Vísir - 22.12.1979, Qupperneq 20
vism Laugardagur 22. desember 1979
hœ krakkar!
YMISLEGT UM
JÓLASVEINANA
þá sögu frá Austurlandi,
að ,,þeir séu að visu í
mannsmynd, nema þeir
séu klofnir upp í háls”.
Fæturnir séu kringlóttir.
Um og eftir aldamót
síðustu munu menn al-
mennt hafa ímyndað sér
þá í mannsmynd, þótt
ekki væru þeir smáf ríðir í
andliti, og klædda í gömul
islensk bændaföt, líkt og
þeir eru sýndir i bók Jó-
hannesar úr Kötlum:
,,Jólin koma". En þá er
lika farið að telja þá
klædda í rauða skyrtu,
grænar buxur, bláa sokka
og gula skó, með rauð-
röndótta skotthúfu, eða í
rauðar buxur, hvíta
kápu, bláa treyju og
skotthúfu, og með skegg
niður á tær. Eru þeir þá
teknir að líkjast frænda
sínum, hinum evrópska
heilaga Nikulási, en í
hans gervi birtast þeir nú
jafnan á jólatrésskemmt-
unum.
Almennt er talið, að
jólasveinarnir eigi heima
uppi á fjöllum. Kemur
hinn fyrsti til byggða 13
dögum fyrir jól (eða 9
dögum fyrir jól, ef þeir
eru aðeins 9) og síðan
einn á dag, hinn síðasti á
aðfangadag. Hinn fyrsti
fer svo burtu á jóladag,
en hinn síðasti á þrett-
ándanum.
Til er það líka, að þeir
komi þrem nóttum fyrir
jól eða á Þorláksmessu.
Sums staðar hef ur það og
verið trú á Norðurlandi,
að þeir kæmu af hafi í
byrjun jólaföstu, en færu
burt á aðfangadag eða
þrettánda. Er þetta auð-
sjáanlega fyrirspá um
veðráttufar, og gérir þá
jafnan norðanátt með
jólaföstu, en vindur
stendur af landi daginn,
sem þeir fara.
Viðsjárgripir
Áður fyrr þóttu jóla-
sveinarnir viðsjárgripir,
og voru börn heldur
hrædd við þá. Hættan af
jólasveinum sést líka
glöggt í þulunni:
Jólasveinar einn og
átta
ofan koma af fjöllunum
í fyrrakvöld þá fór ég
að hátta,
þeir fundu hann Jón á
Völlunum.
En Andrés stóð þar utan
gátta,
þeir ætluðu að færa
hann tröilunum.
En hann beiddist af
þeim sátta
óhýrustu köllunum,
og þá var hringt öllum
jólabjöllunum.
Þegar liða tók á 19. öld-
ina hafa jólasveinarnir
eitthvað verið farnir að
mildast, og með tilkomu
mikilla jólagjafa á síð-
ustu áratugum hafa jóla-
sveinarnir í vaxandi mæli
tekið að sér það hlutverk
að færa börnum og full-
orðnum jólagjafir.
Árni Björnsson er
manna fróðastur um
þjóðhætti og i bók hans
Jól á íslandi leitaði ég
mér að fróðleik um jóla-
sveinana
Jólasveinanna finnst
fyrst getið í Grýlukvæði
séra Stefáns ólafssonar í
Vallanesi frá 17. öld. Tel-
ur hann Grýlu og Leppa-
lúða foreldra þeirra:
Börnin eiga þau bæði
saman
brjósthörð og þrá,
af þeim eru jólasveinar
börn þekkja þá.
Næst getur Jón Grunn-
víkingur þeirra í orðabók
sinni frá því um 1740. Fer
úr þvi að fjölga vitnis-
burðum um tilveru
þeirra, þótt ekki sé getið
um ætterni. Jón Árnason
segir það sumra manna
mál, að Grýla haf i átt þá,
áður en hún giftist
Leppalúða, og hefur
Jónas Jónasson heyrt, að
faðir þeirra héti Loðin-
barði. En hann hefur
Flórsleikir, Þvengja-
leysir, Pönnuskuggi,
Guttormur, Bandaleysir,
Lampaskuggi, Kletta-
skora.
Útlit jólasveinanna
Um útlit jólasveinanna
fer fleirum en tvennum
sögum. Elsta heimildin,
Grýlukvæði Stefáns
Ólafssonar, segir, að þeir
séu ,,jötnar á hæð". Jón
Árnason lýsir þeim ekki,
en Jónas Jónasson segir
einnig heyrt marga halda
því fram, að jólasvein-
arnir ættu ekkert skylt
við Grýlu eða hennar
hyski.
Nöfn jólasveinanna
Elstu nöfn jólasvein-
anna, sem þekkt eru, eru
þessi: Stekk jastaur,
Giljagaur, Stúfur, Þvöru-
sleikir, Pottasleikir,
Askasleikir, Faldafeykir,
Skyrgámur, Bjúgna-
krækir, Gluggagægir
Gáttaþefur, Ketkrókur,
Kertasníkir.
En fleiri nöfn eru til á
jólasveinunum, hvort
sem það merkir, að þeir
gangi undir mismunandi
nöf num eftir sveitum eða
séu fleiri en þrettán.
Þessi nöfn eru Kerta-
sleikir, Pönnusleikir,
Pottaskef i II, Hurða-
skellir, Moðbingur,
Hlöðustrandi, Móamangi,
Eru þær eins?
Hérna eru tvær myndir, sem í fljótu bragði virðast alveg eins, en það eru 7 atriði á annarri myndinni, sem
vantar á hina. Getur þú fundið þau?