Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 30
30 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AÐGERÐIR FLUGLEIÐA
Stjórnendur Flugleiða hafaskýrt frá viðamiklum að-gerðum, sem félagið er að
grípa til í því skyni að lækka út-
gjöld þess og mæta þeirri nýju
stöðu, sem upp er komin í milli-
landaflugi vegna atburðanna í
Bandaríkjunum.
Í stórum dráttum felast þessar
aðgerðir í uppsögn rúmlega 180
starfsmanna en fækkun stöðu-
gilda um rúmlega 270. Jafnframt
verður umtalsverð fækkun á
ferðum milli Íslands og annarra
landa og flugi hætt til a.m.k. eins
áfangastaðar. Þessar aðgerðir
verða til þess, að fækkað verður
um eina flugvél í millilandaflugi
félagsins.
Aðgerðirnar eru sársaukafull-
ar fyrir starfsmenn og þær þýða
minni þjónustu við viðskiptavini.
Þær leiða einnig til hækkunar á
fargjöldum.
Það er hins vegar mikilvægt að
landsmenn slái skjaldborg um
Flugleiðir í þessu máli. Fyrir-
tækið hefur gífurlega þýðingu
fyrir okkur Íslendinga og hefur á
undanförnum árum veitt frábæra
þjónustu.
Við núverandi aðstæður er
óhugsandi að hægt sé að halda
því þjónustustigi uppi. Eina
spurningin er sú, hvort nógu
langt sé gengið með þessum að-
gerðum til þess að tryggt sé að
rekstrargrundvöllur félagsins
verði traustur í framtíðinni.
Kannski þarf að ganga lengra.
Vangaveltur um það, hvort
stjórnendur Flugleiða séu að
nota tækifærið, sem atburðirnir í
Bandaríkjunum hafa skapað, til
þess að leysa önnur vandamál í
rekstri félagsins eru fánýtt hjal.
Það sem máli skiptir er þetta:
Við Íslendingar erum mjög
háðir samgöngum við aðrar þjóð-
ir. Einangrun okkar er mikil ef
þær eru ekki í lagi. Þegar harðn-
ar í ári og það félag, sem heldur
þessum samgöngum uppi með
reglulegum hætti árið um kring,
lendir í hremmingum hljótum við
að standa með því vegna þess, að
það eru okkar eigin hagsmunir,
sem einstaklinga og þjóðar, að
félagið nái sér á strik. Allt annað
eru aukaatriði í þessu samhengi.
Atburðirnir í Bandaríkjunum
hafa valdið mikilli óvissu um
heim allan. Það er því miður eng-
in ástæða til að ætla, að úr þeirri
óvissu dragi á næstu vikum eða
mánuðum. Þvert á móti má gera
ráð fyrir, að Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra um víða ver-
öld hefji innan tíðar aðgerðir
gegn hryðjuverkamönnum. Ólík-
legt er að þeir gefist upp í fyrstu
lotu enda erfitt að ná til þeirra.
Líkurnar á því að fólk haldi sig
heima við í stað þess að ferðast á
milli landa eru því miklar. Al-
menn efnahagsleg áhrif atburð-
anna í Bandaríkjunum og þeirra
aðgerða, sem á eftir fylgja, eru
mikil og eiga eftir að verða
meiri.
Af þessum sökum má búast við
að neikvæð áhrif þessarar at-
burðarásar á alþjóðavettvangi á
íslenzkt atvinnulíf almennt verði
mikil. En það er augljóst, að
þessi áhrif verða mest í rekstri
Flugleiða og annarra skyldra
fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Félagið er því augljóslega á
leið inn í mjög erfitt tímabil og
enginn getur fullyrt neitt um það
hvenær því lýkur.
Við Íslendingar höfum byggt
upp myndarlegan flugrekstur og
hér er til staðar víðtæk þekking
á því sviði. Flugleiðir eru ekki
eina flugfélagið, sem hér starfar.
Ekki er ósennilegt að rekstur
Atlanta verði fyrir umtalsverðu
áfalli af sömu ástæðum og Flug-
leiða. Þessi fyrirtæki tvö veita
miklum fjölda fólks atvinnu og
það kemur við þjóðfélagið allt,
þegar nokkur hundruð starfs-
menn í flugi missa vinnuna.
Stundum er sagt, að litlu
skipti, þótt gefizt yrði upp á
rekstri Flugleiða. Erlend flug-
félög mundu koma til skjalanna.
Þetta er rangt. Það skiptir öllu
máli fyrir okkur Íslendinga,
hvort flugi á milli landa er haldið
uppi af íslenzku flugfélagi eða
erlendu. Það ríkja allt önnur við-
horf hjá íslenzkum stjórnendum
og íslenzkum eigendum félags á
borð við Flugleiðir heldur en hjá
erlendum flugfélögum, sem hér
kæmu hugsanlega til sögunnar ef
illa færi. Erlendu flugfélögin
mundu láta hagsmuni hluthafa
sinna sitja í fyrirrúmi.
Það verður ekki sagt um
stjórnendur Flugleiða og forvera
þess félags síðustu hálfa öld eða
meir að hagsmunir eigenda hafi
setið í fyrirrúmi. Þvert á móti má
fullyrða, að þjóðarhagsmunir og
hugsjónir hafi alltaf ráðið ferð-
inni. Þess vegna á félagið og for-
verar þess tveir sérstakan stað í
huga og hjarta Íslendinga.
Íslenzk stjórnvöld hafa alltaf
sýnt sterkan skilning á þeim
þjóðarhagsmunum, sem hér eru í
húfi. Það kom skýrt fram í skjót-
um viðbrögðum ríkisstjórnarinn-
ar vegna tryggingavanda flug-
félaganna um síðustu helgi. Það
kom líka skýrt í ljós fyrir u.þ.b.
tveimur áratugum, þegar félagið
var í vanda statt og að því vegið
af óprúttnum stjórnmálamönnum
hér innanlands.
Íslenzkur flugrekstur hefur
alltaf risið upp úr þeim áföllum,
sem hann hefur orðið fyrir. Það
er hins vegar mikilvægt að al-
menningur átti sig á því, að nú er
mikil hætta á ferðum. Okkar
sjálfra vegna eigum við því að
vera Flugleiðum sá bakhjarl,
sem dugar til þess að tryggja
rekstur félagsins til lengri tíma.
FRUMMÆLENDUR ámálþinginu voru DavíðOddsson, forsætisráð-herra, Niels Pontoppidan,
fyrrverandi forseti hæstaréttar
Danmerkur, Hrafn Bragason,
hæstaréttardómari, Sigurður Lín-
dal, fyrrverandi lagaprófessor, Jón
Steinar Gunnlaugsson, hæstarétt-
arlögmaður og Ragnhildur Helga-
dóttir, doktorsnemi. Einnig ávörp-
uðu málþingið þau Ástráður
Haraldsson, hæstaréttarlögmaður
og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, al-
þingismaður og formaður allsherj-
arnefndar Alþingis. Stjórnandi mál-
þingsins var Eiríkur Tómasson
prófessor. Þingið sóttu tæplega 200
manns.
Úrskurðarvald dómstóla
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tók fyrstur til máls eftir að Ragn-
hildur Arnljótsdóttir, formaður
Lögfræðingafélags Íslands, hafði
sett málþingið. Davíð hóf mál sitt á
að hrósa stjórn Lögfræðingafélags-
ins fyrir val á umfjöllunarefni. Hann
teldi að ýmsar úrlausnir dómstóla
síðustu misseri gæfu tilefni til að um
þær væri fjallað í víðara samhengi.
Síðan fjallaði Davíð um úrskurð-
arvald dómstóla um stjórnskipulegt
gildi laga. Það vald ætti sér ekki
beina stoð í ákvæðum stjórnarskrár
og heimildin virtist í upphafi „sjálf-
tekin eða innflutt með tiltölulega
átakalitlum hætti frá Dönum, þar
sem dómstólar virðast í upphafi líka
hafa tekið sér valdið sjálfir, en það
vald hafa þeir farið sparlegar með
en hér hefur verið gert“. Engu að
síður teldist þetta vald löngu helgað
venju og viðurkennt hér á landi.
Hefðu Alþingi og ríkisstjórn ráðið
mestu um þá þróun.
Davíð minnti á að ekki væri jafn-
ræði með réttarstöðu hvers hand-
hafa ríkisvaldsins um sig. Löggjaf-
inn nyti lykilstöðu, sem væri vegna
þess að hann væri sá eini sem fólkið
í landinu geti náð milliliðalaust til.
Löggjafarvaldið sækti umboð sitt til
kjósenda á fjögurra ára fresti og
stæði þeim skil gjörða sinna. Þess
vegna væri löggjafarvaldinu ekki
aðeins falin meðferð löggjafarvalds-
ins, heldur einnig tryggð margvís-
leg áhrif á alla framkvæmdastjórn
ríkisins, bæði með þingræðisvenj-
unni og fjárstjórnarvaldinu.
Þennan grundvallarmun á eðli
löggjafarvaldsins annars vegar og
dómstóla hins vegar taldi Davíð
veita veigamikla leiðsögn um hve
langt dómstólar gætu gengið í að
endurskoða mat löggjafans, til að
mynda á inntaki mannréttinda-
ákvæða stjórnarskrárinnar. Hann
sagðist telja að þar væru dregin
ákveðin mörk, einkum hvað varðar
þau réttindi sem talin eru efnahags-
legs, félagslegs, menningarlegs „og
mér liggur við að segja pólitísks eðl-
is“. Inntak slíkra réttinda hlyti að
stjórnast mikið af efnahagslegum
aðstæðum í þjóðfélaginu á hverjum
tíma. Það væri og yrði helsta við-
fangsefni stjórnmálamanna að for-
gangsraða fjárveitingum. „Mat á
því, hvernig þeirri köku er skipt,
hefur ekkert með lögfræði að gera
og hlýtur að vera hjá þeim handhafa
ríkisvalds, sem falin er fjárstjórn
ríkisins, þ.e.a.s. löggjafanum,“ sagði
Davíð.
Það að löggjafinn fer með fjár-
stjórn ríkisins sagði Davíð skýrast
af áhrifum hennar bæði á almenn-
ing og alla framkvæmdastjórn rík-
isins. Hún stæði því í beinum
tengslum við aðra grundvallarþætti
lýðræðisskipulagsins. Fjárstjórnar-
réttur þingsins tryggði að völd og
ábyrgð færu saman.
Dómar setji niður deilur
Davíð sagðist ekki telja að hlut-
verk dómstóla væri að breytast. Að
minnsta kosti hefði hvorki almenni
löggjafinn né stjórnarskrárgjafinn
gefið heimild né tilefni til að ætla að
svo væri. „Ég tel því að hlutverk
dómstóla í stjórnskipun ríkisins sé
og eigi í grundvallaratriðum að vera
hið sama og verið hefur, að setja
niður þrætur og binda enda á deilur
manna í millum, allt eftir því sem
lög standa til. Í ljósi þeirra dóms-
mála, sem mestur styr hefur staðið
um að undanförnu, óttast ég hins
vegar að dómstólar séu að taka sér
nokkuð annað hlutverk, en stjórn-
skipun okkar gerir að öðru jöfnu ráð
fyrir. Og þá setja þeir ekki niður
deilur manna, heldur magna þær
upp – dómur verður þá ekki endir
hverrar þrætu, heldur upphaf hat-
rammra deilna, sem í verstu tilvik-
unum eitrar allt þjóðfélagið, eins og
við höfum því miður alltof mörg
dæmi um upp á síðkastið,“ sagði
Davíð.
Forsætisráðherra minntist á
bréfaskipti forseta Alþingis og
hæstaréttar í tilefni af öryrkjamál-
inu. Taldi Davíð þau bréfaskipti
hafa verið fullkomlega eðlileg, og
reyndar óhjákvæmileg, eins og á
stóð. Hann spáði því að slíkum
bréfaskiptum myndi fjölga ef dóm-
stólarnir héldu áfram á sömu braut.
Davíð sagði nærtækt að menn
spyrðu hvort það ætti áfram að vera
hlutverk almennra dómstóla að
skera úr um stjórnskipulegt gildi
laga, eða hvort ef til vill ætti að færa
það til sérstaks stjórnlagadómstóls.
Hann sagðist geta tekið undir það
sjónarmið að lítið stjórnkerfi ætti
fremur að huga að því að styrkja
þær stofnanir sem fyrir væru til að
gegna hlutverki sínu en að setja á
stofn nýjar. „...og ég hef meira að
segja lýst mig reiðubúinn til að beita
mér fyrir að komið verði upp sér-
stakri lagaskrifstofu við stjórnar-
ráðið til að fara með samræmdum
hætti yfir frumvörp ríkisstjórnar-
innar og meta hvort þau samræmist
stjórnarskrá. En á hverju eiga sér-
fræðingar á slíkri skrifstofu að
byggja ráðgjöf sína, ef mat dóm-
stóla á lögunum er ekki orðið nema
öðrum þræði lögfræðilegt? Ég er
hræddur um að slík skrifstofa yrði
þá betur skipuð spákonum og fé-
lagsfræðingum, en lögfræðingum.“
Davíð rifjaði upp að á liðnum vetri
var beint til hans fyrirspurn á Al-
þingi um hvort hann hyggðist beita
sér fyrir endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Í svari við þeirri fyrir-
spurn sagðist hann m.a. hafa lýst sig
reiðubúinn til samstarfs um endur-
skoðun ýmissa atriða hennar, þar á
meðal um dómsvaldið.
Áhrif alþjóðasáttmála
Niels Pontoppidan, fyrrverandi
forseti hæstaréttar Danmerkur, tók
næstur til máls. Hann rakti fyrst
sögu stjórnskipulags og dómstóla í
Danmörku allt frá síðari hluta 18.
aldar til dagsins í dag.
Pontoppidan rakti einnig áhrif
hinnar nýju Réttindaskrár Evrópu.
Hún er mun ítarlegri hvað varðar
ýmis grundvallarréttindi en danska
stjórnarskráin og Mannréttinda-
sáttmáli Evrópu. Réttindaskráin
gildir gagnvart stofnunum Evrópu-
sambandsins og aðildarlöndum
þess, en þó einungis hvað viðkemur
framfylgd Evrópusambandsréttar.
Margt bendir til þess að Réttinda-
skráin verði hluti af nýjum Evrópu-
sambandssáttmála. Ef svo fer gæti
það orðið til þess að t.d. danskir
borgarar njóti meiri réttinda sam-
kvæmt ESB-löggjöf en danskri.
Pontoppidan taldi ástæðu til að
greina á milli annars vegar stjórn-
málalegra mannréttinda, svo sem
tjáningarfrelsis og fundafrelsis,
skerðingar á réttindum einstaklinga
og minnihlutahópa og svo hins veg-
ar efnahagslegra og félagslegra
réttinda. Hvað varðaði síðar nefndu
réttindin taldi Pontoppidan að dóm-
stólar ættu að halda sig til hlés.
Þessi réttindi sneru að útdeilingu
lífsgæðanna og væru því viðfangs-
efni stjórnmálanna.
Breytt stjórnmálaumhverfi
Hrafn Bragason, hæstaréttar-
dómari, rakti í stuttu máli hvernig
stjórnmálaumhverfið hefði breyst í
áranna rás. Áður fyrr hafi einkum
embættismenn vermt bekki Alþing-
is, en nú heyri það til góðra siða að
þeir haldi sig fjarri stjórnmálum.
Með prófkjörum hafi máttur fjöl-
miðla í stjórnmálalífinu aukist.
Kunn andlit og kunnar raddir hafi
farið að hafa þýðingu í pólitík.
Frambjóðendur til Alþingis hafi
jafnvel valist á öðrum forsendum en
hvort þeir hefðu eitthvað til mál-
anna að leggja á löggjafarsviðinu.
Stærri kjördæmi muni síst til þess
fallin að auka áhrif kjósen
gjafarstarfið. Breytingarna
muni leiða til þess „að á þin
helst þeir sem kunna vel á
og hafa jafnvel til þess lær
verður eins og stofnun me
fjölmiðlafulltrúa. Hætta er
almenningsálitið skapist
af samspili fjölmiðla og stj
manna eða tengslafulltrú
tækja og þrýstihópa.“ Vi
breyttu aðstæður er hæt
ýmsir verði úti í umræðu o
anatöku. Telur Hrafn að m
því gera ríkari lýðræðiskrö
fá að kjósa á fjögurra ára fr
Þingið móti stefnu
Hrafn taldi hlutverk
eiga að vera að ákveða mar
gjafarinnar og að leggja
efnislínur. Þingmenn eða
heild ætti að eiga frumk
lagasetningu með þingsá
tillögum, sem þyrftu að ve
stefnumarkandi en nú e
þyrfti að fá kunnáttumen
koma málefninu í rétt ho
nefndir ættu að fara yfir l
vörp með sérfræðingum. A
vinnu þyrftu einnig sérf
um stjórnskipun að koma.
„Ég kemst ekki hjá því
einn vanda, sem lengi hefu
lenskri löggjöf, en hann e
samþykktum lögum er oft v
og opið framsal til stjórn
setningar frekari reglna u
lega og ómögulega hluti. V
ur meira að segja á stund
framselt til hálfopinberra
tengdir eru ákveðnum ha
aðilum,“ sagði Hrafn. T
nefndi hann löggjöf á sviði
aðar og fiskveiða. Á síðari á
oft reynt á það hvort slí
standist ákvæði stjórnarsk
Ný vopn í baráttun
Hrafn benti á að einstak
þjóðfélagshópar þættust h
ið ný vopn í hendur í bará
Alþingi eigi sinn þátt í þeir
smíð. Ekki megi gleyma þv
ið hafi samþykkt aðild að m
indasáttmála Evrópu
Málþing Lögfræðingafélags Íslands í
Málþing lögfræðingaféla
þeir Davíð Oddsson for
Dei
d
Lögfræðingafé
í gær. Fjallað v
dómstóla væri