Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 8
8 vlsnt Föstudag ur 14. mars 1980 ds/y/S Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Gudmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gísli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll AAagnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f. Samstaða ríkis og vinnuveltenda Rikisstjórnin hefur hafnaö kröfum BSRB um grunnkaupshækkanir og þar meö tekiö undir afstööu vinnuveitenda gagnvart kröfum ASÍ. Rikisstjórnin og vinnuveitendur munu greinilega standa þétt saman andspænis launþegahreyfingunni. Þetta eru hin pólitisku tföindi dagsins. Nú um nokkurt skeið hafa kaup- og kjaramál verið í bið- stöðu. Allir kjarasamningar hafa verið lausir og enda þótt kröfur hafi veriðsettar fram, hefur lítið verið þrýst á samninga. Stafar það fyrst og fremst af þeirri óvissu sem ríkt hefur í stjórn- málum allt frá því á haustdög- um. Alþýðusambandið hefur farið rólega í sakirnar og beðið eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar gagnvart kröfum opinberra starfsmanna. Opinberir starfs- menn hafa hinsvegar lítil sem engin svör fengið þar til nú i vik- unni, að ríkisstjórnin hafnaði al- farið öllum kauphækkunarkröf- um, en bauð BSRB upp á við- ræður um samningsrétt og félagsmál. Það svar kemur ekki á óvart eftir fyrri yfirlýsingar f jármála- ráðherra um að grunnkaups- hækkanir kæmu ekki til greina. Hinsvegar skýtur það skökku við þau ummæli forsætisráð- herra sem hann lét falla í sam- bandi við stjórnarmyndunina, að grunnkaupskröfum ASÍ um 5% hækkun væri mjög í hóf stillt. Kröfur BSRB um hækkun grunn- kaups voru allverulega hærri, og átti enginn von á að þær fengju undirtektir. Opinberir starfs- menn hljóta aftur á móti að spyrja hver hugur ríkisstjórn- arinnar sé til slíkrar kauphækk- unar þeim til handa ef henni er í hóf stillt þegar aðrir launþegar eiga í hlut. Form. BSRB, Kristján Thorlacius lýsir því raunar yfir í Vísi í gær að ,,grunnkaupshækkanir eigi rétt á sér og að annað sé ekki á dag- skrá.". Fjármálaráðherra hefur visað til þess, að um kaup og kjör, og þá fyrst og fremst grunnkaup, verði að semja um í almennum samningum aðila vinnumark- aðarins. Þar með er undirstrik- að að ríkið mun ekki ganga á undan við gerð slíkra samninga. Boltanum er kastað í hendur ASl og Vinnuveitendasambandsins. Þetta er sagt á sama tíma og vinnuveitendur hafna alfarið kaupkröfum launþega, ekki að- eins um 5% grunnkaupshækkun, heldur jafnframt um sérkröfur og verðbótakerf i. Ragnar Arnalds hefur sett allt sitt traust á Vinnuveitendasambandið. Hann er raunverulega að taka undir þetta sjónarmið atvinnu- rekenda og þeim hlýtur að vera styrkur að því, að sjálfur fjár- málaráðherra, oddviti Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórninni, gefi slíka traustsyfirlýsingu. Með hliðsjón af þessari at- burðarrás hefur skapast óvana- leg staða, svo ekki sé meira sagt. Ríkisstjórnin og vinnuveitendur standa þétt saman andspænis kröfum launþegahreyfingarinn- ar. Og það ríkisstjórn, með þátt- töku Alþýðubandalagsins, sem hef ur hingað til ekki látið hnífinn ganga milli sín og verkalýðssam- taka, þegar um kröfugerð hefur verið að ræða. Alþýðubandalagið hefur jafnvel gengið enn lengra, þegar á það er litið að Ragnar Arnalds leggur fram fjárlaga- frumvarp sem gerir ráð fyrir 3- 4% kaupmáttarskerðingu. Ekki er gott að sjá hver eftir- leikurinn verður, en það sjónar- mið, að ekki skuli dregið úr verð- bólgunni á kostnað kaupgjalds og kaupmáttar á ekki lengur upp á pallborðið í stjórnarherbúðunum. Það eru hin pólitísku tíðindi síð- ustu atburða. Spurningin er hvort ASÍ og BSRB fallist á þessi sjónarmið. 0G HEILÖB BUÐSMðBIR FYRIRGEFI MER... Þessi orö eru sett á blaö til varnar málfrelsinu og því til styrktar: Blaöamannsasni i Reykjavik veröur sér til minnk- unar meö þvi aö senda útlendri fréttastofu frétt þess efnis, aö erlendir gestir, sem hér voru staddir, hafi átt viöskipti viö is- lenzkar gleöikonur á veitinga- staö, sem hann tiltekur. Og þætti engum mikiö. Jafnframt er greint frá þvi, hvaöa samtök fólks hér er um aö ræöa. I litlu samfélagi eins og á tslandi hef- ur annaö eins og þetta sett kraft i Leitis-Gróu. Nú hefur aö visu komiö I ljós aö þetta eru ósannindi. Hins vegar ætti þaö aö vera algert aukaatriöi málsins. Fólk ætti væntanlega aö vera frjálst aö þvi, hvernig þaö ver tima sin- um. Hitt er aöalatriöi aö blaöa- maöur skuli hafa geö i sér til þess aö gera sllkt mál aö frétt, valda bæöi Islenzkum einstak- lingum og hinum erlendu gest- um ómældu tjóni og óþægind- um. Eins og vænta mátti hafa blöö eins og danska Ekstrablad- et, sem ekki hefur þótt þaö vandaöasta I veröldinni, gert sér mat úr þessari frétt, siöan dregiö hana til baka og lýst hana ósannindi, en jafnframt bætt um betur og bætt viö þvi aö einhver Dani hafi einhvers staöar veriö fullur. Hvaöa tilgangi þjóna blaöa- skrif af þessu tagi? Þjóöviljinn sagöi frá þessu á miövikudags- morgun, aö visu vandræöalega, og ekki I uppsláttarskyni. Hins vegar gera siödegisblööin sér mat úr þessu yfir þverar försiö- ur, og annað þeirra gengur jafn- vel svo langt aö birta mynd af blaöamanninum. Og svo viötöl viö jafnvel ónafngreint fólk um þetta „stórkostlega hneyksli”. Þetta þykir mér brenglaö fréttamat — og þetta er ekki sá Visir og ekki þaö Dagblaö, sem ég hefi taliö af hinu góöa i is- lenzkri blaöamennsku. Þvi sannleikurinn er auövitaö sá, aö ef einhver stundar vændi i þessu sambandi, þá er þaö blaöamaö- urinn sem selur slika frétt — fyrir peninga væntanlega. Hörð blaðamennska — sorpblaðamennska Þaö hefur komið skýrt I ljós aö þessi frétt er ruddalega upp- login, og þarf ekki aö hafa fleiri orö um þaö. En jafnvel þótt hún heföi veriö sönn, þá er söm gjöröin og samt er smekkleysiö. Hitt skal viðurkennt aö þessi skoöun er einnig sett fram af eigingjörnum hvötum og i sjálfsvarnarskyni. Sem áhuga- maöur um blaöamennsku er ég þeirrar skoöunar aö blaöa- mennska eigi aö vera óháö flokka- og félagavaldi, peninga- hagsmunum og öörum skipuleg- um hagsmunum. Slik blaöa- mennska veröur oft óvægin. En siöan veröur aö gera strangan greinarmun. Þaö er sitt hvaö aö fjalla til dæmis um opinberar fjárreiöur — um eyöslu á al- mannafé — eöa einkalif fólks. Þar veröum viö aö draga mörk og þau mörk eiga aö vera heil- ög. Blöö, sem vilja vera viröu- leg, eiga aö beita öllum ráöum, sem þau telja tiltæk, til að veita aöhald opinberum aðilum, eöa hegöun fyrirtækja. En aö þvi er varöar einkalif fólks, þá á þaö aö vera variö, vera heilagt, og slikt kemur blööum — eöa öör- um yfir höfuö aö tala — ekki viö. Úti i heimi hafa blöö ruöst inn á einkalif fólks, og engu hlift. Slikt er „gul pressa” og ber það nafn meö rentu. En þannig er, aö þeir sem til dæmis hafa mis- farið með almannavald, og um er skrifaö I blööum, þeir sjá sér hag i þvi aö rugla þessu öllu saman. Fyrir þeim er þetta allt sorpblaöamennska. Það erf þeirra hagur. Vandinn er sem sagt, aö subbuskapur, hræöileg mistök, eins og hér hafa átt sér staö, draga úr gildi þeirrar höröu blaöamennsku gagnvart opinberum aðilum, hagsmunum og fyrirtækjum, sem þó á aö vera lykill I lýöræöisskipulagi. Frelsiö er mikils viröi, og málfrelsiö þar meö. En þaö eru vissar reglur sem veröur aö fylgja. Hér hafa allar reglur velsæmis verið brotnar. Dagur Dagur Siguröarson orti eitt sinn eitthvaö á þessa leiö (fariö meö eftir minni): Þær eru allar mellur nema ein mellur sem viö kaupum nema ein Sakir þær, sem bornar hafa veriö á islenskar sýningarstúlkur i frétt, sem send var til fjölmiöla i nágrannalöndunum hafa oröiö til- efni itarlegrar umfjöllunar I dagbiööunum siðustu daga. Vilmundur Gylfason, al- þingismaður og fyrrver- andi dómsmálaráðherra gerir hér að umtalsefni fréttaflutning blaðanna af frásögnum fréttastofu Borgþórs Kjærnested í vikunni/ þar sem samtök sýningarfólks í Reykja- vík voru borin þeim sökum á erlendum vett- vangi að standa að vændi. og heilög guösmóöir fyrirgefi mér fari ég meö rangt mál. Ég er ekki aö fella siöferöis- dóma af einu eöa neinu tagi. Mérkemur einfaldlega ekki viö, hvaö hefur i slikum efnum gerzt einhvers staðar einhvern tim- ann. Fólk á rétt á frelsi og friöi i slikum efnum. En ég endurtek, s og tel slika endurtekningu vera til varnar málfrelsi, þvi mál- frelsi þar sem einkalifiö er látiö i friöi, aö hafi einhver stundaö vændi I þessu samhengi, þá er þaö blaöamaðurinn sem seldi slika frétt fyrir peninga, og þeir fjölmiölar sem hafa verið að velta sér upp úr þessu. Vilmundur Gylfason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.