Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 25
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 25
ÞÝSKA lögreglan hefur fundið fleiri
vísbendingar um tengsl Osama bin
Ladens við suma hryðjuverkamann-
anna, sem urðu næstum 7.000
manns að bana 11. september sl.
Bjuggu þeir um hríð í Hamborg og
þar á meðal Mohamed Atta, sem tal-
inn er hafa verið lykilmaðurinn. Lík-
legt þykir, að hann hafi stjórnað
fyrri flugvélinni, sem flogið var á
World Trade Center.
„Það er nú alveg ljóst, að nokkrar
íslamskar hryðjuverkahreyfingar
fóru að leggja á ráðin um hryðju-
verkin þegar á árinu 1998,“ er haft
eftir heimildarmanni í þýsku lög-
reglunni í The Times í gær. „Bin
Laden tengdist þeim öllum, stund-
um sem beinn þátttakandi í ráða-
brugginu, stundum sem áheyrandi
eða eftirlitsmaður.“
Þýska lögreglan segist vita, að
Atta hafi hitt og rætt í síma við sam-
starfsmenn bin Ladens í Þýskalandi
en ekki er vitað á hverju hún byggir
það. Atta var mjög varkár og notaði
heldur almenningssíma en sinn eig-
in.
Fjármálastjórinn
Atta og annar flugræningi, Marw-
an al-Shehhi, höfðu samband við
Mamoun Darkazanli, sýrlenskan
kaupsýslumann og útflytjanda í
Hamborg, sem hafði aftur umboð
eða prókúru gagnvart bankareikn-
ingum Mamduhu Mahmud Salims,
manns, sem Bandaríkjamenn telja,
að hafi verið fjármálastjóri bin Lad-
ens í Evrópu. Bankareikningar
Darkazanlis í Bandaríkjunum hafa
nú verið frystir og Salim var hand-
tekinn í München 1998 og framseld-
ur til Bandaríkjanna. Þar bíður
hann réttarhalda vegna aðildar að
hryðjuverkasamtökum og vegna til-
raunar til að drepa fangavörð.
Atta var félagi í egypsku Jihad-
samtökunum en svo virðist sem þau
hafi sameinast al-Qaeda, hryðju-
verkasamtökum bin Ladens, fyrir
þremur árum. Það kann að vera
upphafið að því að Atta ákvað að
gerast hryðjuverkamaður. Lögregl-
an hefur það auk þess eftir vitnum,
að hann hafi hitt hóp Alsírmanna,
félaga í GIA-hryðjuverkasamtökun-
um, en þeir voru síðar handteknir í
Frankfurt. Voru þeir grunaðir um
að hafa ætlað að sprengja upp svo-
kallaðan jólamarkað í Strassborg.
Bandaríska leyniþjónustan, CIA,
fylgdist með Atta á þessum tíma og
hún vissi um mikil kaup hans í jan-
úar og fram í maí í fyrra á ýmsum
efnum, sem unnt er að nota til
sprengjugerðar. Ekki er vitað til
hvers átti að nota efnin en þrátt fyr-
ir þessu miklu innkaup fékk hann
vegabréfsáritun til Bandaríkjanna í
fyrravor.
Varað við sprengjutilræði
Flestar upplýsingar um ferðir
hryðjuverkamannanna og manna,
sem þeim tengdust, koma frá
Þýskalandi. Eftir handtöku Salims
1998 gat þýska lögreglan til dæmis
varað þá bandarísku við því, að als-
írskir hryðjuverkamenn hygðust
láta til sín taka með sprengjutilræði
í Washington er þúsaldamótunum
yrði fagnað. Það er hins vegar ekki
ljóst hvers vegna þýska lögreglan
fékk engar vísbendingar um hryðju-
verkið 11. september. Ein kenningin
er sú, sem birtist í Hamburger
Abendblatt, að hún hafi verið með
tengla í sumum hópum en ákveðið
að láta mjög grunsamlega starfsemi
þeirra óáreitta til að koma ekki upp
um þá.
Aðild bin Ladens
skýrist smám saman
Þýska lögreglan
segir hryðjuverk-
in hafa verið
í undirbúningi
frá 1998 FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar
eiga nú í viðræðum við stjórnarand-
stöðuhópana í Afganistan með það
fyrir augum að koma á bandalagi við
þá. Er tilgangurinn með því tvíþætt-
ur. Annars vegar að hafa uppi á
Osama bin Laden og hins vegar að
steypa talibanastjórninni. Fréttir
eru nú um að ýmsir héraðshöfðingjar
og bandamenn talibana hyggist
ganga til liðs við stjórnarandstöðuna.
Stjórnarandstaðan í Afganistan
hefur til þessa næstum eingöngu
notið stuðnings Rússa og Írana, sem
hafa sent henni fé og vopn, en
Bandaríkjamenn hafa látið hana að
mestu afskiptalausa, í mesta lagi
sent henni eitthvað af matvælum.
Það er nú að breytast.
Donald H. Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, segir að
mikilvægt sé að hafa gott samband
við andstæðinga talibana í Afganist-
an vegna þess að „þeir þekkja landið
og hafa sínar hugmyndir um hvernig
berjast skuli við talibanana“. Banda-
ríkjastjórn segist þó gera sér grein
fyrir að það sé ekki einfalt mál að
semja við stjórnarandstöðuhópana.
Hagsmunir þeirra séu ólíkir enda um
að ræða fulltrúa einstakra héraða
eða þjóðarbrota.
Sakaðir um sömu grimmd
Stjórnvöld í Pakistan hafa varað
við stuðningi við stjórnarandstöð-
una, Norðurbandalagið, og þá aðal-
lega vegna þess að það nýtur ekki
mikils stuðnings meðal pashtúna,
stærsta þjóðarbrotsins í landinu. Þar
að auki hafa ýmis mannréttindasam-
tök sakað suma stjórnarandstöðu-
hópana um sömu grimmdarverkin
gegn óbreyttum borgurum og talib-
ana.
Norðurbandalagið hefur aðeins
ráðið 5–10% Afganistans en síðustu
daga hefur það verið að sækja í sig
veðrið og hefur unnið nokkra sigra á
talibanaherjunum. Fréttir eru auk
þess um að ýmsir stríðsherrar, eink-
um í héruðunum Paktia, Nangahar,
Laghman og Kunar, kunni að snúast
til liðs við stjórnarandstöðuna. Eru
þeir sagðir óánægðir með núverandi
ástand, sem gert hefur að engu
gróða þeirra af verslun og viðskipt-
um. Er ástæðan fyrst og fremst sú að
Pakistanar hafa lokað landamærum
sínum.
Rætt við fyrr-
verandi konung
Bandaríkjastjórn leggur áherslu
á, að hún vilji ekki hafa of mikil af-
skipti af samsetningu nýrrar stjórn-
ar í Afganistan, heldur skipti mestu
máli að landið verði ekki framar mið-
stöð og uppeldisstöð fyrir alþjóðlega
hryðjuverkamenn. Síðustu daga hef-
ur verið rætt um að Zahir Shah, fyrr-
verandi konungur Afganistans, taki
við aftur og Fahim, yfirhershöfðingi
Norðurbandalagsins, segist tilbúinn
að vinna með hverjum þeim, sem vilji
koma á friði í landinu, þar á meðal
konunginum fyrrverandi. Hann og
aðrir leiðtogar stjórnarandstöðunn-
ar taka þó fram að ekki yrði um að
ræða afturhvarf til konungseinveld-
is.
Við þetta má síðan bæta að Rússar
hafa ákveðið að stórauka vopnasend-
ingar til Norðurbandalagsins og vilja
að Bandaríkjamenn taki þátt í kostn-
aðinum við það. Skýrði Ígor Ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, frá því
í Brussel í gær og bætti því við að
andstæðingar talibananna vildu að-
eins gömul, sovésk vopn. Þau þekktu
þeir frá því í stríðinu gegn Sovét-
mönnum og vildu ekki önnur, jafnvel
ekki nýjustu, rússnesku vopnin.
Bandaríkjamenn efla tengslin við
stjórnarandstöðuna í Afganistan
Sundurleitt
bandalag ólíkra
þjóðarbrota
Washington, Brussel. AP.
OSAMA bin Laden telur að múslim-
ar þurfi að ráða yfir kjarnorku-,
efna- og sýklavopnum. Hann segir
bandaríska hermenn vera hugleys-
ingja og væskla og hefur engar
áhyggjur af því að einhver stuðn-
ingsmanna hans segi til hans í þeirri
von að fá verðlaunaféð, sem Banda-
ríkjastjórn hefur lagt honum til höf-
uðs.
Þessi afstaða kemur fram í bók
sem nú selst í gríðarstórum upplög-
um í Mið-Austurlöndum þar sem
m.a. er að finna 54 blaðsíðna langt
viðtal við bin Laden frá árinu 1998.
Bókin, sem er á arabísku, er eftir
Jamal Abdul Latif Ismail og nefnist
„Bin Laden, Al-Jazeera – og ég“ og
er þar að finna fyrrnefnt viðtal höf-
undar við bin Laden, sem birt var í
styttri útgáfu í þættinum Al-Jaz-
eera, sem er vinsæll sjónvarpsþátt-
ur er dreift er um gervihnött í Mið-
Austurlöndum.
Bókin er nú uppseld í Mið-Aust-
urlöndum og algengt er að fólk fái
hana hjá vinum og ljósriti hana.
Bin Laden talaði við höfundinn
fjórum mánuðum eftir að hryðju-
verkamenn réðust gegn tveimur
bandarískum sendiráðum í Austur-
Afríku í ágúst 1998. Bin Laden er
talinn ábyrgur fyrir því tilræði.
Í viðtalinu greinir bin Laden frá
því að hann hafi fæðst í Riyadh í
Saudi-Arabíu fyrir 45 árum eða árið
1377 samkvæmt dagatali múslima.
Hann segir frá hagfræðinámi sínu
við háskólann í Jiddah og störfum
fyrir fyrirtæki sem faðir hans átti en
faðirinn, Muhammad, var umsvifa-
mikill verktaki og lést þegar bin La-
den var tíu ára.
„Hver einasti Bandaríkja-
maður er óvinur“
Bin Laden er m.a. spurður um þá
yfirlýsingu sem hann gaf út árið
1998 þar sem segir að múslimar eigi
ekki einvörðungu að láta til skarar
skríða gegn bandarískum hermönn-
um heldur beri þeim einnig að reyna
að myrða óbreytta bandaríska borg-
arar. „Hver einasti Bandaríkjamað-
ur er óvinur og engu breytir hvort
hann er í röðum þeirra, sem berjast
gegn okkur eða tilheyrir þeim, sem
borga skatta.“
Bin Laden segir í viðtalinu að
sprengjuárásir Breta og Banda-
ríkjamanna á Írak séu að undirlagi
Ísraela og gyðinga, sem tekist hafi
að hreiðra um sig í Hvíta húsinu,
varnarmálaráðuneytinu banda-
ríska, leyniþjónustunni og utanrík-
isráðuneytinu.
Aðspurður um gjöreyðingarvopn
segir bin Laden að Ísraelar ráði nú
þegar yfir hundruðum kjarnorku-
vopna og það geri „vestrænir kross-
farar“ einnig. „Það er skylda mús-
lima að eiga [slík vopn] og
Bandaríkjamenn vita að nú hefur
múslimum tekist að komast yfir slík
vopn.“
Bin Laden lýsir yfir því að hann
hafi ekki borið ábyrgð á hryðju-
verkaárásunum á bandarísku sendi-
ráðin en segir rétt að hann hafi
„hvatt [múslima] til að heyja heilagt
stríð“. Hann segir tilraunir til að
frysta eigur hans og samstarfs-
manna erlendis engu breyta. „Við
hvetjum múslima til að verja fjár-
munum sínum í heilagt stríð og að
leggja sérstaka áherslu á þær hreyf-
ingar, sem hafa einbeitt sér að því að
drepa gyðingana og krossfarana.“
„Stærsti þjófnaður sögunnar“
Hryðjuverkaleiðtoginn lýsir yfir
því að Bandaríkjamenn hafi framið
„stærsta þjófnað sögunnar“ með því
að kaupa ódýra olíu frá Flóaríkjun-
um. Kveðst hann hafa reiknað út að
Bandaríkjamenn skuldi sérhverjum
múslima 30.000 dollara.
Lokamarkmiðið segir hann að sé
mjög skýrt: „Takmark okkar er að
frelsa land islam undan yfirráðum
trúleysingjanna og koma á lögum
Allah.“
„Múslimum ber að drepa
krossfarana og gyðingana“
Bók með viðtali við Osama bin Laden frá
árinu 1998 er nú uppseld víðast hvar í Mið-
Austurlöndum. Í viðtalinu kemur glögg-
lega fram djúpstætt hatur bin Ladens á
Bandaríkjamönnum og gyðingum.
Reuters
Pakistanskur drengur heldur á mynd af bin Laden í Íslamabad í gær.
Damaskus í Sýrlandi. AP.
JACK Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, varaði í gær við því að
Osama bin Laden og samstarfsmenn
hans kynnu að hafa skipulagt fleiri
hryðjuverk og líkti þeim við nasista.
„Það er ekki hægt að semja við
þessa menn,“ sagði Straw í viðtali við
breska útvarpið BBC og bætti við að
hryðjuverkamennirnir væru eins og
leiðtogar nasista að þessu leyti. „Það
var ekki hægt að semja við Adolf
Hitler, þótt sumir hefðu talið annað.“
Peter Hain, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í fyrrakvöld
að bin Laden og samstarfsmenn
hans kynnu að hafa lagt á ráðin um
fleiri árásir og Straw kvaðst vera
sammála því mati.
Varað við
fleiri árásum
London. AFP.
♦ ♦ ♦