Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 36
SKOÐUN
36 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KÆRI Ingvar, heill
og sæll.
Þakka þér fyrir
skemmtileg tilskrif.
Langt síðan ég hefi
fengið persónulegt
sendibréf – nema fáein
frá útlöndum. Ekki má
því minna vera en ég
beri mig til við að svara,
Ingvar minn. Leitt hve
það hefur dregist.
Mér þótti vænt um
að þú nefndir Brekku-
götuna á Akureyri og
Ólaf Methúsalemsson
frá Burstafelli; óðali
þar sem forfeður hans
höfðu búið mann fram af manni síðan
1532. Þau hjónin Ólafur og Ásrún
Jörgensdóttir frá Krossavík fluttu til
Akureyrar árið 1938 frá þorpinu á
Tanga í Vopnafirði þar sem Ólafur
hafði verið kaupfélagsstjóri. Hann
gerðist starfsmaður á skrifstofum
Sambandsins á Akureyri sem þá rak
umfangsmikinn ullar- og skinnaiðn-
að í verksmiðjunum Gefjuni og Ið-
unni. Og þangað kom ég líka til
starfa haustið 1942; hafði lokið prófi
frá Samvinnuskólanum um vorið. Og
mér hafði verið útvegað herbergi til
bráðabirgða í húsi þeirra hjóna á
Brekkugötu 25. En þaðan fór ég
aldrei síðan þau nær fimm ár sem ég
dvaldi á Akureyri; síðari árin nem-
andi í Menntaskólanum. Það var mitt
lán að eignast skjól hjá þessum heið-
urshjónum; næstum einn af fjöl-
skyldunni á þessu rótgróna menn-
ingarheimili. Þar fékk ég mitt annað
uppeldi.
Sannarlega var þar annað and-
rúmsloft en í torfbaðstofunni þar
sem ég er fæddur og uppalinn til 12
ára aldurs; baðstofunni sem afi minn
byggði 1906 á kotinu Beingarði sem
upphaflega mun hafa verið beitarhús
frá stórbýlinu Ási í Hegranesi. Víst
leið mér vel hjá góðum foreldrum og
ömmu sem vildi allt fyrir mig gera og
að því hefi ég búið alla ævi. En það
var þröngt í baðstofunni og líklega
ekki meira en 6–8 stiga hiti á köldum
morgnum í janúar og febrúar. Og
baðstofan fylgir mér hvar sem ég fer
eins og þorpið vestfirska Jóni úr Vör.
Og svo fór ég í skóla til Reykjavíkur
haustið 1939. Ég gleymi aldrei 10.
maí hernámsdeginum 1940. Þetta ár,
þegar kaflaskil urðu í Íslandssög-
unni, eru taldir 38.196 íbúar í
Reykjavík; 5.564 á Akureyri; 405 búa
á Tanganum í Vopnafirði; og á Nesi í
Norðfirði þar sem þú
áttir heima fram á ung-
lingsár búa 1.106
manns. Á Kópaskeri
sem þú nefnir í bréfinu
voru þá 46 manns bú-
settir.
Nú er þér ábyggilega
ekki farið að lítast á
blikuna; ætlar maður-
inn alls ekki að koma
sér að efninu! Skóla-
félagi þinn frá Akur-
eyri hefur greinilega
lítið breyst frá því í
gamla daga. Hvað kem-
ur þetta persónulega
mas svo sem við álita-
efnum í félags- og atvinnumálum
sem við blasa í dag jafnt á eyjunni
okkar og um heim allan. Og sjálfsagt
finnst mörgum tengslin vera lang-
sótt milli minningabrota minna og
hugleiðinga um hnattþorpið, heims-
væðinguna og nýkapítalismann. – En
þetta er nú einu sinni bréf til skóla-
bróður. Og mitt áhugaefni alla tíð,
vandi jafn óleystur fyrir mér og forð-
um daga á Akureyri, er staða ein-
staklingsins og hlutskipti manneskj-
unnar í samfélagi sínu: fjölskyldu,
félagshópi, þjóðfélagi.
Nú er það að vísu ekki skoðun mín
að hægt sé að „framleiða menn eins
og bómullardúka“. Líkami okkar og
líffæragerð setja hugarstarfinu og
þroskamöguleikum mannsins ramm-
ar skorður. Hitt finnst mér stöðugt
augljósara að sjálfsveran og per-
sónuleiki einstaklingsins séu sprott-
in úr andrúmi persónulegra sam-
skipta sem umlykur mannsbarnið frá
fæðingu og reyndar getnaði þar sem
líkamleg snerting og tungumálið
ráða mestu hvernig tekst að breyta
hinni ungu lífveru, ungbarninu, í fé-
lagsveru og manneskju. Það sam-
félag sem við fæðumst inn í og fóstr-
ar okkar – einkum áhrifin í
frumbernsku og æsku – mótar var-
anlega viðhorf okkar til annarra
manna og til umheimsins. Þess
vegna skiptir ráðandi samfélagsgerð
sköpum í lífi okkar. Dreifbýlið ís-
lenska – sjávarþorpið – þéttbýlið/
borgin. Við erum öll háð – sumir
mundu segja ofurseld – reynsluheimi
okkar. Er mitt veikburða sjálf, mín
blaktandi vitund þá algerlega lokuð
inni og varnarlaus í þessum þrönga
lokaða hring? Ekki alveg en svig-
rúmið er oftast lítið og mjög mismik-
ið eftir aðstæðum okkar. Og þar ræð-
ur upplýsing, efnahagur og samfélag
úrslitum. En nú verð ég að hlaupa á
stiklum.
Þú spyrð: „Er heimsbyggðin allt í
einu orðin eitt þorp? Hvernig má það
vera?“ Og þér finnst eitthvað skrýtið
við þá „samlíkingu“ að tala um alla
jarðarkringluna sem eitt þorp þar
sem búi 6 milljarðar manna, tala þús-
undir tungumála og búa við ólíka siði
og venjur. Ég er þér alveg sammála
að þessi staðhæfing er ekki bara út-
ópía eða staðleysa heldur rökleysa
eða öllu heldur fjarstæða. (Hug-
myndin um útópíu er gagnleg að
mínu viti en það má ekki misnota
hana eins og svo oft hefur verið gert,
líkt og með himnaríkið í trúarbrögð-
um). Verið er að bera saman eitthvað
alls óskylt og úr verður markleysa.
Sex milljarða sambýli manna getur
ekki verið þorp samkvæmt þeim
skilningi sem við leggjum í það orð.
Er þá hugtak McLuhans um heims-
þorpið merkingarlaust; jafnvel bein-
línis villandi og til þess eins fallið að
auðvelda vondum mönnum að fé-
fletta lýðinn sem „er villt um og
stjórnað af fám“? Ég get tekið undir
með þér almennt um markaðinn og
gróðann en hvað snertir boðskap
Marshalls McLuhans um eðli raf-
eindaboðskipta og áhrif þeirra á
mannleg samskipti; skynjun einstak-
lings, túlkun hans á aðstæðum sínum
og tilveru gegnir öðru máli. Þær hug-
myndir hafa mér einatt fundist
áhugaverðar og gagnlegar svo langt
sem þær ná. Og hugtak hans um
heimsþorpið (global village) verður
að skoða í því samhengi.
Bréfið þitt vekur upp sérstök
tengsl minninga hjá mér einmitt
tengt bókum McLuhans. Fulbright-
styrkur gerði mér kleift að stunda
nám við Teachers Colleges, Col-
umbia University, New York, vetur-
inn 1964–65. Unglingauppreisnin og
68-hreyfingin var að byrja að gera
vart við sig í Bandaríkjunum einmitt
þennan vetur, m.a. í TC sem liggur í
útjaðri Harlem-hverfis milli 119. og
120. götu á Manhattan. Bók McLuh-
ans „Understanding Media: The
Extension of Man“ kom út 1964 en
bókin „The Medium is the Message.
An Inventory of Effects“ birtist ekki
fyrr en 1967 en þar kemur hugtakið
„global village“ fyrst opinberlega
fram á prenti (bls. 63). Ég las tals-
vert þenna vetur enda innangengt úr
heimavist á bókasafn og í fyrirlestr-
arsali og ég auralaus. Og hugmyndir
McLuhans voru ábyggilega komnar í
umræðuna og ég hafði af þeim ein-
hver kynni þótt ég hafi e.t.v. ekki þá
lesið sjálfa bókina „Understanding
Media“. En mannlífið á Manhattan,
hraðinn og miskunnarleysið, hafði
mikil áhrif á mig. Mér finnst stór-
borgin hafa bætt dýrmætum kafla í
uppeldi mitt og menntun.
Til er tímarit sem ber heitið
„McLuhan Studies“ og með aðstoð
vina minna í KHÍ tókst mér að finna
það á Netinu. Þar má lesa ágæta
grein eftir Eric, son Marshalls
McLuhans, um upphaf hugtaksins
„heimsþorp“ og merkingu þess,
ásamt ýmislegum fróðleik öðrum
sem mér er um megn að endursegja í
fáeinum setningum svo skiljanlegt
verði. Hér koma samt glefsur. Rætur
hugtaksins liggja til 3. áratugarins
þegar útvarpið kom fram og er til-
raun til að lýsa áhrifum þessa nýja
miðils; hvernig hann færði okkur öll
nær hvert öðru og opnaði nýja sam-
skiptavídd, gjörólíka hinni sjónrænu
sem byggðist á blaði og prentuðum
orðum. Nærvera í tíma og rúmi verð-
ur ekki forsenda náinna samskipta
með sama hætti og áður; hljóðvarpið
færði á sinn hátt ættbálknum aftur
tilfinningalega nálægð þorpsins sem
prentmálið hafði að nokkru rofið.
Netið og Vefurinn hafa síðan breytt
hugmynd McLuhans frá 1967 í raun-
mynd; með tilkomu Netsins er hún
orðin staðreynd. En um leið er henni
umbreytt; gerð fjölskynjanleg
(multisensory) ímynd eða eftirlíking
af þeim parti heimsins og veru-
leikans sem Vefurinn hefur til sýnis.
Nú þykir mér allt eins líklegt að þú
vitir sitthvað um hugmyndir LcLuh-
ans og meira en þú lætur í veðri vaka
í bréfinu en það breyti hins vegar í
engu afstöðu þinni til hugtaksins sem
heimsþorpið vísar til. Okkur sýnist
þá einfaldlega sitt hvorum í þessu
efni. Vonandi getum við haldið um-
ræðunni áfram við tækifæri. Ein
ástæða til mismunandi viðhorfa gæti
stafað af því að fyrir mér er þekking
okkar á veruleikanum ávallt afstæð,
skilyrt af samhengi sínu; túlkun okk-
ar háð nýrri vitneskju og tæknin
breytir sífellt forsendum og skilyrð-
um mannsins til að skynja umhverfi
sitt og skilja stöðu sjálfs sín í tilver-
unni. Stórfelldar breytingar í þessa
veru kunna að ganga yfir mannheim
um þessar mundir. En það er efni í
annað símtal eða samræðu í góðra
vina hópi.
P.S.
Ég get ekki stillt mig um að bæta
við nokkrum sundurlausum athuga-
semdum um málefni sem snerta að
vísu ekki nema óbeint umræðuefni
okkar að framan. Þú lýsir andstöðu
þinni við samrunaferlið í Evrópu
ekki síður en alþjóðvæðingu við-
skipta undir formerkjum frjáls-
hyggjunnar. Skefjalaus markaðs-
stefna hefur skelfilegar afleiðingar
fyrir þorra fólks um allan heim, bitn-
ar þó verst á fátækum þjóðum; um
það er ég þér algerlega sammála.
Undanfarin ár hefi ég dvalið nokkr-
um sinnum í Evrópu og fylgist af
áhuga með umræðunni um aukið
samstarf ríkja þar og stækkun Evr-
ópubandalagsins. Í mínum huga er
það litlum vafa undirorpið að það er
þjóðum Evrópu ávinningur að efla
samstarf sitt innan bandalagsins og
helst stofna fyrr en síðar Sam-
bandsríki Evrópu. Það yrði stór-
merkileg pólitísk tilraun til að móta
nýtt stjórnkerfi á lýðræðislegum
grunni þar sem reynt yrði að varð-
veita sem mest og best þjóðmenn-
ingu einstakra ríkja en jafnframt
skapa forsendur til að þetta menn-
ingarsvæði haldi hlut sínum í mjög
breyttum heimi. En vissulega fylgja
þessu ýmisleg vandamál og einhver
verðmæti munu glatast eða taka
miklum breytingum rétt eins og mun
gerast í íslenskri náttúru ef við ætl-
um að nýta þá fjárhagslegu mögu-
leika sem felast í fallvötnum landsins
og þannig leggja grunn til frambúðar
að háþróuðum fjölbreyttum iðnaði og
skjóta traustari stoðum undir við-
skipti okkar við útlönd.
Ég vil að Ísland styrki tengslin við
Evrópu – ekki bara Norðurlöndin
þótt það sé svo sem sjálfsagt. Og
þess vegna vona ég líka við göngum í
Evrópubandalagið en hvenær það er
okkur hagkvæmast er matsatriði. Að
mínu áliti er íslenskt atvinnulíf enn
þá ekki fyllilega samkeppnisfært á
mörkuðum háþróaðra iðnríkja og því
hætt við að við yrðum útkjálkahérað
í víðlendu ríki; óeðlilega háðir styrkj-
um og ýmsum öðrum stuðningi. Ein-
mitt af þeim sökum verður að hraða
því sem mest að á Íslandi verði til
fullgilt alhliða þróað iðnríki. (Krist-
ján Friðriksson iðnrekandi barðist
áratugum saman fyrir því að efling
iðnaðar yrði eitt af helstu stefnumál-
um Framsóknarflokksins en flokks-
forystan sinnti því aldrei). Rafeinda-
tæki af öllum gerðum, alls konar
hugbúnaður, smíði áhalda og verk-
færa á tæknisviði ætti að henta okk-
ur vel. Álframleiðsla, sem er orku-
frek og hefur fremur sjálfvirkt
vinnsluferli, hentar einmitt vel, að
mínu áliti, sem áfangi á þessari
braut.
Þéttbýli og borgarmyndun hefur
alls staðar stutt að iðnaði og verslun
og leitt til aukinnar velmegunar;
einnig meðal fátækari hluta fólks
þegar til lengdar lætur. Þróun í
þessa átt fór svo til alveg fram hjá
okkur Íslendingum. Þorpið í Kvos-
inni var aðeins byrjað taka á sig smá-
vegis borgarsvip þegar ég kom fyrst
til Reykjavíkur í byrjun seinni
heimsstyrjaldar. Mér er mjög í mun
að hér rísi myndarleg borg á einu
fegursta bæjarstæði heims. Þess
vegna vil ég þétta byggðina; helst
tvöfalda íbúatöluna vestan við
Elliðaár; flugvöll burt úr Vatnsmýr-
inni og skipulagsmótun miðborgar
sem nær frá gömlu Höfninni suður í
Skerjafjörð. (Af ýmsu skrýtnu í um-
ræðunni um Flugvöllinn sl. vetur
þótti mér sú staðhæfing furðulegust
að ótímabært væri að taka ákvörðun
um framtíð vallarins og skipulag
svæðisins).
Félagslegar meinsemdir mann-
kyns eru margar en mér finnst fá-
tæktin og fáfræðin verst. Örbirgð og
einsemd þrífast að vísu alls staðar og
líklega hvergi sárari en í stórborg-
um. Samt voga ég mér að fullyrða að
þéttbýli og borgir hafi framar öðrum
gerðum mannabyggðar stuðlað að
aukinni upplýsingu fólks, menntun,
fjölbreytni í störfum og auðugu
mannlífi. – Hittumst heilir á næsta
kaffifundi MA-stúdenta, árgangi ’47.
ÞORPIÐ OG
MANNESKJAN
Jónas Pálsson
Við erum öll háð,
sumir mundu segja
ofurseld – reynsluheimi
okkar, segir Jónas Páls-
son í opnu bréfi til Ing-
vars Gíslasonar, fv.
menntamálaráðherra.
Höfundur er fyrrv. rektor KHÍ og
skólastjóri Æfingaskólans sáluga.
Glæsileg 132 fm íb. á efstu hæð,
“penthouse” ásamt stæði í bílskýli. 5
herbergi. Góðar stofur með aðgengi
út á stórar svalir með feikna miklu
útsýni. Parket og flísar. Frábær stað-
setning. Verð 17,8 millj. 1748
AUSTURSTRÖND – BÍLSKÝLI
Björt 4ra herb. endaíb. á 3. hæð ásamt bílskúr. 3 svefnherb. Góðar stofur
með svölum. Stærð 100 fm + 21 fm bílskúr. Hús nýl. standsett.
Verðtilboð. 1710
ÁLFTAMÝRI – BÍLSKÚR
FROSTAFOLD – BÍLSKÚR
GRETTISGATA
Rúmgóð og huggulega innréttuð 131 fm íb. á 2. hæð í góðu húsi. 2 stórar
saml. stofur. 2 svefnherb. Þvottahús í íbúð. Parket. Svalir. Verð 15,9
millj. 1697
Falleg 4-5 herbergja 119 fm íb. á 1. hæð ásamt 25 fm bílskúr á frábærum
útsýnisstað. Parket og flísar. Þvottahús í íbúð. Verð 16,9 millj. 1751
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r