Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 6
6 VtSIR Föstudagur 14. mars 1980 Sunfltímarnír voru martrðö tyrir nann vegna vatnshræðslu - en nú er hann einn besti sundmaður landsins „Ég var svo vatnshræddur, þegar ég var yngri, að ég righélt mér i bakkann i hvert sinn sem ég varð að fara ofan i laugina i sundtimum i skólan- um. Það var hrein martröð fyrir mig að þurfa að fara i sund þvi að ég þorði einfaldlega ekki að sleppa takinu á bakkanum og þannig gekk það i nær fjögur ár”. Það var ekkert undarlegt þótt viö störðum framan i brosandi piltinn, sem sagði þessar setningar við okkur á dögunum. Við vorum nefnilega að tala við einn besta sundmann, sem tsland hefur eignast, Inga Þór Jónsson frá Akranesi, og úr þeirri átt áttum við ekki von á að heyra talað um vatns- hræðslu. ,,Ég var orðinn 10 ára gamall, þegar ég loks þorði að sleppa bakkanum — þá fengum við nýjan sundkennara — Helga Hannesson, og hann taldi mér trú um, aðég gæti komist yfir að hinum bakkanum án þess að drukkna. Hann varð að visu að vera yfir mér þessa fyrstu ferð yfir laugina á Akranesi, en þarna tókst mér loks að brjóta isinn”. Þessi fyrstu sundtök án kúts og korks tók Ingi Þór á fimmtu- degi. — A laugardeginum á eftir var hann kominn á fyrstu sund- æfinguna hjá sundfélaginu á Akranesi, og siöar á árinu varö hann unglingameistari f sundi. Segja má, að siöan hafi hann verið I vatninu, en nú er hann 17 ára gantall. Spútnikarnir af Skipa- skaga Ingi Þór hefur ásamt félaga slnum, Ingólfi Gissurarsyni frá Akranesi, vakiö á sér mikla athygli á sundmótum undan- farna mánuði. Ingólfur er okkar besti bringusundsmaður, og hann tók miklum framförum I fyrra. Hann hefur haft frekar hægt um sig I ár, en sund- spekúlantar eins og Gúömundur Harðarson og fleiri telja, að hann geti „sprungiö út” þá og þegar enda æfir hann sig mjög vel. ..Spútnikarnir af Skipa- skaga” hafa þeir félagar verið kallaðir. Ingi Þór hefur verið öllu meira I sviðsljósinu undan- farnar vikur, þvl að segja má, að þá hafi hann loks „sprungiö út”. Hann keppir i öllum grein- um nema bringusundi — lætur vin sinn Ingólf um það — en I vatn fer Ingi Þór varla oröiö þessa dagana án þess að bæta á- rangur sinn eða setja nýtt met. Hann á þegar oröiö tslands- metin i 100 metra baksundi, 100 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi auk þess sem hann á enn eitt tslandsmet f flokki 12 ára og yngri. Æfum meir en annað iþróttafólk „Ég setti aldrei nein met að ráði þegar ég var yngri,” sagði hann. „Þetta fór ekki að koma almennilega hjá mér fyrr en ég flutti suöur til Reykjavikur I haust og byrjaöi aö æfa undir handleiðslu Guðmundar Haröarsonar hjá Ægi. Við fórum báðir suöur, ég og Ingólfur, og hjá Guðmundi og félögunum i Ægi höfum við fengiðþaðsem við þurftum með í sundinu. Guðmundur hefur til dæmis tekiö mig og snarsnúið öllum minum stíl. Gnda hefur á- rangurinn ekki látið á sér standa. Bn mig óraði samt aldrei fyrir þvi að framfarirnar yrðu svona örar hjá mér. Þetta kemur auövitaö ekki nema með þrotlausum æfing- um, en stundum finnst mér þetta þó vera of mikiö hjá mér og öðrum I sundinu. Ég mæti til dæmis tvisvar I viku í Sundhöll- ina klukkan 6 á morgnana og æfi þá f einn og hálfan tfma. Slöan tek ég kvöldæfingar mánudag, þriðjudag, miðviku- dag, fimmtudag og föstudag. A laugardögum æfi ég I hádeginu og aftur um kvöldið uppi á Akranesi, en þar er ég um helg- ar, og á sunnudögum tek ég einnig eina æfingu þar. Ég tek mér tuttugu daga fri á ári frá æfingum og keppni og f hverri viku syndi ég 40 til 50 kflómetra. Þar fyrir utan æfi ég leikfimi, lyftingar og annað sem meö þarf. Ég hef engan saman- burð en ég held nú samt að ég og við yfirleitt i sundinu æfum miklu meir en annaö fþróttafólk hér á islandi. Samt drögumst við aftur úr á alþjóðamæli- kvarða”. Sér sjálfur um elda- mennskuna Ingi Þór þarf að leggja ýmis- legt á sig til að geta æft fþrótt sfna svo vel megi vera I höfuð- borginni. Hann stundar nám f Ármúlaskólanum, býr einn I herbergi úíTI bæ og eldar ofan I sig sjálfur. „Nei, það er ekkert prins póló og kók á matseðlinum hjá mér”, segir hann, þegar viö spyrjum. „Ég æfi það mikiö að ég verð að borða hollan og góðan mat, og þaö geri ég. Hann fæ ég heima á Akranesi um helgar, og sfðan senda mamma og pabbi mig með mat i bæinn og hann mat- reiði ég sjálfur f miðri viku”. — Veröur þú aldrei þreyttur eða leiður á þessu? spyrjum við hann. „Jú, jú, það kemur fyrir — sérstaklega f skammdeginu. Þá er mér alltaf kalt og með kvef af þvi að vera að sulla svona mikið ivatninu. En það eru svo marg- ar skemmtilegar hliöar á sund- inu og öliu þvf, sem er i kringum þaö, að slik þreytu og leiðinda- köst gleymast eins og skot. Ég vona bara að mér auðnist að fá að vera með I öllu þar sem lengst, þvf að ég á enn svo margt ólært og ógert I lauginni áður en ég hengi keppnisskýl- una mfna upp fyrir fullt og allt”.... —klp— Nýjasta stjarnan okkar f sundinu, Ingi Þór Jónsson frá Akranesi æf- ir alla daga vikunnar og flesta dagana lætur hann sig hafa það að mæta tvivegis á æfingar. Og árangurinn hefur ekki látiö á sér standa. Vfsismynd BG. Tómas sigraði Stelán aftur Tómas Guðjónsson úr KR varö sigurvegari i punktamótinu i borðtennis, sem haldið var hjá Vikingi í gærkvöldi, en i þvl tóku þátt meistaraflokksmenn i karla- flokki. Þeir Tómas og Stefán Konráös- son Ur Vikingi, sem léku til Urslita i Butterflymótinu um siöustu helgi, léku þrjá leiki i gærkvöldi, en fyrirkomulagið i mótinu var þannig, að menn voru úr leik eftir að hafa tapað tvivegis. Fyrsti leikur þeirra fór á þann veg, að Stefán sigraði 21:19, og 14:21 og 23:21 og svo mættust þeir aftur í undanUrslitunum. Þá sneri Tómas blaðinu við og sigraöi 21:19 og 21:9 og stóðu þeir tveir þvi einir eftir með eitt tap, aðrir voru úr leik. I Urslitunum var hart barist, en svo fór að Tómas tryggöi sér sigurinn með 21:16 og 21:17 sigrum. 1 stigakeppni Borðtennissam- bandsins hefur Tómas nú örugga forustu, er með 96 punkta, Hjálm- týr Hafsteinsson er með 57, Stefán Konráðsson 33. -gk- Herrera tekur við Barcelona Hinn frægi Helenio Herrera, sem undanfarin ár hefur verið starfandi og búsettur á Italiu, tók I vikunni viö störfum sem aðal- þjálfari og framkvæmdarstjóri knattspyrnuliðs Barcelona. Joaquim Rife, sem hefur verið aðalþjálfari liðsins undanfarin ár, og var meðal annars með það, þegar Barcelona lék við Akranes hér á Laugardalsvellinum i haust, sagði starfi sinu lausu um helgina, en eftir þvi hafa margir beðið. Barcelona hefur vegnað mjög illa undir hans stjórn á þessu keppnistimabili. Leikmenn hafa látið f ljós óánægju með störf Rife i vetur, og upp Ur sauö f sam- skiptum hans við Austurrikis- manninn Hans Krankl, sem kostaöi það. aö Krankl fór heim aftur. Jdp-. \ Bómullar æfinga- gallar Blússan með rennilás og hettu Litir: dökkblátt og grátt Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar kKlopporstíg 44 ‘ Sími 1-17-83 Varö helmsmeistarl á síðasta mótinu sínul Austur-Þjóöver jinn Jan Hoffmann endaöi keppnisferil sinn i gær sem heimsmeistari i listhlaupi á skautum á heims- meistaramótinu, sem nú er haldið i Dortmund i Vestur-Þýskalandi. Hann hafði fyrir keppnina til- kynnt, að þetta yröi siöasta stór mótið, sen> hann tæki þátt i, og hann myndi leggja allt i sölurnar til að sigra þar. Hann náði góðri forustu strax i tveim fyrstu æfingunum, og i gærkvöldi rak hann endahnútinn á allt með stór- glæsilegri sýningu á „frjálsum æfingum”. Ólympiumeistarinn frá Lake Placid, Robin Cousins, Bretlandi sýndi einnig i gærkvöldi sinar bestu hliðar, en náði samt ekki að koma nálægt Hoffmann að stigum. Hlaut hann silfurverð- launin, en Charles Tickner frá Bandarikjunum bronsið. Keppnin i listhlaupi kvenna hófst i gærkvöldi og tók Anett Pöts frá Austur-Þýskalandi þar strax gott íorskot. Dagmar Lutz frá Vestur-Þýskalandi er i 2. sætinu og öllum á óvart hafnaði Claudia Kristoficsbinder frá Austurriki i 3. sæti — er þar aðeins nokkrum stigum á undan heimsmeistaranum frá i fyrra, Lindu Fratianne frá Bandarikj- unum. -klp-.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.