Vísir - 24.03.1980, Side 21

Vísir - 24.03.1980, Side 21
vtsm Mánudagur 24. mars 1980 Jimmy Carter var rlkisstjóri I Georglu þegar hann gerðist stofnaöili Trilateral Commission og David Rockefeller var einn helsti fjárhags- bakhjarl hans 1 kosningabaráttunni þegar Jimmy náði kjöri sem forseti Bandarikjanna. Hér sést hann með Giscard d'Estaing, forseta Frakk- lands, sem oft hefur setið fundi Bilderberg-samtakanna, og James Callaghan fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Trilateral? — Zbigniew Brzez- inski, Cyrus Vance, Walter Mon- dale, Harold Brown, Michael Blumenthal, Andrew Young o.fl. SIBan þetta gerðist hefur slest uppá vinskapinn meB þeim Carter og Rockefeller. ÞaB fór mjög i taugarnar á honum þegar Carter lagBi bann viB framleiBslu nevtrónusprengjunnar en mestu réBi þd ákvörBun Carters a& styBja ekki keisarann I Iran þegar hann barBist fyrir þvl aB halda völdunum. Rockefeller átti gifur- legra hagsmuna aö gæta I Iran og reiddistCartermjög. Svomjög að hann mun ekki sty&ja hann til endurkjörs. Rockefeller fann sér þá nýjan frambjóöanda. George Bush, 55 ára repúblikana. Ferill hans er mjög svipaBur ferli Carters, fyrir örfáum mánuöum þekkti hann enginn en nú er hann einn hættu- legasti keppinautur Carters, fari svo aö hann nái útnefningu repúblikanaflokksins sem reynd- ar virBast ekki miklar horfur á nú Rockefeller hefur ausiö i Bush fé, en Bush sagöi af sér i Trilateral samtökunum stuttu áöur en hann hóf baráttu sina fyrir forseta- kjöri. Og Carter veit sýnilega hvers Rockefeller er megnugur. Er hann var spuröur hvern hann vildi sist keppa viB i forsetakosn- ingunum var hann fljótur til svars: „George Bush.” David Rockefeller var einn af aðalhvatamönnum þess að Trila- teral Commission var stofnuð ár- ið 1972. Hann er einn auðugasti maður Bandarfkjanna. Áhugasamur bjöllusafnari En hver er þessi David Rocke- feller? Þessi dularfulli maBur sem hlotiö hefur viöurnefniö „Kingmaker”? Rockefeller er nú 64 ára gam- all, en hann er yngsti sonur oliu- kóngsins John D. Rockefellers II og bróöir Nelson Rockefellers, fyrrverandi rikisstjóra New York og varaforseta Bandaríkjanna. Eftir aö Rockefeller lauk námi I Harvard lagöi hann hart aö sér, í Rockefellerfjölskyldunni komast menn áfram þvi aöeins aö þeir hafi sannaö hæfni slna. David Rockefeller lauk námi i læknisfræöi frá háskölanum I Chicago og var höfuösmaBur I hernum á árunum 1943-45. SIBan fékk hann vinnu sem aöstoöarfor- stjóri útlandsdeildar Chase Man- hattanbankans, sem ekki var erf- itt: pabbi átti bankann. Ariö 1969 tók hann viö sem stjórnarformaöur bankans og hóf aö byggja konungsriki sitt. I dag stjórnar hann helmingi banda- risku olluframleiöslunnar, fimmta hluta bankastarfseminn- ar, fimmta hluta iBnaöarfram- leiöslunnar og meira en fjóröungi bandarisks fjármagns i Afrlku, Aslu og SuBur-Ameriku. í gegn- um Chase Manhattan hefur hann úrslitavald yfir mörgum risa- fyrirtækjum eins og American Express, IBM, Pan-American, American Airways og Esso. Stórum hluta ársins er hann á feröalögum um riki sitt. Hann er fastagestur hjá mörgum þjóöar- leiötogum og ku halda spjaldskrá yfir 35000 „persónulega vini” sina. Hver forsetinn af öörum hefurreynt aö fá hann til aö taka sæti I rikistjórn sinni en hann hef- ur alltaf neitaö, hefur vafalítiö meiri völd sem einkaaöili. Rockefeller gengur aldrei meö peninga á sér. Hann þarf þess ekki. Hins vegar gengur hann með heilt skordýrasafn á sér. Hann hefur um langt árabil safn- aöbjöllum ogferöast um með þær I kassa sem hann sýnir engum nema sérstökum vinum slnum. Bilderberg Onnur viðlika samtök og Trila- teral eru Islendingum kunnari. Þaö er Bilderberg, sem sumir af æöstu stjórnmálamönnum Is- lands hafa sótt fundi hjá, en jafn- an látið lltiö eöa ekkert hafa eftir sér um. Sú þögn er mjög I sam- ræmi við allar athafnir Bilder- bergs sem er hið dularfyllsta fyrirtæki sem fáir utanaökom- andi vita deili á. Bilderberg heldur fundi einu sinni á ári og er þangað boöiö helstu stjórnmála- og fjármála- kóngum Vesturlanda. Robert Eringer telur sig hafa áreiöan- legar heimildir fyrir þvl aö Bilderberg muni næst funda I Aachen I Vestur-Þýskalandi dag- ana 18.20. april. Veröur fróðlegt a& sjá hvort einhverjir íslend- ingar taka þátt i þeim fundi. 1 for- sæti veröur Walter Csheel, fyrrv. forseti Vestur-Þýskalands, og tekur hann viö af Home lávaröi, sem gerist nú aldraöur mjög. RétteinsoghjáTrilateral veröur aðalumræöuefniö Afganistan- málið og hvemig Vesturlönd skuli bregöast viö þvf. Mikil leynd hvilir ætiö yfir fundum Bilderbergs og eru þátt- takendur ófáanlegir til þess aö gefa upp um hvaö er rætt. Þó er taliö fullvist aö þessir fundir hafi mikil áhrif á stefnumótun land- anna enda sitja margir af þekkt- ustu leiötogum Evrópu fundina. Uppruna Bilderbergs má rekja til pólska stjómmálafræöingsins dr. Joseph Retinger sem seint á fjórða áratugnum ól meö sér drauma um sameinaða Evrópu þ.e.a.s. sameinaöa Vestur- Evrópu gegn kommúnistum. Hann fékk fjármagn til þess að stofna ýmsar nefndir, þessu áhugamáli sinu til stuönings, bæöi austan hafs og vestan, og munu þeir peningar aðallega fengnir hjá CIA Leyniþjónustu Bandarikjanna. 1952 var Retinger búinn aö fá Bernard Hollands- prins I lið meö sér og þeir mega heita frumkvöðlar Bilderberg. tslenskir þátttakendur Fjöldinn allur af æöstu valda- mönnum Vesturlanda hefur sótt fundi hjá Bilderberg og má nærri geta hvort ekki hefur verið mikiö skrafaö. Þeirra á meöal hafa ver- iö Gerald Ford, Henry Kissinger, Walter Mondale, Cyrus Vance, Hugh Gaitskell, Denis Healey, Carrington lávarður og Sir Keith Joseph. Spurningin er hins vegar: i hverra þágu og á hvern hátt málin voru rædd. Af núverandi leiðtogum Evrópu hafa m.a. Thatcher, Schmidt og d’Estaing sótt fundi há Bilderberg reglu- lega. Þaö sem helst hefur vakiö athygli I sambandi við þátttak- endur á Bilderberg-fundum er hversuleiknir skipuleggjendurnir eru að bjóöa til sln mönnum sem litið ber á en risa innan fárra ára upp I æöstu stööur. Hefur þetta eölilega vakiö ýmsar spurningar um raunveruleg áhrif Bilder- bergs. Eins og hér sagöi áöan haia ýmsir lslendingar sótt samkomur Bilderbergs og er Geir Hall- grimsson fyrrum forsætisráö- herra meöal þeirra en hann fór ásamt Birni Bjarnasyni, þáver- andi skrifstofustjóra forsætis- ráöuneytisins á slikan fund fyrir nokkrum árum. íslendingar, sem sótt hafa Bilderberg heim, sem og aðrir þátttakendur segja jafnan aöspuröir aö þar séu málin rædd vittog breitt en fjarri þvi aö neins konar ákvar&anir séu teknar. Þetta er hins vegar ekki rétt aö sögn -Roberts Eringers. Hann kveðst hafa komist yfir skýrslur um samtals sex fundi Bilderbergs og segir aö ljóst sé aö þar sé ákveöiö fyrir hverju þátttakendur eigá aö berjast þegar heim kem- ur. Aftur vaknar spurningin: I þágu hverra? Eitt dálitiö merkilegt atriöi hef- ur Eringer hnotiö um. Ariö 1954, um þaö leyti sem Bilderberg var aö komast á legg, segir svo I fundargerö: „I fyllingu timans ætti aö yfirfæra skoöanir okkar á alþjóöamálum á heiminn allan.” Algert trúnaðarmál Ari siöar er mikiö um þaö rætt aðþaö væri I þágu fulltrúanna aö sett yröi á stofn einhvers konar markaösbandalag Evrópurikja. Það var gert tveimur árum siöar. Siöari fundargeröir eru merkt- ar Algert trúnaöarmál og er þar m.a. dálkurinn: Almennar niöur- stöður. Þar er rætt um aö gripa skuli til aögeröa til þess aö koma þvi til leiöar að ákvaröanir Bilderbergs nái fram aö ganga SIBan segir aö fulltrúamir skuli nota sambönd sin, ráðstefnur og einkafundi til aö fylgja málunum eftir. Fulltrúarnir á samkundunum komast þannig aö samkomulagi sem enginn fær neitt um aö vita og reyna þeir siöan aö ota sinum tota eftir fremsta megni segir bandariski blaðamaöurinn. Eng- inn hefur eftirlit meö þessum valdamiklu leynifélögum og ljóst er aö þau hafa áhrif á ótrúlegustu sviðum. Þegar Eringer reyndi aö afla upplýsinga um Bilderberg hjá Hvita húsinu i Washington eða rikisstjórn Bretlands kom svar eftir dúk og disk: „Vitum ekkert um þetta”. Engu aö siöur er vitaö aö háttsettir aöilar innan stjórnkerfa beggja rikjanna hafa sitt aö segja I þessum samtökum. C.Gordon Tether sem er mjög virtur fyrrv. dálkahöfundur hjá Financial Times hefur þetta aö segja: „Ef Bilderberg er ekki einhvers konar samsærishópur þá haga samtökin sér alla vega þannig aö þau hljóta aö liggja undir þeim grun'.' TIL FERMINGARGJAFA 5MANNA TJÖLD 3 MANNA TJÖLD Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Tjalddýnur, bakpokar og allt annað í útileguna. Þýskir svefnpokar, mjög góðir og vandaðir. POSTSENDUM SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjagötu 7 — Örfirisey — Reykjavik Simar: 14093 og 13320 GÓLFLÍ, Gul l-K- Acryseal - Butyl - Neor HEILDSÖLUBIRGÐIR OflÁsgeirsson i 11— 11 rv\ /rnru i iiu _ ^ HEILDVERSLUN Grensásvegi 22— Simi: 39320 105 Reykjavík— Pósthólf: 434

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.