Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 50

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 50
Ekki er fríður flokkurinn Í GREIN Ólafs H. Hannes- sonar í Bréfum til blaðsins þriðjudaginn 25. sept. er vísupartur sem er sagður seinni partur úr vísu eftir Bólu-Hjálmar. Eftir því sem ég best veit er þessi vísa ort löngu eftir að Bólu-Hjálmar er látinn. Hún er eftir bónda í Eyjafirði. Vísan hljóðar svona: Ekki er fríður flokkurinn mér finnst hann prýða hundurinn þetta er Hlíðarhreppsnefndin hún er að skríða í Kuðunginn. Bóndinn yrkir þetta um hreppsnefndina í Kræk- lingahlíð sem er fyrir utan Akureyri og Kuðungurinn er samkomuhúsið í Kræk- lingahlíðinni. Dagbjört. Ekki eftir Bólu-Hjálmar BIRNA Friðbjarnardóttir, Akureyri, vildi koma á fram- færi athugasemd vegna greinar frá Ólafi H. Hann- essyni sem birtist í Bréfum til blaðsins 25. september. Í bréfi Ólafs var vitnað í vísu og seinni partur hennar birtur. Vísan var eignuð Bólu-Hjálmari, en það mun ekki alls kostar rétt, heldur er þessi vísa eftir Friðbjörn Björnsson frá Staðartungu. Forsagan mun sú að Friðbjörn og fleiri menn voru að koma ríðandi frá Akureyri og urðu varir mannaferða. Guðmundur á Þúfnavöllum sem með var í för spyr hverjir þar skyldu vera á ferð. Friðbjörn leit á mennina og svarar: Þetta er Hlíðarhreppsnefndin hún er að skríða í Kuðunginn ekki er fríður flokkurinn mér finnst hann prýða hundurinn. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Pol- ar Prinsess og Hvilv- tenni fara í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Okkar ár- lega hausthátíð verður föstudaginn 5. október og hefst kl. 13:30 með söng barna úr Granda- skóla. Hátíðarbingó kl. 14, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópr- ansöngkona syngur. Kaffihlaðborð kl. 15. Ólafur Ólafsson leikur á hljóðfæri. Skráning í kaffihlaðborð. Miða þarf að vitja í síðasta lagi mið- vikudaginn 3. október. Bólstaðarhlíð 43. Opið hús fimmtudaginn 4. okt kl. 19–21. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur lög af geisladiski föður síns. Upplestur og dans. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Leshringur á Bókasafni Garðabæjar byrjar 1. okt. kl. 10.30. Bútasaumur byrjar 3. okt. kl. 16 í Garðaskóla. Leshringur á Bókasafni Álftaness byrjar 10. okt. kl. 15. Nánari upplýs- ingar á www.fag.is. Sími 565 6622. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum á fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félag eldri borgara, Garðabæ. Kór aldraðra í Garðabæ vantar bæði kven- og karlaraddir. Æfingar mánudaga kl. 17. Upplýsingar í síma 565-6424. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Ganga kl. 10 rúta frá Miðbæ kl. 9:50. Á mánu- dag verður félagsvist kl. 13:30. Á þriðjudag verð- ur saumar og bridge. Pútt á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Þriðjud. 2. okt. verður púttkeppni við púttklúbb Hrafnistu á Hrafnistuvelli mæting kl. 13:30. Kaffi á eftir í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30 og dansleikur kl. 20 Caprí- Tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Aðalfundur Brids-deildar FEB kl. 13 spilað á eftir. Þriðjudag- inn 2. október kl. 12 koma eldri borgarar frá Svíþjóð í heimsókn til okkar í Ásgarð, Glæsibæ. Félagar eru hvattir til að koma og taka á móti þeim og skemmta sér undir fjöldasöng og harmónikkuleik. Léttur hádegisverður. Skák kl. 13 á þriðjudag og alkort kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 10. Brids námskeið byrjar mið- vikudagskvöldið 3. októ- ber kl. 19.30 í Ásgarði Glæsibæ, kennari Ólafur Lárusson. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10–16 í s. 588-2111. Gerðuberg. Sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug á vegum ÍTR á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 19.30, umsjón Edda Baldursdóttir íþróttakennari. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og föstudögum kl. 9.30, um- sjón Óla Kristín Frey- steinsdóttir. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575-7720. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað verður á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 11. Mætum öll og reynum með okkur. Vesturgata 7. Miðviku- daginn 3. október verður Félags- og þjónustu- miðstöðin 12 ára, af því tilefni bjóðum við gest- um og velunnurum í morgunverð frá kl. 9–10. Haustfagnaður fimmtu- daginn 11. okt. Húsið opnað kl. 17.30 veislu- stjóri séra Hjálmar Jónsson, Sigurbjörg P. Hólmgrímsdóttir við flygilinn, kvöldverður. Haustkabarett, berja- terta með kaffi í eftirrétt. Anna Sigríður Helga- dóttir söngkona syngur gömul íslensk dægurlög og fleira, píanóleikari Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Skemmtiatriði Ómar Ragnarsson, pí- anóleikari Heiðar Ing- ólfsson. Aðgöngumiði gildir sem happdrætti, hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Helgistund fimmtudag- inn 4. október kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests, kór Fé- lagsstarfs aldraðra syng- ur undir stjórn Sigurbjargar P. Hólm- grímsdóttur. Fjölmenn- um á fyrstu helgistund vetrarins, allir velkomn- ir. Ath.! Nýtt á Vest- urgötu 7, leirmótun hefst í október, kennt verður á fimmtudögum frá 17–20, leiðbeinandi Hafdís Benediktsdóttir, upplýs- ingar og skráning í síma 562-7077. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Bingó kl. 14 í dag. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Félag breiðfirskra kvenna. Vetrarstarfið hefst mánudaginn 1. október kl. 20. Bingó. Rætt um framtíðina. Mætum vel. Söngvinir – kór aldraðra í Kópavogi, munu hefja vetrarstarfið 1. október. Söngæfing verður mánu- daginn l. okt. og hefst kl. 17.15 í Gjábakka. Mæt- um öll með bros á vör. Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Aðalfund- urinn verður sunnudag- inn 30. september kl. 15 í Höfðagrilli, Bíldshöfða 12, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mæti vel. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Félagsfundur verður haldinn í Kirkjubæ þriðjudaginn 2. okt kl. 20.30. Fund- arefni: Kirkjudagurinn. „Kátir dagar“ haust- fagnaður. Okkar árlegi haustfagn- aður verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS, Hótel Sögu, föstudaginn 12. okt. kl. 19 kvöldverð- ur að hætti Hótel Sögu og fjölbreytt skemmti- atriði. Veislustjóri Helgi Seljan. Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg syngja og spila. Sr. Þórir Stephensen ræðumaður kvöldsins, fjöldasöngur ferðakynn- ing happdrætti. Þuríður Sigurðardótir ásamt hljómsveit heldur uppi fjörinu á dansgólfinu. Allir velkomnir. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Fundur og óvissuferð laugardaginn 29. sept. Mæting kl. 11.30 í Höllubúð, boðið upp á léttan hádegismat lagt af stað í óvissuferð- ina kl. 13. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi, fyrirhugar ferð á Njáluslóðir laug- ardaginn 6. október. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 12. Leið- sögumaður Arthúr Björgvin Bollason. Sögu- setrið á Hvolsvelli tekur á móti gestum með þriggja rétta veislu- máltíð, sem snædd er við langeld, að hætti fornra höfðingja. Sýndur er leikþáttur þar sem Hall- gerður og Bergþóra eru í aðalhlutverkum. Að lok- um verður stiginn dans. Sætafjöldi er takmark- aður við 40. Upplýsingar og skráning hjá Ólöfu s. 554-0388 eða Sig- urbjörgu eftir kl. 17 í s. 554-3774. Í dag er laugardagur 29. sept- ember, 272. dagur ársins 2001. Mikjálsmessa. Orð dagsins: Ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur. (Jes. 58, 10.) K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Á MEÐAN Vesturlandabúarleggja allt kapp á að safna fé til handa fórnarlömbum hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum erum við Ís- lendingar að safna handa kornungri sjónvarpsstöð sem á um sárt að binda. Hún hefur vakið geysilega athygli bónin sem hinir úrræðagóðu ungu stjórnendur SkjásEins hafa sent þjóðinni um að „hjálpa sér að skemmta okkur áfram“, eins og Vík- verji heyrði Árna Þór Vigfússon sjónvarpsstjóra orða það á svo skemmtilega grípandi og auglýs- ingavænan máta. Bara það hvernig auglýsingin er sett fram er stórmerkilegt út af fyrir sig: „Við vitum að það er aumingja- legt að biðja áhorfendur um pen- inga!“ Aðdáunarverð hreinskilni það en jú, í þessu tilfelli verður ekki hjá því komist að finnast það fremur aumingjalegt í ljósi þess hversu mjög hefur verið hamrað á því að stöðin sé ókeypi. (Sem hún hefur náttúrlega aldrei verið því áhorfendur borga fyrir sig með því að sitja undir öllu auglýsingaflóðinu) En nú er hún sem sagt orðin „næstum því alltaf ókeyp- is“. Enn snjallt auglýsingaorðalag. Vissulega er hálfaumingjalegt fyrir stöð sem hefur stært sig af því að geta komist af án þess að þurfa að seilast í vasa áhorfenda að leggjast allt í einu á kné og grátbiðja þá um smáaura, hálfpartinn gefandi í skyn að þeir sem notið hafa stöðvarinnar standi nú í þakkarskuld við hana og eigi því samvisku sinnar vegna að rétta hjálparhönd þegar hún á bágt. x x x EITT hið besta við stöðina hingaðtil er að hún hefur aldrei haft neinum skyldum að gegna gagnvart áhorfendum því þeir hafa hvort eð er ekki borgað krónu fyrir að njóta hennar. Sáraeinfalt mál. Stöðin er í loftinu og okkur er algjörlega í sjálfs- vald sett hvort við horfum eða ekki. Engin gjöld, hvorki nauðungar- né áskriftargjöld, jafngilda engum skuldbindingum af hálfu stöðvarinn- ar og engum væntingum eða kröfum af hálfu áhorfenda. Nú stendur Skjárinn hins vegar frammi fyrir því að þurfa að uppfylla einhverjar væntingar – uppfylla kröfur sem þeir eiga nú rétt á að gera sem látið hafa fé af hendi rakna í þágu stöðvarinnar. Víkverji vonar að sjónvarpsstjóri og samstarfs- menn hans geri sér grein fyrir þess- um nýju skyldum sem þeir hafa tek- ist á herðar. x x x HVAÐ svo sem segja má um þettasérkennilega örþrifaráð Skjás- manna blöskraði Víkverja frétta- flutningur helsta keppinautarins, Stöðvar 2, um málið. Hvernig sem á hann er litið verður ekki hægt að meta hann öðruvísi en svo að hann hafi verið hlutdrægur og ósanngjarn í garð SkjásEins. Fréttamaður virð- ist hafa gengið út frá því að reyna að finna eitthvað ólöglegt, siðlaust eða bókstaflega hlægilegt við þetta at- hæfi keppinautarins og það var eins og hálfhlakkaði í honum er hann til- kynnti þá útreikninga sína að til þess einfaldlega að greiða fyrir auglýs- ingaherferðina þyrftu 200 manns að gefa upphæðina sem óskað væri eft- ir. Ef fréttamaðurinn hélt sig þar vinna góðverk fyrir vinnuveitendur sína þá skjátlast honum hróplega því í hneykslan sinni á vinnubrögðunum fékk Víkverji sting fyrir brjóstið er hann hugsaði út í hvernig ástand sjónvarpsmála yrði eiginlega ef SkjárEinn hyrfi af íslenskum sjón- varpsmarkaði fyrir fullt og allt. ÞEGAR ég kom fyrst í Dvöl fékk ég hlýjar mót- tökur. Mér var boðið kaffi og sýnt húsið. Og þegar ég fór var ég kvödd hlý- lega og „heimtað“ að ég kæmi aftur. Þetta var eitt- hvað skrýtið. Aldrei hafði ég fengið slíkar móttökur. Þetta er staður sem ég mátti mæta á og í ljós komu gífurleg tækifæri handa mér. Félagsskapur, því ég hafði jú verið mikið ein þar sem ég hef lengi átt við heilsubrest að stríða. Þarna er einhver sem spyr hvernig gengur og hlustar á mig. Jafnvel mínar tillögur eru teknar til greina og ýmsu hag- rætt. Hafið þið mætt á vinnustað sem er vel skipulagður og tilbúinn til þess að veita mér aðstoð og nærveru sem skiptir miklu máli og á það mikið lof skilið. Þarna hef ég fengið að dafna og aðstoð við að ná bata. K. N. gestur Dvalar. Dvöl, sem er athvarf fyrir fólk með geðrask- anir, á 3 ára afmæli 10. október nk. á alþjóða heil- brigðisdeginum. þess að gera ýmislegt fyr- ir þig? Ýmis tækifæri svo ég fengi betri heilsu, og ábendingar um hvað ég gæti gert sjálf og hvert ég ætti að sækja hjálp sem hentaði mér. Þarna er aðstaða til hvíldar og til dægrastytt- ingar. Þar get ég unnið að mínum áhugamálum og látið hæfileika mína njóta sín. Húsið heillar og starfsfólkið er tilbúið til Dvöl, þriggja ára afmæli Dvöl í Kópavogi. LÁRÉTT: 1 mikill þjófur, 8 sýður saman, 9 elur, 10 greinir, 11 frumstæða ljósfærið, 13 peningum, 15 stubbs, 18 fornrit, 21 hrós, 22 æla, 23 vondum, 24 far- artæki. LÓÐRÉTT: 2 hylur grjóti, 3 stúlkan, 4 skíra, 5 skapanorn, 6 riftun, 7 örg, 12 erfðafé, 14 sár, 15 fokka, 16 óhreinka, 17 ólifnaður, 18 í vafa, 19 pumpuðu, 20 ná yfir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 trúss, 4 ræsta, 7 parts, 8 suðið, 9 sek, 11 rúst, 13 gaur, 14 ætlun, 15 skýr, 17 álit, 20 enn, 22 loddi, 23 augun, 24 nunna, 25 nesta. Lóðrétt: 1 tæpar, 2 útrás, 3 sess, 4 rösk, 5 síðla, 6 arður, 10 eklan, 12 tær, 13 Gná, 15 sælan, 16 ýldan, 18 logns, 19 tinna, 20 eira, 21 nafn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.