Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 49

Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 49 Aukafallsliðir, framhald. II. Í þágufalli, og nú vandast málið til muna. Þágufall í ís- lensku samsvarar tveimur föllum í latínu: dativus og ablativus. Í hinum latneska ablatíf slyngur saman þremur meginþáttum, sem eru instrumentalis, locativ- us og privativus. Sjá betur síðar, en sjálft heitið ablativus er af sögn sem merkir ég svipti, tek burt. Hún beygist svo óreglulega að naumast verður við unað: aufero, abstuli, ablatum, auferre. Skilríkir menn ráðleggja mér að taka hér aðeins aðalatriði með skýrum dæmum, og mun ég sæta því, enda að okkar dómi betra að einfalda flókna hluti en flækja einfalda. Og einhvers staðar verð ég að byrja: Tímaþágufall (ablativus temp- oris). Táknar bæði (eins og tíma- þolf.) hvenær eitthvað gerist og hversu lengi eitthvað varir. Hún var hér vikum og mánuðum sam- an. Nóttum fóru seggir. (Völund- arkviða). Eo die tres horas pugn- atum est. (Á þessum degi var barist þrjár stundir (tímaþolf.)): þarna hefur íslenskan forsetn- ingu framan við þágufallið. b) Háttarþágufall (abl. modi). Oft er það illgreinanlegt frá því sem kemur í c-lið. Þeir létu öllum illum látum. Hún fór huldu höfði. Cicero milites summa dili- gentia in castris continuit. (C. hélt hermennina í herbúðum af mestu kostgæfni). Háttarþágufall táknar sem sagt hvernig, með hvaða hætti eitthvað gerist (er gert). c) Verkfærisþágufall (abl. instrumentalis) táknar með hverju eitthvað er gert. Nú verð- ur hér nokkur málalenging. Þetta fall kallar Kristinn Ármannsson tækisfall. Ég sagði nemendum mínum frá því. Útkoma á prófum varð stundum sú að tækisþágu- fall og verkfærisþágufall rann saman og breyttist í „tækifær- isþágufall“, og væri það kannski heppilegt heiti á ýmsum þessara aukafallsliða. Ég var þá enn ekki nógu vel lesinn í setningafræði Smára. Hann kallar þetta tólfall, en ég þykist sjá að það gæti mis- skilist, þó orðið sé gott sem slíkt. Nú verð ég að koma með dæmi: Þeir börðu Alfegum byskup hraunum og hornum. Þarna er alveg ljóst með hverju þeir börðu hann. Hann var lagður spjóti í gegnum. Romani pugnati erant ferro ignique. (Rómverjar börð- ust með járni og eldi.) En margt lá á mörkunum í latínu, og sögðu þá latínugránar að þetta væri „svona instrumentalt-modalt“. d) Samanburðarþágufall (abl. comparativus.) Mjög auðþekkt og má setja en + nefnifall í staðinn. Hann er mér meiri = hann er meiri en ég. Stóð hún manni sín- um langt framar. Puella biennio maior est puero. (Stúlkan er tveim árum eldri drengnum = en drengurinn.) e) Mismunarþágufall (abl. differentiae eða mensurae); tákn- ar hversu miklu munar á því sem verið er að bera saman, og er því jafnan fylginautur með samanburðarþágufalli, svo í lat- ínu sem í íslensku. Hann var mér sýnu betri, gæti hlaupari sagt um keppinautinn, ekki „samkeppnis- eða kapphlaupsaðilann“. Þarna er sýnu mismunarþágufall og mér samanburðarþágufall. Þetta merkir að hann var sjónarmun betri en ég. Mismunarþágufall þarf ekki nauðsynlega á saman- burðarþágufalli að halda: Ek hef Hlórriða hamar of folginn átta röstum fyr jörð neðan. (Þrymskviða.) Dæmi um þessi föll í latínu er undir d-lið, þar sem biennio er mismunarþágufall = tveim árum. f) Staðarþágufall (abl. loci.) Skýrist með dæmum. Við skrif- um í upphafi bréfa og utan á um- slög Brekku, ekki Brekka. Brekku, 28. janúar 1997 og utan á Jón Jónsson Brekku Lukkudal. Að leita dyrum og dyngjum = í dyrum og dyngjum, það er: á lík- legum sem ólíklegum stöðum. Vegna skilningsskorts og brauks og bramls við húsleitir breyttist þetta í að „leita með dunum og dynkjum“. Romani hoc loco diu pugnabant. (R. börðust lengi á þessum stað.) g) Eðlisþágufall (abl. qualitat- is.) Hann er mikill vexti og hún fríð sýnum. Dumnorix est (praes- ens historicum) summa audacia, magna apud plebem gratia. (D. er (sögunútíð) mjög hugrakkur og nýtur mikillar lýðhylli.) Eðl- isþágufall mætti allt eins heita tillitsþágufall (abl. respectivus.) Hann var mikill „með tilliti til vaxtar“. h) Þágufall með ópersónuleg- um sögnum. Honum þykir sopinn góður. Mér ber að gera þetta. Tibi est tacendum. (Þér ber að þegja.) i) Upprunalegt þágufall, stundum nefnt þægindafall og óþægindafall eftir atvikum. Það tjáir í hvers þágu eða óþágu eitt- hvað verður (dativus commodi eða incommodi.) Þetta var hon- um mátulegt. Hann dró sér fé. Hitt kom oss í opna skjöldu. Oft má setja orðin handa eða fyrir á undan þægindafalli. Non scholae, sed vitae discimus. (Við lærum fyrir lífið (lífinu), en ekki fyrir skólann (skólanum).)  Hlymrekur handan kvað: Þeir segja að lífið sé ljúft sem leggjast í hugsun svo djúpt að um þá slær svita, en aðrir menn vita að allt er í heiminum kúpt.  Valgarður Egilsson læknir skrifar mér svofellt bréf: „Hr. Gísli Jónsson. Ég þakka fyrir skemmtilega þætti þína. Ferðalangar skoða landið og njóta. Fyrri kynslóðir litu sínum augum land og náttúru. Vindur- inn er enn kallaður hann: hann er á austan. Veðrin höfðu skap, ólm- ir lækir ætlan. Fjöll höfðu svip. Menn persónugerðu land eins og sést af örnefnum: Kerling og Karl, Jómfrú og Strákar, Bræður og Blámenn og Sveinar. Jörðin var kvik með nökkurum hætti, sagði Snorri. Landið ber svip af manni: Höfuð, Skalli, Hnakki, Brún, Augu, Nef, Enni, Munnur, Kjaftur, Tunga, Vangi, Kjálki og Kinn, Kverk og Gúll og Háls og Svíri, Olnbogi, Hnúi, Hnefi og Þumall, Öxl og Hryggur, Bringa og Bak, Mjöðm, Rass og Nári, Eistu og Læri, Fótur og Hné og Hæll og Tá. Annar Snorri talar um land, þjóð og tungu. Fjöll heita Jörundur, Þóra og Þor- björn, Þorfinnur, Vigga og Sigga – og Dísin. Það er kumpánlegt þegar örnefni bætir við sig greini: Finnurinn er grár í brún- ir, ég fór hér dálítið upp í Lútina. Í ofangreindri upptalningu eru sjálfsagt álitamál, enda mega les- endur bæta um. En sagan er ofin í landið. Með þökk.“ Ég þakka Valgarði fróðleikinn og það því fremur sem ég hef alltaf verið heldur slakur í ör- nefnum. Auk þess fær Karl Garðarsson plús fyrir góða íslensku að öllu leyti; en raunalegt þótti umsjón- armanni að heyra gamlan nem- anda sinn og starfsmann Ríkis- sjónvarpsins segja að „vinna með börn“, sjá síðasta þátt. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.129. þáttur V e rð s e m s læ r ö ll m e t P R E N T S N I Ð 40% afslæ tti OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki á fínu verði. 2ja ára ábyrgð og fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 VERÐ SEM SLÆR ÖLL MET Við efnum nú til sérstaks kynningarátaks á hinum fallegu og fullkomnu ELBA raftækjum og bjóðum ALLT AÐ 50% TÍMABUNDINN AFSLÁTT VERÐDÆMI: Innbyggingarofnar frá kr. 29.750,- (31% afsláttur) Helluborð m/4 hellum - 11.300,- (50% afsláttur) 4ra hellu keramikborð - 35.870,- (27% afsláttur) Helluborð 2raf + 2gas - 19.990,- (37% afsláttur) Gasborð 4 blúss - 25.930,- (27% afsláttur) PAKKATILBOÐ: ofn + helluborð + vifta – frá kr. 47.830,- Veggvifta, hvít eða stál frá kr. 5.960,- (28% afsláttur) Veggháfar, stál - 23.960,- (23% afsláttur) Einnig keramik grill, barbecue grill og djúpsteikingarpottar, niðurfellt í borð, með 50% afslætti. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR – FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR mánudaga–föstudaga kl. 9-18 laugardag 29/9 10–16 og sunnudag 30/9 13–16OPIÐ Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.