Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 4
UGANDA Niu mánuðir eru li&nir, siöan har&stjóranum Idi Amin var bylt úr stóli, en Uganda viröist litlu nær þvi að veröa fullburða lýðveldisriki. Efnahagslif landsins er i algerri rúst, stjórnmálin i öngþveiti, og viða sofnar fólk út frá skothríð, sem heyrist úr myrkrinu, en sjaldnast fæst á henni nokkur skýring. Frelsararnir langÞreyttir Frelsararnir frá Tansaniu eru búnir aö fá nóg af Úganda og vilja orðið fyrir hvern mun losna út úr þessari ringulreið. Sigurviman, sem fylgdi mann- fórnunum og útgjöldunum viö að frelsa 13 milljónir Úganda- manna undan ánauð Idi Amins, er fyrir löngu af þeim runnin. Um 20.000 manna lið frá Tansaniu er enn i Uganda og hefur átt meginþátt i þvi, að ekki rikti algert stjórnleysi i landinu, en Nyerere forseti Tansaniu hefur hótað að kalla þetta lið allt heim fyrir september næsta. Með þvi hefur hann vonast til þess að ýta við heimamönnum i Uganda til þess að hraða sér við að koma reglu á hlutina. Stjórnmálín í öngþveiti Stjórnmál, eins og menn skilja það orð, eru ekki til i Uganda. Þar otar hver sinum tota, mútur og samsæri daglegt brauð, samtök mynduð og rofin samdægurs, ættarerjur loga og ofbeldið nærtækt. Abyrgðartil- finning viröist ekki til, og vissulega ekki samábyrgö, eins og sést á því að settir ráðherrar reyna oft að vinna hver gegn öðrum. -Það örlar ekki á vilja til þess aö koma á friöi innanlands, né heldur virðast hinir skipuðu embættismenn eða þingfulltrú- ar hafa þann hug á að losna við Tansanlumenn, sem almenn- ingur hefur. Feginn eins og al- múginn var að losna undan haröstjórn Amins, er hann hætt- ur að lita á innrásarliðið sem frelsara, og finnst það heldur minna þá á eigin eymd. Eini löglegi stjórnmála- flokkurinn i landinu er UMLF (Þjóðfrelsisfylking Uganda), og er þó i rauninni ekki flokkur, heldur bráðabirgðabandalag. UNLF naut andstöðu sinnar við Amin, þegar Tansaniumenn vantaði einhverja til þess að taka við stjórntaumum, en innan vébanda þess ægir saman hinum ólikustu hópum, sem eru Prófessor Jusufu Lule'var settur forseti af frelsurunum, en fljótlega vikið frá af minnihlutanum, sem setti Binaisa f hans stað. Kampala á dögum innrásar Tansaniumanna, en niu mánuðum eftir frelsunina rlkir þar lögleysa, og aldrei liður svo kvöld, að næturkyrrðin sé ekki rofin af skothvellum. i andstöðu innbyrðis jafnt sem út á við. Marglr um hituna Ef Godfrey Binaisa, núver- andi forseta Uganda, yröi vikiö frá, eins og forvera hans, Yusufu Lule prófessor, áður en til kosninga kemur, eru að minnsta kosti sjö menn, sem telja sig sjálfkjörna i hans sæti, af alls 125 fulltrúum Þjóðar- ráðsins. Enginn treystir sér að spá hver þeirra væri öðrum lik- legri. Gerir það bæði aö veikja stöðu Binaisa og styrkja. Þjóðarráðið (NCC) virðist reyna að bregða fæti fyrir Binaisa og binda hendur hans, hvenær sem það fær þvl við komið. Fulltrúunum er ekki enn úr minni einvaldstilburöir dr. Milton Obote, fyrsta forseta Oganda, sem enn bíður átekta i Dar es Salaam, svo að ekki sé nú minnst á hitlerisma Amins. Þeir hafa marghótað að bera upp og samþykkja vantraust á hendur Binaisa. Af þvl hefur þó ekki orðið, og i þvi liggur styrkur Binaisa og mun gera, meðan enginn annar ris upp, sem liklegur þykir til þess að taka sæti hans eöa til þess að njóta fylgis nægilegs meirihluta NCC. Má vera að það hefi legiö að baki tilkynningu Binaisa á dög- unum um, að hann væri hlynntur þvi að efna til forseta- og þingkosnínga eins fljótt og unnt yrði að koma þvi við (i október eða nóvember) fremur en biða til júnl á næsta ári með þær, eins og ráðgert hefur veriö. -Ef ekki kemur til valdaráns fyrir kosningar, eru liklegustu helstu keppinautar Binaisa taldir vera dr. Obote og prófessor Lule. Ættbálkaerjur Fá Afrikuriki önnur eru eins undirlögð ættbálkaerjum og Úganda, og vantreysta þvi margir Obote vegna tengsla hans við ættbálkana i noröur- og austurhluta landsins, en þeirra stærstur er Baganda, og fyrir það, hvernig hann notaði Idi Amin, sem var yfirmaöur hers- ins þá, til þess að brjóta niður áhrif Kabakamanna. Til mótmælaaðgerða kom á götum Kampala, þegar minnihluti full- trúa I NCC velti Lule prófessor og setti Binaisa til embættis hans. Binaisa hafði verið hátt- settur embættismaður i stjórn Obote og af ýmsum stimplaður svikari fyrir. Hann virðist þó hafa aukið fylgi sitt, og þá aðal- lega á kostnað Lule. Ræningjar vaða uppi Ein meginforsendan fyrir þvi að friður komistá innanlands er sú, að einhverju skipulagi verði komið á þá einkaheri, sem snerust I liö með innrásarliði Tansaniu til þess að bylta Idi Amin, en hafa siðan verið uppteknir af þvi að herja hver jir á aðra. Hernaðararmur UNLF er á leið með að verða kjarninn I nýjum Úgandaher og telur um 10 þúsund þjálfaða og vopnfæra menn. Honum er ætlað að leysa af hólmi setulið Tansaníu. Þó þykir vanta á, að I honum séu fulltrúar sem flestra ættbálka. T.d. eru i honum aðeins 500 til 750 Baganda-menn. Ræningjar og rumpulýður leikur lausum hala i norður- hluta landsins. Eru það ýmist fyrrverandi dátar Idi Amins, herskáir ættflokkar eða Turkanamenn frá Kenýa. Þessi plága bætist ofan á ofboðlega þurrka, sem gengið hafa yfir þennan landshluta, en talið er, að um hálf milljón manna búi þar við svelti af þeim sökum. 1 höfuðborginni Kampala rikir lögleysa, þar sem skot- hvellir rjúfa næturkyrrðina hvert kvöld, og verður það augljóslega fyrsta verkefni kjörinnar stjórnar að koma á lögum og reglu. Hjálparlaust veröur þvi naumast komið I kring, og sýnist standa næst Tansaniu, sem mundi treg til, eða Breska samveldinu, Einingarsamtökum Afriku eða Sameinuðu þjóöunum að hlaupa undir bagga. I i I a i i angursins, er sigra&i Everest 1953. Læknirinn segir, aö Peking- stjórnin hafi tekiö upp gestrisn- ara viömót við erienda fjall- göngumenn, og njóti iei&angur hans góðs af þvf. Lei&angrinum er ætlað aö rann- saka meö mælingum súrefnis- eyöslufjallagarpa I mikiilihæö og reyna aö finna skýringu á þvf, hvernig fjallafólk eíns og sherparnir komist af siírefnis- gjafarlaust i svo mikilli hæö. Minni eftirspurn eftir hiólDörðum Fireslone- gúmbaröafyrirtækiö hefur tilkynnt, aö þaö ætli aö loka fimm hjólbaröaverksmiöjum sinum og fækka starfsliöi sinu um sjö þúsund inanns. Samdráttur i bilasölu og minni eftirspurn eftir hjólböröum neyöir fyrirtækiö til þess aö draga saman seglin. en fyrsti fjórðungur yfirstandandi fjárhagsárs Firestone sýndi 13.8 miiljón dollara tap. Eidur um dorð ( gripaflutninga- skipi 73 manna áhöfn gripaflutninga- skips frá Lfbanon yfirgaf þaö og fór i bátana eftir aö eldur kom upp i skipinu, þar sem þaö var statt á föstudag undan suöur- strönd Astraliu. Veöur var milt og sjór aö heita sléttur og næsta skip, pólskt fiskirannsóknarskip, átti ekki langt i skipbrotsmenn- ina, svo aö mannbjörg tókst vel. Kanadamenn hækka bankavextl Seölabanki Kanada hefur hækkaö innlánsvexti hjá kanadiskum bönkum upp i 15.49%, en útlánsvextir veröa 16.5% og eru þetta hæstu banka- vextir, sem Kanadamenn hafa nokkurntima haft. Fækka iridðgum Austur-þýska stjórnin hefur nú boöaö, aö landsmenn þar fái ekki lengur langar frihelgar, eins og veriö hefur, þegar háti&isdaga hefur boriö upp á fimmtudag eöa þriöjudag. Hingaö til hefur fólk mátt vinna af sér dagana á milli meö þvi aö vinna á laugardögum i annarri hvorri vikunni á undan eöa eftir. 1 ljós hefur þó komiö, aö töluverö brögö hafi veriö aö þvi, aö fólk skrópaöi f laugardags- vinnunni. Reyna iiallgöngu íKina Breskir fjallgöngugarpar ætla aö reyna á næsta ári aö klifa hæsta og afskekktasta fjallstind Kina. hiö 7.719 metra háa Kongur skammt frá Kashgar vestast f Kina. Þetta veröur fyrsti breski fjall- gönguleiðangurinn, sem ieyfist aö fara inn í Kina frá þvi 1938, en stjórnandi hans veröur Michael Ward, sem var læknir f.vrsta leiö-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.