Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Í frétt Morgunblaðsins í gær af nið-
urskurðaráformum Flugleiða gætti
þeirrar ónákvæmni að sagt var að 300
starfsmönnum félagsins yrði sagt
upp. Hið rétta er að stöðugildum hjá
félaginu verður fækkað um 273 en 183
starfsmönnum verður sagt upp. Þar
af eru 53 flugfreyjur og 39 flugmenn.
Fram kom á fréttamannafundi í
gær að Flugleiðir og dótturfyrirtæki
þeirra hafa unnið að hagræðingarað-
gerðum allt þetta ár og áður en þessi
fækkun kom til framkvæmda höfðu
Flugleiðir og dótturfélög fækkað um
101 stöðugildi það sem af er árinu. ,,Í
heild má því gera ráð fyrir að á árinu
fækki stöðugildum hjá fyrirtækinu
um 374 og verði um 2.180 í stað um
2.550,“ segir í fréttatilkynningu frá
félaginu.
Meðal aðgerða sem Flugleiðir hafa
ákveðið er að hækka verð á flugfar-
gjöldum á Íslandi um 5% en miðar
sem seldir eru í Bandaríkjunum
hækka um 10%. Dregið verður saman
í millilandaflugi félagsins um 18% í
vetraráætlun og um 11% í sumar-
áætlun næsta árs. 32% samdráttur
verður á flugi til og frá Bandaríkj-
unum. Sigurður segir mikla óvissu
um hver þróunin verður á næstu
mánuðum. ,,Við sjáum ekki fram á
það í dag að við þurfum að grípa til
frekari aðgerða,“ segir Sigurður.
Franz Ploder, formaður Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna, segist
gera sér vonir um að hluti þeirra flug-
manna sem sagt var upp hjá Flug-
leiðum í gær verði endurráðinn þegar
skýrist hvaða langtímaáhrif hryðju-
verkin í Bandaríkjunum hafa á flug í
heiminum.
Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður
Flugfreyjufélags Íslands, sagði að
flugfreyjur væru að sjálfsögðu ekki
ánægðar með þessi tíðindi. „Það er
ljóst að við áttum von á uppsögnum.
Það hefur legið fyrir að afkoma Flug-
leiða á fyrri helmingi ársins og á síð-
asta ári var slæm og síðan hafa
hryðjuverkin ekki bætt stöðuna.“
Hún sagði að meðalstarfsaldur þeirra
sem sagt var upp væri 2,5 ár og flest-
ar flugfreyjanna hefðu verið í fullu
starfi. Um væri að ræða fólk sem ráð-
ið var sumarið 2000 og að hluta 1999.
Aðgerðir Flugleiða þýða um fjög-
urra milljarða króna samdrátt í gjald-
eyristekjum á ári vegna erlendra
ferðamanna, að sögn Magnúsar
Oddssonar ferðamálastjóra.
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir fjöldauppsagnir óumflýjanlegar
Afleiðingar hryðjuverk-
anna kosta félagið milljarð
Aðgerðir Flugleiða/10 og 12
Leiðari/30
STJÓRNENDUR Flugleiða kynntu starfsfólki félagsins í gær víðtækar upp-
sagnir starfsfólks og aðrar sparnaðaraðgerðir sem ákveðnar hafa verið vegna
minnkandi eftirspurnar og aukins kostnaðar í kjölfar hryðjuverkaárásanna í
Bandaríkjunum. Forsvarsmenn félagsins áætla að heildaráhrifin af þessum
atburðum kosti Flugleiðir um einn milljarð króna til næstu áramóta. Sig-
urður Helgason, forstjóri félagsins, segir fjöldauppsagnirnar óumflýjanlegar
vegna þeirrar stöðu sem upp er komin en þær væru sambærilegar aðgerðum
sem önnur flugfélög hafa gripið til.
kvæmdir. Einn dag kom hann með
flugmanni sínum í einhverjum er-
indum og var strákurinn [Osama]
með honum,“ segir Ólafur. Bin
Laden eldri kynnti Ólaf fyrir syni
sínum og sagði að hann langaði að
fara heim með honum og leika við
krakkana.
Ólafur segir að Osama hafi farið
með honum heim og leikið sér við
Friðrik. Hann segir að Osama hafi
verið prúður piltur. „Hann var bara
ljúfur og þægilegur, frekar feim-
inn, engir hrekkir eða slíkt. Ósköp
hæglátur og prúður.“ Hann segir
að Friðrik muni lítið sem ekkert
eftir þessum leikfélaga sínum.
Ólafur segir að hann hafi frétt af
Osama bin Laden þegar hann lenti
á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var að
haustlagi, líklega árið 1989. Hann
var í Grumman Gulfstream einka-
þotu og á leið til Bandaríkjanna.
Einkennisstafirnir voru HZIBN.“
Ólafur var að vinna á flugvell-
inum og frétti af því að bin Laden
væri þarna kominn á einkaþotunni
sinni. Honum var ekki hleypt inn á
tollsvæðið, en Ólafur fór um borð í
flugvélina og ræddi við flugmann-
inn. „Hann sagði að Osama væri
inni í fríhöfninni að skoða sig um,“
segir Ólafur. „Því miður hitti ég
hann ekki en ég bað flugmanninn
um að skila kveðju og fékk svar
þegar vélin fór, þá kallaði hann í
radíóið og sagðist hafa móttekið
kveðjuna,“ segir Ólafur.
Hann segist fyrst hafa heyrt nafn
hans tengt hryðjuverkum eftir
sprengingar við bandarísk sendiráð
í Afríku 1998. „Ég fór að velta því
fyrir mér hvort það gæti verið sami
maðurinn og það stóð allt heima.
Ég var svo undrandi að ég átti ekki
eitt einasta orð,“ segir Ólafur.
OSAMA bin Laden, sem er talinn
hafa skipulagt hryðjuverkin í
Bandaríkjunum 11. september, átti
íslenskan leikfélaga á uppvaxt-
arárum sínum í Sádi-Arabíu. Bin
Laden millilenti einnig á Keflavík-
urflugvelli í lok níunda áratugarins
og skoðaði sig um í Flugstöðinni.
Ólafur Guðjónsson, fyrrverandi
flugumferðarstjóri, starfaði hjá
Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða-
flugmálastofnuninni í Sádi-Arabíu
árin 1966–1968. Eiginkona hans og
3 börn þeirra voru með honum og
lék sonur þeirra, Friðrik, sér oft við
Osama. Hann var þá á áttunda ári
og Osama 10–11 ára.
Ólafur þekkti Muhammad bin
Laden, föður Osama, vegna vinnu
sinnar. „Faðir hans var bygg-
ingaverktaki með mikil umsvif og
átti flugvél. Hann flaug á þá staði
þar sem hann var með fram-
HAFNARFJARÐARKIRKJA virð-
ist taka ærslafullum leik blessaðs
ungviðisins með stökustu ró þar
sem turnhúfa hennar speglast í
vatnsborði tjarnarinnar. Hvort
barnið hefur verið þurrt í fæturna
eftir ævintýrið er hins vegar vafa
bundið en dýrðarveður eins og var í
gær verður börnum og fullorðnum
gjarna hvati nýrra landvinninga.
Morgunblaðið/Kristinn
Leikið
í blíðunni
Átti íslenskan leikfélaga og
kom við á Keflavíkurflugvelli
Osama bin Laden hafði tengsl við Ísland sem drengur
SÝNING á verki Ólafs Elíasson-
ar, „Horft á sjálfan sig skynja“, er
hafin í Museum of Modern Art í
New York, einu kunnasta lista-
safni heims. Á dögunum var einn-
ig opnuð sýning á verkinu „Ungt
land“ í Boston.
Ólafur Elíasson hefur á örfáum
árum skapað sér nafn sem einn
eftirsóttasti myndlistarmaður
sinnar kynslóðar á sviði samtíma-
listar. Í viðtali í Lesbók í dag ræð-
ir Ólafur meðal annars um hinn al-
þjóðlega listheim og möguleika
íslenskra lista. Hann segir að „það
geti orðið íslenskri list til bjargar
að þessi alþjóðlegi listheimur hef-
ur í auknum mæli þróast þannig
að sýningarstjórar ferðast um
heiminn til að skoða list og áhug-
inn hefur beinst að jaðarsvæðum
á borð við Ísland. Ef rétt er að
kynningarmálum staðið er ekkert
því til fyrirstöðu að þeir uppgötvi
íslenska list og komi henni inn í
hið alþjóðlega umhverfi“.
Tvær sýningar Ólafs Elías-
sonar í Bandaríkjunum
Rýmið á milli/Lesbók 4–7
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði á málþingi Lögfræðingafélags
Íslands í gær að hann væri reiðubú-
inn að beita sér fyrir því að komið yrði
á fót sérstakri lagaskrifstofu við
Stjórnarráðið til að fara með sam-
ræmdum hætti yfir frumvörp ríkis-
stjórnarinnar og meta hvort þau sam-
ræmdust stjórnarskrá.
Hann sagðist geta tekið undir það
sjónarmið að lítið stjórnkerfi ætti
fremur að huga að því að styrkja þær
stofnanir sem fyrir eru til að gegna
hlutverki sínu en að setja á stofn nýj-
ar.
„En á hverju eiga sérfræðingar á
slíkri skrifstofu að byggja ráðgjöf
sína, ef mat dómstóla á lögunum er
ekki orðið nema öðrum þræði lög-
fræðilegt? Ég er hræddur um að slík
skrifstofa yrði þá betur skipuð spá-
konum og félagsfræðingum, en lög-
fræðingum,“ sagði Davíð.
Hrafn Bragason hæstaréttardóm-
ari sagði í sínum fyrirlestri að hlut-
verk löggjafarþingsins ætti að vera að
ákveða markmið löggjafarinnar og að
leggja breiðar efnislínur. Þingmenn
eða þingið í heild ætti að eiga frum-
kvæði að lagasetningu með þings-
ályktunartillögum, sem þyrftu að
vera meira stefnumarkandi en nú er.
Síðan þyrfti að fá kunnáttumenn til að
koma málefninu í rétt horf. Þing-
nefndir ættu að fara yfir lagafrum-
vörp með sérfræðingum, ekki aðeins
yfir efnið heldur og búninginn. Að
þessari vinnu þyrftu einnig sérfræð-
ingar um stjórnskipun að koma.
Skrifstofa
við Stjórn-
arráðið
fari yfir
frumvörp
Deilt um hlutverk/30–31
AÐSÓKN hefur aldrei verið
jafnmikil að leikjum úrvals-
deildar karla í knattspyrnu og
nú í sumar en áhorfendum hef-
ur fjölgað jafnt og þétt undan-
farin fimm ár. Samtals sáu
96.845 áhorfendur leikina 90 í
Símadeildinni.
KR-ingar fengu mesta að-
sókn, 1.901 áhorfanda að með-
altali, en Fylkismenn komu
næstir með 1.610 áhorfendur,
ÍA með 1.271 og FH með 1.204
áhorfendur.
Aðsóknarmetið/B1
Metaðsókn
að fótbolta-
leikjum