Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 14.03.1980, Blaðsíða 24
 Föstudagur 14. mars 1980, síminn er86611 Veöurspá flagsins Gert er ráö fyrir stormi á Suð- vesturmiðum, Faxaflóamið- um, Breiöafjaröarmiðum og Vestfjaröamiðum. Á sunnan- verðu Grænlandshafi er 978 mb. viöáttumikil lægð á hreyf- ingu norður. Veður heldur áfram að hlýna í dag, en kóln- ar aftur i kvöld og nótt. Suövesturland: Suðaustan stormur eöa rok og rigning i nótt og framan af degi. Geng- ur i suövestan hvassviðri eöa storm og hagl eða slydduél, þegar llður á daginn. Faxaflói til Vestfjaröa: Vax- andi suðaustan átt, viöa stormur eða rok og rigning. Gengur siðdegis i suðvestan storm og slyddu eöa haglél. Noröurland: Vaxandi suð- austan átt, allhvass eða hvass og slydda, þegar kemur fram á morguninn. Gengur i hvassa sunnan og suðvestan átt og él með kvöldinu. Noröausturland: Vaxandi suðvestan og sunnan átt. all- hvasst þegar liöur á morgun- inn. Dálitil snjókoma eða slydda, einkum vestan til.- Austfiröir: Allhvass sunnan og suðaustan og sums staöar léttskýjað fyrst, en þykknar upp meö slyddu sunnan til þegar liður á daginn. Suöausturland: Vaxandi aust- an og suðaustan átt, hvass og slydda eöa rigning, þegar liður á morguninn, en allhvass suövestan og slydduél með kvöldinu. veDriO hér og har Klukkan sex I morgun: Akur- eyriskýjað3, Bergenheiöskirt -í-4, Helsinki, heiðskirt -=-11, Osló snjókoma 0, Reykjavlk alskýjað 4, Stokkhólmur létt- skýjaö -=-2, Klukkan átján I gær: Aþena skýjað 10, Berlln mistur 3, Feneyjar rigning 10, Frank- furt súld 6, Nuuk léttskýjað -=-l, London léttskýjað 7, Luxemburg rigning 5, Las Palmas heiðskirt 21, Mallorca skýjað 11, Montreal alskýjað -f7, New York snjóél 4-1, Paris rigning 4, Róm skýjaö 11, Vin skýjaö 7, Winnipeg heiöskirt -=-10. Loki segir Margir tala um málshöföanir þessa dagana út af hinum margvislegustu málum, eins og fram hefur komiö I blööum. Athyglisveröasta hugmyndin f þvi efni er þó sú, sem kom fram i einu morgunblaöanna f morgun, aö stefnt yröi fyrir aö gefa I skyn aö maöur einn hér í bænum væri Kjartan Þjóö- viljaritstjóri. Ætli slik ásökun falli undir meiöyröi? Veröur skrifstofa FIDE fiult úr landi? „Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að þeir sem um þetta fjalla hafi ekki skilning á málinu og þvi hlýtur fjárveitingin að hækka. Það er gjörsamlega útilokað að reka skrifstofu FIDE hér fyrir 8 milljónir”, sagði Friðrik ólafs- son forseti FIDE i samtali við Visi. 1 fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir óbreyttri fjárveitingu til forseta FIDE frá þvi i fyrra, eöa átta milljónir króna. Visir spuröi Friörik hvort skrifstofa FIDE yröi flutt úr landi ef ekki fengist meira fé til rekstursins. ,,Ég tel það afar óliklegt aö þetta veröi ekki leiörétt, en fyrir þessa fjárhæð er ekki hægt að halda uppi starfinu héðan. Ég sótti um fjárveitingu aö upphæð 22 milljónir króna svo koma mætti starfinu i fullan gang”, sagði Friörik. Dagana 10.-15. april verður haldinn fundur framkvæmda- ráðs og ráðgjafanefndar FIDE I I Reykjavfk og munu 11 manns koma til fundarins. Friðrik Ólafsson fer til Austurrikis eftir helgina til að ræöa við móts- haldara einvigis Petrosjans og Kortnojs sem þar fer nú fram. —SG l roki 09 rigningu Rok og rigning tók á móti borgarbúum er þeir héldu til vinnu sinn- ar í morgun, og var ekk- ert lát á því veðri undir hádegið/ þegar Visir fór í prentun. Myndin var tekin í borginni i morg- un. Visismynd: JA Um 70 púsund manns hafa séð Land og syni: ..Getum relknað með 50-60 mllll. gróða” - ef sðiuskatturinn verður felldur niður „Nú hafa um 70 þúsund manns séð Land og syni og miöað við þann áhorfendafjölda getum við reiknað með 50-60 milljón króna gróöa,” sagöi Jón.Hermannsson framkvæmdastjóri Isfilm er Visir spurðist fyrir um þaö i morgun hvernig fjárhagsstaða Lands og sona væri. ,,En af þeirri tölu á eftir að taka söluskatt sem gæti oröið 20-30 milljónir. Viö höfum sótt um undanþágu til fjárveitinganefnd- ar og rætt við ráðherra, sagði Jón, ,,en ekkert er komið út úr þvi enn.” Þá gat Jón þess að ef söluskatt- ur væri tekinn af Landi og sonum væri það hærri upphæð en allir þeir styrkir sem veittir voru til kvikmyndagerðar I fyrra. —IJ. Vinstrimenn héidu meirihlutanum I Stúdentaráðskosningunni i gær hlaut Vaka 45,3% atkvæða og 6 mennkjörna, en Félag vinstri- manna 54,7% og 7 menn kjörna. Vinstri menn hafa nú 16 menn kjörna I Stúdentaráðið og Vaka 14, en vinstri menn höfðu áður 17 og Vaka 13. 1 Háskólaráðskosningunni hlaut Vaka 44,4% atkvæða og Félag vinstri manna 55,6% og fá þvi báðir aðilar 1 mann kjörinn i Háskólaráö • Hörkuárekstr- ar á Akureyri Tveir bilar lentu I mjög harka- legum árekstri á mótum Hafnar- strætis og Kjarnabrautar á Akur- eyrium klukkan 1.20 i nótt. Báðir bilarnir stórskemmdust en slys urðu ekki á fólki. Annar öku- manna er grunaöur um ölvun við akstur. Þá varð harður árekstur á gatnamótum Mýrarvegar og Skógarlundar siðdegis i gær. BIl var ekiö úr Skógarlundi inn á Mýrarveg, sem er aöalbraut og i hlið bils er ók i suðurátt. Miklar skemmdir urðu á bilunum en litil meiðsl á fólki. Horskup blaðamaður lýsir heimsókn i Hollywood i morgunpóstinum: „Bauö mér blíðu sína gegn gjaldi” „Eg var að tala vlð aðra stúlku og hafnaði lilboðlnu” „Það kom til min stúlka á veitingastaðnum Hollywood og bauð mér bliðu sina gegn gjaldi. Ég var að tala við aðra stúlku þegar þetta átti sér stað og hafnaði tilboðinu”. Þannig mæltist norskum blaðamanni, sem var hér á íslandi i tengsium við þing Norðurlandaráðs, i samtali við Borgþór Kjærnested sem flutt var í Morgunpóstinum i morgun. Borgþór Itrekaði það i Morgunpóstinum, að hann myndi ekki gefa upp nöfn þeirra heimildarmanna sem hann heföi fyrir þvi að lúxusvændi hafi veriö stundað I Hollywood. Hann sagöi hins vegar aö upp- lýsingarnar væru öruggar og heföu komiö úr fleiri en einni átt. 1 þvi viðtali sem flutt var i Morgunpóstinum, minntist norski blaöamaöurinn ekki á að umrædd stúlka hafi veriö i tengslum við einhver sýningar- samtök, en sagöist mundu senda Borgþóri skriflega stað- festingu á þvi sem fyrir hann haföi borið i Hollywood. —PM —SG Smábrunar Eldur kom upp i sænska sendi- ráðinu viö Fjólugötu þegar veriö var að matreiða hádegisverö i gær. Logaði I skáp og viftu fyrir ofan eldavél og fylltist húsið af reyk. Einnig kviknaöi I divan á Kára- stig siödegis I gær er maður sofn- aði út frá sigarettu. Tjón varð lit- ið og maðurinn slapp við bruna- sár. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.