferðafólk að áfangastöðum
í landi jarðarinnar sem liggur með
ströndinni og alveg út á Reykjanestá.
Njóta samtökin bakstuðnings
Reykjanesbæjar við framkvæmd
samningsins. Johan D. Jónsson,
ferðamálafulltrúi á Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæj-
ar, telur að samningurinn við land-
eigendur sé sá fyrsti sinnar tegundar
sem gerður hefur verið. Ferðafólki
verði tryggt aðgengi að landi í einka-
eigu og heimilaðar séu ákveðnar
framkvæmdir til að auðvelda umferð
fólks.
Á Reykjanessvæðið koma langt yf-
ir 100 þúsund ferðamenn á ári, jafnt
innlendir sem erlendir enda er svæð-
ið vinsæll áningarstaður ferðahópa.
Þarna eru fjölsóttir útsýnisstaðir og
merk náttúrufyrirbrigði. Þá er svæð-
ið vinsælt göngu- og útivistarsvæði.
Nefnir Johan svæðið í nágrenni
Reykjanesvita, Gunnuhver, svæðið
við Stóru-Sandvík og Hafnabergið.
Bílastæði og göngustígar
Verið er að skipuleggja aðgengi
ferðafólks að helstu áningarstöðum
svæðisins og bílastæða þar við. Kom-
ið verður upp upplýsingaskiltum og
merktir göngustígar.
Fyrsti áfangi Reykjavegar liggur
frá Reykjanesvita en göngustígurinn
endar sem kunnugt er á Nesjavöllum
í Grafningi. Undir Vatnsfelli sem vit-
inn stendur á er vonast til að hægt
verði að koma upp skýli fyrir göngu-
fólk og salernisaðstöðu. Að sögn
Johans hefur ekki verið gengið frá
staðsetningu og vitað að ýmis mál
þurfi að leysa, til dæmis að afla vatns.
Í Kinn, ofan Stóru-Sandvíkur, er
stór gjá sem ferðafólki er gjarnan
sýnd sem dæmi um flekaskilin á milli
Evrópu og Ameríku. Þar verður
komið upp bílastæðum, göngustígum
og upplýsingatorgi. Göngustígurinn
liggur yfir gjána á brú sem verið er
hanna og nefnd er Brú milli heims-
álfa. Segir Johan að smíði brúarinnar
hefjist í vetur og stefnt er að uppsetn-
ingu hennar á vori komanda.
Fimmtán metra löng göngubrú
„Þetta er tilkomumikil gjá sem
gefur afskaplega ríka og skemmti-
lega upplifun á þessu sérstæða jarð-
fræðifyrirbrigði. Þarna er líka gott
útsýni yfir gosstöðvarnar sem eru
framhald af Reykjaneshryggnum
þar sem hann gengur á land og þrýst-
ir landinu í sundur,“ segir Johan D.
Jónsson.
Brúin verður fimmtán metra löng
og byggð úr stálbitum. Hún verður
opin í vestur, í gegn um ristar, en
timburklædd að austanverðu. Ákveð-
ið hefur verið að nota rekavið í klæðn-
inguna. Verkfræðingar eru að reikna
út burðarþol brúarinnar. Vonast
Johan til að undirbúningsvinnu ljúki
næstu daga svo hægt verði að hefjast
handa við smíðina.
Fjármögnun þessarar fram-
kvæmdar er að hans sögn langt kom-
in. Hann getur þess að Vegagerðin
muni annast lagningu bílastæða og
annarra slíkra mannvirkja. Ferða-
málasamtökin þurfi sjálf að standa að
fjármögnun göngustíga.
Johan segir að aðgengi ferðafólks
batni verulega við þessar fram-
kvæmdir á Reykjanesi og vonast til
að svæðið verði enn eftirsóknarverð-
ara til skoðunar.
Brú milli
heimsálfa
Brúin milli heimsálfa verður 15 metra löng, klædd með rekaviði.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Johan D. Jónsson ferðamálafulltrúi vísar á staðinn þar
sem Brú milli heimsálfa verður sett upp.
Komið verður
upp skýli fyrir
göngufólk og
salernisaðstöðu,
einhvers staðar í
nágrenni
Reykjanesvita.
Unnið að skipulagningu aðgengis fyrir ferðafólk á Reykjanessvæðinu
Reykjanesbær