Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 30
vísm '» ***.?:»'•• Mánudagur 31. mars 1980 30 TALÍA, LEIKLISTAR5VID h.5. 5YNIR MMW 0G ECRNIN Sýnt í félagsheimili Seltjarnarness mánudag 31. mars kl. 20.30, þriðjudag 1. apríl kl. 20.30, fimmtudag 3. apríl kl. 20.30, Miðaverð kr. 2000.- Leiksíjóri Sigrún Björnsdóttir EFTIR BERTOLT BRECHT Spennandi og áhrifamikil ný amerísk stór- mynd í litum og Cinema Scopesem hlotið hef- ur fádæma góðar viðtökur um heim allan. Leikstjori. Peter Hyams. Áðalhlutverk: Christopher Plummer, Harrison Ford, Lesley- Anne Down. SÝND KL 5,7, 9 OG 11 ^^^^^^*^^^^^^^^^^**^A-*yh**^^A-* Skrifstofuhúsnæði Sænska sendiráðið óskar eftir að kaupa eða leigja rúmlega 300 ferm.húsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Má vera tilbúið undir tréverk. Einnig kæmi til greina stórt einbýlishús. Skrifleg tilboð sendist Sænska sendiráðinu, Box 140, Reykjavík, fyrir 10. apríl. Særsgur- og skírnargjafír íúrvali r R e í öYk a s i i "sVá"r á'ö ] I I I I I 1 Ekki veit ég hvort þaö er nein- um til góðs að við Gunnar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Starfsmannafélags rfkis- stofnana, séum að jagast um mötuneytismál launafólks i fjöl- miðlum. Meginatriði þessa máls hafa þegar verið dregin fram, bæði i Vinnunni, 1. tbl. 1980, og i svari minu i Visi 24. Imars, þar sem gerð var athuga- semd við grein Gunnars i sama blaði 19. mars. Þessi megin- atriði eru þau, að ég hafði orð á 1 þvi i inngangi að töflu um ¦ matarverð i nokkrum mötu- I neytum, að augljóst væri „hve u gifurleg frfðindi það eru hjá I opinberum starfsmönnum að fá ™ fæði á þvi verði sem tiðkast hjá i opinberum stofnunum". Vondur maður Haukur þessi Már Nú hefur Gunnar Gunnarsson _ enn þeyst fram á ritvöllinn, — g og virðist reiður. Þá ályktun _ dreg ég af því að siðasta grein % hans (i Visi 26. mars) fer ekki i að hrekja það sem ég hef haldið fram, heldur I að fullvissa les- endur um vafasaman „þanka- gáng blaðafulltrúa ASt, Hauks Más Haraldssonar", auðsæja ánægju sama manns vegna árangurs hans (þ.e. að matar- verð skyldi hækkaö i mötuneyt- aum opinberra starfsmanna) og iðrunarskort blaðafulltrúans. Rökþrotin eru svo algjör að jafnvel er gripið til kókmálsins, enda gamall „sannleikur" að betra sé að veifa röngu tré en öngu. Að likindum hefði ég látið kyrrt liggja, ef svar Gunnars hefði á einhvern hátt verið mál- efnalegt, — verið innlegg i um- ræður sem i sjálfu sér væru góð- ar og gildar ef iðkaðar væru af öðru en tilfinningahita og þeirri hvöt að reyna að finna sökudólg i málinu. En þessi viðbrögð Gunnars kalla beinlinis á and- svör min, einkanlega vegna þess að mér er bölvanlega við að mér séu gerðar upp skoðanir sem ég hef aldrei haft og geðhrif sem ég hef aldret fundið til. Margumrætt i „leyndarmál" Ég get með engu móti skilið hvers vegna ég ætti að sýna iðr- un i þessu máli. Ef Gunnar Gunnarsson heldur að það hafi verið leyndarmál 'til þessa, hvert verð hefur verið greitt fyrir máltiðir i mötuneytum hins opinbera þá er það auðvitað hans mál. En ég get fullvissað hann um að það hefur lengi ver- ¦ ið á vitorði landsmanna, enda HHBiBl oft verið um það fjallað i fjöl- miðlum og manna á meðal. Það er þvi meiriháttar skammsýni að ætla að kenna mér, sem rit- stjóra Vinnunnar, um að ljóstra verðinu upp sem leyndarmál væri. Ég er hins vegar ekkert frá þvi aö taflan i Vinnunni hafi þarna haft úrslitaáhrif á að verðið var hækkað i mötuneyt- um hins opinbera, sérstaklega eftir að farið var að vitna i hana i fjölmiðlum. Þó veit ég auðvit- að ekki hvaða hvatir lágu að neðanmals i i i i i i i i i i I i i i § i i i i Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASI svarar enn grein Gunnars Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Starfs- mannafélags ríkisstofn- ana i deilu þeirra um mötuneytismál launa- fólks. ramHBBHBBI baki þessari ákvörðun fjár- málaráðuneytisins. Ég er i sjálfu sér ekkert hissa á þvi, þótt Gunnar Gunnarsson og ef til vill aðrir opinberir starfsmenn séu reiðir vegna þessarar verðhækkunar. Ég vil ekki kalla þetta kjarajöfnun og hef aldreigert (þótt Gunnar sjái ástæðu til að gefa það i skyn), enda má segja að sem kjara- jöfnun sé hún með öfugum for- merkjum. Nær væri að taka til- lit til þeirra sem greiða mjög hátt verð fyrir matinn, t.d. i sambandi við opinber gjöld eða á annan hátt. Vegna þessa er mér öldungis hulið hvernig Gunnar getur les- ið úr grein minni „sjálfs- ánægju" og „sjálfumgleði" vegna hækkunar á matarverði opinberra starfsmanna. Slikt er þar hvergi að finna. Ég benti hins vegar Gunnari á að þrátt fyrir tæplega 100% hækkun á matarverði i mötuneyti Bif- reiðaeftirlits rikisins I dag.næði núverandi verð þar ekki þvi verði sem sumt verkafólk i fisk- iðnaði hefði þurft að greiða I desember sl. Þetta er ekki sjálfumgleði heldur er hér verið að benda á staðreynd og hana óhrekjanlega. Ekki meginregla, en dæmi um lágt verð Ég benti Gunnari lika á að matarverð á borð við það sem tiðkast i mötuneytum opinberra starfsmanna væri alls ekki meginregla hjá starfshópum innan ASI, gagnstætt þvi sem er um opinbera starfsmenn. Þetta er lika staðreynd og það veit Gunnar Gunnarsson. En það eru vissulega dæmi um lágt, — meira að segja mjög lágt, — verð i mótuneytum hjá „al- mennu verkafólki", eins og það er kallað. Það kemur t.d. fram I tittnefndri töflu I Vinnunni, að verkafólk I Grindavik greiddi 1.800 krónur á dag i fæði i desember sl. Og i Sementsverk- smiðjunni er mjög lágt verð fyr- ir mat, eins og sjá má i sömu töflu, en þar er þess þó að gæta, að verkafólkið greiðir I raun hærra verð en gefið er upp, þar sem það vinnur hálfan matar- tlmann upp I fæðiskostnað. Þetta eru staðreyndir og mætti nefna fleiri. En það breytir ekki þeim sannleika að matarverð á borð við það sem tiðkast i mötuneytum opinberra starfsmanna er alls ekkimegin- regla hjá starfshópum innan ASI. Lokaorð Ég ætla mér ekki að fara út i persónulegt aurkast á borð við það sem Gunnar Gunnarsson telur málstað sinum henta best. Það verður hver að fá að túlka sitt mál á þann hátt sem hann telur heppilegast. En ég tel eng- um til góðs, — og þá sist baráttu ASI, og BSRB, — að umræður milli þessara aðila fari út i að ata hvor annan sora. Slikt skemmtir aðeins skrattanum. En ég vil endurtaka það ennþá einu sinni, að þótt matarverð opinberra starfsmanna hafi hækkað i framhaldi af skrifum Vinnunnar, þá er beinllnis frá- leitt að ætla sér að kenna mér eða blaðinu alfarið þar um. Þetta verðlag hafði lengi verið á allra vitorði og gagnrýnt viða, — þó ekki í Vinnunni. Að svo mæltu læt ég lokið um- ræðum um þetta mál frá minni hendi. Haukur Már Haraldsson, _ blaðafulltrúi ASI og g ritstjóriVinnunnar. _ BB I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1 B 1 I 1 B B 1 B S Elisabeth Stephehs, deildarstjóri Norðurlandadeildar breska ferbamálaráðsins, Brian Troy, þingmao- ur á Jersey og varaforseti ferðamálanefndar eyjunnar, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiöa og Jol:n R. Layzele aðstoðarframkvæmdastjóri ferðamálanefndar Jersey. Vfsismynd: JA. EitthvaO fypip alla á Jersesr MagnÚS E. Baldvinsson sf., Laugavegi 8 - Sími 22804. Veðráttan er mild, hægt að synda I sjónum frá mai og fram I október, landslagið er fagurt og mikið af aldagömlum minjum, fortiðin er allsstaðar ofin inn I nú- tiðina, verðlagið er lágt, vörurnar eru vandaðar og fólkið vingjarn- legt. Þetta er lausleg lýsing á eyj- unni Jersey á Ermarsundi sem kynnt hefur verið fyrir Islenskum ferðamönnum undanfarna daga. Tveir menn frá eyjunni komu hingað til lands I þvi augnamiði að vekja athygli á eyjunni sinni I samvinnu við Flugleiðir. Það er ekki verið að taka upp skipulagð- ar hópferðir þangað.heldur vekja áhuga á staðnum I þeirri von að slikt kæmi i kjölfarið. Jersey tilheyrði lengi Frakk- landi en er nú undir bresku krún- unni, þó hún hafi sjálfstjórn og sæki ekkert þangað. Þar búa sjö- tiu og fimm þúsund manns. Aðal- lega er töluð þar enska en þó er talsvert um frönskumælandi fólk, sérstaklega það sem vinnur I landbúnaöinum og ýmislegt, svo sem matreiðsla og nöfn á stöðum, minnir á franskan uppruna. Ferðamannastraumurinn er mestur frá mai og fram i október en á vorin frá 3. mai til 14. júní er haldin vorhátíð, spring festival og er skipulögð dagskrá allan þann tima. Hótel sem eru 550 talsins eru undir ströngu eftirliti og verða að gefa árlega skýrslu um verð og ástand og verðiö má ekki hækka. Þeir sem panta i janúar fá á þvl verði f október. Algengt er að fólk komi ár eftir ár og panti jafnvel „á sama tima að ári". I dag er hægt aö komast til Jersey fyrir 239.000 krónur á mánaðarfargjaldi en annars 314.000 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.