Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hilmar SigurðurÁsgeirsson fæddist í Byggðar- horni í Flóa 13. júní 1931. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 19. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar Hilmars voru Guðleif Magnúsdótt- ir, f. 17. mars 1911, og Ásgeir Jóhanns- son, f. 2. jan. 1899. Systkini Hilmars eru Gunnar Jóhann, f. 28. maí 1933, Ásta Sigrún, f. 7. mars 1943, Birgir, f. 3. mars 1948, og Margrét, f. 11. ág. 1950. Hilmar kvæntist Aðalheiði Bóasdóttur, f. 19. okt. 1933. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Anna Jakobína, f. 5. des. 1955, hennar maður er Guðjón Þór Guðjónsson, f. 12. sept. 1955, og sonur þeirra er Davíð Örn, f. 29. apr. 1977. 2) Ásdís Hrönn, f. 27. mars 1963, sambýliskona hennar er Gunnfríður Ingimundardóttir, f. 20. ágúst 1960. 3) Hjörleifur Heimir, f. 10. jan. 1965, hans kona er Wenche Kvistler, f. 29.10. 1969, og þeirra sonur Trygve Heimir, f. 12. febr. 1998. Hjör- leifur á einnig Dið- rik Hilmar, f. 28. mars 1994, með fyrri sambýliskonu sinni, Guðrúnu Helgu Ingólfsdótt- ur. Tveggja ára gam- all fluttist Hilmar með foreldrum sín- um að Kálfholti í Holtum þar sem hann ólst upp. Hann vann ýmis störf sem ungur maður; við sveitastörf, vegagerð, fór á ver- tíð til Vestmannaeyja, á Kefla- víkurflugvelli, ók bifreiðum hjá Landleiðum og Mjólkurbúi Flóa- manna. Árið 1954 hóf hann akst- ur leigubifreiðar og var það hans aðalstarf upp frá því, lengst af hjá Bifreiðastöðinni Hreyfli. Útför Hilmars fór fram í kyrr- þey frá Kálfholtskirkju. Þegar ég sit hér og hugsa til baka, hugsa um pabba minn og hvernig hann var, veit ég ekki hvernig hægt er að segja frá hon- um. Hann var flókinn persónuleiki af gamla skólanum, vildi ekki láta hafa fyrir sér, kvartaði ekki og hafði ekki mörg orð um hugsanir sínar. Við sem þekktum hann sáum að þessir síðustu dagar og vikur voru ekki auðveldur tími. Þessi mjög svo ræðni maður hafði ekki lengur neitt að segja, hann var þreyttur og veikur. Það kom ekki fyrir á árum áður, óþreytandi gat hann rætt um hross, bíla og ættfræði og var mikil þekk- ing til staðar á þessum sviðum. Hestar og allt sem þeim viðkemur voru alltaf mikil ástríða hjá pabba. Hann lifði og hrærðist með hross- um frá bernsku, og var farinn að vinna með hross mjög ungur í Kálf- holti með afa. Síðar tamdi hann og járnaði fyrir fólk í mörg ár hér í Reykjavík. Ég veit að margir þeir eldri muna eftir pabba á Jarp og síðar Svarta-Blesa sem hann var stoltastur af þótt hann hafi um dag- ana átt marga góða hesta. Bílarnir hans voru yfirleitt ekki af verri tegundunum, amerískir skyldu þeir helst vera, helst með V-8 vél og „skipt fyrir daginn“. Aldrei neitaði hann mér um að fá bílana lánaða þó um atvinnutæki væri að ræða og vinnan í húfi ef eitthvað kæmi fyrir. Og óþreytandi var hann að keyra okkur hvert sem var. Þannig var pabbi minn. Ættir og uppruni fólks var eitt af áhugamálum hans ásamt fornsög- unum. Á árum áður höfðum við ekki mikinn áhuga á þessu þ.e. hverjir námu land hvar og hverjir bjuggu á þessum og hinum bænum fram á daginn í dag, af hvaða ættum þessi og hinn er eða var, en eftir því sem við urðum eldri lærðum að meta þetta allt. Að keyra um landið og fá lifandi lýsingu á öllu því sem fyrir augu ber og hefur gerst í gegnum aldirnar er ógleymanlegt en lærist því miður ekki strax. Þegar ég sit hér og sé fyrir mér pabba minn, er hann vel ríðandi við slakan taum, öll veikindi eru gleymd. Ég veit að þannig vill hann að sín sé minnst. Þín dóttir Ásdís Hrönn. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Þannig kvað Einar Benediktsson og finnst mér þetta ljóð að flestu leyti lýsa lífssýn Hilmars Ásgeirs- sonar. Hann var mikill aðdáandi ís- lenska hestsins og naut margra ánægjustunda í samfélagi við hesta sína. Hann lærði ungur að umgang- ast þá heima í sveitinni en í upp- vexti hans var hesturinn enn þarf- asti þjónninn, hvort sem var við vinnuna og búskapinn eða þegar menn lyftu sér upp frá amstri dag- anna. Seinna þegar sveitadrengurinn hafði kvatt sveitina og sest að í borginni var það hesturinn sem gaf honum samband við náttúruna. Og í félagsskap við hestana sína átti hann margar ánægjustundir. Hann átti góða hesta, en þekktastur var Svarti-Blesi. Þeir félagar fóru vel saman. Á tímabili endaði hann oft sína næturvakt með því að fara á hestbak og leggja út í morgunljóm- ann. Og víst er að þetta voru honum góðar stundir. En einnig hafa þær átt við ljóðlínurnar sem skáldið endar ljóð sitt Fákar með: – Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyp á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm það er best. Að heiman út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Þannig lýsir skáldið ákveðinni aðferð við að takast á við and- streymi lífsins. Það er vissulega svo að þess þurfum við öll og gerum hvert með sínu lagi. Hilmar var við- kvæmur maður og nokkuð ör í lund. Þetta einkenndi hann auk óvenju- legrar réttlætiskenndar sem hrein- lega var honum eins konar fjötur um fót allt lífið. Hann gat aldrei lært að beygja sig fyrir neinu sem honum fannst ekki í hjarta sínu vera rétt. Þetta færði honum gjarn- an tilefni til baráttu við öfl af ýms- um toga. Þessi réttlætiskennd var líka uppspretta þess að hann þurfti ætíð að standa með þeim sem áttu í vök að verjast og verja þeirra mál- stað. Sem sagt hann valdi ekki allt- af auðveldustu leiðina. Það hefur sennilega verið í samræmi við þessa skapgerðareiginleika, að hann komst aldrei upp á lag með að meta störf sín í krónum og aurum. Að gera vini eða kunningja eða bara bráðókunnugu fólki greiða var svo sjálfsagt að það tók oft drjúgt af tíma hans. Á sama hátt brást hann illa við svikum og undirferli og öllu slíku og lærði þá af reynslunni, eftir að hafa gefið fólki tækifæri, sem hann gaf öllum, og fór þá ekki í manngreinarálit. Hann varð líka þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast fólki sem ekki brást trausti hans og það mat hann mikils. Á sama hátt var oft gestkvæmt á heimili hans og Aðalheiðar. Systkini og aðrir vandamenn þeirra voru alltaf vel- komnir og nutu gestrisni þeirra og hins góða heimilisanda sem ætíð ríkti hjá þeim. Systkinabörnum sínum var hann góður frændi. Hann fylgdist ætíð með hverju og einu þeirra og spurði eftir þeim þegar hann talaði við systkini sín. Að launum uppskar hann virðingu og væntumþykju hinna yngri. Þegar kemur að þeim tímamótum í lífinu sem hér hafa orðið reikar hugurinn til bernsk- unnar, foreldraheimilisins. Hann Hilmar var elstur okkar fimm systkina og var 19 ára bil til hins yngsta. Hann fór fyrstur út í heim- inn og kom með hann heim með sér. Nútíminn birtist okkur í formi am- erískra „glæsidrossía“ eftir að hann gerðist atvinnubílstjóri. Hann náði strax tökum á framkomu heims- mannsins þó sveitastrákurinn væri alltaf á sínum stað. Ég minnist líka þess tíma þegar hann kom með hana Aðalheiði sína. Allý var eins og prinsessan úr ævintýrinu eða ef til vill frekar eins og amerísk film- stjarna. Þetta voru góðir dagar og lífið opið sem óskrifað blað. Síðan bættust þeim börnin þrjú, þau voru og eru hans gæfa og hafa hlotið margt af því besta frá foreldrum sínum. Ég spjallaði stundum við Hilmar bróður eftir að hann veiktist og ég er þess alviss að hann taldi sig gæfumann og var sáttur við lífið. Það var gaman að fá hann til að segja frá því sem var fyrir mitt minni. Hann var einnig nokkuð fróður um ættir okkar og hringdi stundum til að segja mér eitthvað af þeim vettvangi. Hilmar naut mikils og góðs stuðnings fjölskyldu sinnar í erfið- um veikindum sl. tvö ár. Við systk- inin erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta góðrar kvöldstund- ar með honum og fjölskyldu hans á sjötugsafmælinu hinn 13. júní sl. á heimili Önnu Jakobínu dóttur hans. Hann var glaður og skemmti gest- um sínum, þótt fársjúkur væri. Að leiðarlokum flyt ég börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðjur og blessunaróskir og Aðalheiði ástarþakkir fyrir tryggð og vináttu við hann og okkur öll í fjölskyldu hans. Sigrún. HILMAR SIGURÐUR ÁSGEIRSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. #               2.4'             +    !  " 5#6& / ! !" 4 7&  5#68 &  !" / ! #  &  4 &  !"  % 8%  &  / */ * &  / & / * !" 5#6& / * !"+ #            " /5'494 '2 # )  " $6 #* :;            +    ),!  " - . /     '$ '/   0    /  "       +  !   &) / 7 !" ' " 1"' " &  ! /* / 7 !" '   #7 !!" /*  /7/ 7 &  < =  >/ 7&# #/7 3# # &       !"  / 72 ? &#  + #               2.  -   /7 ) ; /      1         (! "  !)%!**! #  / !1"!" " '  % &  1"  % &  &  % !" #  3# &  #  /  % &   #52" !" / ##   % !" ' /    / !" #7 % &  #  .& ! &#) )* + 0. 2  3 / 2/      3 .    . ' .'      2 4 32'1-48@ 4>-  #1&7" !" 8% 3*# &   3*8% !" 1&7"  #8% &  86 86  &  3  " !" #   86  !"+ #            -A  32 >- ' 7 7:B        4 '    !  " 2   !" 2" & )      !" 2 & )(   !" ' .)* &  8%  5+  !" # (  &   & )   &  '- * ' 7 ! !" 5#6  !" "   ## &  %  !" % 2  &  ) )* &#) ) )* + 0.  2   3         3       .    .   2 4 32'1- 8@ 4>- / 786 1&7" &  3*# !" #1&7" &   # -  !"   *77 )* &#  #*77 )* +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.