Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 52
Myndbönd
FÓLK Í FRÉTTUM
52 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÍTIÐ kínahverfi virðist nú vera að myndast í Nýkaup í Kringlunni. Þar
hafa austurlenskir staðir nefnilega verið að spretta upp síðasta veifið,
fyrst japanski staðurinn Sticks’n Sushi og nú austurlenska veitingahúsið
Nings.
Nýja viðbótin
í Nýkaups-
flóruna, Nings,
var formlega
opnuð á fimmtu-
daginn en stað-
urinn kemur til
með að bjóða
þarna upp á
skyndirétti.
Útibú Nings eru
nú orðin þrjú,
en fyrir eru eitt
á Suðurlands-
braut og annað
í Hlíðarsmára í
Kópavogi.
Bjarni Óskarsson og Ning De Jesus.
Morgunblaðið/Kristinn
Grettir Björnsson harmonikuleikari gæddi austur-
lensku veisluna íslenskum blæ.
Kínahverfi í Kringlunni
t.a.m. greinileg, svo og hinna
poppuðu sveimrokkara í Coldplay.
Andi þeirra sem skópu framsækið
sveimrokk nútímans, U2, svífur og
yfir. Af íslenskum lagsbræðrum er
helst að nefna Úlpu frá Hafnar-
firði og hinna sjaldséðu Trompet
(sem gáfu út ágætan hljómdisk í
fyrrasumar).
Metnaður Brisliða er greinilegur
og lagt er upp úr þungri, draum-
kenndri nálgun við efniviðinn. Best
tekst sveitinni upp í hraðari laga-
smíðunum, „Weimar“ og „Svört
mold“, en hægari lögin falla nokk-
uð flatt niður og ná ekki tilætlaðri
dýpt. Lagasmíðarnar sem slíkar
eru svona la la en ágætis gítar-
lausnir og prýðilegur hljóðfæra-
leikur breiða vel yfir það sem á
vantar. Söngur Snorra Petersen er
þá helst til veikróma, þótt ástríðan
og meiningin leyni sér svo sann-
arlega ekki.
Umslagið er svalt, að vísu nokk-
uð Blur-legt á meðan lagatitlar
eiga það til að vera dálítið tilgerð-
arlegir („Blóð, „Þeir brenna“ t.d.).
Á heildina litið þokkalegasti
frumburður og greinilegt að sveit-
in hefur færi á að þróa sig betur
og þroska eftir að agnúarnir hafa
verið sneiddir burt.
Tónlist
BRIS
Bris
Insúlín útgáfa
Bris, þröngskífa eftir samnefnda sveit.
Sveitin er skipuð þeim Snorra Petersen
(söngur, gítar), Guðmundi Stefáni Þor-
valdssyni (gítar), Þorsteini Err Her-
mannssyni (bassi) og Jóni Geir Jóhanns-
syni (trommur). Lög eru eftir Brisliða en
textar eftir Snorra. Upptökustjórn, hljóð-
vinnsla og hljómjöfnun var í höndum Arn-
ars Helga Aðalsteinssonar. 20,38 mín-
útur.
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞAÐ eru Brismenn sjálfir sem
standa að téðri plötu og dreifa í
búðir og svo virðist sem neyðin, en
kannski aðal-
lega hand-
hægari tækni,
hafi kennt
nöktum lista-
mönnum að
spinna síðast-
liðin ár. Er
það vel.
Bris inni-
heldur svokallað sveimrokk, (Rad-
iohead: sveimrokk, Sigur Rós: síð-
rokk) tilfinninganæmt og
„alvarlegt“ gítardrifið rokk þar
sem lagasmíðar eru skreyttar
„listrænum“, flækjulegum gítar-
fléttum. Áhrif Radiohead eru
Skrof í ís
Bris á sviði.
Síðasti samningurinn
Sista kontrakten
Spennumynd
Leikstjórn Kjell Sundvall. Aðahlutverk
Mikael Persbrandt, Michael Kitchen,
Reine Brynolfsson. (110 mín.) Svíþjóð
1998. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára.
ÞAÐ HLAUT náttúrlega að koma
að því að kvikmyndagerðarmenn
myndu láta sig varða eitt dularfyllsta
og umtalaðasta morðmál í samtíma-
sögu hinna norrænu þjóða, nefnilega
morðið á Olof Palme, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, í febrúar 1986. Fyr-
ir utan þá staðreynd að hann var afar
vinsæll en um leið umdeildur þjóð-
arleiðtogi um heim allan þá er þetta
girnilegt verkefni
sökum þess að enn
er ekki búið að
draga neinn til
saka vegna þessa
voðaverks. Hefur
það vitanlega opn-
að dyrnar fyrir
fjölda misjafnlega
langsóttra sam-
særiskenninga og
hafa kvikmyndagerðarmenn jú ætíð
verið ginnkeyptir fyrir þeim.
Þessi sænska mynd byggist á
skáldsögu Johns W. Grows, sem
leggur fram eina slíka kenningu,
ekkert sérlega langsótta en hæpna
þó. Án þess að fara nánar út í hvers
vegna þá hljóta margir Svíar að and-
mæla því sem hér kemur fram og
jafnvel móðgast yfir slíkum aðdrótt-
unum. Þetta er samt sem áður hin
ágætasta kvikmyndagerð, jafnvel í
anda sjálfs konungs samsærismynd-
anna Olivers Stones. Leikurinn er og
góður og hraðinn alveg nægur til að
augun hvarfli ekki af skjánum. Skarphéðinn Guðmundsson
Sænskt
samsæri
Ofstopamaðurinn
Shiner
Spennumynd
Leikstjóri: John Irvin. Handrit: Scott
Cherry. Aðalhlutverk: Michael Caine og
Martin Landau. Skífan (95 mín.) Bönnuð
innan 16 ára.
MICHAEL Caine er án efa einn
af bestu kvikmyndaleikurum
Breta, hann hefur þó aldrei sett
það fyrir sig að leika í vondum
myndum sem útskýrir kannski
hvers vegna hann hefur aldrei
hlotið þá viðurkenningu sem hæfi-
leikar hans gefa
tilefni til. Síðari ár
hefur verið ansi
hreint gaman að
fylgjast með hlut-
verkavali leikar-
ans og er myndin
sem hér er á ferð-
inni enn eitt dæm-
ið um það. Caine
fer hreinlega
hamförum sem hinn samviskulausi
stórglæpamaður Billy Simpson
sem leitar morðingja sonar síns,
staðráðinn í að ná fram grimmi-
legri hefnd. Myndin bókstaflega
lifnar við á tjaldinu þegar Caine
leikur listir sínar en líður að öðru
leyti nokkuð fyrir hversdagslegan
söguþráð og úrlausnin hefði mátt
vera kraftmeiri. Frammistaða
Caine vegur þó fyllilega upp á
móti þessum göllum og má því vel
mæla með myndinni á þeim for-
sendum. Heiða Jóhannsdóttir
Á hefndar-
slóð
!"#$%&'%#
()$$*+()"$*,
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
í leikgerð Sveins Einarssonar
2. sýning su. 30. sept kl. 20 - UPPSELT
3. sýning fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
4. sýning fö 5. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
6. sýning su 14. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
7. sýning fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
8. sýning fö 19. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Í KVÖLD kl. 20 - ÖRFFÁ SÆTI
Lau 6. okt, kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fö 12. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
FÖ26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 3. nov kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler
Í KVÖLD kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Su 30. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 50. sýning
Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT
Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fi 11. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 13. okt kl. 20 - LAUS SÆTI
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Í KVÖLD kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI
ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
UMRÆÐUKVÖLD Á VEGUM
SIÐFRÆÐISTOFNUNAR
Evrópska framúrstefnan. Upplestrarkvöld
með yfirlýsingum og ljóðum eftir F. T.
Marinetti, T. Tzara o.fl. Þr. 2. okt. kl. 20.00.
Stóra svið
Litla svið
3. hæðin
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Munið áskriftarkortin
Sölunni lýkur um helgina
VERTU MEÐ Í VETUR!!!
5! ! ! !)6
!)6! ! !)678 /3
9
!)! ! !)6!
5! ! ! !):
!;! ! !)6!
5!;! ! !):!
! (!2! ,! ! !),"##$%&
6!2!(*! ! !) "##$%&
%!2! :! ! !),"##$%&
:!2! ! ! !),'() $*&+
!2! )(! ! !),"##$%&
;!2!)6! ! !) "##$%&
,!2! *! ! !),"##$%&
)*!2!)! ! !),%,"$$*&+
))!2! .:! ! !*%,"$$*&+
)!2!;! ! !) '() $*&+
,&-. /0
<
. !)%),
2
2
!5
!)*),
$0 1223455
678.
7 7
9
6:
9
7
; &<
=>4? 7;;
/ IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20.
lau 29/9 kl. 16 barnasýning, lau 29/9,
sun 30/9 kl. 20 síðasta sýning
Miðasala er í síma 552 3000, virka daga
kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að
sýningu.