Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 31.03.1980, Blaðsíða 7
VtSZR Mámidagur 31. mars 1980 lslendii.gur.ni. er nú talinn af Eini íslendingurinn, sem var um borð i norska ibúðarpallinum Alex- ander Kielland, er nú talinn af. Hann hét Hans Herbert Hansen frá Akurevri, 33 og var ára gamall og þriggja barna faðir. Herbert vann sem suðumaður hjá Stavanger Drilling og átti að vera i léyfi, er slysið varð. Vegna skorts á suðumönnum Slysið í Norðursló: Þlððarsorg í Noregi Flaggað i hálfa stöng, skemmtunum frestaö, sorgarlög i útvarpi og sjónvarpi, sorg i NoVegi: 123 eru taldir af eftir harmleikinn i Norðursjónum. 89 af þeim 212 sem voru um boro J Alexander Kielland siöastliö- ið fimmtudagskvöld, björguðust. Frekari leit var hætt þegar myrkur skall á sfðastliðið laugar- dagskvöld. Þá höfðu þyrlur, skip og flugvélar leitað á þvi svæði, sem talið var, að finna mætti fólk á. Stiórnendur leitarinnar álitu þá að ekki gæti lengur fundist neinn á lifi á svæðinu. Eftir slysið síðastliðinn fimmtudag hefur getum verið að þvi leitt,aö fólk gæti fundist i loft- þéttum herbergjum ibúöar- blokkarinnar. A laugardaginn útilokaði sérfræðingaflokkur þennan möguleika. Sjónvarps- myndavélar voru sendar niöur að hinni sokknu Ibúðarblokk til að sjá hvernig umhorfs væri og var árangurinn sýndur f sjónvarpinu Á laugardaginn. Allar rviður voru brotnar, húsgögn lágu á rúi og stúi, en ekkert sást til hinna sökn- uðu. Pallurinn, sem nú er á sjötlu metra dýpi, er á stöðugri hreyf- ingu og hefur enn ekki verið hætt á að senda niður kafara. En hvað gerðist? I morgun komu dráttarbátar með undir- stöðustólpann, sem brotnaði til Stafangurs. Menn vona að rann- sóknir á honum gefi svar við spurningunni, sem allir eru að velta fyrir sér. FÍestir sérfræð- ingar álita nú,að gassprengja eða árekstur við skip sé ekki ástæðan heldur málmþreyta eða tæring. Edanleg niðurstaða ætti að fást, þegar búið verður að rannsaka undirstöðustólpann. — ATA/JEG-Osló féllst hann þó á að vinna i siðustu viku, en pallin- um hvolfdi á fimmtu- daginn. Mjög hefur verið á reiki hversu margir hafa verið um borð og hverjir. Nefndar hafa verið tölur frá 208 og upp I 228, en nú mun vera nokkuð öruggt,að 212 manns voru á pallinum, þegar honum hvolfdi. Af þessum 212 hafa 89 bjargast, lik 42 manna hafa fund- ist og 81 er saknað, en þeir eru allir taldir af. A blaðamannafundi, sem hald- inn var i gær, kom fram, að lög- reglan hefur þrisvar sinnum á einu ári sent inn skýrslur og kvartað yfir þvi, aö oliufélögin skuli ekki hafa nákvæmar skrár yfir þá, sem eru á olluborpöllun- um, en kvörtunum lögreglunnar hefur ekki veriö sinnt. Auk þess voru manntalsskrár oliufélag- anna ekki hafðar i tviriti og er skráin yfir starfsmennina á Alex- ander Kielland nil niðri á 70 metra dypi. — ATA/JEG-Osló Samvinnutrygglngar, Landsvlrkjun og Söluféiaglo: Guolaugur í efsta sætf Guðlaugur Þorvaldsson varð efstur í skoðanakönnun á fylgi forsetaframbjóðenda I þremur fyrirtækjum nú fyrir helgi. Samvinnutryggingar, Llftrygg- ingafélagið Andvaka og Endur- tryggingafélag Samvinnutrygg- inga efndu til sameiginlegrar könnunar og höfðu 103 þátttöku- rétt. Af þeim greiddu 93 atkvæði, en 12 seðlar voru auðir eða ógild- ir. Guðlaugur Þorvaldsson hlaut 45atkvæði, Vigdis Finnbogadóttir 27, Albert Guðmundsson 6, Pétur Thorsteinsson 2 og Rögnvaldur Pálsson 1. Starfsmenn Sölufélags garð- yrkjumanna efndu einnig til skoð- anakönnunar, en þar greiddi 21 starfsmaður atkvæði. Guðlaugur Þorvaldsson hlaut 15 atkvæði, Vigdis Finnbogadóttir 5, en aðrir frambjóðendur fengu ekki at- kvæði. Einn seðill var auður. Hjá Landsvirkjun tjáðu 53 starfsmenn hug sinn og féllu at- kvæði þannig: Guölaugur 22, Vig- dis 21, Pétur 7, Albert 3, Rögn- valdur 0. —P.M. Guolaugur Þorvaldsson Grimnlr: RIT UM NAFNFRÆÐI HEFUR GÖNGU SÍNfl Rit um nafnfræði hefur hafið göngu sina undir heitinu Grimnir, og er ritstjóri þess Þórhallur Vil- mundarson. en útgefandi er ör- nefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Ætlunin er að birta einkum niður- stöður nafnfræðirannsókna, sem unnið hefur verið að á vegum stofnunarinnar, svo og frásagnir af starfsemi hennar. Stefnt er að þvi, að ritið geti I framtiðinni komið út árlega. Þeir, sem hafa hug á að gerast áskrifendur að Grímni, geta snúið sér til ör- nefnastofnunar Þjóðminjasafns, Suðurgötu 41, Reykjavlk, og er simi þar 21329, og fengið ritið & áskriftarverði. Einnig verður rit- ið sent gegn próstkröfu út um land. Litur Verð Ijósbrúnt kr. 22.000. Litur= svart Verð kr. 22.800. Litur Verð svart kr. 14.100. Litur: Ijósbrúnt Verð kr. 20.720. Póstsendum SKÓSEL Laugavegi 60. Sími 21270 Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali IRAFMAGNSm HANDVERKFÆRI M 1437 H Heimilisborvél Mótor:320wött Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./míh. Höggborun: 0-36OO0 högg/mín. 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13 mm Stiglaus hraðabreytir í fora og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvemduð uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan- greindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykur stórlega á notagildi SKIL heimilisborvéla. Eigum einnig fyrirliggjandi margarfleirigerðir 1***" og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL ft\ / / Einkaumboö á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FÁLKINN ® SUOURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Komið og skoðið, hringið eða skrif iö eftir nánari upplýsingum. Athugið hvort SKIL heimilisborvél og fylgihlutireruekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVIK: SÍS Byggingavörudeild, Suðurlandsbraut 32. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. HAFNARFJÚRÐUR: Rafbúoin, Álfaskeiöi 31. KEFLAVIK: Stapafell h/f. MNGEYRI: Kaupfélag oyrfirðinga ÍSAFJÖRÐUR: Straumurh/f. HÓLMAVIK: Kaupfélag Steingrimsfjarðar. BLÖNOUÓS: Kaupfélag Húnvctninga SIGLUFJÖRÐUR: Rafbær h/f. AKUHEYRl: Verslunin Raforka Handverk. Strandgötu 23. HUSAVJK: Kaupfélag Mngeyinga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfélag Vopnfiroinga EGILSTAÐIR: Verslunin Skógar SEYÐISFJÖRÐUR: Stálbúðin NESKAUPSSTAÐUR: Einkur Asmundsson HÖFN: Kaupfélag Austur-Skattfellinga VÍK: Kaupfélag Skaftfellinga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.