Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 48
48 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MÖRG okkar kannast við Alda-
mótaljóð Einars Benediktssonar,
sem hann orti í upphafi komandi
aldar, – þeirrar tuttugustu. Þar
brýnir hann þjóðina til dáða, um leið
og hann ávítar hana fyrir framtaks-
leysi og aumingjaskap. Einar var
maður hins nýja tíma, framsækinn
og djarfur. Hann sá í anda, líkt og
raunar skáldið Hannes Hafstein, öld
framfara og vélvæðingar. Þeir höfðu
báðir stundað háskólanám í Kaup-
mannahöfn og séð þar tæknilegar
nýjungar, eins og járnbrautir, sem
þar var komið á um miðja 19. öld.
Fiskveiðar hafa verið stundaðar
hér frá öndverðu, en lengi vel við
mjög ófullkomin og frumstæð skil-
yrði. Einar yrkir um það í Alda-
mótaljóðum sínum, og dregur hvergi
af skoðun sinni á landsmönnum og
framtaksleysi þeirra.
Þú býr við lagarband, –
bjargarlaus við frægu fiskisviðin,
fangasmár þótt komist verði á miðin,
en gefur eigi
á góðum degi,
gjálpi sær við land.
Vissirðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar?
Fleytan er of smá, sá guli er utar.
Hve skal lengi
dorga, drengir,
dáðlaust upp’ við sand?
Ég hefi fyrir framan mig Kvæða-
safn Einars Benediktssonar, gefið
út af Máli og menningu 1994. Þar
eru öll fimm ljóðasöfn skáldsins í
einu bindi, svokallaðri Stórbók. Er-
indið úr Aldamótaljóðunum birtist í
fyrsta ljóðasafni skáldsins, er út var
gefið 1897: Sögum og kvæðum.
Þarna er sagt: „Sá guli er utar“, og á
að sjálfsögðu við þorskinn. En þann-
ig orti skáldið ekki upphaflega, held-
ur var ljóðlínan þannig:
Fleytan er of smá, sá grái er utar.
Þar átti Einar Benediktsson við
hákarlinn, sem nefndur var sá grái
og var veiddur af kappi miklu um
það leyti, sem hann orti sitt ágæta
Aldamótaljóð. Þannig var ljóðið birt
allt frá því það var ort og í mörgum
prentunum síðar. Sagt er, að séra
Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauksdal
hafi vakið athygli skáldsins á því, að
þetta hlyti að eiga að vera sá guli,
þ.e. þorskurinn, og hann verið því
samþykkur. – Þetta er samkvæmt
skýringum aftan við Kvæðasafn
Einars Benediktssonar.
Ég lærði ljóð þetta í barnaskóla á
sínum tíma. Þar var talað um þann
gráa en ekki hinn gula. Alltaf er
óviðkunnanlegt, þegar ljóðum, sem
við höfum kunnað frá barnæsku, er
breytt. Eigum við kannske, vegna
breyttra aðstæðna núna, að setja
inn orðið jeppi, þar sem áður var
minnst á hest, og tölvu, þar sem
minnst var á ritvél? Mér finnst, að
ljóð og ritverk viðurkenndra þjóð-
skálda, sem við höfum vaxið upp
með, eigi að halda sér eins og þau
voru unnin í upphafi, en sé ekki
hnikað til, í samræmi við breyttan
tíma. Með þökk fyrir væntanlega
birtingu.
AUÐUNN BRAGI SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Fleytan er of smá,
sá grái er utar
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
MANNKYNIÐ allt stendur nú and-
spænis ólýsanlegum ógnum og óvissu
um hver verði framvinda í efnahags-
legum og félagslegum samskiptum
manna. Ógnarvið-
burðir síðustu
daga hafa opnað
augu manna í
þessu efni og fyrir
því að það sé
hvergi öryggi að
finna vegna
óhæfuverka
mannanna sjálfra.
Jafnvel að við
Íslendingar séum
þegar í ófyrirséðum vanda gagnvart
flugsamgöngum svo að eitt áþreifan-
legt dæmi sé nefnt.
En svo eru önnur vandamál sem
við getum sagt að við höfum að
mestu á valdi okkar og þar sé ekki
allt eins og best verði á kosið.
Nefnd skulu nokkur dæmi:
Fólki fækkar sífellt og markvisst á
landsbyggðinni, m.a. og fyrst og
fremst vegna stjórnsýsluaðgerða um
bann við veiðum frá hefðbundnum
veiðistöðvum meðfram strandlengju
landsins og skipulagðra aðgerða um
fækkun bújarða og bænda.
Ákveðið er að breyta kosningalög-
um og kjördæmaskipan í fjarlægt
form, án umræðna við fólkið í land-
inu, en með sambræðslu þingflokk-
anna, með þeim afleiðingum að
skæklatogi kjördæmanna er viðhald-
ið og um leið meirihlutavaldi höfuð-
borgarsvæðisins, ef til átaka kæmi.
Þessi ákvörðun stjórnvalda hefir
sérstöðu að því leyti að kjósendur
virðast sammála um að breytingin sé
að flestu leyti mislukkuð.
Lögvernduð virðist ránsferð ís-
lenska ríkisins að þinglýstum fast-
eignum bænda og viðurkenndra fé-
lagasamtaka þeirra, svo sem
upprekstrarfélaga og sveitarfélaga.
Í þessu tilfelli er viðhorfi til frið-
helgi eignarréttarins snúið til bók-
staflegrar andhverfu sinnar.
Eldri borgurum og öðrum lífeyr-
isþegum er úthlutað að búa við tví-
sköttun og lægri bætur en svarar til
almenns verðlags í landinu og þar af
leiðandi dæmdur lélegri lífsmáti en
þeim sem hafa fulla starfsorku.
Ekki getur þessi ákvörðun talist
stórmannleg, tekin af þeim aðilum er
ákveða sjálfum sér hinar ótrúlegustu
upphæðir í laun.
Á fleira mætti minna, en að þessu
sinni er aðeins spurt:
Hver vill gangast við verknaðinum
og svara fyrir hann?
Verði þá einhverjir til þess.
GRÍMUR GÍSLASON,
Garðabyggð 8, Blönduósi.
Staðreyndir
sem blasa við
Frá Grími Gíslasyni:
Grímur
Gíslason