Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 27.12.1979, Blaðsíða 14
VÍSLR Fimmtudagur 27. desember 1979 14 FESTI Quglýsir: —FESTI—1 Frokkastíg 10 Símor: 10550 og 10590 biaöburöarfóíic óskast! FLATIR I Bakkaflöt Garöaflöt Lindarf löt AÐALSTRÆTI Garðastræti Hávallagata Kirkjustræti DUKKAN Sérlego folleg og lifondi Skemmtileg húsgögn og fotnoður í úrvoli Fæst í flestum leikfongoverslunum PETUR PETURSS0N Heildversiun Suöurgötu 14 — Simar: 21020 og 25101 > '* 1 ; j' í’tíJÖæ m k |l if .1 DAGBÖK, OFAR ÖLLU ÖÐRU Norma E. Samúelsdóttir: Næstsiðasti dagur ársins. Útgefandi: Mál og menning. Þessi bók, sem er hin fyrsta sem Norma E. Samúelsdóttir sendir frá sér, ber undirtitilinn „Dagbók húsmóður i Breið- holti” og spannar eitt ár i lifi Betu, sem er 31 árs og býr i stórri Breiðholtsblokk ásamt eiginmanni sinum, þremur börnum og „obskúrum” heimilisketti. Aðalkaflar eru tólf, einn fyrir hvern mánuð ársins. bókmenntir Illugi Jökulsson skrifar Það er auðvitað að Beta er langt frá þvi ánægð meö lifið og tilveruna, — eiginlega er allt að, sem hugsast getur. Beta þjáist af migreni og lýsir þvi býsna svakalega, eiginmaöur hennar, Dagur, vinnur vaktavinnu i Álverinu i Straumsvik og er sjaldan heima svo að Beta er bundin heima yfir börnum sinum, sem erfiðlega gengur að fá barnaheimilispláss fyrir. Hún lýsir þvi yfir i dagbók sinni að auðvitað sé hún stolt af þessum börnum sinum en þau dragi úr henni allan mátt og þvingi hana á margan máta. Þá er Breiðholtið sjálft, með sinum risablokkum og „ómennska umhverfi” mjög þrúgandi fyrir Betu, henni finnst hún uppþornuð og tóm. Lýsingin á þessu úthverfi Reykjavlkur er reyndar öll hin hryllilegasta fyrir „ó-breið- holtsfróðan” lesara, stundum mætti ætla að maður væri kominn inn i gettóið i Varsjá... Dagbókarformið er gamalkunnugt i bókmenntum og liklega var það sterkur leikur hjá Normu aö nota það til aö lýsa örvætningu hinnar breið- hyltsku húsmóöur. Hún getur leyft sér miklu meira með þessu formi en ef hún heföi skrifaö venjulega skáldsögu. Það er rétt sem einhvers staðar kom fram að hæpið er aö kalla þessa bók skáldsögu. en þá verður að gæta þess, að hún lýtur ekki sömu lögmálum og vanalegar skáldsögur. Bókin er sundurlaus og brota- kennd, gefur litlar eða ónógar skýringar á ástandi Betu, lýsingar eru oft yfirborðs- kenndar og dregnar i flýti. En allt þetta getur Norma E. Samúelsdóttir leyft sér, einmitt vegna dagbókarformsins. Það krefst þess enginn af venjulegri húsmóður i Breiðholti, að hún hafi á reiðum höndum þjóðfélagslegar útskýringar á kúgun kvenna, uppbyggingu þjóðfelagsins o.þ.h. Reyndar eru þeir kaflar þar sem hún reynir þetta hinir veikustu bókarinnar, meðan hún heldur sér við kvöl og pinu innilokaðrar húsmóður sem reynir aö létta á sér með þvi að skrifa sundur- lausa og örvæntingarþrungna dagbók er lýsingin heiðarleg og mikiðtil sönn, að þvi er best verður séð. Meðan það er per- sónan Beta sem skrifar i dagbók sina, leyfist manni varla að gera athugasemdir við það; það er tiltölulega venjuleg húsmóðir i Breiöholti sem hefur orðið búið mál!! Engu að siður: á stöku stað brjóta bernskuminningar Betu sér leiö inni frásögnina og skjóta mjög illilega i stúf við lýsinguna á ástandi hennar nú. Móðir Betu var húsmóðir, sem sat heima og passaði börn, tók slátur, þvoði upp, tók til og s.frv. og s.frv. Hvernig má það vera, að móðurinni er lýst sem ljómandi hamingjusamri konu og Beta gerir litla tilraun til að skilgreina „sitúasjón” móður sinnar, sem hún hlyti þó aö gera? Og, i öðru lagi: mikið misræmi er i lýsingunni á eigin- manninum, Degi. Annars vegar virðist hann þjóðfélagslega þenkjandi maður, sem veltir fyrir sér félagslegri kúgun konunnar, kúgun vinnunnar, milli þess sem hann yrkir ljóð um palestinska skæruliða. Hins vegar er honum svo lýst sem ósköp venjulegu „male chauvinist pig”... Ef menn vara sig á þvi að skoða þessa bók einungis sem persónulega lýsingu Betu á sjálfri sér, með öllum hennar göllum og brotalömum, en ekki sem skýrgreiningu á stöðu húsmæðra i Breiðholti (og liklega viðar), þá er hún barasta ekki svo slæm.... Þaö fylgir ekki meö myndinni, hvort Skotinn er aö reyna aö hugga litla barniö meö sekkjapipublæstri eöa hvort barniö grætur vegna þess aö Skotinn er meö þennan hávaöa. Lesendur hafa fulla heimild til aö ráöa fram úr þeirri gátu sjálfir. Mlnnlngaskriium veltt viðurkenning Þrem frásögn I samkeppni umminningaskrif fólks eidra en 67 ára hefur veriö veitt viður- kenning. Frásagnirnar skrifuðu þau Emilia Biering frá Barða- strönd, Guðmundur Guðmunds- son úr ófeigsfirði og Pétur Guðmundsson frá Rifi á Hellis- sandi. Það eru Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóöminjasafn Islands, sem standa fyrir þessari samkeppni. Henni var hleypt af stokkunum árið 1976 og skilafrestur var til 1. mars 1979. sandkorn Sæmundur Guövinsson skrifar Hver á að dæma? Þaö voru ekki blessunarorö- in, sem fóru milli forystu- manna Aiþýöufiokks og Alþýöubandaiags fyrir jólin. Aiþýöubandalagiö neitaöi aö leggja tiilögur sinar I efna- hagsmálum undir dóm Þjóö- hagsstofnunar. Karl Steinar lýsti þvi þá yfir, aö þessar til- lögur væru bara kjaftæöi og bull, sem ætti aö senda Sáiar- rannsóknarféiaginu Ragnar Arnalds brá viö hart, er hann sá þessi ummæli Karls Steinars I VIsi og lét hafa þaö eftir sér i Þjóöviljan- um aö hann heföi gert þaö aö tillögu sinni aö efnahagshug- myndum Alþýöuflokks yröi visaö til Biskupsstofu því aö I þær vantaöi allar reiknings- legar forsendur. Enginn minntist á tillögur Framsóknar, en þaö væri eftir öðru aö senda þær formanni Þjóödansafélagsins. ðveðrið Þaö geröi ofsarok og asa- hláku fyrir noröan á dögunum eins og flestir muna. Hús- móöir á Siglufiröi haföi kvöld- iö áöur en veðriö skall á keypt jólatré og jólagæs og geymdi þetta i skafli fyrir utan hús sitt til aö halda á þvi kulda. Þegar hún ætlaöi aö taka gæsina og tréö i hús daginn eftir var hvoru tveggja horfið — og skaflinn lika. Chopin — Viö spiluöum Chopin i alla nótt, sagöi maöurinn þegar hann kom heim undir morgun. — Og þú hefur auövitaö tap- að eins og alltaf! hreytti konan út úr sér. Fréttlr 1 Sandkorni fyrir jólin var drepiö á hve fréttir útvarps og sjónvarps af flugslysunum á Mosfellsheiði voru af skornum skammti kvöldiö sem þessir atburöir áttu sér staö Margir hafa haft samband viö mig vegna þessa máls og sagt aö I Morgunpósti Páls Heiöars og Sigmars daginn eftir slysiö hafi þvi fyrst veriö gerö itarleg skil I útvarpinu meö greinargóöu viðtali viö formann eöa varaformann Flugbjörgunarsveitarinnar. Hins vegar hafi fréttastofa út- varps svo birt viötal við sama mann I fréttatlma I hádeginu I staö þess aö ræöa viö einhvern sem var I flugvélunum eins og sjónvarpiö geröi um kvöldiö. Þetta mál er nú tekiö af dag- skrá hér en greinilegt er aö al- menningur hefur vakandi áhuga á fréttum og vill fá þær sem allra fyrst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.